Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 8

Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 8
8 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjálpaðu mér, Snorri minn, þú kannt að afhomma í Jesús nafni. Fyrsta krían sást ídagrenningu áfimmtudag á Höfn í Hornafirði. Kríurnar eru því sem óðast að koma sér fyrir vítt og breitt um landið þessa dagana. Þær dvelja einkum á Suður- skautslandinu á vetrum og tekur það um einn og hálf- an mánuð fyrir þær að ferðast til Íslands; u.þ.b. 10 daga flug og 50 daga í hvíldir og ætisleit á sjó. Nú eru því allar tegundir þekktra farfugla sem verpa á Íslandi komnar, utan óð- inshana og þórshana, sem koma í kringum 10. maí, langsíðastir til leiks. Þórshaninn er strjáll varp- fugl á Íslandi og vita menn lítt hvar hann setur sig fyrst niður, en óðinshaninn kemur á tjarnir víða um land og sést stundum fyrst á Mývatni, en einnig oft við suður- strönd landsins. Ekki er langt um liðið síðan ló- an mætti til árlegrar sumardvalar og stimpla menn gjarnan vorið inn þegar fréttist af fyrstu lóunni það árið. „Það er alltaf skemmtilegt að sjá stóra lóuhópa koma,“ segir Björn G. Arnarson, fuglaáhuga- maður á Höfn um hvað fangi hug hans helst í vorkomu fuglanna. „Stærsti lóuhópur sem ég hef séð nú í vor var eitthvað rúmlega tvö- hundruð fuglar. Það var mikill vængjaþytur og kliður þegar sá hópur kom inn yfir Höfn.“ Flækingar mættir til leiks Flækingsfuglar eru töluvert farnir að láta sjá sig, segir Björn. „Það ber töluvert á barrfinkum núna, komnar þrjár runntítlur, gransöngvarar, hettusöngvarar, glóbrystingur sást á föstudags- morguninn í Lóni og svartir svan- ir auðvitað. Það eru tveir núna austur í Lóni, en þar hafa verið svartir svanir síðustu sjö eða átta árin. Við vitum líka af stökum fugli á Suðurlandi, ekki fjarri Hellu. Það eru fimmtán ár síðan svartir svanir fóru að koma til Ís- lands og nú eru þeir árvissir.“ Síðustu daga hafa m.a. stein- depill, þúfutittlingur, jaðrakan, hrossagaukur, landsvala, mar- íuerla, blikönd, rákönd og taum- önd gert vart við sig og kynblend- ingur grágæsar og helsingja sást í gæsahópi við Brekku í Núpasveit í vikunni. Þá sást um miðjan apríl til snjógæsa í Borgarfirði, en þær fylgja gjarnan blesgæsum á leið um Ísland vor og haust á milli vetrarstöðva á Írlandi og Skot- landi og varpstöðva á Vestur- Grænlandi. Fuglaáhugi ört vaxandi Fuglaáhugamönnum fer stöð- ugt fjölgandi á Íslandi og fylgist vaxandi hópur fólks grannt með því hvernig farfuglar tínast inn einn af öðrum, með talningum vor og haust og merkingum. Aðstöðu til fuglaskoðunar fyrir almenning hefur verið komið upp víða um landið og ákveðin svæði þar sem fuglalíf er ríkulegt markaðssetja fuglaskoðun sem afþreyingu fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Fuglaathugunarstöðin á Höfn heldur úti vefnum fuglar.is og stefnir í tíu þúsund heimsóknir inn á hann nú í apríl, sem segir sitthvað um áhuga fólks á fuglum. Einnig má finna fleiri innlendar vefsíður um fugla, bæði á íslensku og ensku. „Við reynum að setja inn á vefinn nýjustu fréttir á hverjum tíma svo fólk geti fylgst með,“ segir Björn. „Einnig er á vefnum vísir að myndasafni og hægt að fylgjast með dagbók um merkingar Fuglaathugunarstöðv- arinnar.“ Björn segir öflugan spjallvef á netinu fyrir fugla- áhugamenn og að um 150 manns taki reglulega þátt í spjalli þar. Um það af hverju fuglaáhugi sé svo almennur sem raun ber vitni segist Björn ekki gjörla vita af hverju það stafi. „Ég hef þó grun um að það blundi smávegis nátt- úrukarlar og -kerlingar í okkur öllum. Svo þegar aukin umræða um fugla kemur til þá vakna menn til lífsins.“ Fólk spáir meira í náttúruna Brynjúlfur Brynjólfsson á Höfn er einnig fuglaáhugamaður og hefur tekið mikið af fuglamyndum sem sjá má m.a. inni á fuglar.is. „Án þess að ég ætli nú að vera að gera mjög mikið úr því öfluga starfi sem við höfum verið að vinna hér á Höfn í þessum fugla- málum tel ég nú samt að við, með þessari heimasíðu og öllum þeim aragrúa frétta og viðtala sem við höfum verið í undanfarin 2–3 ár, eigum mjög stóran þátt í vaxandi áhuga. Ég hef líka trú á því að stór verkefni eins og Kára- hnjúkavirkjun og önnur slík hafi áhrif á fólk í þá áttina að það spái meira í náttúruna en áður.“ Brynjúlfur segir Fuglaathug- unarstöð Suðausturlands vera með aðstöðu í litlum lundi sem heiti Einarslundur. „Við erum þar með fuglanet þar sem fuglar eru veiddir til merkinga. Frá 24. mars í ár er búið að merkja þar yfir 600 skógarþresti í og nokkra fugla til viðbótar af öðrum tegundum. Í og við lundinn hafa nú sést 97 teg- undir. Meðal þeirra aðila sem fjalla um fugla eru Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúrufræðistofnun Ís- lands, Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn og náttúrustofurnar. Fréttaskýring | Flestir farfuglar komnir Fuglaáhugi fer vaxandi Krían er komin og síðustu farfuglanna, óðins- og þórshana, er að vænta í maí Almenningur fylgist með komu farfugla að vori  Áhugi almennings hér á landi á fuglum færist í aukana og fylgjast margir af áfergju með því hvernig fuglategundir mæta til leiks hver af annarri og stað- festa þannig vorkomu. Íslenskir fuglavefir njóta vinsælda og fuglaathugunarstöðvum fyrir vísindamenn og almenning fer fjölgandi. Fólk tekur í vaxandi mæli þátt í merkingum, vöktun og talningu og skólar og ferða- þjónusta tengjast fuglaskoðun. Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.