Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 40

Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 40
40 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín svo mikið að orð fá því ekki lýst. Ég man alltaf þá tíma þegar ég var í sveitinni hjá þér og afa, þegar ég fékk að baka með þér kleinur og vín- arbrauð og þegar þú prjónaðir á mig húfu alveg eins og afi átti til þess að við gætum verið eins þegar við fórum út í fjárhús. Ég man líka alltaf eftir KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Kristín SteinunnÞórðardóttir fæddist á Laugalandi í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp 12. október 1928. Hún lést á Landakoti í Reykjavík þriðju- daginn 12. apríl síð- astliðinn. Verður hún jarðsett frá Melgra- seyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Vegna mistaka í vinnslu tvinnuðust fyrstu tvær minning- argreinarnar, sem hér fara á eftir, saman, er þær birtust á blaðsíðu 35 í Morgublaðinu miðvikudaginn 20. apríl, og eru þær endurbirtar hér. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. því seinna þegar ég var að keyra með þér og afa í sveitina eftir að þið fluttuð suður, þá brást það aldrei að þú áttir alltaf til smá brjóstsyk- ur í boxi í hanskahólf- inu. Það var alltaf hægt að leita til þín, hvað sem á dundi í lífi mínu, hversu slæmt sem það virtist vera þá léstu allt- af eins og hægt væri að leysa það í rólegheitum, ekkert vandamál var of stórt, þú varst alltaf svo bjartsýn og góð. Nú bið ég Guð að geyma þig, amma mín, eins og þú baðst Hann svo oft að geyma mig. Vertu sæl, amma mín, ég verð alltaf hjartagullið þitt. Í Djúpinu er dásamlegt að vera því dásamlegri stað ei nokkur veit í Djúpinu er dásamlegt að vera því Drottinn skóp þar unaðslegan reit. Við sitjum þar og horfum út á hafið og hugur fer á minninganna slóð. Við sitjum þar og horfum út á hafið og hlýðum klökk á liðins tíma óð. (Jón Fanndal.) Fannar Karvel. Kristín Þórðardóttir er látin eftir löng og erfið veikindi sem hún átti við að glíma í nokkur ár. Kristín giftist ung sveitunga sínum, Guðmundi Magnússyni frá Hamri. Hann var sonur Magnúsar Jónssonar og Jens- ínu Arnfinnsdóttur frá Brekku í Langadal. Þau bjuggu á Brekku og eignuðust níu börn, en eitt þeirra dó á öðru ári og það var drengur og hét Jens. Þar bjuggu þau til 1945 er þau keyptu Hamar sem var æskuheimili Magnúsar. En Guðmundur og Kristín hófu búskap á Melgraseyri, sem er næsti bær við Hamar og Laugaland næst á hinn veginn, þannig að stutt var leiðin til ættingja þeirra beggja. Kristín og Guðmundur byggðu upp af miklum myndarskap hlöðu og stór fjárhús, þau voru samtaka í öllum störfum og unnu vel saman og eign- uðust þau þrjú börn Snævar, Þórunni og Magneu. Á Melgraseyri var enda- stöð áætlunarbíla sem óku vestur í Djúp og einnig var þar bryggja og þar kom djúpbáturinn Fagranes með vörur til bændanna við norðanvert Djúpið og þjónustaði þá. Þessum ferðum fylgdi mikill gestagangur, því allir komu heim í kaffi til Stínu sem var gestrisin í meira lagi og naut þess að hafa margt fólk í kringum sig og þar var hún hrókur alls fagnaðar. Á Melgraseyri var bænahús sem staðið hafði af sér öll veður svo lengi sem elstu menn mundu. En svo gerðist það eina óveðursnótt að bænahúsið fauk þannig að ekkert stóð eftir nema gaflinn og altaristaflan með fögru Kristslíkneski. Þarna var þetta gamla