Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 41 MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Erna María Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1990. Hún lést á heimili sínu 15. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Þorgerður Björg Pálsdóttir hár- greiðslumeistari, f. á Húsavík 10. október 1961, og Guðmundur Karl Marinósson tækni- og rekstrar- stjóri, f. í Reykjavík 29. desember 1960. Eldri systir Ernu Maríu er Sigrún Huld Guðmunds- dóttir nemi, f. 20. júlí 1984. Erna María ólst upp í Reykjavík að undanskildu fyrsta árinu sem hún bjó í Kópavogi. Flutti þaðan 1991 á nýtt framtíðarheimili fjöl- skyldunnar í Grafarvogi. Erna María stund- aði alla tíð nám sitt í Foldaskóla auk þess að nýta sér aðstoð frá grunnskóla Barnaspítala Hringsins eftir þörf- um tvö síðustu árin þegar hún átti í bar- áttu við veikindi sín. Ung hóf hún að stunda ýmsar íþrótt- ir og gerðist hún virkur félagi í knatt- spyrnudeild Fjölnis, auk þess stundaði hún jazzballett. Hún stundaði íþróttir og fleytti sú þjálfun og styrkur henni mjög langt í langri og strangri baráttu við sjúkdóm sinn. Útför Ernu Maríu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskuleg dóttir okkar, Erna María, er farin í sína hinstu för, að- eins 14 ára gömul. Það er ósann- gjarnt að missa svona unga, fallega og góða stúlku frá okkur, sem átti svo margt eftir að gera. Framtíðin blasti við henni þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm aðeins 12 ára gömul. Jazzballett og fótbolti voru hennar áhugamál en fljótlega varð hún að leggja þá iðju á hilluna og hefja langa og stranga meðferð. Erna tók þessu hlutskipti sínu af svo miklu æðruleysi að það var með ólíkindum. Þetta var verkefni sem hún ætlaði að leysa eins og allt ann- að sem hún tókst á við. Þau voru mörg fjöllin sem við klifum með henni í þessari baráttu en aldrei gafst hún upp. Þrátt fyrir veikindin gátum við ferðast mikið saman og eigum við fjársjóð minninga frá þessum ferðum. Það er góð tilfinning að finna að við búum í samfélagi þar sem fólk vill leggja sig fram við að hjálpa náunga sínum. Ógleymanlegar minningar eru tengdar því þegar við fórum til Danmerkur í sérhæfða meðferð með Ernu Maríu. Þá komu boð frá einstaklingum sem við þekktum ekki sem buðu vel þegna aðstoð til að gera dvöl okkar þar sem besta. Meðan á dvölinni stóð tóku vinir og skólasystkini hennar sig til og héldu fótboltamaraþon og þótti henni mjög vænt um það. Við viljum þakka læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust Ernu Maríu í veikindum hennar fyrir góða umönnun. Ekki má síður gleyma starfsfólki leikstofu og skóla á Barnaspítala Hringsins sem veittu henni margar ánægjustundir. Það er ólýsanlega sárt að missa barnið sitt en minningar okkar eru margar og yndislegar sem eiga eftir að ylja okkur alla tíð. Það er svo margt sem rennur í gegnum hug- ann á þessari stundu sem við skrif- um ekki hér en geymum í hjarta okkar. Við kveðjum þig með trega, elsku besta Erna María. Megi góð- ur guð og englarnir passa þig þar til við hittumst á ný í landi ljóss og friðar. Ljúfasta fegurð fljóða! Fegursta blómið mitt! Að eilífu vildi’ eg una við ódáinsbrosið þitt. Séð hef ég svanna fríða, sá aldrei líka þinn, angandi æskublómið! Ódáinsgeislinn minn. Leiki þér allt í lyndi, ljúfasta barnið mitt! Og láttu’ ekki sorpið sverta syndlausa brosið þitt. (Þórbergur Þórðarson.) Pabbi og mamma. Elsku Erna María, ég man svo vel þegar þú fæddist í þennan heim. Við pabbi fórum og heimsóttum ykkur mömmu upp á spítala, þar sem ég færði þér litla kanínubangs- ann með glóðaraugað. Loksins hafði ég eignast systkinið sem ég hafði beðið svo lengi eftir. Þér þótti svo gaman að vera fín og vildir alltaf fara í bleika prinsessukjólnum í leikskólann eða einhverjum öðrum kjól. Þú varst svo falleg og uppá- tækjasöm og sást til þess að þú hefðir alltaf nóg fyrir stafni. Þú varst svo mikill orkubolti, stundaðir