Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Almennur félagsfundur Félags
eldri borgara í Reykjavík verður
á Grand Hóteli þriðjudaginn
3. maí frá kl. 13.30-16.30
Dagskrá:
Ávarp - Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra.
Ný stefna í málefnum eldri borgara - Margrét Mar-
geirsdóttir formaður FEB.
Hugleiðing um aldraða og almannatryggingar - Jón
Sæmundur Sigurjónsson skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu.
Kaffihlé.
Kórsöngur - Karlakórinn Eldri Fóstbræður.
Valkostir í búsetumálum eldri borgara - Kynning í
máli og myndum.
Þjónustu- og öryggisíbúðir - Lára Björnsdóttir sviðs-
stjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Sambýli - Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
í Kópavogi.
Hjúkrunarheimili - Anna Birna Jensdóttir forstjóri
hjúkrunarheimilisins Sóltúns.
Íbúðir í fjölbýlishúsum á vegum FEB - Stefanía
Björnsdóttir framkvæmdastjóri FEB.
Íbúða- og þjónustukjarnar - Sigríður Daníelsdóttir
framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu Reykjaness.
Athugið! Skráning fer fram á
skrifstofu félagsins fyrir 29. apríl nk.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Aðgangseyrir 1.400 kr. Innifalið kaffihlaðborð.
NÝTT dagblað, Blaðið, hefur göngu
sína á næstu vikum og verður dreift
ókeypis inn á 80 þúsund heimili og
fyrirtæki í Reykjavík og nágrenni.
Um er að ræða fréttablað í meiri-
hlutaeigu Sigurðar G. Guðjónssonar,
stjórnarformanns útgáfufélagsins
Árs og dags ehf., Karls Garðarsson-
ar, útgefanda blaðsins, og Steins
Kára Ragnarssonar auglýsinga-
stjóra, en saman eiga þeir 51% hlut.
Fjölmiðlafyrirtækið Ár og dagur
ehf. er í eigu tíu einstaklinga og lög-
aðila.
Karl Garðarsson verður
ritstjóri til að byrja með
Ritstjóri verður Karl Garðarsson
til að byrja með en innan skamms
verður ráðinn annar ritstjóri.
Fyrsti útgáfudagur er áætlaður á
tímabilinu 10. til 15. maí og mun
blaðið koma út alla virka daga. Það
verður prentað í Prentsmiðju Árvak-
urs hf. í Hádegismóum en ritstjórn-
arskrifstofa og auglýsingadeild eru
til húsa í Bæjarlind 14–16.
Að sögn Karls Garðarssonar verð-
ur blaðið með daglegar fréttir, inn-
lendar jafnt sem erlendar, auk við-
skiptafrétta, íþrótta og alls sem
viðkemur daglegu lífi. Í blaðinu verð-
ur umfjöllun um mannlíf, heilsu,
hönnun, neytendur, mat, bíla, ferða-
lög og fasteignir svo dæmi séu tekin.
„Þetta verður blað í knappari stíl en
þau blöð sem fyrir eru hérlendis. Í
blaðinu verða stuttar og hnitmiðaðar
fréttir sem ætlað er að höfða til yngri
lesenda,“ segir Karl.
Þess má geta að Blaðið hefur
keypt mánaðartímaritið Orðlaus
sem dreift var til allra kvenna á aldr-
inum 18–25 ára tíu sinnum á ári og
hafa útgefendur tímaritsins gengið
til liðs við Blaðið. Orðlaus verður
áfram gefið út af Blaðinu og tölu-
blöðum fjölgað í tólf á ári.
Stefnt er að því að blaðið verði 32
til 40 síður daglega en prent- og
dreifingarsamningar gera ráð fyrir
möguleika á stækkun blaðsins síðar
meir.
Ekki eðlilegt að
eigandi ritstýri dagblaði
Karl Garðarsson segist munu
fylgja blaðinu úr hlaði sem ritstjóri
en leggur áherslu á að ritstjóraseta
sín verði skammvinn.
„Ég mun ekki vera rit-
stjóri lengi því það er
ekki eðlilegt að eigandi dagblaðs sé
ritstjóri þess,“ segir hann. „Ég mun
því ýta blaðinu úr vör og fá síðan
annan ritstjóra.“ Ekki er ljóst hver
verður ráðinn framtíðarritstjóri
blaðsins en af öðrum starfsmanna-
málum er það að segja að þegar hafa
verið ráðnir sex til sjö blaðamenn og
sjö til átta auglýsingasölumenn. Til
að byrja með verður tíu til tólf
manna ritstjórn en gert er ráð fyrir
að 25–30 manns muni starfa á skrif-
stofum blaðsins.
