Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 27
BRESKA veitingahúsið Fat Duck hefur verið valið besta veitinga- hús ársins 2005 af Restaurant magazine. Árlega gerir tímaritið lista yfir 50 bestu veitingahús í heimi og í ár vekur sérstaka at-  FERÐALÖG | Bestu veitingahúsin 2005 Uppgangur breskra veitingahúsa hygli að 14 bresk veitingahús skuli vera á listanum. Þykir það til marks um uppgang mat- argerðarlistar í Bretlandi og bendir dagblaðið Guardian til dæmis á að „land steiktra pylsna og bakaðra bauna“ eigi nú fleiri heimsklassaveitingahús en Frakk- land. Ritstjóri Restaurant magazine, Ella Johnston, vill meina að hin dýnamíska þróun innan breska veitingahúsageirans sé ekki síst vegna aukins áhuga breskra veit- ingahúsagesta á góðum mat. Og John Willoughby, sem er ritstjóri Gourmet magazine og tók þátt í samsetningu lista Restaurant ma- gazine, segir það skoðun sína að London sé um þessar mundir besta „veitingahúsaborg“ í heimi og bendir á að fólk sé nú almennt yfir sig hrifið af gæðum og fjöl- breytni veitingahúsa borg- arinnar. En eins og með alla lista af þessu tagi eru ekki allir á eitt sáttir. Meðal þeirra er mat- argagnrýnandi Observer, Jay Rayner, sem segir það engan veginn standast skoðun, sama hversu fjörugu ímyndarafli sé beitt, að 14 bestu veitingahús í heimi séu í Bretlandi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 27 DAGLEGT LÍF FRÍMERKJAKAUP Notuð íslensk frímerki á pappír óskast. Klippið frímerkin af umslögunum og sendið þau til okkar. Við borgum ca 2 krónur á stk., upp að ca 10 þúsund kg. Scandinavian Philatelic Company P.O. Box 61, DK-3940 Paamiut, Grænland. Rimaapótek í Grafarvogivar í öllum tilvikum meðlægsta verðið á þeim lyfj-um sem skoðuð voru í verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ síðastliðinn miðvikudag. Sett voru upp dæmi af tveimur einstaklingum Í fyrra dæminu var um 50 ára karlmann að ræða, sem var á tveimur lyfjum, mígrenilyfi (Imigran) og bólgueyðandi verkja- lyfi (Voltaren Rapid). Seinna dæmið var 69 ára kona, ellilífeyrisþegi, á tveimur lyfjum, blóðþrýstingslyfi (Cozaar Comp) og sýklalyfi (Zitromax). Heildarþátttaka TR í lyfjum karlsins var 3.280 kr. og hluti sjúk- lings gat hæst orðið 6.329 kr. ef eng- inn afsláttur var veittur hjá apótek- inu. Í tveimur apótekum, Lyfjavali og Lyfjaveri, var boðið ódýrara sam- heitalyfið Vóstar S áður en lyfið var skrifað út, í stað Voltaren Rapid sem var á lyfseðlinum og í þeim tilvikum var það tekið með í niðurstöðunum. Munurinn á hæsta og lægsta heild- arverði á lyfjum karlsins var 1.514 krónur eða 31%. Lægst var verðið í Rimaapóteki í Grafarvogi, 4.815 krónur og hæst í Laugarnesapóteki við Kirkjuteig, 6.329 krónur. Heildarþátttaka TR í lyfjum kon- unnar var 7.885 krónur og hluti sjúk- lings gat hæst orðið 3.944 krónur ef enginn afsláttur var veittur hjá apó- tekinu. Í þremur apótekum, Apótek- inu, Lyfjaveri og Rimaapóteki, var veittur 100% afsláttur af hluta sjúk- lings í blóðþrýstingslyfinu Cozaar Comp og greiddi viðskiptavinurinn því ekkert fyrir það lyf í þessum apótekum. Munurinn á hæsta og lægsta heildarverði á lyfjum kon- unnar var 1.585 krónur eða 75%. Lægst var verðið í Rimaapóteki 2.115 krónur og hæst í Garðsapó- teki, Sogavegi, 3.700 krónur. Verðkannanir á lyfseðilsskyldum