Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 35
UMRÆÐAN
FASTEIGNASALAN
GIMLI Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasaliGRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
TIL SÖLU
EIGNARLÓÐIR UNDIR HEILSÁRSHÚS ÚR LANDI MÝRARKOTS
Til sölu 30 eignarlóðir í landi Mýr-
arkots í næsta nágrenni við Kiðj-
aberg og á móti Hraunborgum.
Verð 1,8 millj. óháð stærð eða
staðsetningu lóðar. Kalt og heitt
vatn að lóðarmörkum. Stærð lóða
frá 0,75 hkt.-2,20 hkt. Heimilt að
byggja allt að 200 fm heilsárshús á
lóð. Frábær staðsetning í næsta
nágrenni við einn fallegasta 18
holu golfvöll landsins, golfvöllinn á
Kiðjabergi. Aðeins í 75 km fjarlægð
frá Reykjavík og um 25 km frá Sel-
fossi. Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis (SPRON) er tilbúinn að
lána allt að 100% af kaupverði lóð-
ar og 65% af endanlegum bygg-
ingarkostnaði.
Lóðirnar eru til sýnis
laugardaginn 23. og
sunnudaginn 24. apríl,
milli kl. 14 og 16 báða daga
Ekið er Kiðjabergsafleggjara,
3,3 km. og sjást þá lóðirnar
á vinstri hönd.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
N
Selt
Selt
Selt
Selt
Allar nánari upplýsingar gefur Ellert í síma 661 1121
NÁMSFLOKKAR
Reykjavíkur hafa ver-
ið reknir af Reykja-
víkurborg í rúmlega
hálfa öld. Þar hafa
borgarbúar getað
gengið að fjölmörgum
námskeiðum. Ég man
til dæmis þegar ég
hitti sveitunga minn á
göngum Miðbæj-
arskólans fyrir margt
löngu, sem var að
læra latínu. Eða nem-
endur mínir sem
margir voru á fimm-
tugs- og sextugsaldri.
Höfðu ekki haft tæki-
færi til þess að læra
þegar þeir voru
yngri. En í skjóli
Námsflokkanna gafst
tækifæri til að
mennta sig.
Ég varð þeirrar
ánægju aðnjótandi að
kenna undir stjórn
Guðrúnar Halldórs-
dóttur og Þorbjargar
Jónsdóttur í nokkur
ár hjá Námsflokk-
unum. Þarna fór og
fer enn fram starf sem er ómet-
anlegt. Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Reynt er að leysa úr
málum allra. Mjög margir sem
hafa brotlent í lífinu eiga kost á að
byggja upp nýtt líf. Þetta frábæra
starf hafa skrifveldismenn nú sett
undir mælistiku prangfræðinnar og
segja að námsflokkarnir séu of dýr
og óhagkvæm rekstrareining.
Hvaða þætti tóku þeir með í þess-
um útreikningum sínum? Ef við
setjum nú upp lítið dæmi: Hugsum
okkur að Námsflokkar Reykjavík-
ur hafi komið að meðaltali 10
manns á ári á réttan kjöl (ég hef
þessa tölu eins lága og ég frekast
get). Tíu manns á ári sem snúa frá
deyfð og aðgerðarleysi. Var þetta
reiknað inn í hagtölur
prangfræðinganna sem
líta á rekstur mennta-
stofnunar eins og
hverja aðra grænu-
baunadósaverksmiðju?
Hvað þá hækkun á
lífshamingjustuðli allra
þeirra sem hafa t.d.
rifjað upp skólaensk-
una sína eða stigið sín
fyrstu skref í framandi
tungumáli eins og jap-
önsku eða látið draum
sinn rætast að læra
módelteikningu. Og
síðast en ekki síst:
Hvað með þjónustu við
útlendinga? Náms-
flokkarnir lögðu
grunninn að uppbygg-
ingu kennslu í íslensku
fyrir útlendinga og
hafa verið frumkvöðlar
að nýbúafræðslu hér-
lendis.
