Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SIR Eduardo Paolozzi, sem talinn er
einn af áhrifamestu myndlist-
armönnum Bretlands á 20. öld, lést í
gærmorgun á
spítala í London.
Paolozzi hafði átt
við veikindi að
stríða í nokkur
ár.
Meðal fræg-
ustu verka hans
eru mósaíkverk á
Tottenham Court
Road-neðanjarð-
arlestarstöðinni í
London og stytta af Sir Isaac New-
ton á torginu við British Library.
Paolozzi er af ítölskum uppruna,
en fæddist í Skotlandi árið 1924.
Sem barn safnaði hann sígar-
ettumyndum af Hollywood-
stjörnum, flugvélum og kafbátum,
sem talið er hafa kynt undir ævi-
löngum áhuga hans á sambandi
manneskja og véla. Klippimyndir
hans af bandarískum stjörnum voru
tímamótaverk í Bretlandi eft-
irstríðsáranna, og gerði hann að
brautryðjanda innan popp-
listarinnar þar í landi, en á áttunda
áratugnum sneri hann sér að óhlut-
bundnum grafíkverkum. Hann var
enn fremur veigamikill kennari við
nokkra af virtustu listaskólum Lond-
on.
Paolozzi
látinn
Sir Eduoardo
Paolozzi
ÞAÐ væri að bera í bakkafullan læk-
inn að ætla sér hér að mæra Astrid
Lindgren. Þessi einstaki höfundur
sem gladdi börn víðsvegar um
kringlu heimsins um áratuga skeið
lét eftir sig einstakt og fjölbreytt
persónusafn sem gaman er að
sökkva sér í. Einna undarlegastur
allra hennar karaktera er Kalli á
þakinu; feitlagin furðuvera, sem auk
þess að geta flogið virðist að mestu
gjörsneyddur þeim persónutöfrum
sem ofurhetjan Lína Langsokkur og
prakkarinn Emil í Kattholti eiga í
svo ríkum mæli. Óþrjótandi sjálfs-
elska, óhemjugangur og sá eiginleiki
að geta snúið öllu endalaust á hvolf
án þess að sjá eftir því eru þeir eig-
inleikar sem virðast í fljótu bragði
setja mestan svip á persónuna. Á
móti kemur að þessi andhetja fyllir
upp í gapandi tómarúm í lífi Bróa,
einmana lítils drengs sem á þá ósk
heitasta að eignast hvolp sem honum
getur þótt vænt um og getur sýnt
honum skilyrðislausa væntumþykju
til baka. Svo má ekki gleyma því að
Kalli færir Bróa merkilegan glaðn-
ing í leikslok og sannar þannig áður
en yfir lýkur að hann er alls ekki eins
óalandi og óferjandi og virðist við
fyrstu sýn heldur tryggðatröll með
stórt hjarta.
Í þessari leikgerð sagna Astrid
Lindgren um Kalla, Bróa og æv-
intýri þeirra er hamrað á því að þótt
ótrúlegt virðist sé Kalli raunveruleg-
ur. Samt virðist það ekki tilviljun að
Kalli á í ofsakæti sinni og endalaus-
um krafti ótalmargt sameiginlegt
með hvolpnum sem Brói þráir allra
mest. Uppátækin og krafturinn,
stríðnisglampinn í augunum, skap-
sveiflurnar og krafturinn – allt eru
þetta eiginleikar sem Sverrir Þór
Sverrisson á auðvelt með að koma til
skila á sviði. Hann vakti athygli und-
irritaðs fyrir ærslafullan gamanleik í
Hróa hetti og Í bláum skugga fyrir
nokkrum árum og hefur þróað þann
hæfileika með sér síðan í sjónvarps-
þáttum sem hafa slegið í gegn. Þegar
hann sneri aftur á svið í Fame í fyrra
var greinilegt að hann var tilbúinn að
takast á við veigameiri sviðshlutverk
og hann stendur sig með ágætum
sem hinn óútreiknanlegi Kalli. Í raun
má segja að Kalli sé að mörgu leyti
framlenging af þeirri persónu sem
Sveppi hefur þróað fyrir almenn-
ingssjónum að undanförnu. Það var
enda greinilegt hvern börnin voru
komin til að sjá á frumsýningunni á
sumardaginn fyrsta og greinilegt að
Sverrir stóð fyllilega undir vænt-
ingum þeirra.
Það getur verið þrautin þyngri að
finna meðal ungra leikara einhverja
sem geta valdið stórum hlutverkum
á sviði. Það er því sérstaklega
ánægjulegt hve vel tókst til um val í
hlutverk barna og unglinga í þessari
sýningu. Sigurbjörn Ari Sig-
urbjörnsson kom á óvart sem Brói
litli, hnökralaus og eðlilegur leik-
urinn hittir beint í mark og frammi-
staðan í einu orði sagt prýðileg.
Edda Margrét Erlendsdóttir og
Rafn Kumar Bonifacius gáfu honum
lítið eftir í hlutverkum vina hans,
Gunnu og Kidda. Arnmundur Ernst
Björnsson Backman er eins og fiskur
í vatni á leiksviðinu í hlutverki Bobba
stórabróður og Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir og Leifur Eiríksson sýna
kraft og fimi í hlutverkum Betu
stórusystur og Lilla vinar hennar og
dans þeirra setur skemmtilegan svip
á nokkur atriði.
