Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 49
DAGBÓK
Fjölmargir Íslendingar eru iðnir viðmyndlist þótt þeir hafi litla eðajafnvel enga menntun fengið á þvísviði. Einn þeirra er Pétur Pét-
ursson, jarðfræðingur og deildarstjóri hjá
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.
Hann heldur nú sýningu á akrýlverkum í
Norska húsinu í Stykkishólmi og lýkur henni
klukkan 17 á morgun, sunnudag.
„Ég hélt sýningu í Alþjóðahúsinu í Reykja-
vík 2003, aðra í kaffihúsinu Mílanó og loks
sýningu í húsnæði Valhúsgagna,“ segir Pétur.
„Ég seldi verk á öllum þessum sýningum.
Hingað í Norska húsið komu um 150 manns
þegar ég opnaði á fimmtudaginn og fólk tók
þessu yfirleitt mjög vel. Þetta eru allt akrýl-
verk, ég mála nær eingöngu náttúruna og hef
málað mikið úr Hnappadalnum en þar var ég
í sveit og fæ oft hugmyndir.
Það er ekkert fólk á myndunum mínum og
aldrei nein mannvirki, vegir eða þess háttar.
Ég er með aðstöðu í bílskúrnum heima og
hef innréttað hann undir þetta og breytt hon-
um.
Ég vinn þetta sjálfur frá grunni, smíða
sjálfur blindrammann og strekki hann en hef
látið innramma sérstaklega nokkrar myndir
fyrir mig. Ég er ekki menntaður í myndlist,
er sjálfmenntaður má segja. Hins vegar hef
ég alltaf málað og teiknað í gegnum tíðina,
vatnslitamyndir og fleira. Reyndar var ég
með teiknimyndasögu í Helgarpóstinum sál-
uga í eitt ár. Þar fékkst ég við mál líðandi
stundar, pólitík og tíðarandann.“
– Þér hefur ekki dottið í hug að gera listina
að aðalstarfi?
„Það eru ekki nema fáir útvaldir sem geta
leyft sér það. Ég held ég sé varla gjald-
gengur í gallerí, þar vilja menn fólk með
myndlistarmenntun. Þetta er eiginlega í
fyrsta sinn sem ég sýni í alvöru sal.
Ég get ekki nefnt neina sérstaka lista-
menn, erlenda eða innlenda, sem hafa haft
áhrif á mig en vonandi er eitthvað úr im-
pressjónisma í þessu hjá mér. Þetta er ekki
nákvæm eftirlíking, ekki natúralískt, mín eig-
in túlkun er inni í þessu líka. En ljósmyndun
hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá mér og
þar hef ég alltaf átt efnivið í hugmyndir.
Ég hugsa að jarðfræðimenntunin endur-
speglist dálítið í mínum myndum. Þegar ég
skoða það sem ég er að mála hef ég auðvitað
í huga hvernig þetta varð til. Ef til vill hef ég
að einhverju leyti aðra sýn en þeir sem hafa
ekki innsýn í jarðfræði.“
– Ertu ekki hræddur um að gamlir kenn-
arar þínir segi að þetta sé kolvitlaus jarð-
fræði hjá þér?
„Nei og þetta eru nú ekki beint einhverjar
skýringarmyndir! En í BS-ritgerðinni lagði
ég fram heilmikla teikningu sem var bæði
listaverk og skýrandi,“ segir Pétur Pét-
ursson.
Málað í skúrnum | Pétur Pétursson sýnir akrýlverk í Stykkishólmi
Jarðfræðiþekking á striganum
Pétur Pétursson er
fæddur árið 1956 í
Reykjavík en ættaður
úr Hnappadalnum.
Hann er jarðfræðingur
að mennt og lauk námi í
þeirri grein við Háskóla
Íslands 1981.
Pétur starfar nú hjá
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins og
er þar deildarstjóri yfir
vegtæknideildinni. Hefur hann sérhæft sig í
steinefnum til vegagerðar og burðarlögum.
Eiginkona Péturs er Dóra Kristín Björnsdóttir
og dóttirin er 18 ára, hún heitir Elísabet Pét-
ursdóttir.
Millileikur.
Norður
♠G10
♥ÁG74 A/Enginn
♦ÁK73
♣963
Vestur Austur
♠2 ♠Á963
♥982 ♥1065
♦G109865 ♦D
♣G82 ♣ÁKD104
Suður
♠KD8754
♥KD3
♦42
♣75
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 lauf 2 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Ein af betri bridsbókum síðari
tíma er Creative Card Play eftir
Bandaríkjamanninn James S. Kau-
der (útgefin 1989). Spilið að ofan er
úr þeirri bók og rataði til umsjón-
armanns í gegnum Magnús Ásgríms-
son, en hann sá það í dagdálki vef-
ritsins Bridge Today, sem Matthew
Granovetter stýrir.
Kauder er fæddur 1943, lögfræð-
ingur að mennt og virðist – enn sem
komið er, a.m.k. – vera „einnar bók-
ar maður“.
En víkjum að spilinu. Vestur kem-
ur út með lauftvist og austur tekur
tvo slagi á lauf og spilar því þriðja,
sem suður trompar.
Ekki er að sjá að geimið sé í mik-
illi hættu héðan af, en 4-1 legan í
trompi skapar viss vandamál. Sagn-
hafi spilar spaða og austur dúkkar
tvisvar.
Nú virðist blasa við að fara heim á
hjartakóng til að sækja spaðaásinn.
Segjum að sagnhafi geri það. Austur
drepur og spilar tíguldrottningu og
blindur á þann slag.
