Morgunblaðið - 23.04.2005, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Selfoss | „Við sjáum fyrir okkur að
lenda í vandræðum með húspláss
hérna við Eyraveginn og höfum ver-
ið að skoða möguleika á stækkun.
Meðalaukningin í starfseminni hefur
verið um 12% á ári síðustu tíu ár og
með sama áframhaldi verður ekki
hjá því komist að finna nýtt athafna-
svæði. Við þurfum helst að komast út
fyrir þéttbýlið en mikil og jákvæð
íbúafjölgun á Selfossi hefur þrengt
að okkur og fært okkur nær mið-
bænum. Ætli við þurfum ekki 4 til 5
hektara lands undir nýtt athafna-
svæði,“ segir Bergsteinn Einarsson,
framkvæmdastjóri Set hf. á Selfossi,
en fyrirtækið hefur verið í stöðugri
uppbyggingu síðan það var stofnað
1968. Aðalframleiðsla fyrirtækisins
eru hitaveiturör og plaströr af ýms-
um gerðum. Velta fyrirtækisins á
síðasta ári var 800 milljónir og líkur
eru á að veltan nái einum milljarði í
ár.
„Við erum með góðan vinnumark-
að hér á Árborgarsvæðinu og við
teljum hagkvæmt að vera hér. Svona
framleiðsluiðnaður færist alltaf út
fyrir bæjarmörk en við þurfum góða
tengingu við samgönguæðarnar hér í
kring. Ýmsar nýjungar eru í þróun
hjá okkur og við munum vonandi
kynna nýjar vörutegundir á næsta
ári. Framleiðsla á þeim kallar á við-
bót og meira rými,“ segir Bergsteinn
þegar hann er inntur eftir aðstæðum
fyrirtækisins.
„Það hefur verið hörð samkeppni
síðastliðið ár vegna stöðu krónunnar
og meiri kostnaðarhækkanir hafa
orðið hér á landi en hjá erlendum
keppinautum. Þrátt fyrir það höfum
við náð að halda góðri markaðs-
hlutdeild en þetta er stöðug barátta.
Það eru erfiðar samkeppnis-
aðstæður, það þrengist stöðugt um
framboðið á íslensku vinnuafli í
framleiðslustörfin og við þurfum að
mæta því með útlendingum. Það sem
er jákvætt við þessar aðstæður er
svo aftur það að það er uppsveifla í
greinum sem tengjast okkar starf-
semi. Aðaláhættan liggur í sveiflum á
gengi krónunnar og aðstæðum í
efnahagsmálum. Það fylgir þessu
starfi aukið stress og áreiti úr ýms-
um áttum,“ segir Bergsteinn en hann
og nokkrir félagar hans leita á náðir
tónlistarinnar til þess að sækja end-
urnýjaða krafta og losa um tökin sem
streitan veldur.
Landslið dægurmenningar
á Selfossi
Bergsteinn er mikill áhugamaður
um dægurmenningu eins og reyndar
allt það sem komið getur samfélag-
inu vel. Hann heldur á lofti merkjum
dægurtónlistarinnar á Selfossi eins
og gert er gagnvart keppn-
isíþróttum.
„Það er staðreynd að Selfoss á
landslið í dægurmenningunni frá
fyrstu tíð,“ segir hann. „Ég nefni
Hljómsveitir Óskars Guðmunds-
sonar, Þorsteins Guðmundsonar,
Gissurarar Geirssonar með Hjördísi
Geirs. Svo áttum við stórhljómsveit-
ina Mána sem sló á ný eftirminnilega
í gegn í Laugardalshöll síðastliðið
sumar á tónleikum Deep Purple.
Margar hljómsveitir urðu til og
störfuðu á Selfossi í kjölfar Mána-
tímabilsins og í dag eigum við Skíta-
móral, Á móti sól, Oxford og vafa-
laust fleiri upprennandi
popphljómsveitir. Djasssöngkonan
Kristjana Stefáns er frá Selfossi og
Einar Bárðar líka, og okkar fólk hef-
ur farið tvisvar eða þrisvar í Evr-
óvisjón. Svo er það einnig athygl-
isvert að báðar stærstu
hljóðkerfaleigur landsins eru í eigu
Selfyssinga og margir rótarar og
hljóðmenn hafa komið héðan.