Margrét Pétursdóttir og Jakob
Þór Einarsson hafa úr minna að
moða sem hinir vantrúuðu foreldrar
Bróa litla í verki sem gengur allt út á
grínið en skila því sem ætlast er til
fullkomlega viðunandi. Jakobi tekst
betur upp í bófahasarnum ásamt
Þórhalli Sigurðssyni (Ladda) en þeir
félagar komast ekki með tærnar þar
sem Þröstur Guðbjartsson hefur
hælana í bráðfyndnu gervi Boggu
fóstru. Þar var hægt að finna snerpu
sem vonandi á eftir að setja meira
mark á sýninguna í heild eftir því
sem á líður.
Umbúnaður sýningarinnar er lit-
ríkur og viðeigandi. Viðamikil og fjöl-
breytt leikmynd Stígs Steinþórs-
sonar er til fyrirmyndar,
fagmannlega lýst af Kára Gíslasyni;
útsetningar, hljóðfæraleikur og
hljóðmynd eru vel unnin þó að söng-
urinn sé ekki mjög eftirminnilegur. Í
búningunum er forðast að vera með
einhverjar ýkjur, sennilega til að
munurinn á Kalla og hinum persón-
unum sé sem mestur. T.d. er bún-
ingur Boggu unninn af hófsemi sem
hittir beint í mark. Þýðing og stað-
færing Davíðs Þórs Jónssonar er í
anda sýningarinnar, blátt áfram, nú-
tímaleg og oft bráðfyndin.
Óskari Jónassyni tekst að ná
hárnákvæmu jafnvægi milli annars
vegar hins trúverðuga stíls hvers-
dagslífsins sem einkennir leik fjöl-
skyldumeðlima og vina og hins vegar
ærslanna sem fylgja Kalla, þjófunum
og Boggu. Í móti kemur að sýningin
á það til að detta svolítið niður þegar
Sveppi er ekki á sviðinu og hvers-
dagsleikinn tekur yfir í gráma sín-
um. Kannski hefði Óskar átt að hafa
lausara taumhald á hugmyndaauðg-
inni sem hann er svo þekktur fyrir,
því þau atriði þar sem hann kemst
virkilega á flug eru ótrúlega vel
heppnuð. En brellurnar megi ekki
skyggja á inntak verksins og það
verður að sætta sig við að Óskar sýni
hér nokkuð hófstillta hlið á sér með
einstaka óvæntum sprengingum þó.
Það hefur verið haft á orði að mesta
martröð leikstjóra sé að þurfa að
leikstýra annaðhvort börnum eða
dýrum því að aldrei sé að vita upp á
hverju þau taki. Samkvæmt þessari
speki lyftir Óskar Jónasson hér
grettistaki því honum tekst ein-
staklega vel að laða hið besta fram úr
þremur óútreiknanlegum stærðum:
hópi barna og unglinga, tveimur
seppum og Sveppa sjálfum.
Sveppi í stað seppa
LEIKLIST
Á þakinu í samstarfi við LR
Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðing og
staðfæring: Davíð Þór Jónsson. Leik-
stjóri: Óskar Jónasson. Tónlistarstjóri:
Karl O. Olgeirsson. Leikmyndarhönnuður:
Stígur Steinþórsson. Búningahönnuður:
Helga Rós V. Hannam. Hönnuður lýs-
ingar: Kári Gíslason. Danshöfundar:
Birna Björnsdóttir og Guðfinna Björns-
dóttir. Handritsráðgjafi: Gísli Rúnar Jóns-
son. Leikarar: Arnmundur Ernst Björns-
son Backman, Edda Margrét
Erlendsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Leif-
ur Eiríksson, Margrét Pétursdóttir, Rafn
Kumar Bonifacius, Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir, Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson,
Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Þórhallur
Sigurðsson (Laddi) og Þröstur Guðbjarts-
son. Fimmtudagur 21. apríl,
sumardagurinn fyrsti.
Kalli á þakinu
Morgunblaðið/Golli
„Óskari Jónassyni tekst að ná hárnákvæmu jafnvægi milli annars vegar hins
trúverðuga stíls hversdagslífsins sem einkennir leik fjölskyldumeðlima og
vina og hins vegar ærslanna sem fylgja Kalla, þjófunum og Boggu.“
Sveinn Haraldsson
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar
29. apríl kl. 20 - Frumsýning
1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn
8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
Ath. Aðgangur ókeypis
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Í kvöld kl 20, Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20
HÉRI HÉRASON snýr aftur -
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Su 24/4 kl 20,
Fi 28/4 kl 20
Aukasýningar
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20,
Su 24/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 29/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 30/4 kl 20 - UPPSELT,
Su 1/5 kl 20,
Mi 4/5 kl 20 - UPPSELT,
Fi 5/5 kl 20 - UPPSELT,
Fö 6/5 kl 20 - UPPSELT,
Lau 7/5 kl 20 - UPPSELT, Su 8/5 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20,
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20
Síðustu sýningar
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT
Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds
Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS
Í kvöld kl 20,
Lau 30/4 kl 20, Su 1/5 kl 20
AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ
fjögur tímabundin dansverk
Su 24/4 kl 19.09, Su 1/5 kl 19.09
Aðeins þessar sýningar
TERRORISMI e. Presnyakov bræður
Fi 28/4 kl 20,
Fi 5/5 kl 20
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Í dag kl 14 - UPPSELT,
Su 24/4 kl 14 - UPPSELT,
Su 1/5 kl 14, Su 1/5 kl 17,
Su 5/5 kl 14, Lau 7/5 kl 14
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„verulega
vönduð...
og ég
táraðist líka“
H.Ó. Mbl
Pakkið á móti Eftir Henry Adams
Fim. 21.4 kl 20 3. kortas. UPPSELT
Fös. 22.4 kl 20 4. kortas. UPPSELT
Lau. 23.4 kl 20 5. kortas. UPPSELT
Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. Örfá sæti laus
Lau. 30.4 kl 20 7. kortas. Örfá sæti laus