Nú er spurningin sú hvernig kom-
ast eigi heim til að ná síðasta tromp-
inu af austri. Með allar hendur uppi
er vandalaust að spila hjarta, en
austur gæti allt eins hafa byrjað
með einspil í hjarta og þrjá tígla. Í
því tilfelli yrði að taka á hátígul og
trompa tígul.
Þetta vandamál er leyst með nett-
um millileik:
Þegar sagnhafi hefur fengið tvo
slagi á spaða, leggur hann niður tíg-
ulásinn ÁÐUR en hann fer heim á
hjarta.
Þá verður austur að leysa sam-
gangsvandann.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 23. apríl, er sjötug frú Sig-
rún Sigurgeirsdóttir, Grundargötu 6,
Ísafirði, einnig búandi á Austurgötu
5, Stykkishólmi. Hún mun ásamt eig-
inmanni sínum, Gunnlaugi Valdimars-
syni, eyða afmælisdeginum í faðmi fjöl-
skyldunnar á Ísafirði.
70 ÁRA afmæli. Í dag, 23. apríl, ersjötug Ágústa Erlendsdóttir,
Kirkjuvegi 10, Keflavík. Eiginmaður
hennar var Birgir Scheving.
Hún verður að heiman á afmælis-
daginn.
Bræðraafmæli. Bjarni Sigurðsson, Suður-Gafli, Haukadal I, er sjötugur 26. apríl.
Már Sigurðsson, hótelstjóri, Geysi, Haukadal, er sextugur 28. apríl. Þeir bræður
taka á móti vinum og vandamönnum á Hótel Geysi laugardaginn 30. apríl kl. 18. Bíl-
ferð verður frá BSÍ kl. 16.30 með viðkomu í Eden, Hveragerði, og Árnesi, Selfossi.
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3
Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0-0 Be7
8. c4 Rb4 9. Be2 0-0 10. Rc3 Bf5 11.
a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. He1 dxc4
14. Bxc4 Bd6 15. Ha2 Dd7 16. Rg5
Ra5 17. Bd3 Hae8 18. Hae2 Hxe2 19.
Dxe2 b6 20. Df3 Bg6 21. Bxg6 fxg6
22. De2 h6 23. Re6 He8 24. c4 Rb3
25. Bb2
Staðan kom upp á Amber-mótinu
sem lauk fyrir skömmu í Mónakó.
Viswanathan Anand (2.786) hafði
svart gegn Peter Leko (2.749). 25...
Bxa3! 26. Bxa3 Rxd4 27. Rxd4
Hxe2 28. Rxe2 Dd3 þó að hvítur
hafi hrók og tvo létta menn fyrir
drottningu ræður hann ekki í fram-
haldinu við frelsingja svarts á
drottningarvæng. 29. Bb2 Dxc4 30.
h3 c5 31. Rg3 Db3 32. Be5 a5 33. h4
a4 34. h5 Kh7 35. hxg6+ Kxg6 36.
f4 a3 37. f5+ Kf7 38. Re4 a2 39.
Ba1 Dd3 40. f6 gxf6 41. Rxf6 Dd2
42. Kf1 b5 43. Re4 Dd5 44. Kf2 b4
45. Ke3 c4 46. Hf1+ Ke6 47. Hf6+
Ke7 48. Hd6 Dxe4+ 49. Kxe4 Kxd6
50. g4 c3 51. Kd3 Kd5 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Dimma hefur gefið út á hljóðbók sög-
una Fíasól í fínum málum eftir Krist-
ínu Helgu Gunnarsdóttur. Höfundur
les, en sagan kom út fyrir síðustu jól í
prentaðri útgáfu hjá Máli og menn-
ingu.
Fíasól er 7 ára stelpa sem býr í
Grænalundi í Grasabæ og fer svo
sannarlega sínar
eigin leiðir. Hér seg-
ir frá ótrúlegum
uppátækjum henn-
ar sem fullorðna
fólkið er ekki alltaf
jafn hrifið af og
þess vegna er hún
kannski aðeins of
sjaldan í fínum málum.
Kristín Helga Gunnarsdóttir er einn
vinsælasti barnabókahöfundur þjóð-
arinnar og hefur hlotið verðlaun og
viðurkenningar fyrir verk sín. Áður
hafa komið út eftir hana á hljóðbók:
Elsku besta Binna mín, Mói hrekkju-
svín, Gallsteinar afa Gissa og Loftur
og gullfuglarnir.
Fíasól í fínum málum er tæpar 70
mínútur að lengd, á einum geisla-
diski, og var hljóðrituð í Hljóðvinnsl-
unni. Kápumynd er eftir Halldór Bald-
ursson, en Vilborg Anna Björnsdóttir
hannaði útlit.
Dimma ehf. gefur út en Smekk-
leysa sér um dreifingu. Leiðbeinandi
verð er kr. 1.690.
Hljóðbók
Út er komin Upplitað myrkur, ný ljóða-
bók eftir Gyrði Elíasson.
Þetta er tólfta ljóðabók Gyrðis en
hann hefur áður
sent frá sér fjölda
verka af ýmsu tagi,
ljóðabækur, skáld-
sögur og sagnasöfn.
Gyrðir er einnig mik-
ilvirkur þýðandi,
einkum bóka um og
eftir ameríska frum-
byggja og hefur m.a.
þýtt þrjár af skáldsögum bandaríska
rithöfundarins Richards Brautigan.
Gyrðir hefur hlotið fjölda viðurkenn-
inga fyrir ritstörf sín, m.a. stílverðlaun
Þórbergs Þórðarsonar, Íslensku bók-
menntaverðlaunin árið 2000 fyrir
Gula húsið og menningarverðlaun DV
fyrir bókmenntir. Þá hefur Gyrðir í tví-
gang verið tilnefndur til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs.
Bókin er 68 bls, útgefandi er Mál
og menning, verð 2.990 kr.
Ljóð