Hafa stjórnendur
Reykjavíkurborgar
ekki metnað til þess að
reka uppeldis- og
menntastofnanir frá
vöggu til grafar? Er
hægt að fara betur með skattfé
borgaranna en að nota þá til
menntamála? – Starfsemi náms-
flokkanna er nauðsynlegur hluti af
menntakerfi borgarinnar. Náms-
flokkarnir gefa öðrum sem eru í
sams konar starfsemi mælistiku á
gæði. Námsflokkarnir eru vett-
vangur til að hlúa að sprota-
starfsemi og nýjungum í nám-
skeiðahaldi. Reykjavíkurborg á
ekki að stuðla að því að minnka
námsframboð í Reykjavík í upphafi
tuttugustu og fyrstu aldarinnar.
Námsflokkar Reykja-
víkur á 21. öld?
Gísli Þór Sigurþórsson fjallar
um Námsflokka Reykjavíkur
Gísli Þór
Sigurþórsson
’Hafa stjórn-endur Reykja-
víkurborgar
ekki metnað til
þess að reka
uppeldis- og
menntastofn-
anir frá vöggu
til grafar?‘
Höfundur er framhaldsskólakennari.
MORGUNBLAÐIÐ hvatti til
þess í ritstjórnargrein nýlega að
taka frumvarp við-
skiptaráðherra um
starfsumhverfi at-
vinnulífsins til ræki-
legrar endurskoðunar,
þannig að lög yrðu
sett sem endurspegl-
aði betur vilja al-
mennings í landinu.
Var þar verið að vitna
til fjöldahreyfingar
Agnesar Bragadóttur
um kaup almennings
á Símanum og þess
getið í ritstjórn-
argreininni að stjórn-
málamenn væru treg-
ir til að ganga þvert á
hagsmuni stóru við-
skiptasamsteypanna.
Full ástæða er að
taka undir þessa
hvatningu Morg-
unblaðsins. Því miður
stefnir í það að Al-
þingi afgreiði frum-
varp um nýjar reglur
um stjórnskipulag
samkeppnismála og
starfsumhverfi í við-
skiptalífinu nánast
óbreytt. Það vekur athygli að fyrir
liggur umsögn Samkeppnisstofn-
unar um málið þar sem fram kem-
ur að með ákvæðum frumvarpsins
sé Samkeppnisstofnun veikt og
sjálfstæði hennar skert. Það gangi
þvert á markmið og tillögur sem
unnar voru fyrir viðskiptaráðherra
um stefnumótun íslensks við-
skiptaumhverfis.
Samkeppnisstofnun veikt
Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að
ganga hér erinda stóru viðskipta-
samsteypanna sem eru að eignast
Ísland? Er Samkeppnisstofnun að
gjalda fyrir það að ganga vasklega
fram í málum olíufélaganna? At-
hyglisvert er að eftir að niðurstaða
lá fyrir í því máli voru gerðar
grundvallarbreytingar á því frum-
varpi sem nefnd viðskiptaráðherra
lagði til í meðferð þingflokka
stjórnarflokkanna á málinu og allt í
þá átt að veikja Samkeppnisstofnun
og draga úr sjálfstæði hennar.
Spyrja má; er sagan um Þjóðhags-
stofnun að endurtaka sig sem var
hreinlega lögð niður af
því forstöðumenn
þeirrar stofnunar voru
ekki viljalaus verkfæri
í höndum ráðamanna?
Gagnrýni Sam-
keppnisstofnunar
Í umsögn Sam-
keppnisstofnunar er
eindregið varað við
þeim breytingum á
frumvarpinu sem
draga úr möguleikum
stofnunarinnar til að
grípa til aðgerða gegn
hringamyndun og sam-
þjöppun eða yf-
irburðastöðu fyr-
irtækja á markaði.
