Morgunblaðið - 23.04.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 23.04.2005, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT F rambjóðendur í þing- kosningunum í Bret- landi 5. maí næstkom- andi óttast nú sumir hverjir „afhöfðun“. Þó ekki í eiginlegri merkingu, heldur kosningabrellu sem nefnd er þessu nafni. Kosningakerfið í Bretlandi byggist á einmenningskjördæmum, þar sem aðeins sá frambjóðandi sem flest at- kvæði hlýtur nær kjöri á þing. Í kjör- dæmi þar sem frambjóðandi Frjáls- lyndra demókrata á enga möguleika á kjöri, svo dæmi sé tekið, gæti stuðn- ingsmaður flokksins því séð sér hag í því að greiða atkvæði sitt frekar frambjóðanda Verkamannaflokksins, svo sá eigi meiri möguleika á að fella sameiginlegan andstæðing þeirra, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Sú „taktíska“ kosningahegðun mun hafa tíðkast lengi í einhverjum mæli, einkum í aukakosningum, en með tilkomu Netsins hafa möguleik- arnir á skipulögðum atkvæðaskiptum stóraukist. Einn stjórnmálaskýrandi BBC telur að allt að því fimmti hver kjósandi muni kjósa taktískt í kom- andi kosningum. Sumir þeirra munu nýta sér aðstoð sérstakra vefsíðna, þar sem metið er hver eigi mesta möguleika á að sigra frambjóðanda tiltekins flokks, sem einhverjir kjós- endur leggja meiri áherslu á að fella en að verja atkvæði sínu í samræmi við bestu samvisku. Netið notað í taktískum tilgangi Nokkrar vefsíður bjóða jafnvel þannig þenkjandi kjósendum upp á að komast í samband við aðra í svip- uðum hugleiðingum, með það fyrir augum að skiptast beinlínis á atkvæð- um. Stuðningsmaður Verkamanna- flokksins í kjördæmi þar sem Frjáls- lyndir demókratar eiga meiri möguleika á að fella Íhaldsframbjóð- andann getur til dæmis samið um at- kvæðaskipti við stuðningsmann Frjálslyndra í kjördæmi þar sem málum er öfugt farið. Stuðningsmenn allra flokka hafa reynt að notfæra sér Netið í þessum tilgangi, en markmiðið með slíkum vefsíðum er ýmist að fella frambjóð- endur Verkamannaflokksins eða Íhaldsflokksins. Taktískar kosningar koma sér vel fyrir Frjálslynda demó- krata og enn hafa ekki komið fram vefsíður þar sem spjótunum er beint að frambjóðendum þeirra. Frjáls- lyndir hafa lengi gagnrýnt einmenn- ingskjördæmakerfið, sem kemur stóru flokkunum tveimur til góða, og er mörgum þeirra sennilega ekki mjög á móti skapi að notfæra sér taktískar kosningar til að benda á galla þess. Charles Kennedy, leiðtogi flokksins, hefur þannig lýst þessari aðferð sem „einkaframtaks- hlutfallskosningu“. Reynt að fella Howard í Folkestone Leiðtogar flokkanna eru jafnan í framboði í öruggum kjördæmum og enginn þeirra hefur tapað sæti sínu í þingkosningum síðustu sex áratug- ina. Michael Howard, leiðtogi Íhalds- flokksins, vann í síðustu kosningum öruggan sigur í kjördæmi sínu, Folkestone á suðausturströndinni. En nú eru uppi raddir um að með taktískum kosningum gæti verið unnt að fella hann, flokknum til feikilegrar háðungar. Howard hefur haldið þingsætinu í Folkestone í yfir tvo áratugi, en með hverjum kosningum hefur saxast nokkuð á forskot hans og nú gera Frjálslyndir demókratar, sem eiga þar næstmest fylgi, sér vonir um að knýja fram sigur með aðstoð stuðn- ingsmanna Verkamannaflokksins. Í kosningunum 2001 hlaut Howard 6.000 atkvæði umfram frambjóðanda frjálslyndra, sem næstur kom, en 9.000 kjósendur greiddu þá Verka- mannaflokknum atkvæði sitt og þeir gætu hjálpað til við að fella Howard með því að kjósa Frjálslynda demó- krata nú. Frjálslyndir í kjördæminu hafa gert þetta að áherslupunkti í kosningabaráttunni, sem þeir heyja undir slagorðinu „Hjálpið til við að sigra Howard“. Simon Hughes, áhrifamaður í flokknum, hvatti á mið- vikudag stuðningsmenn Verka- mannaflokksins í Folkestone og fleiri kjördæmum sem svipað er ástatt um til að „lána“ frjálslyndum atkvæðið. Forvígismenn Íhaldsflokksins í Folkestone gera þó lítið úr hættunni á því að Howard verði „afhöfðaður“ og segja það ekkert áhyggjuefni að flokksleiðtoginn gefi sér lítinn tíma til að sinna eigin kjördæmi. „Hann hefur hitt 15.000 kjósendur á 22 árum. Fólk veit hver hann er,“ hefur AFP eftir stuðningsmanni Howards. Fréttaskýring | Talið er að svokölluð atkvæðaskipti geti haft áhrif á úrslit í einhverjum kjördæmum í bresku kosning- unum. