Morgunblaðið - 23.04.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 37
MINNINGAR
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Hann Dagbjartur ólst upp í Berg-
holti á Raufarhöfn hjá móður sinni
Sigríði Sveinbjörnsdóttur, fósturföð-
ur Sigfúsi Kristjánssyni og börnum
þeirra tíu, og er ég yngstur þeirra.
Mig langar að minnast þín Daggi
minn með nokkrum orðum, en það
varst þú alltaf kallaður af okkur
systkinunum og áttir meira að segja
þitt eigið „Daggaherbergi“ í litla
Bergholti þar sem við ólumst öll upp.
Þangað komst þú oft eftir að þú fórst
að búa á Hauganesi með henni Lillu
þinni, og kynntist ég því þá hversu
góður þú varst við hana móður okk-
ar, er þið hélduð upp á 70 og 75 ára
afmælin hennar og eigum við öll góð-
ar minningar frá þeim tímum. Einnig
minnist ég þess er við fórum á sjó
með honum Níels mági þínum sem
þú rerir með á Níels Jónssyni.
Ekki vantaði gestrisnina hjá þér
og Lillu, er við komum til ykkar vild-
uð þið allt fyrir okkur gera og eigið
bestu þakkir fyrir.
Elsku Lilla, Stefán, Svandís, Sirrý
og fjölskyldur ykkar, megi guð og
gæfa fylgja ykkur í sorgarferli ykkar
og um ókomna tíð.
Bergþór Sigfússon og
Hulda Þorbjörnsdóttir,
Njarðvík.
Elsku bróðir, nú kveð ég þig með
söknuði, við vorum góðir vinir og
höfðum gott samband.
Þið voruð þrír hálfbræður mínir,
Gunni, Svenni og þú. Við ólumst upp
saman og voru aðeins þrjú ár á milli
okkar, ég 10. september en þú þann
11. Við áttum öll góða stund saman
þegar þú varðst sjötugur, en þá kom-
um við systkinin saman hjá þér á
Hauganesi. En það eru búnir að vera
erfiðir tímar síðan þá, Gerða, Pétur
og Anna öll látin og nú þú, öll á rúmu
ári og öll svo ung. Þetta er nú orðið
meira en nóg. Þú ert nú búinn að eiga
erfitt í þínum veikindum, en kvart-
aðir ekki.
Elsku Daggi, alltaf var gott að
heimsækja ykkur Lillu og alltaf tekið
vel á móti okkur og vorum við Rikki
oft búin að koma til ykkar og gista,
þá var oft líka tekinn bíltúr með ykk-
ur og skoðað sig um á ykkar heima-
slóðum. Þú byggðir þér stórt og
myndarlegt hús og hélt mamma upp
á 75 ára afmælið sitt hjá ykkur. Þá
komum við öll á rútu því við vorum
svo mörg, og þá var nú gleði og gam-
an. Það eru svo margar skemmtileg-
ar stundir sem við höfum átt saman
og sorglegt að fá ekki fleiri með þér,
og við systkinin öll saman. En nú er
stórt skarð komið í hópinn, fjögur
farin allt of fljótt. Við áttum svo
margt eftir að gera saman en það fer
ekki allt eins og maður óskar sér. Þú
varst búinn að eignast nöfnu og svo
er lítið barn á leiðinni sem þú færð
ekki að sjá, rétt eins og Anna sem
fékk ekki að sjá litlu Valdísi Önnu,
það munaði svo litlu hjá ykkur báð-
um. En það þurfti víst svo á ykkur að
halda í Himnaríki. Þar hafa orðið
fagnaðarfundir þegar þið komuð,
eins og alltaf var í Bergholti þegar
við vorum þar öll samankomin.
Elsku Lilla, Svandís, Stefán, Sirrý
og barnabörn, við biðjum Guð að
vera með ykkur öllum á sorgarstund.
Þórdís og Richard.
Þorgeir Richardsson.