Fram kemur í umsögn
Samkeppnisstofnunar
að þetta feli í sér ótví-
ræða veikingu á sam-
keppnislögum og
möguleikum sam-
keppnisyfirvalda til
þess að bregðast við
alvarlegum samkeppn-
ishömlum sem stafað
geta af óhæfilegri sam-
þjöppun og skaðlegri fákeppni.
Samkeppnisráð hefur einnig túlkað
þetta ákvæði sem nú á að fella nið-
ur að það veiti heimild til að krefj-
ast uppskiptar á fyrirtækjum.
Furðu sætir að stjórnvöld skuli
ætla að veikja samkeppnislögin
með þessum hætti þegar það var
yfirlýstur tilgangur nefndar við-
skiptaráðherra að leita leiða hvern-
ig bregðast mætti við aukinni sam-
þjöppun í íslensku atvinnulífi. Þetta
er alvarleg atlaga stjórnvalda gegn
neytendum og heilbrigðu sam-
keppnisumhverfi, enda er þarna
gengið erinda stóru fyrirtækja-
samsteypanna og viðskiptablokk-
anna sem eru að eignast Ísland.
Pólitísk íhlutun í störf
Samkeppnisstofnunar
Stjórnarflokkarnir hafa líka sam-
mælst um að fella út mikilvægt
rannsóknarúrræði sem nefnd við-
skiptaráðherra lagði til á sínum
tíma sem var heimild til vettvangs-
rannsókna á heimilum stjórnenda
fyrirtækja. Samkeppnisstofnun hef-
ur einnig mjög gagnrýnt að fá ekki
þetta rannsóknarúrræði. Húsleit
hjá stjórnendum fyrirtækja er m.a.
heimiluð í norskum lögum og af
þeim er góð reynsla og m.a. oft
fundist samráðsgöng á heimilum
forstjóra sem voru ekki vistuð í
fyrirtækinu. Jafnframt þessu þá er
með breytingu á stjórnskipulagi
stofnunarinnar veruleg hætta á
pólitískri íhlutun í störf Samkeppn-
isstofnunar. Í núgildandi lögum er
kveðið á um að stjórnarmenn megi
ekki hafa beinna eða verulegra
hagsmuna að gæta í atvinnu-
starfsemi. Þetta ákvæði er tekið út
í frumvarpinu og hæfisskilyrði
veikt, þannig að viðskiptaráðherra
getur skipað í 3ja manna stjórn
stofnunarinnar þá sem hafa hags-
muna að gæta í atvinnulífinu, ef
hann svo kýs. Auk þess er kveðið á
um að allar meiriháttar ákvarðanir
eigi að bera undir stjórnina og með
því skert sjálfstæði stofnunarinnar.
Hægt er að velta því fyrir sér
hvort Samkeppnisstofnun hefði far-
ið í húsleit og þá rannsókn á olíufé-
lögunum sem hún gerði ef ákvörð-
un um það hefði þurft að bera
undir pólitískt skipaða stjórn ráð-
herra.
Ekki kæmi á óvart að ráðamenn
noti þessar breytingar á stjórn-
skipulagi stofnunarinnar til að setja
til hliðar núverandi forystumenn í
Samkeppnisstofnun. Þeir hafa þrátt
fyrir þröngan fjárhag stofnunar-
innar haldið uppi öflugu eftirliti
með samkeppni og rótað upp í
heilu atvinnugreinunum sem hafa
verið í samsæri gegn hagsmunum
almennings. Kannske munu þeir
súpa seyðið af því þegar frumvarp
stjórnarflokkanna um veikingu á
Samkeppnisstofnun verður að lög-
um.
Gjalda fyrir olíumálið
Jóhanna Sigurðardóttir
fjallar um viðskipti
Jóhanna
Sigurðardóttir
’Hvað vakirfyrir stjórnvöld-
um að ganga
hér erinda stóru
viðskipta-
samsteypanna
sem eru að eign-
ast Ísland? ‘
Höfundur er alþingismaður.
Fréttasíminn 904 1100