Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 43
d4 exd4 5. Rxd4 Bb4 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 0-0 8. 0-0 d5 9. e5 Rg4 10. Bf4 f6 11. exf6 Dxf6 12. Bg3 h5!? Með þessum nýja og skemmti- lega leik ræðst svartur beint gegn biskupi hvíts á g3. Áður hefur ver- ið leikið 12. – Bc5, eða 12. – Bd6 í þessari stöðu. Sjá stöðumynd 1 13. Be2? – Hvítur missir af besta leiknum, 13. h3!, sem hefði gefið honum ör- lítið betra tafl, eftir 13. ...h4 14. Bxc7 Hf7 (14. ...Rxf2? 15. Dh5! og hvítur á vinningsstöðu) 15. hxg4 Hxc7 o.s.frv. 13. ...h4! 14. Bxg4 hxg3 Sjá stöðumynd 2. 15. Rxd5 – Hvítur er kominn í mikinn vanda, vegna þess, hve svörtu Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar. Litlir læri- sveinar og Stúlknakór Landakirkju syngja undir stjórn Guðrúnar Helgu og Joönnu Mariu. Æskulýðsstarf fatlaðra mun leiða í söng og einnig krakkar sunnudagaskólans. Barnafræðarar kirkj- unnar halda utan um stundina ásamt prestunum báðum og öðru starfsfólki kirkjunnar. Vorhátíð barna- og æskulýðs- starfs Landakirkju tekur síðan við, á kirkjutorgi með grillveislu, leikjum og uppákomum í umsjón æskulýðsfélags Landakirkju og annarra. Sóknarnefndin og Kvenfélag Landakirkju bjóða upp á kaffiveitingar í Safnaðarheimilinu. Allir velkomnir. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 24. apríl kl. 11. Við fáum heimsókn Reykjalundarkórsins sem mun syngja og leiða allan söng guðsþjónust- unnar. Kórstjóri er Íris Erlings. Organisti Jónas Þórir. Prestur Ragnheiður Jóns- dóttir. Þökkum liðinn vetur og fögnum nýju sumri. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja kirkjuna. Barna- og unglingakórinn syng- ur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við und- irleik Önnu Magnúsdóttur. Söngkór kirkj- unnar leiðir safnaðarsöng. Organisti Antonía Hevesi. Hádegisverður og sam- sæti afmælisárganganna í Hásölum Strandbergs eftir messu. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Stopp-leikhúsið kemur í heimsókn. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón hafa Edda, Hera, Sigríður Kristín og Örn. Æðruleys- ismessa kl. 20 á vegum áhugahóps um æðruleysismessur í Hafnarfirði. Fluttur verður vitnisburður fólks um reynslu- sporin 12 og Fríkirkjubandið leiðir tónlist og söng. ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka að Ásvöllum: Barnaguðsþjónustur á sunnudögum kl. 11. Léttar veitingar eftir helgihald. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkjuskóli laug- ardaginn 23. apríl kl. 11.15. Fjöl- skyldumessa sunnudag kl. 17. BESSASTAÐASÓKN: Sunndagaskólinn í síðasta skipti í vetur kl. 11 í Álftanes- skóla. Mætum vel og gleðjumst saman. Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa með alt- arisgöngu í Bessastaðakirkju sunnudag kl. 14. Álftaneskórinnn syngur við at- höfnina og leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Við athöfnina þjóna Gréta Konráðsdóttir djákni og sr. Hans Markús Hafsteinsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídal- ínskirkju sunnudag kl. 11. Kór Vídal- ínskirkju syngur við athöfnina og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti: Jó- hann Baldvinsson. Nú er sunnudaga- skólinn kominn í sumarfrí. Svanhildur Rósa Pálmadóttir, nemandi í tónlistar- skóla Garðabæjar syngur við athöfnina. Sr. Hans Markús Hafsteinsson þjónar við athöfnina ásamt leikmönnum. Mæt- um vel og gleðjumst og fögnum fyrir Drottni á nýbyrjuðu sumri. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Gleðilegt sumar. Prestarnir. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Orgelmessa kl. 14. Organisti er Hulda Bragadóttir. Kaffi og aðalsafnaðarfundur á eftir. Sókn- arprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Sumarkomunni fagnað í trú og gleði í fjölskylduguðs- þjónusta fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 11 f.h. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Laugardagur: Fermingarmessa kl. 10.30. Sr. Svavar A. Jónsson og sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Sunnu- dagur: Kantötuguðsþjónusta kl. 11. Fluttir verða þættir úr kantötu eftir Bach. Sr. Jón A. Baldvinsson vígslubiskup pre- dikar. Sr. Svavar A. Jónsson, sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, Valgerður Valgarðs- dóttir og Sólveig Halla Kristjánsdóttir þjóna fyrir altari. Kór Akureyrarkirkju syngur. Einsöngvarar: Sigríður Að- alsteinsdóttir og Michael Jón Clarke. Kammersveit úr Tónlistarskólanum á Ak- ureyri leikur. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jóns- son. Organisti: Björn Steinar Sólbergs- son. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Inga Eydal, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson leiða söng og ann- ast undirleik. Einsöngur: Lísa Hauks. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og Guðsþjónusta kl. 11. Söngur, fræðsla, brúðuleikrit og helgistund. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Gler- árkirkju. Organisti er Hjörtur Steinbergs- son. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Laug- ardagur: Kvennamót á Akureyri kl. 10– 21. Ræðukonur eru Sigríður Halldórs- dóttir, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, Dögg Harðardóttir og Lisbeth Welander. Sunnudagur: Samkoma kl. 11. Majór Lisbeth Welander talar. Sunnudagaskóli kl. 11. Allir velkomnir. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs- kirkja: Kyrrðarstund sunnudag kl. 20.30. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Ferming- armessa kl. 11. Organisti Nína María Morávek. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Ferming- armessa kl. 14. Prestur sr. Egill Hall- grímsson. BRÆÐRATUNGUKIRKJA: Ferming- armessa sunnudag kl. 13.30. Prestur sr. Guðmundur Óli Ólafsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnu- dagaskóli kl. 11.15. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu á eftir. Fyr- irbænir og morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. For- eldramorgnar miðvikudaga kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 43 MESSUR 1446 - siminn.is hamingjuóskir Sendu E N N E M M / S ÍA / N M 15 4 9 9 Það kostar aðeins 830 kr. að senda skeyti og ekki nema 730 kr. ef þú pantar það á netinu. Sendu hamingjuóskir – við hjálpum þér að láta það gerast. Pantaðu heillaóskaskeyti á fermingardaginn í síma 1446 eða á siminn.is Lóa Dís Másdóttir, Hlíðarvegi 15. Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, Hvammstangabraut 23. Þorgrímur Guðni Björnsson, Melavegi 10. Ferming í Blönduósskirkju 23. apríl kl. 11.00. Prestur sr. Sveinbjörn Einarsson. Fermd verða: Albert Már Guðmundsson, Brekkubyggð 6. Alma Dögg Guðmundsdóttir, Brekkubyggð 19. Arnar Helgi Ágústsson, Brekkubyggð 15. Fjóla Birna Hallsdóttir, Brekkubyggð 9. Gísli Jóhannes Guðmundsson, Heiðarbraut 5. Gústaf Axel Evensen, Birkiási 21, Garðabæ. Hrafnhildur M. Gísladóttir, Heiðarbraut 3. Ingibjörg Aldís Jónsdóttir, Aðalgötu 1. Ingimar Vignisson, Hafnir, Skagaströnd. Jón Bjarni Hallgrímsson, Melabraut 1. Jón Gísli Jónsson, Heiðarbraut 4. Ormar Agnarsson, Vanabyggð 6 G, Akureyri. Sigvaldi Fannar Jónsson, Hólabraut 9. Skúli Már Þórmundsson, Hlíðarbraut 10. Stefán Sindri Hallgrímsson, Hólabraut 7. Ferming í Oddakirkju 24. apríl kl. 11. Prestur sr. Sigurður Jónsson. Fermd verða: Anton Kristinn