Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HEILDARVELTA á kreditkortum landsmanna á fyrstu þremur mán- uðum ársins nam 49,5 milljörðum króna, samkvæmt tölum um greiðslumiðlun frá Seðlabanka Ís- lands. Það er 14,5% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Kreditkortavelta erlendis var tæp 12% af heildarveltu á tímabilinu. Aukningin á milli ára er 35% í er- lendu veltunni og 11% í innlendri veltu. Þessi mikli vöxtur kredit- kortaveltu landsmanna þykir vís- bending um hratt vaxandi einka- neyslu um þessar mundir, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Seðlabankans voru í lok mars sl. 248 þúsund kred- itkort í umferð á Íslandi. 50 milljarða velta á kreditkortum                                  !"#   !$   % "&' (&  )* &# &  )#&  $&' (& % "&'  +,"  -# .    /0,.  /0 !. ,  &#(  1     ! 0 % "&'  2 &'  20 .&  3(&   $45& .6 &&  78,.  /%!  /" 9"# /"&'  /"0   :    ;:## &#0   &  < && "  &  =06 00 >/5(,#    !"#  (  ! ,"' ?:..  $&' 40 % "&'   ;5 5  "$  %&  @A?B /4    ,    >        >   > > >  >  > > > > > > > > > ,: &#  :   , > > > >  > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > C > DE > C DE > > C  DE C DE C DE > C DE > C DE > C DE C >DE > > > > > > C > DE > > > > > > > > > > 2, "'    '# & ; "( 4 " '# F ) /"        >             >    > > >  >   > > > > > > > >                >        >                 >             <    4 *G   ;2 H #&"  !."'     >   >  > > >  >   > > > >  > > > >  ;2> I  0 0"'&' " ".  ;2> /:"'  "  ",##. 0 :  "( , &  ;2> <,#& :  0 . 0#&& 9"#  ;2>  (, & G#,,&' ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● FORSTJÓRI danska flugfélagsins Maersk Air útilokar ekki samstarf við keppinautinn Sterling eftir að fram kom að Sterling muni leggja áherslu á að koma upp áætlunarflugi til Bandaríkjanna. Maersk álítur þær hugmyndir spennandi, að því er segir í frétt Dagens Nyheter. „Sé þessi orðrómur réttur viljum við gjarnan vinna með Sterling og að- stoða þá við sölu farmiða,“ segir Finn Øelund, forstjóri Maersk. Haft er eftir Stefan Vilner, stjórn- anda hjá Sterling, í sömu frétt að nýju flugleiðirnar séu ekki komnar á teikniborðið en hann tekur ekki fyrir samstarf við önnur flugfélög. Hann nefnir sem dæmi Air Atlanta sem hafi allt sem til þarf í slíkar flugleiðir auk þess sem gott samband sé á milli eigenda Sterling og Air Atlanta. Maersk Air biðlar til Sterling ● JÓN S. von Tetzchner, forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software, ætlar að synda frá Noregi til Bandaríkjanna með við- komu á Íslandi, ef milljón manns verða búnir að hlaða vafra fyrirtæk- isins niður fyrir klukkan níu fyrir há- degi í dag. Þetta er haft eftir Jóni í frétt á vefritinu webpronews.com Opera 8 er nýr vefvafri frá Opera Software. Segir í fréttinni að vafrinn hafi fengið mjög góðar viðtökur síðan betaútgáfu af honum var sleppt fyrr í vikunni. Alls hafi 600 þúsund manns verið búnir að hlaða vafranum niður tveimur sólarhringum eftir að honum var sleppt. Opera hafi þurft að setja upp viðbótarnetþjóna til þess að anna eftirspurninni. Haft er eftir Jóni að hann vonist til að enn fleiri muni hlaða vafranum niður. Þá tekur hann fram að sundið milli Noregs og Bandaríkjanna verði hann að taka í tveimur áföngum, ef af verður, því hann muni æja á Ís- landi og fá sér heitt kakó hjá móður sinni. Ásókn í vafra íslensks sundkappa ● LOKAGILDI