Unnið hefur verið að
undirbúningi blaðsins
frá því í haust. Sigurður
G. Guðjónsson segir aðstandendur
blaðsins hafa metið dagblaðamark-
aðinn svo að pláss sé fyrir frjálst og
óháð dagblað. „Viðtökur auglýsenda
sýna okkur að það er enn til auglýs-
ingafé fyrir frían fjölmiðil,“ segir
hann. „Við höfum fengið gríðarlega
góðar viðtökur og erum þegar komn-
ir fram úr því sem við reiknuðum
með, þótt við séum ekki enn farnir að
sýna blaðið. Við erum því mjög bjart-
sýnir, enda hafa allar áætlanir okkar
gengið upp.“
Áformað að nýtt dagblað, Blaðið, hefji göngu sína í byrjun maí
Eigendur boða knappan
fréttastíl í nýju fríblaði
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurður G. Guðjónsson, Karl Garðarsson og Steinn Kári Ragnarsson á skrifstofu Blaðsins.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
GJÖRNINGAKLÚBBURINN –
The Icelandic Love Corporation,
flytur í kvöld þriggja tíma gjörn-
ing í Schirn Kunsthalle í Frank-
furt í Þýskalandi, en gjörning-
urinn er framlag safnsins til
safnanætur í Frankfurt, en þá
eru söfn borgarinnar opin til
miðnættis.
Schirn Kunsthalle er eitt virt-
asta nútímalistasafn Þýskalands,
en þetta er í annað sinn sem ís-
lenskir listamenn sýna þar, Ólaf-
ur Elíasson hefur áður sýnt þar
innsetningu.
Ævintýri um sköpun,
vald, niðurrif og fögnuð
Gjörningaklúbbinn skipa þrjár
myndlistarkonur, þær Eirún Sig-
urðardóttir, Jóní Jónsdóttir og
Sigrún Hrólfsdóttir.
Að þessu sinni frumflytja þær
nýtt verk sem nefnist Creation –
Corruption – Celebration. Gjörn-
ingurinn er þriggja tíma ævintýri
sem fjallar um sköpun, vald, nið-
urrif og fögnuð. „Við tökum hluti
sem eru í kringum okkur bæði
nálægt okkur, eins og á heimilum
okkar, – og líka úti í heimi, og
gerum úr þeim mynd í gjörningi,
– einhvers konar hreyfimynd,“
segir Jóní, aðspurð hvað gert
verði í kvöld.
„Við skiptum verkinu niður í
nokkra þætti, sem hefjast með
undirbúningi okkar, áður en við
byggjum upp rífandi stemmningu
sem við rífum svo niður. Við
fögnum svo öllu heila klabbinu í
lokin.“
Í verkið notar Klúbburinn
meðal annars marengs, og hrafn-
inn, slægi og glysgjarni kemur
einnig við sögu, en hann hefur
snert menn með margvíslegum
hætti í gegnum tíðina. „Við erum
líka búnar að búa til okkar eigin
gjaldmiðil; peningar eru nokkuð
sem allir þurfa og þeir stjórna
heiminum. Við erum því að taka
okkur smá vald í hendur með því
að búa til okkar eigin peninga.
Græðgin er líka allt í kringum
okkur og við upphefjum hana og
valdið áður en við brjótum það
niður.“
Öðrum verkum
bregður fyrir
Í gjörningnum bregður einnig
fyrir öðrum verkum klúbbsins,
svo sem Sirkustjaldi fyrir tvo,
Heklaðri grímu, og Pípuhöttum
Gjörningaklúbbsins.
Gjörningaklúbburinn sýnir á Safnanótt í Frankfurt í kvöld
Upphefjum valdið og
brjótum það niður
3.000 ILC seðill, nýstraujaður úr peningafabrikku Gjörningaklúbbsins.
www.ilc.is
www.shirnkunsthalle.de
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA
(ESA) hefur sent íslenskum
stjórnvöldum rökstutt álit þess
efnis, að Ísland hafi gert ráðstaf-
anir til að framfylgja vinnutíma-
tilskipun Evrópusambandsins
varðandi hvíldartíma unglækna.
Samkvæmt tilskipuninni áttu
EFTA-ríkin að tryggja að ákvæði
tilskipunarinnar varðandi ung-
lækna tækju gildi ekki síðar en 1.
ágúst á síðasta ári.
Í tilkynningu frá ESA segir, að
ýmis starfsemi, svo sem flutningar
á vegum, í lofti og sjó, fiskveiðar,
önnur störf á sjó og vinna ung-
lækna, hafi verið undanskilin í
vinnutímatilskipun Evrópusam-
bandsins þar sem kveðið er á um
lágmarksöryggiskröfur, hvíldar-
tíma og hámarksvinnutíma. Til-
skipun sem samþykkt var árið
2000 hafi hins vegar kveðið á um
að vinnutímatilskipunin yrði út-
víkkuð þannig að umrædd starf-
semi félli undir hana.
Áttu að skila áætlun
í ágúst á síðasta ári
EFTA-ríkin hafi átt að skila
áætlun um staðfestingu reglugerð-
arinnar í síðasta lagi 1. ágúst 2004.
ESA hafi ekki fengið neinar upp-
lýsingar frá Íslandi um að gripið
hafi verið til slíkra ráðstafana.
Fram kemur að rökstuddu áliti
sé ætlað að gefa ríkjum síðasta
tækifærið til að grípa til ráðstaf-
ana áður en máli sé vísað til
EFTA-dómstólsins. Hafi Ísland
tveggja mánaða frest til að grípa
til viðeigandi ráðstafana í málinu.
Engar upp-
lýsingar
fengið
frá Íslandi
ESA veitir Íslandi
tveggja mánaða frest
vegna vinnutíma
unglækna