Pétursson, Heiðvangi 22, Hellu. Ásgerður Sigurðardóttir, Odda, Rangárvöllum. Dagný Brynjarsdóttir, Bergöldu 5, Hellu. Kristján Arason, Helluvaði IV, Rangárvöllum. Sveinbjörn Ólafur Benediktsson, Drafnarsandi 8, Hellu. Tómas Steindórsson, Bergöldu 2, Hellu. Ferming í Bræðratungukirkju 24. apríl kl. 13.30. Prestur sr. Guðmundur Óli Ólafs- son. Fermd verður: Þórdís Helga Ásmundsdóttir, Kóngsbakka 12, Rvík. Ferming í Hruna 24. apríl kl. 13. Fermd verða: Björg Agnarsdóttir, Ísabakka. Flosi Þór Sigurþórsson, Skipholti 1. Hildur Guðrún Þorleifsdóttir, Hverabakka. Hákon Aðalsteinsson, Hrafnkelsstöðum 3. Hörður Jóhannsson, Vesturbrún 6, Flúðum. Pálmi Helgason, Garði. Sigurbjörn Jónsson, Berghyl. Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, Skollagróf. Þórdís Gísladóttir, Laxárhlíð. Ferming í Skálholtsdómkirkju 24. apríl kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Fermd verða: Guðrún Linda Sveinsdóttir, Dalbraut 3, Biskupst. Sigurður Skúli Benediktsson, Kirkjuholti, Biskupst. Tómas Óskar Friðriksson, Æsufelli 6, Rvík. ÖÐLINGAMÓTI Taflfélags Reykjavíkur lauk sl. miðvikudag með sigri Björns Þorsteinssonar, sem hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Annar varð Halldór Garðarsson, með 5 v. (24,5 stig) og þriðji Hauk- ur Bergmann, einnig með 5 v. (21,5). 4.–9. Sigurður E. Kristjáns- son, Kristján Örn Elíasson, Sig- urður H. Jónsson, Bjarni Sæ- mundsson, Kári Sólmundarson og Sverrir Norðfjörð, með 4½ v. hver. 10. Eiríkur K. Björnsson, með 4 v. Miklar sviptingar voru í síðustu umferðinni, þegar tveir efstu menn töpuðu báðir skákum sínum. Björn tapaði fyrir Halldóri Garðarssyni og sigurvegari tveggja síðustu ára, Sigurður E. Kristjánsson, fyrir Hauki Bergmann. Með verðskulduðum sigri bætir Björn enn einni skrautfjöðrinni í glæsilegan skákferil sinn. Á yngri árum varð hann tvisvar Íslands- meistari, fjórum sinnum Reykja- víkurmeistari, fimm sinnum skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur og tefldi á 5 ólympíuskákmótum. Hann hefur einu sinni orðið Ís- landsmeistari öldunga og sigrað á einu öðru öðlingamóti, árið 1993. Taflfélag Reykjavíkur hefur ár- lega staðið fyrir öðlingamótum frá árinu 1992, en rétt til þátttöku eiga skákmenn, sem náð hafa 40 árum. Mótin hafa verið nokkuð vinsæl hjá skákmönnum og mótið í ár var engin undantekning, en 21 skák- maður tefldi 7 umferðir, eftir svissneska kerfinu, undir styrkri skákstjórn Ólafs Ásgrímssonar. Mótinu verður slitið formlega í Skákheimili TR nk. miðvikudag, 27. apríl, með verðlaunaafhendingu og hraðskákmóti (7 mínútna skák- ir) og er öllum skákmönnum, eldri en 40 ára, heimil þátttaka. Við skulum nú sjá snaggaralega skák sigurvegarans úr 5. umferð mótsins. Hvítt: Kristján Örn Elíasson Svart: Björn Þorsteinsson Fjögurra riddara tafl 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. mennirnir standa vel til sóknar gegn kóngsstöðu hans, en þar er peðið á f2 veikasti hlekkurinn. T.d. 15. hxg3 Ba6! 16. Be2 Bc5!, eða 16. Re2 Hae8 17. Bf3 Dh6, með hót- uninni 18. – Hxf3, ásamt 19. –Bxe2. 15. ...gxf2+! 16. Kh1 cxd5 17. Dxd5+ Df7 18. Dxa8 Bxg4 19. De4 Df4 20.Dd5+ – Eftir 20. Dxf4 Hxf4 segja liðs- yfirburðir svarts fljótlega til sín. 20. ...Kh8 21. Db3 Bd6 22. Dg3 – Eða 22. g3 Df3+ 23. Dxf3 Bxf3+ mát. 22. ...Dxg3 23. hxg3 Bxg3 og hvítur gafst upp, það er engin vörn við hótuninni Hf6-h6+ mát. Björn Þorsteinsson sigrar á öðlingamóti TR Bragi Kristjánsson Ljósmynd/Ríkharður Sveinsson Björn Þorsteinsson varð sigurvegari á öðlingamóti TR. SKÁK Taflfélag Reykjavíkur Öðlingamót TR, 9. mars–20. apríl 2005 Stöðumynd 2.Stöðumynd 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.