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir rekur hvernig taktísk kosningahegðun gæti meðal annars orðið leiðtoga Íhalds- flokksins að falli í eigin kjördæmi. Hætta á „afhöfðun“ Howards? Reuters Michael Howard, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, á blaðamannafundi. Þingsæti hans gæti verið í hættu. Kosningabaráttan tekur á sig ýms- ar myndir. adalheidur@mbl.is Madríd. AFP, AP. | Mikill öryggisvið- búnaður var í Madríd í gær þegar réttarhöld hófust þar yfir 24 mönn- um sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkastarfsemi al-Qaeda. Þrír mannanna eru sakaðir um að hafa tekið þátt í undirbúningi hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Eru þetta viða- mestu réttarhöld í Evrópu yfir meintum liðsmönnum al-Qaeda. Réttarhöldin fara fram í almenn- ingsgarði í útjaðri Madríd, í bygg- ingu sem breytt var í dómhús vegna saksóknarinnar. Yfir 100 lögreglu- menn, vopnaðir léttum vélbyssum og haglabyssum, voru á varðbergi við bygginguna. Lögreglumennirnir voru með sérþjálfaða hunda og not- aðir voru truflunarsendar til að koma í veg að hægt yrði að koma af stað sprengingu með fjarstýringu, auk þess sem þyrla sveimaði yfir byggingunni. Sakborningarnir voru á bak við skothelt gler í réttarsaln- um. Vilja allt að 60.000 ára fangelsisdóma Saksóknarar ætla að krefjast þess að þremenningarnir, sem eru sak- aðir um aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum, verði dæmdir í allt að 60.000 ára fangelsi hver – fái 25 ára fangelsisdóm fyrir hvern mann sem lét lífið í hryðjuverkunum. Á meðal þremenninganna er meintur foringi al-Qaeda á Spáni, Imad Eddin Barakat Yarkas, 41 árs Sýrlendingur. Hinir tveir eru Driss Chebli, 33 ára Marokkómaður, og Ghassub Al Abrash Ghaylun, 39 ára Sýrlendingur. Talið er að Chebli hafi skipulagt fund sem haldinn var á Spáni í júlí 2001 til að skipuleggja hryðjuverk- in. Á meðal fundarmannanna var Mohamed Atta, sem er talinn hafa stýrt annarri af farþegaþotunum sem flogið var á turna World Trade Center í New York. Ghaylun er sagður hafa tekið myndir af World Trade Center árið 1997 og afhent þær útsendurum al- Qaeda. Símanúmer Yarkas í Madríd fannst í íbúð í Hamborg þar sem einn af flugræningjunum bjó og einnig á heimili liðsmanns al-Qaeda í Afganistan. Yarkas er sakaður um að hafa farið fyrir hópi al-Qaeda á Spáni frá árinu 1995, fengið unga menn til liðs við samtökin og sent þá í þjálfunarbúðir í Afganistan, Téts- níu, Bosníu og Indónesíu. Yarkas neitar þessum ásökunum og lýsir sér sem kaupsýslumanni. Talið er að réttarhöldin standi í tvo mánuði. Saksóknin byggist á átta ára rannsókn spænska dómar- ans Baltasar Garzons. Sakborningarnir 24 eru flestir af sýrlenskum eða marokkóskum ætt- um. Á meðal þeirra er Tayssir All- uni, fréttamaður arabísku sjón- varpsstöðvarinnar Al-Jazeera. Hann tók viðtal við Osama bin Lad- en, leiðtoga al-Qaeda, eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum og er sagð- ur hafa verið „í nánum tengslum í mörg ár“ við Yarkas. Saksóknararn- ir telja að Yarkas hafi beðið Alluni að færa liðsmönnum al-Qaeda í Afganistan peninga þegar hann fór þangað á vegum Al-Jazeera. Alluni neitar þessu og hefur dregið í efa að spænska dómskerfið sé hlutlaust í málinu. Meintir liðsmenn al-Qaeda fyrir rétt á Spáni AP Meintir liðsmenn al-Qaeda bak við skothelt gler í réttarsal í Madríd þegar réttarhöldin hófust. Dómshúsið er í almenningsgarði í útjaðri Madríd. Þrír sakborninganna sagðir viðriðnir hryðjuverkin í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.