Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 47

Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 47
Hjólbarðar Fellihýsi Til sölu fellihýsi Coleman Chayenne árg. 1999. 10 fet. Verð 700 þús. Upplýsingar í síma 565 7104. Truma gasmiðstöðvar F. felli og hjólhýsi,húsbýla o.fl. Hitar m/blæstri,Thermost. sér um rétt hitastig. Engin mengun eða súrefnistaka í rými. Mjög hljóð- látar 50 ára reynsla. Truma umboðið. Bílaraf Auðbr. 20. S,564 0400 Hjólhýsi Fullbúið 30 fm hús. Stöðuhjól- hýsi, sem skiptist í stofu, eldhús, barnaherbergi, hjónaherbergi, snyrtingu og sérbað. Stærð 3x10 m. Hús með öllu til afhend- ingar á höfuðborgarsvæðinu. Verð aðeins 950 þús. Sími 893 6020. Húsbílar Til sölu glæsilegur húsbíll. Bifreiðin er WV LT35 vél 2,5 l. turbo árgerð 1998, ekinn aðeins 44 þús. km. Yfirbygging er Karmann Missouri – hlaðinn staðalbúnaði ásamt fjölda auka- búnaðar. Uppl. gefur Magnús í síma 892 3686. Vinnuvélar Brenderup Bravo kerrur. Bravo 260. Mál: 260x145 cm. Burðar- geta: 500 kg. Til á lager með tré- skjólborðum. Nánari upplýsingar í síma 892 7512 og á netinu: lyfta@lyfta.is og www.lyfta.is Matador sumardekk 225/45 R 17 W MP 41. 4 dekk + undirsetning kr. 59.000. Kaldasel ehf., Dalvegi, s. 544 4333 og 820 1071. kaldasel@islandia.is 35". Til sölu ný 35" Goodrich-dekk á álfelgum. Á sama stað til sölu farangursbox. Upplýsingar í síma 896 9711. Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Fréttir í tölvupósti Viljum fara varlega „ÞAÐ er alltaf mikilvægt þegar ver- ið er að breyta náttúrunni að farið sé varlega og er skógrækt þar ekki undanskilin,“ segir Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. „Flestir gera sér grein fyrir því að þar sem skógur vex upp á skóglausu landi breytast aðstæður verulega. Því er mikilvægt að þekkja sem best hvernig landið er og hvernig það muni breytast við skógrækt. Nátt- úrufræðistofnun Íslands ber lögum samkvæmt að afla upplýsinga um náttúru landsins og leiðbeina um hóflega nýtingu hennar. Við starfs- menn stofnunarinnar lítum því gjarna á okkur sem eins konar gæslumenn hinnar villtu náttúru. Ís- lendingar hafa skrifað undir ýmsa al- þjóðlega sáttmála um verndun nátt- úrunnar. Við erum því skuldbundin til að vernda það sem er sérstætt í náttúrunni, svo sem sjaldgæfar plöntutegundir, vistgerðir og jarð- fræðifyrirbæri og einnig líffræðileg- an fjölbreytileika en skógræktin get- ur haft áhrif á þetta allt. Segja má að ef engu er breytt þá sé ekki verið að eyðileggja neitt, – það er nokkurs konar varúðarregla. Maður getur aldrei vitað nákvæmlega hvaða áhrif framkvæmdir hafa. Við skógrækt þarf því að fara varlega eins og við allar aðrar framkvæmdir – meta að- stæður – reyna að sjá hvað muni ger- ast áður en hafist er handa.“ Eruð þið hræddir við skógrækt- ina? „Nei, ekki ef vel er að henni staðið. Það er þó umhugsunarvert að skóg- rækt er einna umfangsmest í mó- lendi en við vitum líka að mólendið er hvað tegundaríkast allra gróður- lenda, a.m.k. hvað háplöntur snert- ir.“ „Ég vil að lokum hrósa skógrækt- armönnum fyrir það frumkvæði að koma þessu verkefni af stað, – að kalla til margs konar sérfræðinga sem líta á þetta mál frá mörgum sjónarhornum og vonandi munu þessar reglur koma að góðu gagni. Þær eru þó aðeins leiðbeinandi og því er árangur af þeim eingöngu undir skógræktarmönnum sjálfum komið.