Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 19
ERLENT
Peking, Jakarta. AFP.| Stjórn-
völd í Peking virðast nú reyna að
draga úr áköfum mótmælum sem
efnt hefur verið til gegn Japönum
síðustu vikurnar. Kommúnista-
flokkurinn hefur nú bannað emb-
ættismönnum ríkisins, hersins og
flokksins að taka þátt í ólöglegum
aðgerðum. Undirrót mótmælanna
er einkum að japönsk stjórnvöld
hafa leyft að notaðar séu sögu-
kennslubækur þar sem lítið er gert
úr hermdarverkum japanska hers-
ins í Kína er hann hernam stóran
hluta landsins 1931–1945.
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, baðst í gær form-
lega afsökunar á framferði Japana
í stríðinu og staðfesti að hann
myndi eiga fund með Hu Jintao,
forseta Kína um helgina til að
reyna að sætta sjónarmiðin. „Jap-
anar ollu áður fyrr hræðilegu tjóni
og þjáningum í mörgum löndum
með nýlendustjórn sinni og árás-
arstefnu, einkum í löndum Asíu,“
sagði Koizumi. Sagði hann Japana
ávallt myndu iðrast þessara gerða.
Er talið að afsökunarbeiðni ráð-
herrans sé afdráttarlausari en
önnur ummæli japanskra ráða-
manna um þessi efni síðustu 10 ár-
in.
Hundruð þúsunda voru
myrt í Nanjing 1937
Einkum fer fyrir brjóstið á Kín-
verjum að Japanar neita að biðjast
afsökunar á hryðjuverkum eins og
fjöldamorðinu í Nanjing 1937. Jap-
önsk stofnun innan hersins, Deild
731, gerði auk þess á sínum tíma
mannskæðar tilraunir með sýkla-
hernað í Kína. Stjórnvöld í Tókýó
hafa neitað að greiða bætur til
fórnarlamba hryðjuverka Japana í
stríðinu.
Þegar réttað var yfir japönskum
ráðamönnum eftir seinni heims-
styrjöld var staðfest að minnst
140.000 manns hefðu týnt lífi í
blóðbaðinu í Nanjing. Kínverjar
álíta að rétta talan sé nær 300.000.
Í umræddri kennslubók í sögu sem
deilt er um er aðeins rætt um „at-
burðinn“ í Nanjing og sagt að
„margir“ Kínverjar hafi dáið og
þykir mörgum sem fórnarlömbun-
um sé sýnd óvirðing með þessu
loðna orðalagi. Japanska stjórnin
segir að ekki sé um bók á vegum
ríkisins að ræða heldur sé skólum
landsins leyft að nota hana ekki
síður en aðrar sögukennslubækur.
Er talið að innan við 1% af jap-
önskum skólum noti bókina í
reynd.
Áðurnefnd Deild 731 stundaði
tilraunir sínar aðallega í héraðinu
Heilongjiang í Norðaustur-Kína.
Japönsk stjórnvöld neituðu stað-
fastlega í fimm áratugi að deildin
hefði verið til en árið 1998 vísaði
hæstiréttur Japans óbeint til þess
að hún hefði starfað, sagði að um
það ríkti eining meðal fræðimanna.
En sumir japanskir þjóðernissinn-
ar neita enn að svo hafi verið.
Að sögn AFP-fréttastofunnar
fangelsuðu bandarísku hernámsyf-
irvöldin í Japan ekki yfirmenn
Deildar 731 gegn því að fá upplýs-
ingar um tilraunirnar. Sagðist þá-
verandi yfirmaður í Bandaríkja-
her, Murray Sanders ofursti, síðar
iðrast þeirrar ákvörðunar.
Tilraunir með sýklavopn
Svo getur farið að kínversk
stjórnvöld fari fram á að staðurinn
þar sem sýklavopnin voru prófuð
verði settur á alþjóðlega minja-
skrá. Fátt er vitað með vissu um
tilraunirnar en deildin var upp-
runalega stofnuð í héraðinu
Mansjúríu í Norður-Kína sem Jap-
anir hernámu þegar árið 1931 og
settu síðasta keisara Kína, Henry
Pu-yi, yfir að nafninu til. Voru um
2.000 manns í deildinni sem starf-
aði til stríðsloka haustið 1945.
Deildin hafði aðalstöðvar sínar í
borginni Harbin og var dulbúin
með því að segja að um væri að
ræða stofnun sem hreinsaði
drykkjarvatn. Var um að ræða
nær 150 hús á alls 2,4 ferkílómetra
svæði. En í reynd var varpað sýkl-
um yfir kínverskar borgir og var
meðal annars kannað hvaða áhrif
plágusýkillinn hefði á íbúana og
hvernig veikin breiddist út. Einnig
var að sögn kannað hvort aðrir
sjúkdómar gætu verið jafn áhrifa-
miklir í hernaði, þar á meðal kól-
era, bólusótt og bótúlín sem veldur
taugalömun.