Úrvalsvísitölu Kaup- hallar Íslands var í gær 4.077,3 stig og hefur aldrei verið hærra. Innan dagsins nam hækkunin um 1,1% í 3,6 milljarða viðskiptum. Úrvals- vísitölunnar hefur nú hækkað um 21,4% frá áramótum og á sl. 12 mánuðum nemur hækkunin 52%. Mest hækkun í gær varð á hluta- bréfum í Landsbankanum, eða 2,6%, og Íslandsbanka 2,3%. Mest lækkun var á hlutabréfum í Þormóði ramma, 16,9%, og Össuri 1,8%. Úrvalsvísitalan slær fyrri met KAUPFÉLAG Eyfirðinga svf. hef- ur keypt 70% eignarhlut í Ásprenti- Stíl á Akureyri. Aðrir eigendur að fyrirtækinu eftir þessi kaup eru Einar Árnason, framleiðslustjóri í Ásprenti-Stíl, með 20% hlut og Óm- ar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents-Stíls, með 10% hlut. Við sameiningu Burðaráss við Kaldbak á síðasta ári færðist 70% hlutur Kaldbaks hf. í Ásprenti-Stíl yfir til Burðaráss hf. og síðan hefur kjölfestuhlutur í félaginu verið í höndum Burðaráss. Í fréttatilkynningu kemur fram að Ásprent-Stíll rekur fjölþætta starfsemi, m.a. eina af stærri prent- smiðjum landsins, en einnig hefur fyrirtækið með höndum auglýsinga- stofu, skiltagerð, verslun með skrif- stofuvörur, auk útgáfustarfsemi. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns, auk fjölda blaðburðarfólks. Áætluð velta félagsins á þessu ári er um 340 milljónir króna. „Þessi kaup eru til marks um að KEA telur mikilvægt að tryggja eignarhald Ásprents-Stíls í því um- róti sem verið hefur að undanförnu á prentmarkaði og um leið að styðja við áframhaldandi vöxt og upp- byggingu félagsins á Akureyri,“ segir Halldór Jóhannsson, fjárfest- ingarstjóri KEA. „Fyrirtækið hefur verið í ágætum rekstri og það er okkar trú að það séu sóknarfæri í þeirri starfsemi sem er innan vé- banda félagsins. Það er ekki ætlun KEA að eiga svo stóran kjölfestu- hlut í fyrirtækinu til langframa, við sjáum það fyrir okkur að fá fleiri fjárfesta að félaginu og skjóta þannig enn styrkari stoðum undir starfsemi félagsins og getu þess til að vaxa þegar til lengri tíma er lit- ið.“ KEA kaupir 70% í Ásprenti-Stíl EIGENDASKIPTI hafa orðið á auglýsingavörufyrir- tækinu Margt smátt/Bolur ehf. Árni Esra Einarsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, hefur keypt hlut Guðmund- ar Magnússonar og fjölskyldu hans en þeir Guðmundur og Árni hafa starfað saman að rekstri félagsins um ellefu ára skeið. Í tilkynningu vegna viðskiptanna er haft eftir Árna að spennandi tækifæri séu framundan á þessum markaði og að haldið verði áfram því starfi sem unnið hafi verið að á undanförnum árum með góðum árangri. Ýmsar nýjung- ar séu framundan sem þó sé ekki tímabært að greina frá nú. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðsins að hann hefði fengið tilboð í fyrirtækið. Honum hefði fundist kominn tími til að breyta eftir 17 ár í þessum rekstri. Hvað taki við hjá honum liggi ekki fyrir en hann sé með ýmis verkefni á prjónunum en verði þó hjá fyrirtækinu fram á haustið. Guðmundur stofnaði Margt smátt árið 1988 og segir hann að vöxturinn í starfseminni hafi verið jafn og góður. Veltan sé nú á fimmta hundrað milljónir króna. Samtals starfa um 25 manns hjá fyrirtækinu. Margt smátt/ Bolur ehf. skipt- ir um eigendur Morgunblaðið/Eyþór HÓPUR fasteignafyrirtækja sem starfaði með Baugi Group að yfirtök- unni á Big Food Group fyrr á þessu ári hefur selt meirihluta fasteigna þeirra sem fylgdu með í