Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 29
MENNING
ÓLÖF Nordal tók við styrk úr sjóði Richards
Serra í gær, en síðast var veitt úr sjóðnum árið
2002. Upphæð styrksins er 450.000 kr.
Að sögn Ólafar er mikill heiður að hljóta
styrkinn og koma peningarnir sér ágætlega.
„En mér finnst þetta fyrst og fremst vera
spurning um viðurkenninguna sem felst í því
að hljóta hann. Þetta er einn af fáum, ef ekki
eini styrkurinn sem veittur er starfandi mynd-
listarmönnum hérlendis, þeim sem eru ekki að
byrja ferilinn. Það er því mikill heiður að vera
valin,“ segir hún, segist ætla nota styrk-
upphæðina í næstu verk. „Þetta rúllar alltaf
svona áfram.“
Það vill svo skemmtilega til að Ólöf kynntist
Richard Serra sjálfum sem kennara á fram-
haldsnámsárum sínum í skúlptúrdeild Yale-
háskóla í Bandaríkjunum, en Serra nam einnig
myndlist þar. „Mér er það mjög minnisstætt
hvað hann var frábær kennari og hve víðsýnn
hann var þegar kom að myndlistarsköpun. Í
kennslunni vildi hann alls ekki ræða um sín
eigin verk – sagði að við gætum lesið um það í
bókum – en hafði fyrst og fremst brennandi
áhuga á því sem nemendurnir voru sjálfir að
gera. Það var mjög sérstakt, sérstaklega þeg-
ar um svona risa eins og hann er í myndlist er
að ræða,“ segir Ólöf.
Í ávarpi sem Ólafur Kvaran, forstöðumaður
Listasafns Íslands og formaður sjóðsstjórnar,
hélt við afhendinguna sagði m.a.: „List Ólafar
felur í sér rannsókn og umfjöllun um menn-
inguna, tungumálið og um merkingu og sam-
hengi. Stíllinn sem slíkur, hin formræna fram-
setning verður aldrei í list hennar markmið í
sjálfu sér heldur fyrst og fremst aðferð til að
skerpa á hugmyndinni og inntakinu. [Verk
Ólafar eru] opin fyrir spennandi og áleitnum
túlkunum og listamaðurinn er í því hlutverki
að yfirfæra táknræn og menningarleg minni
inn í listheiminn, þar sem áhorfandinn, fulltrúi
samtímans, bíður fullur eftirvæntingar.“
Um sjóðinn
Samkvæmt reglugerð er hlutverk Richard
Serra-sjóðsins að efla höggmyndalist á Íslandi
með því að styrkja og hvetja myndhöggvara.
Hann var stofnaður árið 1990 að frumkvæði
bandaríska myndhöggvarans Richards Serra,
í tilefni þess að verk hans Áfangar var reist í
Viðey í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ár-
ið 1990. Serra tók þá ákvörðun að gefa íslensku
þjóðinni andvirði verksins og tóku Listahátíð í
Reykjavík, Reykjavíkurborg og Listasafn Ís-
lands að sér að stofna sjóð í nefni Serra.
Stjórn sjóðsins er skipuð þremur ein-
staklingum; frá Sambandi íslenskra myndlist-
armanna, Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur
og Listasafni Íslands, sem er formaður stjórn-
ar. Í stjórninni sitja nú Ólafur Kvaran, Finnur
Arnar Arnarson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir.
Ekki er veitt samkvæmt umsóknum.
Fimm listamenn hafa hlotið styrk úr sjóðn-
um til þessa. Það eru Ólafur Sveinn Gíslason,
Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorvaldur Þor-
steinsson, Halldór Ásgeirsson og Margrét
Blöndal.
Myndlist | Ólöf Nordal myndlistarmaður hlýtur Richard Serra-styrkinn í ár
Rannsakar og fjallar
um menninguna
Morgunblaðið/ÞÖK
Ólafur Kvaran og Ólöf Nordal við athöfnina í Listasafni Íslands í gær.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Kristín Jónína Taylor erbandarísk-íslenskur píanó-leikari sem hlotið hefur
ákaflega góðar viðtökur í Banda-
ríkjunum fyrir flutning á norræn-
um píanóverkum, þar á meðal
frumflutning í Norður-Ameríku á
Píanókonsert eftir Jón Nordal í
Cincinnati árið 2003. Kristín Jónína
heldur sína fyrstu einleikstónleika
á Íslandi í Salnum í dag kl. 16.
„Mamma mín er ræðismaður fyrir
vestan og heitir Vigdís Aðalsteins-
dóttir Taylor. Heimili okkar var
mjög íslenskt, og pabbi var mjög
sammála mömmu um að þannig
ætti það að vera. Við bróðir minn
vorum alltaf mjög hrifin af því að
vera hálf-íslensk. Íslensk tónlist var
mikið spiluð heima, og ég lærði
þjóðlög, rímur, tvísöng og fleira
þegar ég var
yngri. Þegar ég
kom í tónlistar-
skóla langaði
mig til að læra
meira um ís-
lenska músík. Í
dag er ég að
rannsaka Píanó-
konsert Jóns
Nordals, sem
mér finnst mjög
fínt verk; og fékk
Fulbright-styrk til að koma hingað
til Íslands.“
Á tónleikunum leikur Kristín
Jónína Sónötu í e-moll ópus 7 eftir
Grieg, Sónötu nr. 2 í gís-moll ópus
19 eftir Skrjabin, L’isle joyeuse eft-
ir Debussy, Der Wohltemperierte
Pianist eftir Þorkel Sigurbjörnsson
og Sónötu ópus 26 eftir Samuel
Barber.