Japanski herinn eyðilagði skjöl
og önnur gögn um tilraunirnar í
stríðslok og því er ekki vitað með
vissu hve margir létu lífið. Er gisk-
að á tölur frá 3.000 upp í 10.000.
Stjórnvöld í Peking segja að um
stærstu tilraunastöð á sviði sýkla-
hernaðar í heiminum hafi verið að
ræða. Segja þau að skýrslur sýni
að þar hafi stríðsfangar og
óbreyttir borgarar frá Kína, Kór-
eu, Mongólíu og Sovétríkjunum
gömlu verið notaðir eins og til-
raunadýr.
Stunduðu tilraunir með
sýklavopn í stríðinu
Talið að þúsundir manna í Kína
hafi látið lífið af völdum tilrauna
Japana í seinni heimsstyrjöld
Reuters
Japanskur dómstóll hafnaði á þriðjudag kröfu 83 ára gamallar, kín-
verskrar konu, Jing Lanzhi (fyrir miðju í hjólastól), frá Harbin og fleiri
fórnarlamba sýklavopna Japana um skaðabætur. Er því borið við að ein-
staklingar geti ekki krafist slíkra bóta samkvæmt alþjóðalögum.
Ankara. AFP. | Átján námumenn létu
lífið af völdum gassprengingar sem
varð í kolanámu í Kutahya-héraði í
vestanverðu Tyrklandi í fyrradag.
Mennirnir lokuðust inni í göng-
um um 300 m undir yfirborðinu
eftir sprenginguna. Mikill eldur
blossaði upp í námunni og hindraði
tilraunir til að bjarga mönnunum í
nokkrar klukkustundir.
Lík mannanna voru illa brunnin
og fundust um tíu klukkustundum
eftir sprenginguna.
Gassprengingar eru algengar í
Tyrklandi, einkum í einkareknum
námum þar sem lítil virðing er bor-
in fyrir öryggisreglum.
Átján námumenn
fórust
Bogota. AP. | Lögreglan í Kólumbíu
hefur fundið lík tólf ungra manna
sem voru skotnir til bana eftir að
þeir hurfu í hafnarborginni Buena-
ventura í suðvestanverðu landinu.
Mennirnir voru á aldrinum 18–24
ára.
Þegar síðast spurðist til þeirra
var þeim boðin greiðsla fyrir að taka
þátt í fótboltaleik fyrir utan borgina.
Þeir fóru í rútu en sneru ekki aftur.
Leitarmenn fundu líkin á strönd
nálægt Buenaventura. Lög-
reglustjóri borgarinnar kvaðst telja
að manndrápin tengdust uppgjöri
milli vinstrisinnaðra uppreisnar-
manna og hægrisinnaðra andstæð-
inga þeirra í borgarastríði sem geis-
að hefur í 41 ár og kostað 200.000
manns lífið.
Fjöldamorð
í Kólumbíu
London. AP. | Breskir sérfræðingar
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
eitt af þekktustu málverkunum af
William Shakespeare sé falsað og
hafi verið málað rúmum 200 árum
eftir að hann lést.
Ártalið 1609 var málað á verkið en
sérfræðinga hefur lengi grunað að
það sé miklu yngra. Einn bresku
sérfræðinganna sem rannsökuðu
málverkið, Tarnya Cooper, segir að
í því hafi fundist krómgult litarefni
frá 1814. Verkið hafi að öllum lík-
indum verið málað á árunum1818 til
1840, en á þeim tíma jókst mjög
áhuginn á leikritum Shakespeares
sem lést árið 1616.
Verkið var málað ofan á mynd af
Maríu mey og Jesúbarninu. Eft-
irmyndir af málverkinu hafa verið
notaðar víða, meðal annars á kápum
bóka eftir leikritaskáldið. Verkið
hefur verið nefnt eftir sir Desmond
Flower, einum af eigendum þess.
Það er nú í eigu Royal Shakespeare
Company.
Flower-málverkið er líkt annarri
mynd af Shakespeare, ristumynd
sem notuð var í fyrstu arkarbrots-
bókum Shakespeares árið 1623.
„Sumir töldu að myndristumaðurinn
hefði líkt eftir málverkinu en nú hef-
ur komið í ljós að það er eftirmynd
af ristumyndinni,“ sagði Cooper.
Sérfræðingar telja nú að Martin
Droeshout, sem gerði ristumyndina,
hafi líkt eftir einhverri annarri
mynd af Shakespeare. Líklegt þykir
að annað málverk, sem kallað hefur
verið Chandos-portrettið, sýni
Shakespeare eins og hann var í raun
og veru.
AP
Svokallað Flower-portrett af leik-
ritaskáldinu William Shakespeare.
Málverk af
Shakespeare
reyndist falsað