jazzballett og fótbolta en það var ekki nóg fyrir þig, þú vildir alltaf meira. Þegar þú síðan veiktist haustið 2002, aðeins 12 ára að aldri, kom í ljós hvað þú varst ofboðslega hugrakkur og sterkur einstaklingur. Aldrei léstu bugast. Alltaf jákvæð og lífsglöð og staðráðin í því að sigr- ast á þessum illvíga sjúkdómi sem því miður hafði betur. Það er erfitt að sjá á eftir svona ungri og fallegri sál en þú mátt vita það að minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Þín verður sárt saknað. Þú verður ávallt engillinn minn og ég veit að þú átt eftir að sitja vaktina á vængnum hjá mér. Þín systir, Sigrún Huld. Öll börn eru sérstæð. Eins og Erna María. Hún hafði svo margt til brunns að bera. Frá fyrstu tíð. Sólargeisli allra sinna nánustu. Litla höndin sem eitt sinn leiddi afa og ömmu stækkaði og hvarf ekki lengur í lófa þeirra, en hún leit- aði þangað áfram eða var ekki langt undan. Þótt árunum fjölgaði var enn gaman að skoða skýin, fuglana, trén og blómin, þótt jafnframt væri þá rætt um alvarlegri hluti, er einn- ig tengdust lífi og tilveru. Það urðu til ýmis svör við fjölbreyttum spurningum. Það var mikið áfall og óvænt er þessi lífsglaða stúlka greindist með sinn alvarlega sjúkdóm. Styrkur hennar og nánustu skyldmenna í þeirri harðvítugu baráttu er við tók var ekki síst hennar óbilandi já- kvæðni og þrautseigja. Víst unnust ýmsir sigrar. Samt hlutu vonbrigðin að taka á, þegar bjartar vonir höfðu brugðist. En viðhorf hennar voru alltaf jákvæð, aldrei uppgjöf, frem- ur bjartsýni og von. Það var ekki hennar stíll að gefast upp á ein- hverju er hún ætlaði að takast á við. Hún gafst heldur aldrei upp. Ekki til hinstu stundar. En hún var of- urliði borin. Stuðningur og samstaða foreldra hennar og systur var með þeim hætti að ógleymanlegt er og hlýtur virðingu allra er til þekkja. Með sameiginlegu átaki þeirra, fjölda vina og utanaðkomandi aðila tókst henni að nýta tíma sinn af dugnaði, þótt mörg áhugamál yrðu að víkja. Erna María var alltaf yndisleg. Víst er harmur og auðn í huga, djúpur söknuður og tómarúm. Margir sameinast í sorginni. En það eru frábærar minningar sem eftir standa og ylja. Einlægni, kappsemi, formfesta og ákveðni, skýrleiki og kurteisi fallegrar stúlku, auk margra annarra eiginleika sem vandfundnir eru allir hjá einu barni. Elsku Erna María. Þökk fyrir allt er þú gafst okkur, þökk fyrir minninguna. Þökk til alls þess fólks er stuðlaði að velferð þinni. Far þú í friði til þess sem öllu ræður. Amma Erna og afi Marinó. Þú ert blómið sem ég fékk daginn fyrir afmælið mitt. Falleg rós með sterka rót. En illgresið er lævíst og læsir sínum klóm að rótum litla blómsins sem berst fyrir lífinu uns yfir lýkur. Í rúm tvö og hálft ár hef- ur þú háð þína hetjulegu baráttu, aldrei fellt tár eða kvartað. Þakklát fyrir allt sem var gert hversu erfitt sem það var. Þú varst ákveðin og ætlaðir að sigra en að lokum varðst þú að láta undan. Það eru vonbrigði fyrir ungling sem hefur átt sér áhugamál að þurfa að hætta öllu. Allt var tekið frá þér sem þú hafðir mesta ánægju af. Því tókst þú með stakri ró. Þetta sýnir best hversu vel þú varst gerð, sterk og föst fyr- ir. Ferðalög voru með því skemmti- legasta sem þú gast hugsað þér og margar ferðirnar fórst þú með for- eldrum þínum og systur. Síðast núna í febrúar fóruð þið til Flórída og þú naust þeirrar ferðar. Skemmtilegast fannst þér að fara í alla stóru rússibanana. Minningarn- ar eru margar sem streyma fram í hugann þegar horft er til baka. Fal- lega brosið þitt og hlýjan sem frá þér streymdi. Þessi smitandi hlátur sem þú hafðir og gat komið okkur öllum í gott skap gleymist mér seint. Með þessum fátæku orðum kveð ég þig og þakka þér fyrir allt, elsku blómið mitt. Blessuð litlu blómin, sem bíða eftir sól. Þau horfa öll til himins, en hvergi eiga skjól. Þau hjöluðu við blæinn og brostu hýrt í gær, en þá skein sólin, sem þeim er öllum kær. Nú