Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.plusferdir.is
N E T
Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
*Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar.
1. júní, 6. júlí og 17. ágúst
Feneyska Rivieran
á Res Madrid í 7 nætur.
Verð frá 46.620 kr.*
63.620 kr. ef 2 ferðast saman.
Verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað er
í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun.
MOUSSAOUI SEKUR
Frakkinn Zacarias Moussaoui
lýsti sig í gær sekan um aðild að
samsæri um að myrða Bandaríkja-
menn með því að fljúga flugvélum á
mikilvægar byggingar 11. sept-
ember 2001. Bandarísk stjórnvöld
hafa tilkynnt að þau hyggist fara
fram á dauðadóm yfir Moussaoui.
Kosið um eitt sveitarfélag
Kosið verður um sameiningu
Hafnarfjarðar og Voga 8. október
nk. samkvæmt tillögu sameining-
arnefndar sveitarfélaga.
Skyndihjálp bjargaði
Frænka sem bjargaði börnum úr
sjónum í Kolgrafafirði segir skyndi-
hjálparþekkingu hafa skipt sköpum.
Baðst afsökunar
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, baðst í gær formlega
afsökunar á framferði Japana í stríð-
inu og staðfesti að hann myndi eiga
fund með Hu Jintao, forseta Kína,
um helgina til að reyna að sætta
sjónarmið.
Essó tekur lán fyrir sekt
Essó ætlar að taka 500 mkr. lán
svo hægt verði að greiða sekt vegna
samráðs olíufélaganna. Meirihluti
hluthafa Kers samþykkt þetta á
hluthafafundi.
Y f i r l i t
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
kynningarblaðið Sumar 2005 frá
Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavík-
ur. Til áskrifenda í Reykjavík.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 36/41
Úr verinu 14 Kirkjustarf 42/43
Viðskipti 18 Skák 44
Erlent 19/20 Dagbók 48
Akureyri 23 Víkverji 48
Landið 24/25 Staður og stund 50
Árborg 24/25 Velvakandi 51
Ferðalög 26/27 Menning 51/53
Daglegt líf 28 Bíó 54/57
Listir 29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Staksteinar 59
Umræðan 32/35 Veður 59
* * *
ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið/Skjár einn hefur
lagt fram lögbannsbeiðni hjá sýslumanni við að
fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins, Helgi
Steinar Hermannsson, ráði sig til 365 prent- og
ljósvakamiðla, sem m.a. reka Stöð 2 og Sýn.
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás
eins, segir að dagskrárstjórinn fyrrverandi, sem
starfaði hjá stöðinni frá upphafi, hafi brotið gróf-
lega trúnað og samkeppnisákvæði með því að
senda út upplýsingar úr fyrirtækinu og „selja sig
með þeim“ til 365 ljósvakamiðla. Dagskrárstjór-
anum var sagt upp störfum á Skjá einum 9. apríl
sl. en þremur dögum áður höfðu stjórnendur
Skjás eins lesið frétt í DV um að hann hefði ráðið
sig sem þróunarstjóra erlendra fjárfestinga og
verkefna hjá 365 prent- og ljósvakamiðlum. Að
sögn forsvarsmanna Skjás eins neitaði dagskrár-
stjórinn að afhenda vinnutölvu sína sem og gögn
fyrirtækisins sem voru í hans vörslu. Þ.á m. var
fundaáætlun forráðamanna Skjás eins vegna ferð-
ar til Cannes, þar sem búið var að staðfesta fundi
með tugum birgja stöðvarinnar. Á fundi með dag-
skrárstjóranum hefði hann staðfest að hann hefði
um nokkurt skeið haft aðgangskort að 365 prent-
og ljósvakamiðlum.
Þegar sjónvarpsstjóri Skjás eins leitaði upplýs-
inga um fundaáætlun Cannes-ferðarinnar komu í
ljós gögn sem bentu ótvírætt til þess að dagskrár-
stjórinn hefði sent 365 ljósvakamiðlum trúnaðar-
upplýsingar og viðskiptahugmyndir sem hann
hafði unnið ásamt fleiri starfsmönnum Skjás eins,
að mati forsvarsmanna Skjásins.
Í samkeppni við Skjá einn
Þegar farið hefði verið yfir tölvupóstssendingar
dagskrárstjórans hefði komið í ljós að hann hefði
um nokkurt skeið verið í tölvupóstssamskiptum
við Árna Þór Vigfússon, starfsmann 365 prent- og
ljósvakamiðla, og í þeim samskiptum hefðu farið á
milli trúnaðarupplýsingar og viðskiptahugmyndir
Skjás eins.
„Hann sagði okkur að hann væri að fara í önnur
störf hjá sama fyrirtæki sem væru alveg ótengd
því sem hann var að sýsla með hér hjá Íslenska
sjónvarpsfélaginu,“ segir Magnús. „Svo kom í ljós
að hann hafði í samvinnu við Árna Þór Vigfússon
verið að útbúa áform um samkeppni gagnvart
Skjá einum og selja þau með sér.“ Hugmyndin
hefði verið að koma á fót nýrri ókeypis sjónvarps-
stöð í samkeppni við Skjá einn.
„Við áttum von á því að hann hefði verið að ráða
sig í annað starf og myndi klára sín verkefni hjá
Íslenska sjónvarpsfélaginu í trúnaði við félagið.