Mágur minn, Dagbjartur Hans-
son, er látinn, eftir löng og erfið veik-
indi. Systir mín Anna Lilja fór sem
ung stúlka í síldarsöltun á Raufar-
höfn, og kynntist þessum unga
manni sem varð hennar lífsförunaut-
ur. Daggi, eins og við kölluðum hann,
kom úr stórum systkinahópi – hafði
átt við vanheilsu að stríða, þurfti að
dvelja á heilsustofnunum Kristnesi
og Vífilsstöðum og hafði því ekki not-
ið verulegrar skólagöngu. Iðnnám
hefði þó hentað honum vel, svo hagur
sem hann var. Þau fluttu hingað á
Hauganes og fljótlega réðst hann á
mb. Níels Jónsson og vann þar óslitið
lengst af sinni starfsævi. Fyrstu árin
bjuggu fjölskyldur okkar í sama húsi,
en síðan byggðu þau sitt íbúðarhús
sem þau nefndu Bjarg. Myndarlegt
heimili sem gott var að koma á. Börn-
in urðu þrjú og síðar komu tengda-
börn og barnabörnin. Sjómanns-
starfið er oft erfitt og í þá daga vann
áhöfn bátanna einnig að verkun
aflans er á land var komið. Vinnudag-
urinn varð því oft mjög langur, en
þegar afli var mikill hjálpuðust
margir að við að ljúka aðgerðinni svo
sjómennirnir fengju ofurlitla hvíld
áður en farið var í næsta róður. Þrátt
fyrir þessa miklu vinnu gat Daggi of-
urlítið sinnt hugðarefnum, var virkur
félagi í Lionsklúbbnum Hræreki og
vann þar mjög gott starf. Hann hafði
lítið viðgerðarherbergi á heimilinu
og þar sem hann var hjálpsamur og
greiðvikinn leituðu margir til hans og
honum tókst að lagfæra ótrúlegustu
hluti sem aflaga höfðu farið. Eftir að
Daggi hætti sjómennskunni var hann
húsvörður við Árskógarskóla og
vann þar við viðhaldsstöf og síðar
starfaði hann við eftirlit og lagfær-
ingar á íbúðarhúsnæði í eigu Ár-
skógshrepps og Dalvíkurbyggðar.
Þau hjón höfðu ferðast ofurlítið sér
til ánægju meðan heilsa hans leyfði.
Veikindin hafa verið erfið hin síðustu
ár en þau hjónin hafa tekist á við þau
af miklum dug og æðruleysi.
Nú blundar fold í blíðri ró
á brott er dagsins stríð,
og líður yfir land og sjó
hin ljúfa næturtíð.
Ég og mín fjölskylda þökkum
langa og góða samveru.
Guðsblessun fylgi Dagga og veiti
fjölskyldunni huggun og styrk.
Rósa Stefánsdóttir.
skrifum án þess að minnast á einstak-
an vin sem Olli eignaðist fyrir nokkr-
um árum. Vin sem hann virti mikils
og var honum afar kær og ekki síður
hjálplegur á löngum ævidögum nú
síðustu árin, en það er hann Ási í Rifi
og hans fjölskylda. Þeim ber að þakka
fyrir allt sem þau hafa gert fyrir hann
Olla.
Elsku Hjördís, þinn missir er mest-
ur, þú hefur á einstakan hátt annast
foreldra þína um langt árabil. Það er
ekki öllum gefið að sýna þá umhyggju
og það fórnfúsa starf sem þú hefur
sýnt foreldrum þínum. Þú ert í augum
allra svo ómissandi hluti af því heimili
sem við kynntumst hjá Olla og Helgu.
Þú átt bestu þakkir fyrir með von um
að á einhvern hátt, sem er óútskýr-
anlegur, fáir þú þetta fórnfúsa hlut-
verk þitt launað.
Ég votta allri fjölskyldu Olivers
Kristjánssonar mína dýpstu samúð
með þakklæti fyrir allt sem hann var
og verður mér.
