Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 14

Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 14
14 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Heilsa á sunnudegi ÚR VERINU UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að landlækni hafi borið að leggja sjálf- stætt mat á það hvort handskrifuð og ólæsileg sjúkraskrá sjúklings, upp á 130 blaðsíður, hefði samrýmst reglum um sjúkraskrár. Teldi emb- ættið svo ekki vera hefði því borið að gera ráðstafanir gagnvart umrædd- um geðlækni í samræmi við vald- heimildir, m.a. hvort tilefni væri til að áminna lækninn samkvæmt heimild í læknalögum. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til heilbrigðisráðu- neytisins að taka mál sjúklingsins fyrir að nýju óski hann þess. Sjúklingurinn kvartaði yfir ákvörðun landlæknisembættisins, sem staðfest var af heilbrigðisráðu- neytinu, um að veita honum ekki at- beina sinn til þess að fá læsilegt afrit af sjúkraskrá hans, sem hafði verið færð af sjálfstætt starfandi geðlækni á árunum 1995–2002. Gerði sjúkling- urinn athugasemdir við að stjórnvöld hefðu ekki beitt eftirlitsheimildum sínum til að hann fengi sjúkraskrána afhenta „á læsilegu og skýru íslensku máli“, í samræmi við rétt hans sam- kvæmt lögum um réttindi sjúklinga. Var hótað áminningu Hafði geðlæknirinn í bréfi til sjúk- lingsins lýst því að sjúkraskráin væri 130 handskrifaðar blaðsíður sem gætu verið torlesnar þeim sem væru óvanir skrift hans. Eftir miklar bréfaskriftir fram og til baka, þar sem læknirinn neitaði í fyrstu að af- henda sjúkraskrána, fékk sjúklingur- inn loks afrit, sem hann taldi með öllu ólæsilegt. Hafði landlæknir þá sent geðlækninum bréf og minnt á úrræði sín til formlegrar áminningar, léti hann gögnin ekki af hendi. Eftir að læknirinn hafði látið sjúkraskrána af hendi leit embætti landlæknis svo á að læknirinn hefði uppfyllt lagalegar skyldur sínar og taldi meðferð sinni á málinu þar með lokið. Hafði sjúkling- urinn þá hafnað því boði læknisins að fara munnlega yfir efni sjúkraskrár- innar og útskýra hana. Embætti landlæknis taldi sig hins vegar ekki hafa heimild til að skylda lækninn til að vélrita sjúkraskrána í heild. Var þessi niðurstaða landlæknis kærð til heilbrigðisráðuneytisins, sem staðfesti hana í júní í fyrra. Þar segir m.a. að ekki sé að finna ákvæði í lögum um að sjúkraskrá skuli vera vélrituð eða tölvufærð. Síðan kemst ráðuneytið svo að orði: „Hvað varðar það hvort sjúkra- skrá sé læsileg bendir ráðuneytið á að rithönd manna er afar mismun- andi og einnig getur mat á því hvort rithönd sé læsileg verið misjafnt.“ Lagaleg skylda hvíldi á landlækni Umboðsmaður tekur fram í áliti sínu að ekki verði fullyrt að land- læknir hafi lagalega heimild til að skylda lækni til að gera nauðsynlegar lagfæringar á sjúkraskrá sem að mati landlæknis fullnægi ekki efnis- kröfum reglugerðar um sjúkraskrár, nr. 227/1991. Hins vegar hafi hvílt sú lagalega skylda á landlækni að leggja mat á það hvort læknirinn hafi fært sjúkraskrána þannig að kröfum væri fullnægt. Telur umboðsmaður sem fyrr segir að landlæknisembættinu hafi borið að leggja sjálfstætt mat á hvort sjúkraskráin samrýmdist reglum. Deilt um handskrifaða og ólæsilega sjúkraskrá Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemd við málsmeðferð landlæknis Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is LÖGMAÐUR sjúklingsins krafði embætti landlæknis svara um hvort sjúkraskráin væri með læsilegri handskrift. Embættið svaraði og í því bréfi sagði meðal annars: „Að mati undirritaðs er hand- skrift læknisins ekki nema í með- allagi læsileg. Fyrir koma orð og tákn sem erfitt er að túlka. Hið sama gildir um annan lækni, sem starfar innan embættisins og fenginn var til að reyna að lesa textann með sam- þykki A [sjúklingsins]. Það torveldar lesturinn að talsvert er um skamm- stafanir og færslur bera með sér að hér er frekar um að ræða minn- ispunkta en glögga sjúkraskrá með eiginlegri meðferðaráætlun. Sam- antekið verður að segjast að erfitt er fyrir utanaðkomandi að fá heild- armynd af sjúkdómsferlinum við lestur sjúkraskrárinnar.