En sá trúnaður var alveg þverbrotinn og á mjög
siðlausan hátt að mínu mati,“ segir Magnús.
Að sögn forsvarsmanna Skjás eins er dagskrár-
stjórinn skuldbundinn skv. ráðningarsamningi til
að starfa hvorki beint né óbeint hjá keppinaut á Ís-
landi í eitt ár eftir að hann lætur af störfum hjá
fyrirtækinu. Þá sé ákvæði um trúnað og hollustu
við Skjá einn.
Magnús bindur vonir við að lögbannsbeiðnin
verði tekin fyrir hjá sýslumanni í upphafi næstu
viku og að skjótur úrskurður fáist.
Skjár einn mun ráða nýjan dagskrárstjóra inn-
an tíðar.
Skjár 1 vill lögbann á ráðningu fyrrverandi dagskrárstjóra til 365 miðla
Segja upplýsingar hafa
verið seldar úr fyrirtækinu
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reyk0javíkur
hefur dæmt karlmann í tveggja ára
fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi
sambýliskonu sinni í nóvember sl. og
til að greiða henni 700 þúsund krón-
ur í skaðabætur. Héraðsdómurinn
átelur lögreglu fyrir vinnubrögð sín
þegar konan lagði fram kæru daginn
eftir atburðinn.
Þegar kæran var lögð fram sagði
lögreglufulltrúi að lögreglumenn
væru á námskeiði og að ekki væri
„mannskapur til að taka á móti
kæru“, að því er segir í dómnum.
Telur héraðsdómur ámælisvert að
lögreglan skyldi ekki taka á móti
kærunni þegar í stað eins og henni
bar að gera af augljósum ástæðum.
Framburður konunnar fyrir dómi
var talinn trúverðugur og studdur
framburði vitna, málsgögnum og
niðurstöðum læknisskoðunar sem
hún fór í eftir atburðinn. Framburð-
ur ákærða þótti aftur á móti ótrú-
verðugur og fráleitur að mati dóms-
ins.
Fyrir dómi lýsti konan storma-
sömu sambandi sínu og ákærða sem
hófst um árámótin 2001–2.
Ákærði á langan sakaferil að baki
og nemur samanlögð óskilorðsbund-
in refsing hans sjö árum. Hefur hann
frá árinu 1985 hlotið þrettán refsi-
dóma. Málið dæmdu héraðsdómar-
arnir Guðjón St. Marteinsson sem
dómsformaður, Ásgeir Magnússon
og Sigrún Guðmundsdóttir. Verjandi
var Guðbjarni Eggertsson hdl. og
sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir
hjá ríkissaksóknara. Réttargæslu-
maður konunnar var Steinunn Þ.
Guðbjartsdóttir hdl.
Lögreglan tók
ekki við kæru
VERULEGUR verðmunur er á
drykkjarföngum milli veitinga-
húsa. Þetta kemur fram í verð-
könnun sem Samkeppnisstofn-
un gerði um sl. mánaðamót á
drykkjarvörum í 154 veitinga-
húsum á höfuðborgarsvæðinu.
Í ljós kom að munur á lægsta
og hæsta verði á sterku áfengi
og líkjörum var á bilinu frá 79%
til 150% eftir tegundum. Al-
gengur verðmunur á lægsta og
hæsta verði 33 cl bjórflösku var
um eða yfir 100% en heldur
minni munur var á kranabjór.
Kaffibolli, sem seldur var nær
undantekningarlaust með ábót,
kostaði frá 100 kr. til 300 kr.
Samkvæmt reglum Sam-
keppnisstofnunar um verðupp-
lýsingar ber þeim sem stunda
veitingarekstur að hafa uppi
verðskrá á áberandi stað fyrir
framan inngöngudyr þar sem
fram kemur verð á algengustu
vöru og þjónustu sem í boði er.
Í þessari könnun hafði aðeins
tæplega þriðjungur veitinga-
húsanna uppi verðskrá./28
Munur á
áfengis-
verði um-
talsverður
ROKKARINN Robert Plant náði upp
frábærri stemningu á tónleikum sínum í
Laugardalshöll í gærkvöldi. Hann flutti
bæði ný lög af nýjustu plötu sinni
Mighty Rearranger auk sígildra Led
Zeppelin-laga í óvenjulegum útsetn-
ingum. Áheyrendur voru á ýmsum aldri
og ekki óalgengt að foreldrar af kyn-
slóð rokkarans væru með stálpuð börn-
in með sér.
Greinilegt var að Plant hafði ekki í
hyggju að mæta til leiks sem gamall
skallapoppari heldur flutti hann mörg
af sínum nýjustu lögum og breytti út-
setningum á gömlu lögunum með hljóm-
sveit sinni Strange Sensation. Hinn
margfræga Immigrant Song flutti Plant
t.a.m. í mjög hægum blústakti svo
áhorfendur margir hverjir áttuðu sig
ekki fyrr en langt var liðið á lagið.
Ekki var alveg húsfyllir á tónleik-
unum fyrr en í lokin enda var fólk að
tínast inn langt frameftir kvöldi. Rokk-
arinn endaði síðan tónleikana með hin-
um ódrepandi rokkslagara Whole Lotta
Love við mikinn fögnuð.
Morgunblaðið/ÞÖK
Robert Plant þenur raddböndin á tónleikunum í gærkvöldi.
Frábær
stemning
hjá Robert
Plant