Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 39 MINNINGAR ✝ Davíð JóhannesHelgason fæddist á Geitagili í Örlygs- höfn 29. maí 1930. Hann lést á heimili sínu í Vestmannaeyj- um 8. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helgi Sigurvin Einarsson bóndi á Geitagili, f. 16. sept. 1895, d. 25. maí 1988, og Guðmunda Helga Guðmundsdóttir, f. 31. okt. 1898, d. 7. sept. 1945. Systkini Davíðs eru Ingi, f. 30. okt. 1919, d. 5. des. 1943; Ein- ar Ingimar, búfræðingur og bóndi á Snæfellsnesi, f. 11. ágúst 1926, d. 21. nóv. 1999; og Helga, húsmóðir og fyrrv. kennari á Akranesi f. 4. júní 1928. Davíð kvæntist 15. maí 1954 Brynju Sigurðardóttur frá Hæli í Vestmannaeyjum, f. 20. júní 1934. Börn þeirra eru Anna, f. 17. ágúst 1955, gift Friðgeiri Þór Þorgeirssyni, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; Sigurður, f. 15. jan. 1958, kona hans er Hjördís H. Frið- jónsdóttir, börn hans eru tvö og stjúpbörn þrjú; Helga, f. 22. sept. 1960, hún á þrjú börn; Hugrún, f. 22. júní 1963, gift Guðmundi K. Berg- mann, þau eiga þrjú börn; Jóhann Ingi, f. 21. des. 1970, kvæntur Steinunni Hebu Finnsdóttur, þau eiga tvö börn. Útför Davíðs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi er látinn. Það er sannarlega margt sem rifjast upp. Í æsku munum við vart eftir hon- um öðruvísi en í vinnu. Í fyrstu stundaði hann sjóinn með land- vinnslu en lengst af vann hann sem verkamaður og fiskmatsmaður í Fiskiðjunni í Eyjum. Í þá tíð voru gjarnan langar og strangar vertíðir í Eyjum og unnið myrkranna á milli. Til marks um það gerðist það eitt sinn á páskadag að pabbi brá sér í sparifötin. Sá stysti á heim- ilinu hleypur þá til mömmu sinnar og hrópar: „Mamma, mamma! Eru komin jól? Pabbi er kominn í spari- fötin!“ Pabbi var ávallt vel liðinn í vinnu og reyndar hvar sem hann fór, ósérhlífinn, trúr sínum og traustur og gerði þá sömu kröfu til annarra. Og jafnvel þótt hann hafi ekki haft mikinn tíma fyrir börnin á þessum árum fengu þau og barnabörnin þeim mun meira að njóta hans síðar. Alltaf var stutt í glettnina. Pabbi lauk skólagöngu sinni fjór- tán ára gamall. Engu að síður var hann afar vel lesinn og fróður. Ekki að hann væri að flíka því en ef hann var spurður mátti treysta því að hann hefði svar á reiðum höndum og að það væri rétt. Pabbi var rólegur í fasi, skipti vart skapi og bar ekki tilfinningar sínar á torg þrátt fyrir áföll í lífi sínu. Hann missti móður sína ungur og lenti í alvarlegu sjóslysi 1952 þegar mb. Veiga fórst. Þar missti hann tvo félaga sína í greipar Ægis og komst í hann krappan. Það var auðséð að pabbi var trúaður mað- ur. Árið 1996 fékk pabbi hjartaáfall og gekkst undir mikla aðgerð. Var honum tjáð að hann yrði aldrei aft- ur vinnufær. En karlinn var kom- inn í síldina hálfu ári síðar og gat síðan sagt upp vinnu sinni með reisn og farið á eftirlaun. Það var honum kappsmál. Áhyggjur okkar af því hvernig pabba reiddi af án vinnunnar reyndust ekki á rökum reistar þar sem hann naut frítím- ans sem aldrei fyrr. Hann og mamma ferðuðust mikið um landið en skemmtilegast fannst honum að heimsækja gömlu sveitina sína í Örlygshöfn. Þá naut hann sín og lék á als oddi. Aðeins einu sinni komst pabbi út fyrir landsteinana og þá í vinnuferð til Portúgals