Páll Ingólfsson.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast afa. Afi var svo lífsglaður en
rólegur og ástríkur maður, duglegur
til verka og barngóður. Ég man fyrst
eftir afa heima hjá þeim ömmu þar
sem hann laumaði að mér mola sem
seinna urðu brjóstsykurs- og súkku-
laðimolar. Afi og amma voru yndisleg
hjón og alltaf gott að koma við í kaffi
og spjall. Í kindakofann fór ég sem
barn með afa og Hjördísi að gefa
kindunum sem allar báru nafn og
fengu síld og brauð. Afi var heilsu-
hraustur og var hann kominn yfir átt-
rætt þegar hann keypti sinn síðasta
vörubíl. Eftir að hann hætti að vinna
hélt hann áfram að vinna og sinnti
hann áhugabúskap sínum ásamt
Hjördísi. Afi henti aldrei neinu sem
mögulega var hægt að nýta og er bíl-
skúrinn hans sönnun þess og hafa
margir fengið þar hluti sem annars
staðar var ómögulegt að fá. Hefð
skapaðist fyrir því að afi, amma og
Hjördís komu á Vallholt 22 og fögn-
uðu nýju ári með okkur þar. Þetta
voru mér dýmætar stundir sem aldrei
gleymast.
Elsku afi, þú kenndir mér og mín-
um svo margt með dug þínum, vilja-
styrk og ástúð. Ég kveð þig með
trega. Guð geymi þig vel.
Helga Karlsdóttir.
Dánarfregnin af Olla frænda kom í
sjálfu sér ekki á óvart, níræður maður
kominn á leiðarenda, tilbúinn að
kveðja og takast á við aðra tilveru.
Oliver Kristjánsson var fæddur í
Gamla Bakaríinu hér í Ólafsvík hinn
10. júní 1913, sonur Kristjáns Krist-
jánssonar bátasmiðs frá Ytra-Skóg-
arnesi í Miklaholtshreppi og Önnu El-
ísabetar Brandsdóttur á Snoppu í
Ólafsvík.
Oliver var næstelsta barn þeirra,
eldri er Jóhanna og yngstur var
Magnús, fyrir átti Kristján tvo drengi
þá Guðmund og Helga, og Elísabet
átti Sigtrygg. Þeir bræður eru nú allir
látnir, en Jóhanna lifir bræður sína.
Gamla Bakaríið var nokkurskonar
fjölbýlishús þeirra daga því þar bjó
einnig systir Kristjáns, Steinunn
ásamt Jóni eiginmanni sínum og syni,
Jóhanni Jónssyni sem nú er Bæjar-
skáld Ólafsvíkinga.
Olli ólst upp hjá foreldrum sínum,
systkinum og annað frændfólk bjó í
næsta nágrenni.
Möguleikar ungs fólks voru ekki
margir eða fjölbreyttir í Ólafsvík í
upphafi síðustu aldar, takmarkaðir
námsmöguleikar og fábreytt atvinnu-
líf.
Olli lauk þeirri skólagöngu sem í
boði var, vann síðan ýmis störf í landi,
fór á sjó með þeim sem höfðu yfir bát-
um aða ráða. Síðar keypti hann bát
sem hét Reynir með bróður sínum
Magnúsi, Ottó Árnasyni og fleirum,
seinna keyptu þeir bræður bátinn
Björgu og gerðu út saman.
Þessir ungu menn áttu vonir og
drauma um betri tíð en kynslóðirnar
á undan þeim lifðu við, þeir höfðu
sömu hæfileika og unga fólkið í dag,
en lífsbaráttan var háð við allt önnur
skilyrði.
Oliver kvæntist konu sinn Helgu
Yngvarsdóttur árið 1941, þau hófu
búskap í húsi sem nefnt er Lækjar-
bakki. Þar eignuðust þau börnin sín
fimm, Önnu Elísabetu, Jóhönnu,
Hjördísi, Jón Þorberg og Guðmundu,
þar bjuggu einnig mamma Helgu,
Lára og systirin Björg. Á Lækjar-
bakka var sérstakt andrúmsloft vel-
vildar og umhyggju, alltaf nóg pláss,
gestir voru jafnvel látnir sofa í stof-
unni ef þurfa þótti. Helga var afburða
húsmóðir, það lifir í barnsminninu
hvað allar kökur og matur var góður á
Lækjarbakka, aldrei vorum við
krakkarnir fyrir, við máttum hlusta á
barnatímann í stofunni sem var með
hvítskúrað timburgólf.
