Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Valur Ásgeirsson trúbador, sem gerði garðinn fyrst frægan með sigri í Trúbadorakeppni Rásar 2 í fyrrasumar, var að ljúka við hljóm- plötu sem koma á út í lok maí. Helgi Valur segir að upptökur hafi gengið mjög vel. Hann segir að platan komi líklega til með að heita Demise of Fa- ith. „Það er búið að setja útgáfuna á 30. maí,“ segir hann. Upptökustjóri er Jón Ólafsson, fyrrum Possibillies-maður. „Það var mjög gott að vinna með honum,“ seg- ir Helgi Valur. „Það var þannig að ég vann Trúbadorakeppni Rásar 2 og sem verðlaun fékk ég m.a. ferð á trúbadorahátíð sem haldin var í Nes- kaupstað. Við Jón urðum samferða; spjölluðum mikið á leiðinni og náðum vel saman. Hann bauð mér að gera demó heima hjá sér, sem ég og gerði. Ég sendi þetta demó til Skífunnar [núna Senu] og hún vildi gefa þetta út,“ segir hann. Betra að ráða sjálfur Helgi Valur var áður í hljómsveit- inni Moonstyx. Af hverju ákvað hann að gerast trúbador? „Það er bara þægilegra að fá að ráða sjálfur en að þurfa að hafa einhverjar fimm skoð- anir. Svo finnst mér trúbadorinn eig- inlega hafa svolítið slæmt orð á sér. Þegar minnst er á trúbador sér fólk alltaf fyrir sér feitan karl með bjór, alltaf fullur að spila á kassagítar. Mér finnst vera miklir möguleikar fyrir hendi og tækifæri til að breyta þess- ari staðalímynd,“ segir hann. Helgi Valur fór til útlanda sumarið 2004 og vann fyrir sér með spila- mennsku. „Ég ákvað að ef ég ætlaði að fara að spila þyrfti ég að gera það af alvöru, úti á götu, ekki með neinn magnara eða neitt. Það gekk bara svona ansi vel.“ Hann dvaldi í Kaup- mannahöfn og Malmö og segir að vel hafi verið hægt að framfleyta sér á þennan hátt. „En það er auðvitað hellings vinna. Þetta er hark.“ Tónleikaferð í sumar Lögin á plötunni urðu til á þriggja ára tímabili, flest á síðasta ári. „Flest þeirra eru útsett þannig á plötunni að ég get vel flutt þau á tónleikum, utan kannski eitt, sem er nokkuð erfitt, en ekki ómögulegt.“ Helgi Valur segist ekki vera með frekari utanfarir á dagskrá á næst- unni. „Ég ætla að fylgja plötunni eftir og fara í tónleikaferð í sumar,“ segir hann. Tónlist | Fyrsta plata trúbadorsins Helga Vals tilbúin Ekki feitur karl með bjór Morgunblaðið/Golli „Ég sendi þetta demó til Skífunnar [núna Senu] og hún vildi gefa þetta út.“ Bara ef þetta væri nú alltaf svona einfalt eins og hinn efnilegi trúbador, Helgi Valur Ásgeirsson, lýsir sinni reynslu. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Breska unglingastjarnan MattJay, sem var í Busted, hefur kúplað sig frá gamla vinahópnum sínum til þess að geta náð tökum á áfengisvanda sínum. Jay hefur að sögn breskra dag- blaða fyrirskipað að hann vilji ekki taka við símtölum frá gömlum vinum sínum á borð við James Bourne, sem var með hon- um í Busted. Hann er nú á Priory-meðferð- arstofnuninni og telur að gömlu vinirnir geti haft spillandi áhrif á sig og gert sér erf- iðara að reyna að hætta að drekka. Eina manneskjan sem hann vill hitta og tala við er Emma kærasta hans. Fólk folk@mbl.is Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar. The Motorcycle Diaries kl. 5 - 8 Beautiful Boxer kl. 10,30 Napoleon Dynamite kl. 4 - 8 Vera Drake kl. 5.40 - 10 Shake hands with the Devil kl. 3.30-8.15 Ring of Fire kl. 6 Bítlabærinn Keflavík kl. 10,10 Don´t Move kl. 3 b.i. 16 The Mother kl. 5,45 Garden State kl. 8 b.i. 16 9 Songs kl. 10,15 b.i. 16 Beyond the Sea kl. 3 Life and Death of Peter Sellers kl.5.30 - 10.30 Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14 Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd sem gerður hefur verið, eftir snillinginn Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og tónlist. Stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra. Ein vinsælasta kvikmyndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi Byggð á metsölubók Clive Cussler Kvikmyndir.is  S.V. MBL Ó.H.T Rás 2 Nýjasta meistarastykki meistara Mike Leigh, sem hefur rakað til sín verðlaunum og hlotið mikið lof hvarvetna. Stórkostleg vegamynd sem hefur farið sigurför um heiminn, fengið lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna. 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.