að meta saltfisk. Þar dvaldist hann í einn mánuð og undi sér ágætlega en taldi nóg komið af utanlands- ferðum þegar heim var komið og stóð við það. Seinni árin fór pabbi í göngutúra um eyjuna á hverjum degi og iðk- aði sund. Var haft á orði hversu hress hann væri og léttur á sér. Úti á eyju fylgdist hann með sauð- burði og fuglunum eins og hann var vanur í sveitinni í æsku. Þess á milli hnýtti hann á tauma sér til dundurs eða pússaði bílinn. Pabbi og mamma áttu saman góð ár og hann var stoð og stytta mömmu í veikindum hennar og vildi allt fyrir hana gera. Hún saknar hans sárt eftir meira en 50 ára hjúskap eins og við öll. Blessuð sé minning pabba. Börnin. Það er sorg í hjarta mér, tengda- faðir minn er dáinn. Elskulegri og þægilegri mann er vart hægt að hugsa sér. Við fyrstu kynni mín af Davíð birtist mér fallegur, hæv- erskur og einstaklega góðlegur maður og nánari kynni staðfestu þetta og gott betur. Það fór ekki mikið fyrir Davíð en nærvera hans var alltaf jafngóð. Þær eru ljúfar minningar mínar úr fallegu stof- unni þeirra Davíðs og Brynju þar sem við Siggi sátum og spjölluðum við þau hjónin um allt milli himins og jarðar. Einnig var tekið í spil og spiluð vist, alvaran var ekki mikil í spilamennskunni en þeim mun meira var hlegið. Ég bæði vissi og fann hve mikils virði það var þeim að fá börnin og fjölskyldur þeirra í heimsókn. Ferðirnar um landið með tengdaforeldrum mínum voru í senn skemmtilegar og fræðandi því ekki var komið að tómum kof- anum þar sem Davíð var annars vegar. Þó að tengdafaðir minn væri hljóðlátur maður að eðlisfari var hann óspar á hnyttin tilsvör og at- hugasemdir, fullar af glettni og væntumþykju, sem nutu sín hvað best í samskiptum þeirra hjóna og vöktu oft mikla kátínu hjá fjöl- skyldunni. Það er gæfa að hafa átt eins góð- an tengdaföður og ég og fyrir það verð ég ævinlega þakklát en sökn- uðurinn er sár. Hjördís H. Friðjónsdóttir. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Það bjóst enginn við því að þú yrðir kallaður frá okkur svona snögglega. Þú sem varst allt- af svo hraustur og hress. Það brást ekki að þegar maður kom til Eyja sá maður þig á göngu úti um alla eyju. Eyjuna sem þér líkaði svo vel við. Við náðum alltaf svo vel saman í áhugamálum okkar og þú gafst þér alltaf tíma til að sinna mér sem peyja. Nú þegar það er komið að því að kveðja hrannast minning- arnar um samverustundir okkar upp. Ég hlakkaði alltaf til vorsins þegar það kom að því að setja nið- ur kartöflur í garðinum suður á eyju og að fylgjast með því hvort æðarkollan okkar kæmi ekki til að verpa á gamla staðnum sínum. Ég held að sá árstími hafi líka verið í miklu uppáhaldi hjá þér. Morgun- inn sem við náðum að sjá ungana hjá kollunni í fyrsta skipti er mér ógleymanlegur. Það var búið að fara margar ferðir á hverju sumri til að fylgjast með henni en alltaf hafði henni tekist að fara með ung- ana til sjós áður en við sáum þá, að undanskildu þessu sumri. Þú komst að ná í mig snemma morg- uns áður en þú fórst í vinnu og við keyrðum suður á eyju. Þetta var fallegur morgunn og eyjan skartaði sínu fegursta. Æðarkollan var búin að unga út öllum ungunum sínum og sýndi okkur þá stolt. Þú varst mikið náttúrubarn og smitaðir mig af áhuga þínum á náttúrunni