kaupunum samkvæmt frétt Financial Times. Alls voru 220 fasteignir keyptar og var kaupverðið 235 milljónir punda, sem samsvarar rúmlega 28 milljörð- um króna. Í frétt FT segir að blaðið hafi heimildir fyrir því að 70% þess- ara eigna hafi verið seldar og að sölutekjurnar séu nú þegar orðnar hærri en heildarkaupverðið. Sölu- hagnaðurinn skiptist jafn á milli að- ila hópsins og Baugs. Ástæða viðskiptanna er sú að gerðir hafa verið hagstæðir lang- tímaleigusamningar við kaupendur fasteignanna samkvæmt því sem segir í frétt FT. Fasteignir BFG seldar með hagnaði EKKERT verður af fyrirhuguðum kaupum Eddu Printing and Publish- ing á prentsmiðjunni Prentmeti ehf. en frá því var greint í febrúar síðast- liðnum að Edda PP hefði fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags keypt Prentmet. Kaupin voru háð niðurstöðum áreiðanleikakönnunar og í frétta- tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að að könnuninni lokinni hafi ekki tekist að ná samkomulagi um kaup- verð. Samkomulagið frá í febrúar sé því úr gildi fallið, ekkert verði af kaup- unum og málinu sé þar með lokið. Guðmundur Ragnar Guðmunds- son, forstjóri Prentmets stofnaði fyrirtækið árið 1992 ásamt eigin- konu sinni, Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur, og þar starfa nú rúmlega 100 manns. „Við hjónin höfum ákveðið að reka Prentmet áfram með óbreyttu sniði,“ segir Guðmundur. „Við sjáum fram á áframhaldandi vöxt og munum einbeita okkur enn frekar að hlúa að rekstri fyrirtækisins.“ Morgunblaðið/Arnaldur Áfram eigendur Hjónin Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir ásamt Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og við- skiptaráðherra þegar ný prentvél Prentmets var tekin í notkun. Hætt við söluna á Prentmeti til Eddu FJÖGUR íslensk fyrirtæki auk Ný- sköpunarsjóðs tóku þátt í ráðstefnu fyrir fyrirtæki í líftækni- og lyfjaiðn- aði og áhættufjárfesta í London í gær. Ráðstefnan, Anglo-Nordic Bio- tech Conference II, er samstarfs- verkefni útflutningsráðanna á Norð- urlöndum og kauphallarinnar í London, en hún var fyrst haldin á síðasta ári. Þá tóku þrjú íslensk fyr- irtæki þátt í henni. Þátttakendur á ráðstefnunni voru frá Norðurlöndunum og Bretlandi, um 160 fyrirtæki. Íslensku fyrir- tækin sem tóku þátt í ráðstefnunni auk Nýsköpunarsjóðs eru Hjarta- vernd, Lífeind, Orf og Prokaria. Theodór A. Bjarnason, verkefn- isstjóri hjá Útflutningsráði, sótti ráðstefnuna fyrir hönd ráðsins. Hann sagði að tilgangurinn með ráð- stefnunni væri fyrst og fremst að stuðla að því að efla tengsl og sam- skipti milli fyrirtækja á líftæknisviði og kynna þau fyrir áhættu- fjárfestum. Auk þess hefðu fjöl- margir fyrirlestrar verið fluttir á ráðstefnunni. „Ráðstefna er því mjög góður vettvangur fyrir þá sem eru að fást við verkefni á sviði líftækni til að fylgjast með því sem er að gerast á þessu sviði. Er óhætt að segja að ís- lensku þátttakendurnir séu sam- mála um að ráðstefnan hafi heppn- ast mjög vel og að hún hafi komið þeim að miklu gagni,“ sagði Theo- dór. Íslensk fyrirtæki á líf- tækniráðstefnu í London Haldin í LSE Líftækniráðstefnan var haldin í nýjum húsakynnum kauphall- arinnar í London, í samstarfi við útflutningsráðin á Norðurlöndum. 7 'J /KL      D D !;/? M N    D D A A -+N     D D )!N 7 ,    D D @A?N MO 3&,     D D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.