Morgunblaðið - 23.04.2005, Page 27

Morgunblaðið - 23.04.2005, Page 27
BRESKA veitingahúsið Fat Duck hefur verið valið besta veitinga- hús ársins 2005 af Restaurant magazine. Árlega gerir tímaritið lista yfir 50 bestu veitingahús í heimi og í ár vekur sérstaka at-  FERÐALÖG | Bestu veitingahúsin 2005 Uppgangur breskra veitingahúsa hygli að 14 bresk veitingahús skuli vera á listanum. Þykir það til marks um uppgang mat- argerðarlistar í Bretlandi og bendir dagblaðið Guardian til dæmis á að „land steiktra pylsna og bakaðra bauna“ eigi nú fleiri heimsklassaveitingahús en Frakk- land. Ritstjóri Restaurant magazine, Ella Johnston, vill meina að hin dýnamíska þróun innan breska veitingahúsageirans sé ekki síst vegna aukins áhuga breskra veit- ingahúsagesta á góðum mat. Og John Willoughby, sem er ritstjóri Gourmet magazine og tók þátt í samsetningu lista Restaurant ma- gazine, segir það skoðun sína að London sé um þessar mundir besta „veitingahúsaborg“ í heimi og bendir á að fólk sé nú almennt yfir sig hrifið af gæðum og fjöl- breytni veitingahúsa borg- arinnar. En eins og með alla lista af þessu tagi eru ekki allir á eitt sáttir. Meðal þeirra er mat- argagnrýnandi Observer, Jay Rayner, sem segir það engan veginn standast skoðun, sama hversu fjörugu ímyndarafli sé beitt, að 14 bestu veitingahús í heimi séu í Bretlandi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 27 DAGLEGT LÍF FRÍMERKJAKAUP Notuð íslensk frímerki á pappír óskast. Klippið frímerkin af umslögunum og sendið þau til okkar. Við borgum ca 2 krónur á stk., upp að ca 10 þúsund kg. Scandinavian Philatelic Company P.O. Box 61, DK-3940 Paamiut, Grænland. Rimaapótek í Grafarvogivar í öllum tilvikum meðlægsta verðið á þeim lyfj-um sem skoðuð voru í verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ síðastliðinn miðvikudag. Sett voru upp dæmi af tveimur einstaklingum Í fyrra dæminu var um 50 ára karlmann að ræða, sem var á tveimur lyfjum, mígrenilyfi (Imigran) og bólgueyðandi verkja- lyfi (Voltaren Rapid). Seinna dæmið var 69 ára kona, ellilífeyrisþegi, á tveimur lyfjum, blóðþrýstingslyfi (Cozaar Comp) og sýklalyfi (Zitromax). Heildarþátttaka TR í lyfjum karlsins var 3.280 kr. og hluti sjúk- lings gat hæst orðið 6.329 kr. ef eng- inn afsláttur var veittur hjá apótek- inu. Í tveimur apótekum, Lyfjavali og Lyfjaveri, var boðið ódýrara sam- heitalyfið Vóstar S áður en lyfið var skrifað út, í stað Voltaren Rapid sem var á lyfseðlinum og í þeim tilvikum var það tekið með í niðurstöðunum. Munurinn á hæsta og lægsta heild- arverði á lyfjum karlsins var 1.514 krónur eða 31%. Lægst var verðið í Rimaapóteki í Grafarvogi, 4.815 krónur og hæst í Laugarnesapóteki við Kirkjuteig, 6.329 krónur. Heildarþátttaka TR í lyfjum kon- unnar var 7.885 krónur og hluti sjúk- lings gat hæst orðið 3.944 krónur ef enginn afsláttur var veittur hjá apó- tekinu. Í þremur apótekum, Apótek- inu, Lyfjaveri og Rimaapóteki, var veittur 100% afsláttur af hluta sjúk- lings í blóðþrýstingslyfinu Cozaar Comp og greiddi viðskiptavinurinn því ekkert fyrir það lyf í þessum apótekum. Munurinn á hæsta og lægsta heildarverði á lyfjum kon- unnar var 1.585 krónur eða 75%. Lægst var verðið í Rimaapóteki 2.115 krónur og hæst í Garðsapó- teki, Sogavegi, 3.700 krónur. Verðkannanir á