guðshús horfið á einni nóttu. En bændur við Djúpið voru þekktir fyrir að bregðast skjótt við ef með þurfti. Það var fundað í snatri og samþykkt að byggja bænahús, sem varð reynd- ar kirkja. Hafist var handa við bygg- inguna og var grindin komin upp fyrir mitt sumar og klæðningin utan á hús- ið strax að því loknu og síðan var kirkjan klædd að innan og vígð að því loknu 1972. Mest öll vinnan var unnin af heimamönnum í sjálfboðavinnu og þessu fylgdi mikil vinna fyrir hús- freyjuna Kristínu á Melgraseyri. Stóð hún vaktina með bros á vör þó að hún þyrfti að elda og matreiða ofan í allan mannskapinn og mikil var glaðværðin í stóra eldhúsinu á Melgraseyri. Það muna það sjálfsagt margir sem þar komu. En nú er hljótt á Melgraseyri, Kristín okkar fallin frá eftir margra ára baráttu við sín erfiðu veikindi. En huggun harmi gegn er að hún verður flutt heim í túnið sitt eftir minning- arathöfn hér í Reykjavík. Og þar verður gröf hennar tekin í kirkju- garðinum á Melgraseyri þar sem þau hjónin Guðmundur og Kristín gáfu part úr túninu og girtu umhverfis kirkjugarðinn. Það á vel við að hún fái sína hinstu hvílu þar sem hún starfaði lengst af og naut lífsins í fögru um- hverfi Djúpsins. Þar er hún komin heim. Við hjónin vottum Guðmundi og börnum þeirra og barnabörnum og öðrum nánum skyldmennum dýpstu samúð okkar. Ingvar og Kristín. Ég man fyrst eftir Stínu móður- systur minni á Laugalandi um það leyti sem hún var að byrja búskap með Guðmundi frá Hamri. Ég sé hana enn fyrir mér stórglæsilega og geislandi af lífsþrótti, en dugnaður, kraftur og lífsgleði einkenndi líf henn- ar, allt þar til sjúkdómurinn heltók hana síðustu árin. Hann tók verulega á, en í gegnum þá erfiðleika hélt hún reisn sinni allt til loka. Eftir að hafa keypt jörðina Melgraseyri af föður- bróður sínum Jóni Fjalldal, fóru Stína og Guðmundur fljótlega í stórhuga framkvæmdir og byggðu eitt stærsta fjárhús í sveitinni, og heimilisbragur allur á Melgraseyri var með miklum myndarskap. Að koma á Melgraseyri í þá daga var nokkuð í líkingu við það sem maður kynntist síðar á ævinni á lestarstöðvum erlendis. Melgraseyri var margt í senn, komustaður Djúp- bátsins og þangað mætti fólk frá ná- lægum bæjum tvisvar til þrisvar í viku. Á Melgraseyri var bensínstöðin og pósthúsið og þar framreiddi Stína veitingar fyrir gesti og gangandi á sama hátt og á besta veitingahúsi, eini munurinn var sá að þær voru í boði gestgjafanna Stínu og Guðmundar. Á Melgraseyri var líka bænahúsið og þangað mættu sveitungarnir til messu og að henni lokinni var alltaf kaffi og meðlæti hjá Stínu. Í öllu sem fylgdi slíku heimilishaldi kom fram meðfæddur dugnaður og myndar- skapur sem einkenndu Stínu. Eftir á skilur maður ekki hvenær þau hjónin höfðu tíma fyrir hefðbundin heimilis- störf og bústörfin, en samheldni þeirra og dugnaður gerðu þar gæfu- mun. Og engu breytti eftir að börnin voru orðin þrjú, alltaf var tími aflögu til að taka á móti og gera vel við alla sem áttu erindi eða komu í heimsókn. Til fyrirmyndar var að horfa á um- hyggju Guðmundar fyrir Stínu bæði fyrr og ekki síst síðustu árin hennar en þá sýndi Guðmundur einstaka natni og alúð eftir að hún varð að treysta alfarið á hann. Ég votta Guðmundi, Snævari, Þór- unni og Magneu samúð mína og erfitt er að vera fjarri ykkur öllum á þessari kveðjustund. Stína mín, kærar þakkir fyrir