“ Landlækni fannst sjúkra- skráin torskilin  Meira á mbl.is/itarefni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Iceland Seafood International um að felld verði úr gildi sú ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík að hafna kröfu fyrirtækis- ins um lögbann á að fyrrverandi starfsmaður þess hæfi störf hjá öðru fyrirtæki, Seafood Union. Ennfremur hafnaði dómurinn kröfu ISI um að ógilda þá ákvörðun sýslumanns að hafna kröfum um lögbann á að starfs- maðurinn nýtti sér atvinnuleyndar- mál og trúnaðarupplýsingar. Sýslumaðurinn í Reykjavík sam- þykkti í janúar lögbannskröfu á hend- ur fjórum af fimm fyrrum starfs- mönnum SÍF/ISI sem sögðu upp störfum fyrir áramót og stofnuðu Seafood Union, sem ætlað var að fara í beina samkeppni við SÍF og Iceland Seafood International. Kröfu um lög- bann á einn starfsmann var hafnað og sagði SÍF að vegna tæknilegra atriða hafi sýslumaður ekki talið ráðlegt að leggja lögbann á störf hans. Var þeirri niðurstöðu vísað til héraðs- dóms. Í úrskurði hans segir m.a. að sóknaraðili, ISI, leiti eftir því að fá sett lögbann á störf starfsmannsins fyrir Seafood Union, en hafi ekki lagt fyrir dóminn nein gögn, „önnur en eigin fullyrðingu, sem sanna eða gera líklegt að varnaraðili starfi eða hyggi á störf fyrir þetta fyrirtæki“. Því sé ekkert tilefni til lögbanns. ISI var gert að greiða starfsmann- inum fyrrverandi 100.000 krónur í málskostnað. Arngrímur Ísberg, hér- aðsdómari, kvað upp dóminn. Lögbannskröfu ISI hafnað „ÞETTA voru fimm tonn í átta trossur í dag. Það er svona þokkalegt, en við lögðum netin í norðurkantinum og úti á Hryggnum hér í Fló- anum,“ sagði Ragnar Óli Ragnarsson, stýri- maður á Aðalbjörgu RE, í gær. Þorskveiðibanninu, fæðingarorlofi þorsks- ins, lauk í gær og máttu bátarnir þá leggja netin. Ragnar Óli sagði að þetta væri ágætis fiskur, svona fimm til sjö kíló á þyngd, en stærsti fiskurinn sæist ekki. Hann væri lík- lega farinn eitthvert annað, en minnkun möskvans úr níu tommum í átta hefði líka sitt að segja. „Þetta er búið að vera ágætis vertíð, aflinn orðinn um 250 tonn, mun betri en í fyrra. Það hefur ekki vantað fiskinn, frekar kvóta og fólk til að vinna fiskinn. Við gætum fiskað miklu meira ef vinnslan gæti tekið á móti því. Það er orðið þannig að það fæst enginn til að vinna í fiski. Líklega hefur sjávarútvegurinn setið eftir í launaskriðinu, en fólk virðist taka flest eða allt fram yfir fiskinn,“ segir Ragnar Óli. Þorskurinn af Aðalbjörgu og systurskipi hennar Aðalbjörgu II er allur saltaður hjá fyrirtækinu í landi, en annar fiskur fer á markað. Vantar ekki fisk heldur fólk í vinnu Morgunblaðið/Sverrir Löndun Aðalbjörg RE kom með fimm tonn af fiski að landi í gær úr fyrsta róðri eftir þorsk- veiðibann. ÁRLEGU netaralli Hafrannsóknastofnunar er nú að ljúka, en það er liður í stofnmæl- ingum botnfiska. Aflinn í rallinu hefur verið svipaður á heildina litið og á síðasta ári. Um er að ræða sjö afmörkuð svæði og eru netin lögð á sama stað ár eftir ár til að fá samanburð frá ári til árs. Það er helmingur trossa sem eru lögð í sama stæði ár eftir ár, og fyrir hverja þeirra hefur skipstjóri aðra trossu sem hann má leggja, en þó innan fjög- urra mílna radíuss frá þeirri föstu. Er þá verið að kanna fiskigengd, stærð, aldurssamsetningu og aðra þætti. Rallinu er lokið á norðvestursvæði, það er á Húnaflóa og við Strandir, einnig er lokið við Vest- mannaeyjar, á Breiðafirði, Faxaflóa og á Sel- vogsbanka. Um helgina lýkur svo rallinu við Hornafjörð og við Norðausturland. Afli nú var heldur meiri á Faxaflóa, svip- aður á Breiðafirði, tregari við Eyjar og svip- aður á Selvogsbanka og á norðvestursvæðinu. Á norðaustursvæðinu er aflinn búinn að vera mun minni en í fyrra, en svipað sem af er á Hornafjarðarsvæðinu. Rallinu lýkur um helgina. Mikill afli hjá Þórsnesinu Þá er umtalsverð merking á fiski tengd netarallinu, en er þó í flestum tilfellum utan við rallið sjálft. Þórsnes II SH var einn bátanna, sem tók þátt í hvorutveggja og þeg- ar netin voru lögð vegna merkinga, hljóp heldur betur á snærið hjá þeim, því þeir fengu 40 tonn í einni lögn út af Sandgerði. Það virðist því ljóst að mikið af fiski hafi ver- ið þar á ferðinni. Svipaður afli í netaralli SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur keypt kvóta Vísis á Djúpavogi í íslenzku sum- argotssíldinni og norsk-íslenzku síldinni. Greitt var fyrir síldina með heimildum í þorski. Um er að ræða 1,5% af heildarúthlutun í norsk-íslenzku síldinni eða 2.200 tonn miðað við úthlutun nú og fjóra kvóta í íslenzku síld- inni en hver kvóti á yfirstandandi fiskveiðiári er 1.220 tonn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri SVN, segir að með þessu sé verið að bregðast við breytingum á rekstrarumhverfi og til að styrkja landvinnslu á uppsjávarfiski. Þá er að leita leiða til að auka veiðar á ísfiski og jafn- framt auka vinnslu á ýsu og ufsa í landi. Á hinn bóginn verður dregið úr vinnslu á þorski. Greiða fyrir síld með þorski

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.