Húsbóndinn Olli frændi var kjöl-
festa heimilisins, sagði ekki margt en
var með glettnisglampa í augum og
góðlátlegar athugasemdir við okkur
krakkana um uppátækin. Þegar hann
keyrði vörubílinn var alltaf hægt að fá
að sitja í eina og eina ferð, það voru
sko ævintýraferðir þess tíma.
Samband þeirra systkina mömmu
og bræðra hennar var sérstakt og
innilegt. Þeir komu við hjá henni á
Ólafsbrautinni á hverjum degi, ekki
til að stoppa lengi heldur til að hittast
og fylgjast með hvernig gengi. Raun-
ar var allt líf þeirra samtvinnað bæði
tilfinningalega og varðandi atvinnu og
afkomu. Á þessum tíma var verið með
skepnur sem hirtar voru sameigin-
lega, gerðar voru tilraunir með hey-
þurrkun (súgþurrkun), enda var Olli
snillingur í öllu sem viðkom vélum.
Síðar fóru þeir bræður ásamt mági
sínum út í saltfiskverkun sem varð að
stóru fyrirtæki með margt fólk í
vinnu og gekk vel til fjölda ára.
Olli var ekki maður sem vildi láta
mikið á sér bera, en hann vildi koma
góðum verkum í framkvæmd og dró
ekki af sér við það. Hann hafði fá orð
um hlutina en stóð við það sem sagt
var og lofað hafði verið enda var það
eitt af einkennum fjölskyldunnar. Olli
missti mikið þegar Maggi bróðir hans
lést rúmlega fimmtugur og síðan þeg-
ar Helga féll frá fyrir tíu árum. Olli
var heilsuhraustur og glæsilegur
maður fram á gamalsaldur, minnugur
með eindæmum og þekkti umhverfi
sitt vel. Eftir að hann fór í augnað-
gerð sem tókst ekki nógu vel, dró af
honum jafnt og þétt og þegar hann
fór á sjúkrahús og sá ekki fram á að
komast heim aftur var eins og lífs-
neistinn slokknaði.
Við sem eftir lifum gleymum oft að
þakka honum og hans líkum fyrir að
ryðja brautina svo lífsskilyrði og lífs-
gæði okkar eftirlifenda yrðu betri.
Olli kvaddi með hljóðlátum hætti
eins og hann lifði, með honum fer
mikið, en hann skilur jafnframt eftir
mikið framlag til afkomenda sinna og
eftirlifenda.
Elskulega fjölskylda, stórt skarð
og vandfyllt er nú í okkar fjölskyldu,
en minningin um einstakan mann ylj-
ar á tímum sem þessum. Við minn-
umst góðs manns sem vildi öllum vel
og var umhugað um alla fjölskylduna
og vinina.
Kæru frændsystkin, innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar allra. Guð
geymi minningu góðs manns.
Dagur var kominn að kvöldi,
kyrrð og svefnró í bænum
lognöldusöngvar frá sænum
sumar í blænum…
Gott kvöld hvað er klukkan?
(Jóhann Jónsson.)
Kveðjur
Jóhanna og dætur.
Olli var afabróðir minn, en var mér
eins og afi, enda héldu margir að hann
væri afi minn.
Ég var ekkert að leiðrétta það, ef
menn héldu það. Elsku Olli minn, nú
er komið að kveðjustund.
Enginn hafði meiri áhrif á mótun
míns uppvaxtarskeiðs en þú. Allur sá
lærdómur og kennsla sem þú veittir
mér, þegar ég var að alast upp í Ólafs-
vík, hefur og á eftir að nýtast mér allt
mitt líf.