allt, hvíldu í friði. Þórður H. Ólafsson. Sú ljúfa minning létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla frá Laugabóli) Djúpbáturinn Fagranesið lagði frá bryggju á Ísafirði klukkan sjö að morgni snemma í desember 1956. Eini farþeginn, ung stúlka af Norður- landi, skimaði út yfir borðstokkinn þegar báturinn öslaði út sundin. Hún hafði aldrei stigið fæti á skipsfjöl. Allt var nýtt og áhugavert, land og fólk. Það birti seint, skammdegismyrkrið hélt fast í sín völd, en það lýsti af snæviþöktum fjöllum. Viðkomustaðirnir voru margir: Súðavík, Hvítanes og önnur býli í Skötufirði, Ögur og yfir á Snæfjalla- strönd inn að Melgraseyri, á Langa- dalsströnd. Það var farið að rökkva. En þar steig ég á land og enn var eftir löng leið að Skjaldfönn þar sem ég ætlaði að vera fram yfir áramót hjá frænku minni. Halldór Þórðarson á Laugalandi, einn þeirra sem tóku á móti bátnum bauðst til að fara með mig heim að Melgraseyri þar sem frænka mín beið. Þar hitti ég ungu húsfreyjuna, Kristínu, og Helgu móð- ur hennar sem var þar gestkomandi. Þær voru báðar glæsilegar konur, mjög sviplíkar þó önnur væri með hrafnsvart hár en hin eldri hvítt. Þær tóku á móti mér með þeirri eðlislægu alúð og gestrisni sem var þeirra að- alsmerki. Þarna sá ég mágkonu mína og tengdamóður í fyrsta sinn og eftir það áttum við Stína samleið meira og minna um langan aldur. Hún var ná- granni og vinkona sem var eins og bjarg að treysta á og leita til hvenær sem á þurfti að halda, ræktarsöm og frændrækin. Hún ólst upp í stórum systkinahópi, tápmikil og kappsöm, lét ekki sitt eftir liggja, hvort heldur var í leik eða starfi, jafnvíg úti sem inni. Renndi sér á skíðum með bræðr- um sínum niður snarbrattar hlíðar Skjaldfannardals, fremst í flokki í leikfimi og sundi þegar kom í skóla í Reykjanesi. Eftirsótt á dansgólfi, hafði mikla og fallega altrödd og naut þess að syngja, hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og fór. Henni lék allt í höndum innan bæjar. Heimilið á Laugalandi var mannmargt og þurfti mikils við. Stína lærði handtökin hjá móður sinni sem hafði verið í vist hjá læknishjónunum á Ármúla, Margréti og Sigvalda Kaldalóns, séð þar ým- islegt fyrir sér, auk þess að vera til kvödd þegar Sigvaldi samdi ný lög og vildi prófa sönghæfið með því að láta konu sína og Helgu syngja. Stína fór í Húsmæðraskólann á Varmalandi og minntist þeirrar dval- ar með mikilli ánægju. Svo hófu hún og Guðmundur Magnússon frá Hamri í sömu sveit, búskap á Melgraseyri. Þar hafði Jón H. Fjalldal föðurbróðir hennar búið lengi rausnarbúi en flutti nú til Reykjavíkur. Kristín og Guðmundur voru glæsi- leg hjón sem gengu samhuga og sam- stiga út í lífsstarfið og samfylgd þeirra lauk ekki fyrr en við fráfall hennar. Melgraseyri var kunnur stað- ur við Djúp og þar var margt umleik- is. Djúpbáturinn kom þar tvisvar í viku allt árið um kring og þangað á bryggjuna komu menn af átta heim- ilum og jafnvel fleirum úr ytri hluta Nauteyrarhrepps. Þarna var líka póstafgreiðsla, endastöð rútuferða frá Reykjavík á sumrin og bensínsala. Langflestir komu inn og þáðu góð- gerðir, sérstaklega „bátskallarnir“ og það sem þeim fylgdi. Það var oftar en ekki fullt hús og oft var glatt á hjalla í eldhúsinu á Melgraseyri. Auk þess voru þar haldnar kosningar og ýmiss konar fundir eftir að Arngerðareyri fór í eyði en þar var fundahús