“ Þetta viðtal birtist í skógræktar- blaðinu á fimmtudag en birtist að nýju vegna mistaka við vinnslu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 47 FRÉTTIR Í TILEFNI af degi umhverfisins stendur Skólaskrifstofa Seltjarnar- ness fyrir fjölskyldudegi í Gróttu á morgun, sunnudaginn 24. apríl. Hægt er að komast fótgangandi út í eyju á fjörunni frá kl. 11–14. Á Gróttudaginn gefst m.a. tæki- færi til að njóta einstakrar nátt- úrufegurðar, rannsaka lífríkið í fjör- unni og fara upp í vitann. Nemendur í félagsmálafræði í Valhúsaskóla bjóða upp á kaffi og vöfflur til sölu í Fræðasetrinu. Á Gróttudeginum verða vígðar tvær myndir sem auðvelda gestum að glöggva sig á örnefnum og kenni- leitum til allra átta, annars vegar frá Snæfellsjökli að Henglinum og hins vegar frá Vífilsfelli til Miðnesheiðar. Myndirnar gerði Árni Tryggvason. Fjölskyldu- dagur í Gróttu Oddi opnar versl- un í Borgartúni NÝ verslun Odda með skrif- stofuvörur tekur til starfa í Borg- artúni 29 í dag, laugardag. Versl- unin nær yfir 600 fermetra. Í verslun Odda fæst allt sem þarf til skrifstofuhaldsins, frá ritföngum upp í tölvur og annan tæknibúnað. Áhersla er lögð á úrval af daglegri rekstrarvöru á borð við pappír, prentblek og umbúðir. Meðal nýjunga má nefna að versl- unin býður úrval af Sony Vaio- fartölvum og tískuvörur á skrifstof- una frá Esprit. Í tilefni af opnuninni eru skrif- stofuvörur á sértilboði. Þar á meðal má nefna kynningartilboð á Sony Vaio-fartölvum, prentara með 50% afslætti og aðrar valdar vörur með 40–50% afslætti, segir í frétta- tilkynningu. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð miðvikudaginn 20. apríl sl. Þá varð árekstur við mót Vestur- landsvegar og Höfðabakka, aðrein til vesturs. Þar missti ökumaður rauðrar Toyota, fólksbifreiðar, stjórn á bifreiðinni þegar hann var að afstýra árekstri við hvíta Toyota Hi Lux, sendibifreið. Fólksbifreiðin skemmdist mikið en sendibifreið- inni var ekið viðstöðulaust af vett- vangi. Vitni að atvikinu og ökumað- ur sendibifreiðarinnar eru beðin um hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1101 eða 444 1130. Þýskur klifrari með myndasýningu ÞÝSKI klettaklifrarinn Stefan Glow- acz heldur myndasýningu á Hótel Nordica laugardaginn 23. apríl kl. 18.30 og sýnir m.a. myndir frá Græn- landi, Suðurskautslandinu og Baffin- eyju í Kanada. Stefan Glowacz er einn allra fremsti klettaklifrari heims og hefur vakið athygli fyrir myndasýningar sínar og fyrirlestra. Glowacz er 38 ára að aldri og vakti snemma athygli fyrir einstaka hæfileika í sportkletta- klifri og klifurkeppnum innanhúss. Hefur hann unnið til margra verð- launa á því sviði. Hin seinni ár hefur hann lagt meiri áherslu á að ferðast víða um heim og takast á við svonefnt stórveggjaklifur. Myndasýningin er á vegum Íslenska alpaklúbbsins og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. Aðgangseyrir er 800 kr. Afmælismálþing um náttúru- lækningar HEILSUSTOFNUN Náttúrulækn- ingafélags Íslands á 50 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni standa Heilsustofnun NLFÍ og Náttúru- lækningafélag Íslands fyrir mál- þingum á Sauðárkróki og Akureyri dagana 27. og 28. apríl. Á málþingunum verður sagt frá Jónasi Kristjánssyni lækni og upp- hafsmanni náttúrulækningastefn- unnar hér á landi. Sagt frá hug- myndafræði og upphafi opnunar Heilsustofnunar NLFÍ Hveragerði árið 1955. Einnig verða flutt erindi um heilbrigði, húmor, heilbrigt mataræði og næringarfræði, en einkunnarorð NLFÍ eru: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“. Þá verður gestum boðið að smakka hollar veitingar að hætti HNLFÍ. Málþingið á Sauðárkróki verður miðvikudaginn 27. apríl í sam- komusal Fjölbrautaskólans og hefst kl. 20. Málþingið á Akureyri verður fimmtudaginn 28. apríl á Hótel KEA og hefst kl. 20. Allir velkomn- ir og enginn aðgangseyrir. Námskeið um MS HELGARNÁMSKEIÐ fyrir lands- byggðarfólk um MS-sjúkdóminn, verður haldið 29.–30. apríl. Nám- skeiðið er fyrir fólk með nýlega greiningu MS, upp að 2–3 árum. Taugasérfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari munu veita fræðslu. Námskeiðið verður í húsi MS- félags Íslands á Sléttuvegi 5, Reykjavík. Upplýsingar veitir Mar- grét félagsráðgjafi í síma 8970923 eða 5688620. Vorbasar í Hveragerði HEIMILISMENN á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verða með vorbas- ar í Frumskógum 6b, Hveragerði, sunnudaginn 24. apríl kl. 13–18. Einnig verður selt kaffi og vöfflur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.