„Mig langaði að spila eitthvað
norrænt, en tengja það Bandaríkj-
unum. Grieg var ungur þegar hann
samdi sónötuna sína, og var ekki al-
veg búinn að þróa með sér þjóðlega
stílinn. Hann var í námi í Dan-
mörku þegar hann samdi verkið og
tileinkaði það tónskáldinu Niels
Gade. Það má finna áhrif frá g-
moll-sónötu Schumanns í þessu
verki, – en samt líka ýmislegt þjóð-
legt.“
Sónata Skrjabins er meðal hans
þekktustu verka. „Hann var ný-
kvæntur þegar hann samdi verkið
og það er mikil ást í þessari músík.
Það er líka mikil ást í verki Debus-
sys, því hann var nýbúinn að eign-
ast hjákonu þegar hann samdi
það.“
Kristín segir gaman að spila verk
Þorkels Sigurbjörnssonar, það sé
létt og skemmtilegt, enda samið
fyrir „vel stilltan píanóleikara“.
Sónata Barbers er mikið spiluð fyr-
ir vestan og hún er mjög vinsæl.
Þetta er mjög bandarískt verk,
blús, ragtime, djass og fleira í því,
en samt líka evrópskt því það er í
sónötuformi og með fúgu, sem er
reyndar mjög erfitt að spila.“
Rannsóknarritgerð Kristínar um
Píanókonsert Jóns Nordals er dokt-
orsverkefni hennar við Háskólann í
Cincinnati.
Lúðrasveit verkalýðsins heldurvortónleika sína í Seltjarnar-
neskirkju í dag kl. 14, en tónleik-
arnir marka tímamót, því um leið
lætur stjórnandi sveitarinnar til
tæps áratugar, Tryggvi M. Bald-
vinsson, af störfum. „Þetta hefur
verið lærdómsríkur og ánægju-
legur tími,“ segir Tryggvi. „Ég
byrjaði í janúar 1996 og hafði eig-
inlega aldrei stjórnað neinu. Ég var
þó búinn að vera í Svaninum, og gat
leitað til Kjartans Óskarssonar,
stjórnanda míns þar, með alls kon-
ar hjálp.“
Tryggvi segir að þróunin í lúðra-
sveitabransanum sé ekki ör. „Ég er
þó ekki frá því að tilurð Blás-
arasveitar Reykjavíkur hafi ýtt við
eldri sveitunum, og þær eru farnar
að fara meira sínar eigin leiðir. Eft-
ir að lúðrasveitirnar fóru að fá
meiri athygli í menningarumfjöllun
– til dæmis í Mogganum – hefur það
örvað þær til standa sig vel. Nú er
líka komið menntaðra fólk, – bæði
stjórnendur og hljóðfæraleikarar
og áherslurnar breytast við það.
Það er farið að búa til heildstæðari
prógrömm fyrir tónleika og vinna
af meiri metnaði. En sveitirnar eru
óstöðugar. Ef góðir hljóðfæraleik-
arar hætta getur tekið ár að vinna
það upp. Það þyrfti að auka sam-
starf lúðrasveitanna við skóla-
hljómsveitirnar miklu meira. Við
höfum gert Skólahljómsveit Aust-
urbæjar að okkar vinasveit, og þar
með sjá krakkarnir að það er líf eft-
ir skólalúðrasveitirnar.“
Það kannast allir við Evr-ópustefið glæsilega, sem leikið
er á undan evrópskum sjónvarps-
útsendingum eins og Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva. Það
vita kannski færri að stefið er úr
verkinu Te deum eftir Charpentier,
– en það verður flutt á tónleikum
Kammerkórs Seltjarnarneskirkju
og Sinfóníuhljómsveitar áhuga-
manna í Seltjarnarneskirkju á
morgun kl. 15. Auk verks Charpen-
tiers, sem aðstandendur segja þar
með flutt í fyrsta sinn á Íslandi,
syngja söngvarar úr kórnum
óperuaríur með hljómsveitinni.
Nína Margrét Grímsdóttir og
Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar
eru píanókennarar við Tónlistar-
skóla Kópavogs, helda tónleika á
vegum skólans í Salnum í dag kl.
13, þar sem þær leika verk eftir
frönsku tónskáldin Fauré, Debussy
og Milhaud.
Tryggvi Baldvinsson verður ekki
bara í sviðsljósinu á tónleikum
verkalýðsins, því ung söngkona,
Elma Atladóttir, hefur raðað
nokkrum lögum eftir hann á efnis-
skrá tónleika sinna í Víðistaða-
kirkju í dag kl. 16. Meðleikari Elmu
er Ólafur Vignir Albertsson, en auk
laga Tryggva eru á efnisskránni
lög eftir Jón Ásgeirsson, Mädchen-
blumchen eftir Richard Strauss og
óperuaríur.
Söngsveitin Fílharmónía lýkur
tónleikahelginni á sunnudagskvöld
með tónleikum í Langholtskirkju
þar sem Carmina burana verður
sungin undir stjórn Ólivers Kent-
ish.
Um þessar mundir bera kórarlandsins hver af öðrum af-
rakstur vetrarstarfs síns á torg.
Nánari upplýsingar um þá er að
finna í Stað og stund, í blaðinu og á
mbl.is.
Mikil ást í þessari músík
’Við höfum gert Skóla-hljómsveit Austurbæjar
að okkar vinasveit, og
þar með sjá krakkarnir
að það er líf eftir skóla-
lúðrasveitirnar.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Morgunblaðið/GolliSöngsveitin Fílharmónía æfir Carmina Burana.
begga@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Kristín Jónína Taylor leikur á tónleikum í Salnum í dag kl. 16.
Tryggvi M.
Baldvinsson