Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 4

Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 4
4 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR líka stórmerkilegt að tíu ára barn skyldi fatta það að hlaupa á eftir mér og vaða alveg upp í klof.“ Voru orðin helblá af kulda Guðrún hélt þá áfram og synti að frænku sinni, sem var þá komin töluvert lengra út í sjó. Hún náði telpunni, en þá var hún meðvitund- arlaus. „Ég gerði lífgunartilraunir á leiðinni að bakkanum og þegar ég GUÐRÚN Björk Sigurjónsdóttir, frænka barnanna sem voru hætt komin þegar þau duttu í sjóinn í Kolgrafafirði í fyrradag, segir þátt- töku í skyndihjálparnámskeiðum al- gjörlega hafa skipt sköpum í því að þau lifðu slysið af. Segir hún mik- ilvægt að foreldrar og aðrir sem hafi með börn að gera sæki sér reglulega skyndihjálparþekkingu. „Það sem skipti mestu máli var að ég var búinn að fara á þrjú slysa- námskeið barna hjá Rauða kross- inum,“ segir Guðrún. „Svo er ég líka að vinna á læknastofu þar sem var haldið skyndihjálparnámskeið. Þetta skipti miklu máli.“ Guðrún, sem er búsett í Reykja- vík, var á gangi ásamt dætrum sín- um, Írenu Líf, fimm ára, og Mar- eyju Þóru, tíu ára, í fjörunni í Kolgrafafirði. Systir Guðrúnar hafði brugðið sér frá örskotstund til að sækja ílát undir skeljar en á meðan hlupu Þóra Björg, systurdóttir Guð- rúnar, og Guðmundur Viktor, frændi hennar, sem bæði eru þriggja ára, niður kambinn og tókst ekki að stöðva sig áður en þau lentu í sjónum. „Við snerum okkur við og þá sá ég úti á sjónum eitthvað sem leit út eins og tveir fuglar en svo sá ég að þetta voru húfur. Ég hugsaði að krakkarnir hefðu misst húfurnar í sjóinn og labbaði rösklega að,“ segir Guðrún. „Þá sá ég allt í einu höndina á litla stráknum upp úr vatninu og hljóp af stað. Eldri dóttir mín hljóp með mér út í þannig að ég gat látið dóttur mína fá hann og hún fór með hann að bakkanum. Mér finnst það var komin að bakkanum hélt ég áfram og þá fór hún að froðufella. Þá lagði ég hana á hliðina og hún fór að reyna að gráta. Hún var öll næpuhvít, svo við hlupum með hana upp að bílnum og mamman kom hlaupandi á móti okkur þegar ég kallaði á hjálp. Við fórum með hana inn í bíl þar sem hún hélt áfram að kasta upp, sem er mjög gott, því hún var að losa sig við sjóinn. Við settum miðstöðina á fullt, tókum bæði börn- in úr blautu fötunum og vöfðum inn í teppi, en þau voru orðin blá í framan af kulda og þau voru alltaf að detta út á meðan við biðum eftir sjúkra- bílnum, en það má ekki gerast, það verður að halda þeim vakandi.“ Drengurinn litli fékk mikið af sjó í magann og hefur að sögn Guðrúnar verið með miklar meltingartruflanir. Stúlkan fékk hins vegar mikinn vökva í lungun, en er á góðum bata- vegi. „Hún er mjög hress, þótt hún sé dálítið slöpp.“ Mikilvægt að fyrirbyggja slysin Veðrið var hið blíðasta daginn sem slysið varð, að sögn Guðrúnar. Enginn öldugangur eða úfinn sjór. „Við vorum einmitt að skoða mynd- irnar þegar ég kom heim. Það var fínt veður.“ Þannig hefði getað farið mun verr, en þetta sýnir líka að þó allt sé í dúnalogni geta slysin alltaf gerst. Guðrún segir aldrei of vel brýnt fyrir foreldrum að sækja sér skyndi- hjálparþekkingu. „Það eru aldrei of fá námskeið. Fólk á að fara á svona námskeið reglulega. Oft er maður sjálfur að hugsa, skyldi maður kunna þetta þegar þetta gerist. En maður bregst rétt við þegar á hólm- inn er komið ef maður býr að þess- ari þekkingu. Það er um að gera að sækja svona námskeið.“ Börn séu alltaf í sjónfæri Herdís Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð, segir ekki síður mikilvægt að muna eftir forvörnunum. „Það er mjög mikilvægt að líta ekki af börnunum þegar einhver hætta getur verið á ferð. Fyrir tíu árum drukknuðu fjöl- mörg börn hér á Íslandi, en við höf- um náð miklum árangri í því að auka varkárni fólks, að það láti börnin ekki hlaupa á undan sér t.d. Fólk má helst ekki sleppa hendi af börnunum við svona aðstæður, þau geta drukknað þótt þau standi við hliðina á manni. Það er mikilvægt t.d. þegar fólk er að koma í sumarbústaði að það kynni sér vel hvort það sé eitt- hvert vatn nálægt.