lyfjum eru unnar í samráði við Landlæknisembættið og fram- kvæmdar þannig að lagðir eru fram lyfseðlar í apótekum en ekki er gefið upp að um verðkönnun sé að ræða fyrr en lyfin hafa verið skrifuð út og verð prentuð á pokamiða. Þetta tryggir að raunverulegt verð til við- skiptavina komi fram í könnuninni. Taka skal fram að hér er aðeins um verðkönnun á fáum lyfjateg- undum að ræða sem ekki endur- speglar verð á öllum lyfjum í við- komandi apótekum. Borgar sig að bera saman verð Í fréttatilkynningu frá Verðlagseft- irliti ASÍ kemur fram að niðurstöð- urnar séu áminning neytenda um að það getur borgað sig bera saman verð og þjónustu milli apóteka. „Einnig getur borgað sig að spyrja lyfsalann hvort til sé ódýrara sam- heitalyf en það sem læknir hefur ávísað þar sem þau geta oft verið talsvert ódýrari. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. “ Könnunin var gerð í 12 apótekum, en þau eru: Apótekarinn, Nóatúni 17, Apótekið, Skeifunni 15, Árbæj- arapótek, Hraunbæ 102 b, Garð- sapótek, Sogavegi 108, Laug- arnesapótek, Kirkjuteigi 21, Lyf og heilsa, Háteigsvegi 1, Lyfja, Lág- múla 5, Lyfjaval, Þönglabakka 6, Nesapótek, Eiðistorgi 17, Lyfjaver, Suðurlandsbraut 22, Rimaapótek, Langarima 21 og Skipholtsapótek, Skipholti 50 b. NEYTENDUR |Verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ á lyfjum Morgunblaðið/Arnaldur Verð var kannað á fjórum mismunandi lyfseðilsskyldum lyfjum. Rimaapótek reyndist með lægsta verðið Mikill munur var á hæsta og lægsta verði nokkurra lyfseðils- skyldra lyfja sem Verð- lagseftirlit ASÍ kannaði í apótekum á höfuð- borgarsvæðinu síðast- liðinn miðvikudag.    <, & 4 "&& , * , ,0 .G" &# #,   :  ":  *,# ,  , ,   ""   " *,  "  ,0 6,  ,           !" # '  "  0#   ' P '# ( )* + "  0#   ' P '# ,) + )-!  ./.  "  0#   '  P '# 0  1 "  0#   '  P '# ,) + )-!2               <, 4 6&0 , H ,  " C/E H 0, ":                                     C/E         ! "  #                 $  %$               ! " &  ' $        # $  ! "   %$   ()         % '   ! "   *  (      $  ! "   + , "            $  ! "   $ -  #         . /  (        !       C/E     1. The Fat Duck Bray, Berkshire, Bretlandi.  2. El Bulli Montjoi, Spáni.  3. The French Laundry, Yo- untville, Kaliforníu.  4. Tetsuya’s, Sydney.  5. Gordon Ramsay, London.  6. Pierre Gagnaire, París.  7. Per Se, New York.  8. Tom Aikens, London  9. Jean Georges, New York.  10. St John, London. 10 bestu veit- ingahús í heimi skv. Restaurant magazine UM fjórðung eldri borgara í Dan- mörku skortir B12-vítamín og geta afleiðingarnar m.a. verið el- liglöp, blóðleysi og þreyta. Dansk- ir vísindamenn hafa nú erfða- breytt kartöflugrasi þannig að það framleiði próteinið sem gerir það auðveldara fyrir mannslíkam- ann að vinna nægilegt B12- vítamín úr fæðunni, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende, en algeng orsök fyrir B12- vítamínskorti er skortur á um- ræddu próteini. Líftæknifyrirtækið Cobento Biotech hefur nú sýnt fram á að próteinið er að finna í safa sem kreistur var úr umræddu kart- öflugrasi sem ákveðnu geni hafði verið bætt í. Búist er við að fram- leiðsla á próteininu til lyfjafram- leiðslu hefjist innan skamms.  HEILSA Lyf búin til úr erfða- breyttu kartöflugrasi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.