Við eigum fullt af vel menntuðum
og færum hljóðfæraleikurum sem
hafa spilað úti um allt með frægum
listamönnum,“ segir Bergsteinn og
leggur áherslu á að Selfoss sé í raun
miðpunktur dægurmenningar þó því
hafi ekki verið haldi á lofti sem
skyldi.
Tónlistin sefar hugann
Tónlistarkennsla hefur verið öflug
á Selfossi og áberandi er hversu mik-
il gróska hefur verið á mörgum svið-
um tónlistar, ekki síst í kórastarfi.
„Við höfum gert það núna síðustu
sex árin, fjórir félagar, að koma sam-
an aftur í gamalli popphljómsveit,
Raflosti, sem við vorum í hér áður,
og spilum saman. Öðrum þræði er
þetta tónlistaráhugi en ekki síður
bara það að hittast og eiga góðan fé-
lagskap sem byggist á þessu sameig-
inlega áhugamáli og endurnýjuðum
vinskap. Við höfum gert þetta reglu-
lega og spilað opinberlega tvisvar
sinnum á ári, oft með öðrum hljóm-
sveitum eða undir sérstöku þema.
Við höfum til dæmis verið með sér-
staka Tom Jones-dagskrá með Gísla
Stefánssyni söngvara. Einnig Abba-
dagskrá og núna fyrir stuttu vorum
við með Ragnar Bjarnason með okk-
ur ásamt Jóhanni Stefánssyni
trompetleikara og hljómsveitunum
Logum frá Vestmannaeyjum og Lót-
us frá Selfossi. Þetta var feikilega
gaman og mikil upplifun að vera með
Ragga Bjarna sem var stórkostlegur
á ballinu hjá okkur í Hvíta húsinu
hér á Selfossi. Það er alveg magnað
hvað tónlistin er gefandi, hún er
spennandi en hefur samt sefjandi og
streitulosandi áhrif á mann. Maður
fær mikla slökun út úr því að spila og
hún sefar líka hugann og jafnar and-
lega þáttinn þannig að maður kemur
endurnærður og tvíefldur í vinnuna
daginn eftir æfingar og eftir helg-
arnar þegar við höfum spilað,“ segir
Bergsteinn Einarsson.
Stöðug uppbygging hjá Seti hf. á Selfossi kallar á nýtt athafnasvæði
Framkvæmdastjórinn
losar um streituna í poppinu
Ljósmynd/Ármann Sigurðsson
Á sviðinu Bergsteinn með gítarinn ásamt Ragnari Bjarnasyni í Hvíta hús-
inu á Selfossi. Fyrir aftan er Bragi Sverrisson á trommunum.
Eftir Sigurð Jónsson
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Forstjóri Bergsteinn Einarsson,
framkvæmdastjóri í Seti hf.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Búðardalur | Fjölmennt var á
sumardaginn fyrsta á Dvalarheim-
ilinu Fellsenda þegar tekin var
fyrsta skóflustungan að nýju
hjúkrunarheimili sem byggja á
þar. Var það einn af heimilismönn-
unum, Sigurður Björnsson, sem
tók skóflustunguna og naut við það
aðstoðar þeirra systra Ernu og
Báru Hjaltadætra sem búa á jörð-
inni Fellsenda og hafa verið starfs-
menn heimilisins til fjölmargra
ára. Þá voru fyrirhugaðar fram-
kvæmdir kynntar.
Hjúkrunarheimilið að Fellsenda
var stofnað samkvæmt skipulags-
skrá minningarsjóðs hjónanna
Ólafs Finnssonar og Guðrúnar
Tómasdóttur frá Fellsenda en
sjóðinn stofnaði sonur þeirra hjóna
Finnur Ólafsson, heildsali í
Reykjavík. Samkvæmt skipulags-
skrá skyldi reisa dvalarheimili fyr-
ir aldraða Dalamenn á jörðinni
Fellsenda. Sem og gert var og tek-
ið í notkun 25. apríl 1968. Um 1975
vildu aldraðir Dalamenn ekki búa
á staðnum vegna staðsetningar.