hrepps- ins. Melgraseyri var líka kirkjustaður. Þar var bænhús en þegar ákveðið var að stofna sérstakan söfnuð og byggja kirkju eftir að bænhúsið fauk þá var smíðin að miklu leyti í sjálfboðavinnu og þá voru það ófáir málsverðir sem Melgraseyrarheimilið lagði til handa smiðum og verkamönnum auk ann- arrar fyrirgreiðslu og framlags. Það er líklegt að húsmóðirin á Melgras- eyri hafi oft gengið þreytt til hvílu og verið árla uppi, því að sjálfsögðu var hefðbundinn búskapur, kýr og kindur og byggð myndarleg útihús og svo ræktað eins og annars staðar á þess- um tíma þegar enn var trúað á landið og framtíð í íslenskum sveitum. „Tíminn líður, líður en bíður eigi.“ Stína og Guðmundur fluttu til Hvera- gerðis og síðan Reykjavíkur en sonur þeirra tók við búskapnum. Þau komu samt haust og vor. Djúpið seiddi og dró, böndin voru sterk. En það var stórt skarðið eftir þau. Ég hugsa til óteljandi ánægjustunda, heimsókna sitt á hvað, afmæla, ferminga, jóla- boða og söngæfinga vegna messu- gerða, samvinnu milli heimilanna um ótal verkefni árið um kring. Svo voru þau systkin Stína og Dóri mjög náin og þeir Guðmundur miklir vinir og fé- lagar. Seinustu árin urðu erfið. Erf- iður sjúkdómur sem greindist seint lagði mágkonu mín að velli. Hún hélt andlegri reisn til hinstu stundar en allt annað, jafnvel málið, var frá henni tekið. En hún var samt heima og á sjúkrahúsi til skiptis með aðstoð Guð- mundar sem annaðist hana af óbilandi umhyggju og Magnea dóttir þeirra var til staðar hvort heldur var á nóttu eða degi. Úr órafjarlægð hugsa ég um Mel- graseyri á björtum sumardegi, finn gróðurilminn úr skóginum innan og ofan við túnið, sé ljósbláan hafflötinn eins og perlumóðurskel greypta í fjólubláa og græna umgerð Snæ- fjallastrandar, Óshlíðar og fjallanna vestan Djúps. Tíbráin lyftir Ögur- hólmunum og lognaldan leikur við heitan sléttan sandinn þar sem börnin una sér í leik langar stundir. Það er búið að slá túnið og taðan tekur á sig blágrænan lit og bíður hirðingar. Og Stína stendur á hlaðinu í rósóttum sumarkjól, sunnanandvarinn leikur í dökkum lokkum, hún brosir við gest- um sínum. Er gægist sólin um glugga og dyr þá glaðna mannanna hjörtu. Geislarnir ylja sem aldrei fyrr enginn um bylji vetrarins spyr né skammdegis skuggana svörtu. Hún gengur um hlíðina á gylltum skóm, það glitrar í hverju spori. Hún vekur lindanna létta óm, lífgar á melunum stjörnublóm. Það líður, það líður að vori. (Á. K.) Innilegar samúðarkveðjur til Guð- mundar og allra aðstandenda. Ása Ketilsdóttir, Laugalandi.Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, afi og langafi, HJÖRTUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Löngubrekku 47, Kópavogi, sem lést mánudaginn 18. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 25. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Sunnuhlíðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Rósa Sigurðardóttir, Karl Hjartarson, Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, Lilja Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir, Guðmundur Hjartarson Þórhalla Jónsdóttir, Stefanía Hjartardóttir, Helgi Hrafnsson, Gunnhildur Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson, Guðrún Sigríður Loftsdóttir, Elsa Unnur Guðmundsdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Margrét Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.