Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 25
MINNSTAÐUR
voru strákarnir í 9. bekk í hljóm-
sveitinni algerir snillingar.
Sýningin hefði ekki orðið svona
góð án frábærrar úrsetningar Stef-
áns Þorleifssonar, tónlistarkenn-
ara, á lögunum. Oft svitnaði maður
yfir löngum og erfiðum setningum
en þegar allt endar svona frábær-
lega vel man maður bara góðu hlut-
ina.“
Þorlákshöfn | Bugsy Malone eftir
Alan Parker í þýðingu Guðjóns Sig-
valdasonar var sett upp í Grunn-
skólanum í Þorlákshöfn. Það voru
nemendur í 10. bekk sem settu upp
leiksýninguna. Leikstjóri var skóla-
stjórinn, Halldór Sigurðsson. Tón-
menntakennari skólans, Stefán
Þorleifsson æfði söngatriði.
„Með uppfærslu leikverka í skól-
um er víða komið við og ýmsum
námsþáttum sinnt á óhefðbundinn
hátt. Slík vinna er einnig ákveðin
tilbreyting og eykur samkennd þar
sem hópur unglinga sameinast í að
ná ákveðnu takmarki og gleðst
saman þegar því er náð,“ sagði
Halldór Sigurðsson skólastjóri.
Allir lögðu eitthvað
af mörkum
Helga Guðbjarnardóttir sem lék
Blúsí Brún sagði er fréttaritari
spjallaði við hana: „Þetta var alveg
rosalega gaman, ég hef tekið þátt í
nokkrum leiksýningum áður en
aldrei eins stóru verki. Á hverju ári
sýnir 10. bekkur eitthvert leikrit til
að safna peningum fyrir skólaferð
sem farin er á vorin. Ég bauð mig
fram í í svona stórt hlutverk af því
að mér finnst mjög gaman að leika
og undirbúa svona leiksýningu.
Maður þarf að vera sjálfstæður og
hugmyndaríkur til skapa per-
sónuna sem maður á að leika. Það
er auðvitað erfitt að finna tíma því
á sama tíma vorum við í aukatímum
til að vinna upp það sem tapaðist í
verkfallinu og svo eru margir í
íþróttum líka en okkur tókst að láta
þetta ekki rekast á. Ég hvert alla
sem tækifæri hafa til að taka þátt í
svona starfi, ég mun ávallt muna
eftir þessu þegar ég verð eldri.“
Hjalti Einarsson sem lék Bugsy
tók undir orð Helgu og bætti við:
„Það að vinna svona vinnu utan
skólatíma eflir hópinn mikið, það er
ekkert grín að setja saman svona
stórt og mikið leikverk, það koma
margir að því og það þarf samvinnu
og skipulag, maður þurfti að fórna
ýmsu.“ Vilborg Jóna Gunnarsdóttir
sem lék Gosa var sammála en bætti
við: „Þetta var frábær sýning. Allir
í bekknum lögðu eitthvað af mörk-
um. Við fengum mikla hjálp frá
kennurum og mörgum öðrum. Svo
Söngleikur settur upp í skólanum
Verkefnið eflir nem-
endahópinn mikið
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Söngleikur Stór hópur elstu nemenda grunnskólans tekur þátt í uppsetningu söngleiksins Bugsy Malone.
Eftir Jón H. Sigurmundsson
Djúpivogur | Leikfélag Djúpavogs
frumsýndi í gærkvöldi verkið Með
veröldina í vasanum.
Verkið, sem er gamanleikur með
söngvum, skrifar Hallgrímur Odds-
son í samvinnu við leikhópinn, en
Hallgrímur er jafnframt leikstjóri.
„Verkið gerist í þvottahúsi í sameign,“
segir leikstjórinn. „Þarna eru nokkr-
ar konur búsettar og gengur erfiðlega
að koma sér saman um hvernig
reglum skuli háttað í sameigninni.
Þær eiga við ýmis vandamál að glíma
og verkið er bæði um hvernig vandinn
vindur upp á sig og lausn hans.“ Alls
kemur um tugur manns að sýning-
unni, en leikendur eru fimm talsins.
Hallgrímur, sem kemur frá Bíldu-
dal, hefur ritað fleiri verk og hlaut
m.a. verðlaun hjá LA fyrir uppistand
um jafnréttismál. Hann segir leik-
hefðina unga á Djúpavogi og verið sé
að byggja upp hefð. „Hér eru allir
boðnir og búnir í allt og virðist vera
mjög jákvætt viðmót við leiklistina.“
Næstu sýningar verða á Hótel
Framtíð 24. apríl kl. 15 og 29. apríl kl.
21.
Með
veröldina
í vasanum
h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Falleg garðhúsgögn
úr gegnheilu tekki
-20%
Stækkanlegt borð (120cm x 120cm + 60cm)
og sex staflanlegir stólar
Verð : 83.400.-
Tilboðsverð:
66.720.-
-20%
Átthyrnt borð (120cm x 120cm)
og fjórir klappstólar
Verð : 47.500.-
Tilboðsverð:
38.000.-
-10%
Sefgras sófasett 3+1+1 (sessur fylgja)
Verð : 144.000.-
Tilboðsverð:
129.600.-
-20%
Washington bekkur
Verð : 42.000.-
Tilboðsverð:
33.600.-
Fáanlegar í 3 litum
í garðhúsgögn
Sessur