“ Bjargvættur barnanna á Snæfellsnesi segir skyndihjálparþekkinguna hafa skipt sköpum Skilar sér í betri viðbrögðum og öryggi Morgunblaðið/ÞÖK Þóra Björg situr í fangi móðursystur sinnar, Guðrúnar Bjarkar, sem bjargaði henni úr sjónum með dyggri aðstoð dóttur sinnar, Mareyjar Þóru. Við hlið hennar situr systir Guðrúnar með dóttur sína, Auði Sif, í fanginu. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is „ÞAÐ verður frítt í sund hjá okkur alla helgina,“ segir Guðmundur Þ. Harðarson, forstöðumaður sundlauga í Kópavogi. Um er að ræða nýja sundlaug að Versölum í Salahverfi. Ýmsar nýjungar er að finna í laug- inni. „Við köllum vatnsrennibrautina „fljótið“ vegna þess að í henni er hyl- ur sem gestir setjast í áður en þeir renna sér niður eftir brautinni. Önn- ur nýjung er „vatnsorgelið“ sem sprautar vatni beint upp í loftið úr 40 stútum í takt við tónlist,“ segir hann. Mannvirkið er allt hið glæsilegasta. Rautt malbik á bílastæðum vekur at- hygli en annars er blátt ríkjandi litur annarstaðar. „Hér veitum við 15% fjöl- skylduafslátt þótt aðeins sé komið einu sinni. Miðað er við að eitt barn eða tvö komi í fylgd með fullorðnum. Einstakt gjald, án afsláttar, fyrir full- orðna er 280 krónur og 120 fyrir börn. Árskort fyrir fullorðna kostar 17.500, námsmenn greiða 14.000. Einnig stendur til boða að kaupa kort með 30 eða 60 aðgangsmiðum. Bæði úti- og innilaug Gestir hafa aðgang að 25 metra langri útilaug með sex brautum, 16,7 x 10 metra langri innilaug, eimbaði, tveimur heitum pottum, iðu- og strandlaug ásamt „fljótinu.“ „Úti- laugin er 29 gráða heit en innilaugin er heldur hlýrri. Stéttinni er haldið volgri með snjóbræðslukerfi og í úti- klefum er upphitað gólf. „Ungbarnasund og vatnsleikfimi verður í boði hjá okkur bráðlega og stefnt er að því að opna 2.300 fer- metra íþróttahús í íþróttamiðstöðinni hér við hliðina á lauginni í haust,“ segir Guðmundur. Í janúar hófst starfsemi líkams- ræktarstöðvar í íþróttamiðstöðinni „Hér geta 80–100 manns æft á sama tíma,“ segir Kjartan Már Hall- kelsson, framkvæmdastjóri líkams- ræktarstöðvarinnar Nautilus. Íþróttafélagið Gerpla stefnir að því að flytja starfsemi sína í nýja íþrótta- húsið í haust og þá munu nær 700 meðlimir félagsins njóta góðs af. Ráð- gert er að tveir knattspyrnuvellir í fullri stærð, gras- og gervigrasvöllur, verði gerðir við íþróttamiðstöðina. Sundlaugin er opin frá klukkan 8 til 22 um helgar, og frá klukkan 6.30 til 22.30 alla virka daga. Frítt í nýju sundlaugina í Versölum í Kópavogi um helgina Vatnsorgel meðal nýjunga Morgunblaðið/RAX Vatnsorgelið hlaut blessun barnanna og athygli fullorðinna, enda nýjung í íslenskum sundlaugum. „Í FRAMHALDI af símafundum við nýja fjárfesta í dag [föstudag] og fundunum á fimmtudaginn teljum við að við séum komin með grundvöll fyrir því að gera raunverulegt tilboð í ákveðinn hluta Símans í samstarfi við aðra,“ sagði Agnes Bragadóttir, formaður Almennings ehf., í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hún var stödd í London ásamt Orra Vig- fússyni athafnamanni. Að sögn Agnesar telja þau Orri að þau muni geta myndað breiðan hóp fjárfesta sem verði opinber um eða upp úr miðjum maí og vonandi þó fyrr. „Fjárfestar hafa sýnt okkur mikinn áhuga. Við verðum þess áskynja hvar sem við komum að það er mikill áhugi á því að vera með okk- ur af því að við erum almenningur,“ segir Agnes og bætir við: „Við trúum því og treystum að það verði lokanið- urstaðan að Almenningur ehf. fái að vera með í lokaslagnum um Símann.“ Vilja byggja upp Símann Ljóst er að Almenningur ehf. þarf að fá a.m.k. tvo stóra fjárfesta með sér til þess að geta gert tilboð í Sím- ann. Aðspurð segir Agnes þó ekki útiloka að þeir verði fleiri. „Af því að miðað við okkar skilning á hlutunum höldum við að þeir sem vilja vinna með okkur séu ekki að gína yfir Landssíma Íslands ehf. Þeir eru frekar að horfa á tækifæri til að byggja upp fyrirtækið, láta það fara í framrás og útrás,“ segir Agnes. Grundvöllur fyrir raunverulegu tilboði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.