Því var það ár tekið við sjúkling-
um sem komu af geðdeild er lögð
var niður við sjúkrahúsið í Stykk-
ishólmi. Síðan þá hafa aldraðir
geðfatlaðir dvalið á heimilinu og
rýmið verið vel nýtt allan þennan
tíma.
Nýbyggingin verður um 1.500
fermetrar að stærð fyrir 28 heim-
ilismenn en heilbrigðisráðuneytið
hefur samþykkt að fjölga rýmum
úr 17 í 28. Um er að ræða bygg-
ingu sem uppfylla mun ýtrustu
kröfur. Öll herbergi eru einbýli,
með sérbaðherbergi. Eldra hús-
næði verður nýtt sem stoðrými,
meðal annars fyrir skrifstofur,
langtímageymslur, sjúkraþjálfun
og starfsmenn. Með nýju húsi og
stækkun heimilisins fjölgar störf-
um og er framkvæmdin því mikil
lyftistöng fyrir atvinnulíf í Dölum.
Bygging
nýs hjúkr-
unarheim-
ilis hafin
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Fellsendi Sýslumaður Dalasýslu, Anna B. Þráinsdóttir, býður gesti velkomna.
Eftir Helgu H. Ágústsdóttur
Þorlákshöfn | Í sumar mun Skelj-
ungur gera tilraunir með innflutning
á fljótandi tilbúnum áburði í sam-
starfi við nokkra bændur. „Við telj-
um að fljótandi áburður henti á
mörgum stöðum hérlendis,“ sagði
Þorsteinn Guðnason, forstöðumaður
nýsköpunarsviðs Skeljungs sem haf-
ið hefur innflutning á fljótandi
áburði.
Fljótandi áburður hefði marga
kosti, skjótari virkni, betri nýtingu
og dreifing hans væri ekki eins háð
veðri. „Ef prófanir ganga vel í sumar
áformum við að hefja reglulegan inn-
flutning næsta vor,“ sagði Þorsteinn.
Fyrsta farminum var skipað upp í
Þorlákshöfn fyrir skömmu og þaðan
verður honum dreift til bænda á
Suður- og Vesturlandi. Þá var áburði
einnig skipað upp á Húsavík. Um er
að ræða nýjan hágæða fjölkorna-
áburð, Sprett, sem framleiddur er í
Englandi fyrir Skeljung. Átta teg-
undir af áburðinum eru á boðstólum.
Hlutdeild Skeljungs á áburðarmark-
aði verður um 8% en fyrirtækið hef-
ur uppi áform um að auka hlutdeild
sína á þessum markaði.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Uppskipun Fyrsta áburðarfarm-
inum skipað upp í Þorlákshöfn.
Skeljungur hefur
innflutning á áburði
LANDIÐ
NÁM Í DANMÖRKU
Í boði er:
Á ensku og dönsku
•Byggingafræði
•Byggingaiðnfræði
•Markaðshagfræði
Á dönsku
• Veltækni
• Veltæknifræði
• Landmælingar
• Tölvutæknifræði
• Aðgangsnámskeið
• Byggingatæknifræði
• Framleiðslutæknifræði
• Útfl utningstæknifræði
• Félagsfræðingur
Hjá VITUS BERING í Horsens
bjóðum við upp á margvíslega
menntun.
Hafir þú áhuga á að vita meira, komdu
þá á kynningarfund fi mmtudaginn
28. apríl 2005 milli kl. 19 og 21:30
í Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1.
Frá 25. til 30. apríl eru fulltrúar frá Vitus
Bering, Eli Ellendersen og Jørgen Rasmussen
á Hótel Sögu. Hringið í síma 525 9900, leggið
inn skilaboð og við munum hringja tilbaka,
eða hringið beint í Eli í síma +45 60100151.
VITUS BERING DENMARK
CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4
DK-8700 HORSENS
TEL. +45 7625 5000
FAX: +45 7625 5100
EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK.www.vitusbering.dk