hnípa þau svo hnuggin og hræðast við stormsins raust. Þið getið allt eins dáið í dag eins og í haust. Stormurinn er grimmur, hann æddi eins og fljót yfir gróðurreiti og stýfði allt við rót. En rótin lifir ennþá og aftur kemur vor og ótal hendur græða dauðans köldu spor. Lífið ræktar alltaf og breytir rúst í reit, en rotnunin og fúinn byggja dauðans sveit. Vorið eitt á lífið og vorið á sín börn, sem vilja rækta auðnir og halda um lífið vörn. Vormenn byggja upp landið, og vorsins þrá er heit. Hún vermir allar rætur sem eiga fyrirheit. (Björg Pétursdóttir.) Þín amma, Hildigunnur Halldórsdóttir. Elskuleg systurdóttir mín Erna María er farin frá okkur. Erfitt er að skilja svona lagað og sætta sig við. Af hverju eru börn látin ganga í gegnum svona erfið veikindi? Við því fáum við víst aldrei svar. Erna María var svo falleg og skemmtileg og stutt var alltaf í brosið og glensið þó svo að hún væri mikið veik. En aldrei kvartaði hún nokkurn tím- ann. Alveg sama hvenær ég hringdi í hana eða spjallaði við hana á msn- inu, alltaf kom sama svarið: „Ég hef það bara fínt,“ þó svo að ég vissi betur. Hún var algjör hetja, ofur- hetjan í okkar fjölskyldu. Margar fallegar minningar eru til og eru þær efni í heila bók. Minn- ingar sem munu hjálpa okkur öllum að takast á við sorgina og minn- ingar sem munu verma okkur um hjartarætur þegar frá líður. 15. apr- íl var í senn erfiður dagur en fal- legur og mun það vera ómetanlegt fyrir okkur öll að hafa verið hjá henni þegar hún kvaddi þennan heim. Erna María var alveg ein- staklega heppin að eiga Gerðu syst- ur mína sem móður og Gumma sem föður og Sigrúnu sem systur, fjöl- skyldu sem elskaði hana ofurheitt og stóð svo þéttingsfast í kringum hana alla tíð. Ég trúi því að hún sé á fallegasta stað sem til er og farin að dansa jazzballett og spila fótbolta með öllum hinum sem þar eru. Elsku Gerða, Gummi og Sigrún, mamma og pabbi, Erna og Marínó, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín, Erna María, þú verður í hjörtum okkar alla tíð. Bentína Unnur Pálsdóttir. Sól hverfur í haf, það dimmir, nóttin færist yfir, birtir af morgni, sólarupprás, sólbjartur dagur. Svona verða dagarnir í náinni fram- tíð eftir að þú hefur kvatt okkur. Þú ert lögð af stað í ferð sem við eigum öll eftir og bíður okkar hinum meg- in við fljótið og tekur á móti okkur þegar við komum til fyrirheitna landsins. Þú varst falleg, kraftmikil, táp- mikil, afbragðs dugleg, vel gefin og skemmtileg stelpa sem tvínónaðir ekki við hlutina og hafðir aldrei nóg fyrir stafni. Lognmolla var þér ekki að skapi og þú varst alltaf að flýta þér. Þess vegna trúum við því að þú hafir farið á undan okkur til að kanna ókunn lönd og leiðir okkur um ókunnar slóðir þegar við sláumst í hópinn. Þá stendur þú á árbakkanum með fallega hárið þitt, augun og brosið og tekur á móti okkur. Allt frá því að þú fæddist hefur þú komið okkur á óvart, ákveðin, röggsöm, hnyttin í tilsvörum frá því að þú fórst að tala, með mikið keppnisskap, húmoristi fram í fing- urgóma, og sást björtu hliðarnar á öllu. Það kom vel í ljós í veikindum þínum hvað þú tókst hlutunum af miklu æðruleysi og gafst aldrei upp, sama hvað á gekk. Það var ekki fyrr en undir það allra síðasta að þú gast ekki meir, ferjumaðurinn kom og náði í þig, bauð þér far sem þú gast ekki hafnað svo eitthvað hefur verið betra boðið á öðrum stöðum. Það hafa verið forréttindi að fá að kynnast þér og fá að hafa þig hér hjá okkur. Þó svo að þú sért horfin sjónum okkar verður þú ávallt í huga okkar og hafsjór minninga fleytir okkur áfram inn í framtíðina. Þið systur hafið ósjálfrátt orðið hluti af okkar barnahóp og fyrir það viljum við þakka. Þú hefur á síðustu árum kennt okkur svo ótal margt og allar stundirnar sem við höfum átt saman eru ólýsanlega dýrmætar okkur sem eftir sitjum. Það líður ekki sá dagur að hér sé ekki vitnað í orð þín eða gjörðir og hlegið. Elsku systir, Gummi, Sigrún, pabbi, mamma, Erna og Marinó, Guð gaf okkur fallega, tápmikla, duglega, vel gerða og skemmtilega stelpu sem hann hefur nú kallað til sín. Henni eru ætluð verðug verk- efni á æðri stöðum. Við getum glaðst yfir því að hafa fengið að hafa hana hjá okkur og að vel verð- ur tekið á móti okkur þegar við leggjum upp í sömu för. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að halda áfram að lifa lífinu og muna Ernu eins og hún var og hvað hún stóð fyrir. Hjördís og Björgúlfur. Elsku Erna, það að þú skulir vera farin er ótrúlega erfitt og held ég að allir sem þekktu þig hafi verið afar sorgmæddir þegar þeir fréttu það því þú varst svo frábær og yndisleg. Þessi heimur er svo ósanngjarn og þú áttir ekki skilið að vera svona veik. Samt varstu eiginlega alltaf í góðu skapi og algjör hetja þegar við vorum saman og ég mun aldrei gleyma öllu því sem við fundum upp á að gera. Eins og t.d. lifandi stefnuljósin á rúntinum á Húsavík og svo höfðum við einstakt lag á að búa okkur til rennibrautir og há- stökks græjur úr dýnum. Svo gleymi ég aldrei tímabilinu þegar við bjuggum nánast heima hjá hvor annarri um helgar og þegar við vor- um alltaf heima hjá ömmu í bíói undir skrifborðinu borðandi Cheer- ios eða Kókó pöffs. Það er líka allt þér að þakka að við byrjuðum í djassballett eftir að hafa samið ófáa dansana heima. Núna er dansinn það skemmtilegasta sem ég veit og ég hugsa alltaf um þig þegar ég dansa. Það eru líka alveg ótrúlega margir sem ég þekki sem líta upp til þín fyrir þol þitt og hvernig þú lést veikindin aldrei hafa áhrif á það hvernig þú ætlaðir að skemmta þér og bara hvað sem þú tókst þér fyrir hendur. Eins og þegar við vorum úti á Flórída og á öllum tónleikum og böllum. Þér var alveg sama þótt þú værir orðin þreytt, þú vildir bara skemmta þér sem best. Mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín al- veg ótrúlega mikið og það er svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman að það þyrfti heila bók til að skrifa niður allar fáránlegu hugdett- urnar okkar en við hittumst vonandi einhvern tímann aftur og þá getum við gert eitthvað enn meira sniðugt sem okkur dettur í hug. Þín frænka, Hildigunnur. Elsku besta Erna mín, nú hefur þetta tekið enda, þetta endaði ekki eins og við hefðum helst óskað en við vitum öll að þér líður betur núna. Ég man þegar þú varst lítil að ég vildi helst skipta við Strúni syst- ur þína á þér og Hillu því hún spil- aði ekki fótbolta eins og þú. Ég vissi vel að systir þín hefði aldrei fallist á þetta því henni þótti svo vænt um þig svo ég spurði aldrei. Eftir að þú veiktist kom fátt annað til greina en að byrja í læknisfræði að loknum menntaskóla. Ég hef oft hugsað um hvort ég ráði við þetta en nú er ég viss um að þetta verði ekkert mál því ef ég er eitthvað líkur þér þá kemur ekki til mála að hætta og það er alls ekki inni í myndinni að vera hræddur. Ég er glaður yfir að ég náði að fanga eina góða minningu í viðbót áður en þú fórst, þó svo að mamma hafi ekki verið allt of sátt, og veit að ég á eftir að hugsa til þín í framtíðinni þegar ég lít í spegil og sé að hárið er farið að þynnast eins og það er núna. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig syngja lög vit- laust og sjá þig lemja systur þína þegar hún hlær að þér. Bless, bless, Karíus, takk fyrir allar minningarn- ar og allt nammið sem ég hef stolið frá þér í gegnum tíðina. Þórir Már Björgúlfsson. ERNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ernu Maríu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Auður Þóra Björgvinsdóttir; Anna María Þórðardóttir; Rannveig Þórðardóttir; Unnur Ósk; Inga Rósa Þórðardóttir; Dóra G. og Helga; Stefanía o.fl.; Þórdís o.fl.; Inga; Ísabel Pedra; Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir; Karen Rún; Birta Sigmundsdóttir; Linda Björns- dóttir; Steinunn o.fl.; Björg o.fl.; Halldóra Æsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.