Morgunblaðið - 23.04.2005, Page 57

Morgunblaðið - 23.04.2005, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 57 EIN vinsælasta og um leið mest umtalaða unglingasveit í Evrópu nú um mundir, stúlknasveitin Van- illa Ninja frá Eistlandi, var á dög- unum stödd á Íslandi við tökur á nýju myndbandi. Stúlkurnar fengu stuðning frá Icelandair við að taka upp myndband í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi við nýjasta smellinn sinn „Blue Tattoo“. Lagið hefur notið mikilla vinsælda á meg- inlandi Evrópu, einkum í Þýska- landi þar sem myndbandið hefur m.a. verið sýnt í Top of the Pops. Tónleikar á Íslandi? Þá munu Vanilla Ninja taka þátt í Evróvisjón-keppninni í ár, ekki fyrir hönd Eistlands, heldur Sviss og munu þær etja kappi við Selmu í undankeppninni með laginu „Cool Vibes“. Fyrir tveimur árum höfðu Vanilla Ninja reynt að komast í Evróvisjón fyrir hönd heimalands- ins en voru ekki valdar – þrátt fyr- ir að hafa fengið flest atkvæði þjóð- arinnar í forkeppninni. Fyrir skömmu héldu þær tón- leika í Neu-Isenburg, skammt frá Frankfurt. Fyrir tónleikana spjöll- uðu þær við fulltrúa Icelandair í Mið-Evrópu, þá Guðmund Ósk- arsson markaðsstjóra og Arthúr Björgvin Bollason, upplýsinga- og kynningarfulltrúa. Þær létu í ljósi eindregna löngun til að heim- sækja Ísland aftur, eftir að þær hafa leikið fyrir Sviss í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí. Það er því ekki útilokað að íslensk- ir aðdáendur sveitarinnar fái að heyra í þeim á hljómleikum á Ís- landi seinna á árinu. Undeild Evróvisjón-þátttaka Þessi Nylon-flokkur Eistlend- inga hefur verið allmikið í fréttum vegna þátttöku sinnar í Evr- óvisjón. Franska blaðið Le Matin greindi frá því stuttu eftir að til- kynnt var um að þær yrðu fulltrú- ar Sviss að nýj- asta stúlkan í bandinu, Triinu, væri aðeins 15 ára gömul, en allir keppendur í Evróvisjón verða að vera orðnir 16 ára 31. desember 2004, skv. reglum keppn- innar. Triinu varð 16 ára í jan- úar og yfirmenn keppninnar ákváðu að gera undanþágu á reglunni. Þá hef- ur valdið nokkr- um deilum í Sviss að valdir voru fulltrúar sem hafa lítið sem ekkert með Sviss að gera. Meginskýringin á valinu er sú að stúlknabandið er hugarfóstur þýska tónlistarmógúlsins David Brandes, sem ku vera duglegri en flestir við að koma ár sinni fyrir borð. Hann samdi einmitt lagið sem Vanilla Ninja mun flytja í Evr- óvisjón, líkt og flest önnur lög sveitarinnar, og ekki nóg með það heldur samdi hann einnig þýska framlagið sem heitir „Run and Hide“ og verður flutt af söngkon- unni Garcia, sem einnig er á mála hjá Brandes. Honum hefur hins vegar verið meinað að mæta sjálfur til Kænuborgar og fylgjast með gengi sinna laga vegna þess að hann hefur verið ávíttur og dæmd- ur til að greiða háa fjársekt fyrir það að reyna að hafa óeðlileg áhrif á þýska vinsældalistann, með því að láta kaupa upp stór upplög af smáskífum listamanna sinna. Leit meira að segja út fyrir á tímabili að þýska framlagið yrði dæmt úr leik í Evróvisjón vegna þessa, en Garcia hefur fengið heimild til að keppa, þrátt fyrir allt. Evróvisjón | Umdeildir fulltrúar Sviss voru á Íslandi Eistnesk stúlknasveit í Jökulsárlóni Vanilla Ninja voru léttklæddar og „vel merktar“ við Jökulsárlónið. Triina er lengst t.h. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Vanilla Ninja með Flugleiðamönnunum Guðmundi Óskarssyni markaðs- stjóra og Arthúri Björgvini Bollasyni, upplýsinga- og kynningarfulltrúa. HÓTELERFINGINN og sjón- varpsstjarnan Paris Hilton hefur staðfest sögusagnir um að slitnað hafi upp úr vináttu hennar og Nicole Richie. Tilkynnt var í síðustu viku að Komberly Stewart, dóttir söngv- arans Rod Stewarts, myndi taka við af Richie í sjónvarpsþætti þeirra Simple Life og fóru þá af stað sögur um að það væri vegna þess að þær Hilton og Richie gætu ekki lengur unnið saman. „Það er ekkert hernaðarleynd- armál að við Nicole erum ekki leng- ur vinkonur,“ segir í yfirlýsingu sem Hilton hefur sent frá sér. „Nicole veit hvað hún gerði og ég á aldrei eftir að segja neitt meira um það.“ Reuters Fátt verður um faðmlögin í framtíð- inni. Það er greinilega Hilton sem er stjarnan og öllu ræður því nú þarf Richie að finna sér eitthvað annað að gera. Hilton og Richie ekki lengur vin- konur Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Frá framleiðendum Tryllimögnuð hrollvekja.Ekki dæma hana eftir útlitinu AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi   Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday. Sýningartímar 23.-24. apríl SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 THE PACIFIER kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8.30 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl.12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.i. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 12 - 2 - 4 - 6 THE PACIFIER kl. 12 - 1.45 Sahara Kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Svampur Sveinsson m/ísl.tali Kl. 2-4 -6 Boogeyman Kl. 8 -10 SAHARA kl. 15.40-6 - 8 - 10.20 SVAMPUR SVEINSSON kl. 2-4-6 THE PACIFIER kl. 2 Miðaverð 300 kr The Motorcycle Diaries 8 Hole in my heart kl. 10,30 B.i 16 Ice Princess

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.