Hér sit ég heima hjá mér með vot
augun og læt hugann reika um allt
það sem við gerðum saman.
Flestar þessar góðu stundir eru
tengdar umstanginu í kringum kind-
urnar þínar sem þú naust svo að eiga
og var órjúfanlegur partur af þér.
Allt fjörið sem fylgdi því að vera
með skepnur, ca 40 ær, var ólýsanlegt
fyrir ungan dreng.
Það þurfti að smala og rýja féð á
sumrin, smala aftur á haustin fyrir
slátrun, setja á væn lömb, þeytast á
milli rétta á vörubílnum (sem þú áttir
alltaf). Sækja óskilafé og koma því til
réttra eigenda. Síðan kom sláturstíð-
in og allt sem því fylgir.
Alltaf var nóg að gera. Ganga þurfti
frá kjötinu, svíða hausana og marka
lömbin, girða túnin og síðan var að
sjálfsögðu heyskapurinn á sumrin.
Það var nú eitt stórt ævintýri út af
fyrir sig og heyjað var á 5 túnum.
Alltaf var verið að stússa eitthvað
langt fram á kvöld. Hjördís frænka
var líka alveg ómissandi í þessu öllu.
Olli var bóngóður maður og hjálp-
aði vinum og kunningjum að keyra
hey og skepnur út um allt.
Ættarhöfðinginn var á tíræðisaldri.
Hann var sáttur við lífshlaup sitt, orð-
inn þreyttur og hlakkaði til að hitta
hana Helgu sína og hafði hann orð á
því við mig.
Olli var fallegur gamall maður, sem
var búinn að eiga fallega ævi. Minn-
ingarnar með þér eru mér sem ljóslif-
andi. Ég á eftir að rifja þær upp í hug-
anum þegar ég þess óska.
Elsku Anna, Jóhanna, Hjördís, Jón
Þorbergur og Guðmunda, þið áttuð
yndislegan föður.
Jóhannes Kristjánsson.
Látinn er í hárri elli Oliver Krist-
jánsson, eða Olli, eins og við kölluðum
hann alltaf. Olli var kvæntur frænku
okkar, Helgu Ingvarsdóttur, mæður
okkar voru systur.
Það eru ótal minningar sem koma
upp í hugann. Við minnumst heim-
sóknanna að Lækjarbakka og í Vall-
holtið þar sem Helga tók á móti okkur
með sínum hvella hlátri og Olli stóð
upp, breiddi faðminn á móti okkur og
brosti sínu hlýlega og kankvísa brosi.
Það stafaði frá honum þessi hlýja,
væntumþykja og eðlislæga forvitni
um okkar hagi sem bræddi okkur um
leið. Nú er þessi öðlingur fallinn frá
og þökkum við honum innilega fyrir
allar þær frábæru stundir sem við
áttum saman.
Kæru Anna Beta, Jóhanna, Hjör-
dís, Jón Þorbergur, Guðmunda og
fjölskyldur, við færum ykkur innileg-
ar samúðarkveðjur og megi guð
blessa ykkur og varðveita.
Freyjugötusystkinin og makar.
Ástkær móðir okkar og amma,
HILDEGARD S. BJÖRNSSON,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstu-
daginn 15. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Elísabet Aradóttir,
Björn Arason,
Guðrún Aradóttir,
Hörður Arason,
Hilmar Arason
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir,
STEFÁN ÞÓRÐARSON,
Hörgslundi 13,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landakotsspítala þriðju-
daginn 19. apríl.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
29. apríl kl. 15.00.
Svava Jónsdóttir,
Jón Þórður Stefánsson.
HELGA DANÍELSDÓTTIR
frá Bjargshóli,
Miðfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórir Daníelsson.
Fleiri minningargreinar um Oli-
ver Kristjánsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Olga Kristjánsdóttir;
Ásbjörn Óttarsson og fjölskylda;
Vífill, Jónína, Valur Örn og Unnur
Helga.