lyfseðilsskyldum lyfjum eru unnar í samráði við Landlæknisembættið og fram- kvæmdar þannig að lagðir eru fram lyfseðlar í apótekum en ekki er gefið upp að um verðkönnun sé að ræða fyrr en lyfin hafa verið skrifuð út og verð prentuð á pokamiða. Þetta tryggir að raunverulegt verð til við- skiptavina komi fram í könnuninni. Taka skal fram að hér er aðeins um verðkönnun á fáum lyfjateg- undum að ræða sem ekki endur- speglar verð á öllum lyfjum í við- komandi apótekum. Borgar sig að bera saman verð Í fréttatilkynningu frá Verðlagseft- irliti ASÍ kemur fram að niðurstöð- urnar séu áminning neytenda um að það getur borgað sig bera saman verð og þjónustu milli apóteka. „Einnig getur borgað sig að spyrja lyfsalann hvort til sé ódýrara sam- heitalyf en það sem læknir hefur ávísað þar sem þau geta oft verið talsvert ódýrari. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. “ Könnunin var gerð í 12 apótekum, en þau eru: Apótekarinn, Nóatúni 17, Apótekið, Skeifunni 15, Árbæj- arapótek, Hraunbæ 102 b, Garð- sapótek, Sogavegi 108, Laug- arnesapótek, Kirkjuteigi 21, Lyf og heilsa, Háteigsvegi 1, Lyfja, Lág- múla 5, Lyfjaval, Þönglabakka 6, Nesapótek, Eiðistorgi 17, Lyfjaver, Suðurlandsbraut 22, Rimaapótek, Langarima 21 og Skipholtsapótek, Skipholti 50 b. NEYTENDUR |Verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ á lyfjum Morgunblaðið/Arnaldur Verð var kannað á fjórum mismunandi lyfseðilsskyldum lyfjum. Rimaapótek reyndist með lægsta verðið Mikill munur var á hæsta og lægsta verði nokkurra lyfseðils- skyldra lyfja sem Verð- lagseftirlit ASÍ kannaði í apótekum á höfuð- borgarsvæðinu síðast- liðinn miðvikudag.    <, & 4 "&& , * , ,0 .G" &# #,   :  ":  *,# ,  , ,   ""   " *,  "  ,0 6,  ,           !" # '  "  0#   ' P '# ( )* + "  0#   ' P '# ,) + )-!  ./.  "  0#   '  P '# 0  1 "  0#   '  P '# ,) + )-!2               <, 4 6&0 , H ,  " C/E H 0, ":                                     C/E         ! "  #                 $  %$               ! " &  ' $        # $  ! "   %$   ()         % '   ! "   *  (      $  ! "   + , "            $  ! "   $ -  #         . /  (        !       C/E     1. The Fat Duck Bray, Berkshire, Bretlandi.  2. El Bulli Montjoi, Spáni.  3. The French Laundry, Yo- untville, Kaliforníu.  4. Tetsuya’s, Sydney.  5. Gordon Ramsay, London.  6. Pierre Gagnaire, París.  7. Per Se, New York.  8. Tom Aikens, London  9. Jean Georges, New York.  10. St John, London. 10 bestu veit- ingahús í heimi skv. Restaurant magazine UM fjórðung eldri borgara í Dan- mörku skortir B12-vítamín og geta afleiðingarnar m.a. verið el- liglöp, blóðleysi og þreyta. Dansk- ir vísindamenn hafa nú erfða- breytt kartöflugrasi þannig að það framleiði próteinið sem gerir það auðveldara fyrir mannslíkam- ann að vinna nægilegt B12- vítamín úr fæðunni, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende, en algeng orsök fyrir B12- vítamínskorti er skortur á um- ræddu próteini. Líftæknifyrirtækið Cobento Biotech hefur nú sýnt fram á að próteinið er að finna í safa sem kreistur var úr umræddu kart- öflugrasi sem ákveðnu geni hafði verið bætt í. Búist er við að fram- leiðsla á próteininu til lyfjafram- leiðslu hefjist innan skamms.  HEILSA Lyf búin til úr erfða- breyttu kartöflugrasi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.