í Eyj- um og kenndir mér að njóta henn- ar. Ég hugsa oft til sumarfrísins sem við áttum á Vestfjörðunum, þínum heimahögum. Þú hafðir svo gaman af því að sýna okkur stað- inn sem þú ólst upp á og segja okk- ur frá lífinu í Örlygshöfn. Það var gaman að kynnast þínum heima- högum og leiðir okkar eiga örugg- lega eftir að liggja þangað í fram- tíðinni til að rifja upp liðna tíma. Ég þakka fyrir að þú náðir að verða langafi og að kynnast þínum fyrstu barnabarnabörnum. Þau veittu þér auðsjáanlega mikla gleði og þú ljómaðir allur þegar þú sást þau og þau voru fljót að hænast að þér. Anna Brynja og Breki eiga eftir að fá að heyra sögur af þér afi minn og þú átt eftir að lifa í minn- ingu þeirra eins og okkar allra. Góði Guð ég þakka þér fyrir all- ar þær samverustundir sem ég fékk með honum afa mínum. Ég leit alltaf upp til hans og var stolt- ur af að bera sama nafn og hann. Hann auðgaði líf mitt og gerði mig að betri manni. Nú hugga ég mig við það að vita af honum afa mín- um hjá þér og ylja mér við minn- ingarnar. Við Bryndís og Anna Brynja biðjum þig að vaka yfir henni ömmu minni og styrkja hana í missi sínum. Ástarkveðja, Davíð. Elski afi í Eyjum. Um páskana var ég í heimsókn hjá þér og ömmu og það var rosa- lega gaman eins og alltaf. Við spil- uðum og spiluðum og þá aðallega rússa sem þú hafðir kennt mér í hvert sinn sem ég kom til þín í heimsókn því ég var alltaf búinn að gleyma hvernig maður ætti að spila hann. Það var svo gott að spila við þig því þú varst svo rólegur og svo vorum við líka svo jöfn, unnum allt- af hvort annað til skiptis. Það var alltaf jafn gaman að hitta þig og man ég vel eftir því þegar við fór- um á staðinn sem þú áttir heima á þegar þú varst lítill. Ég gleymi því aldrei þegar þú og Frikki björguðu andarunganum sem bjó í hreiðri í garðinum hjá sumarbústaðnum sem við vorum í. Það verður skrítið næst þegar ég kem til Eyja að þú verður ekki á bryggjunni að sækja mig. Afi minn, ég á margar góðar minningar um þig. Guð geymi þig, þín Birta Rún. Elsku afi og langafi, mikið er sárt að vita til þess að þú ert farinn frá okkur. Við söknum þín sárt, takk fyrir allar góðu stundirnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Kveðja Guðrún Lilja og Breki. DAVÍÐ JÓHANNES HELGASON Innilegar þakkir til allra, þeirra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS G. GÚSTAVSSONAR húsasmíðameistara, Hraunbæ 1. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfs- fólki krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun. Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir, Þorkell Bergsson, Arnbjörg Sigríður Ingólfsdóttir, Gísli Björn Ingólfsson, Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir, afabörn og langafabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR frá Mjóeyri, Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Rósa Kjartansdóttir, Þorsteinn Sigfússon, Jónbjörg Kjartansdóttir, Ásbjörn Sigurðsson, Sigurveig M. Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR frá Suður-Vík. Starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar þökkum við góða umönnun, alúð og umhyggju. Matthildur Ólafsdóttir Valfells, Ágúst Valfells, Sigríður Ásgeirsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Vigfús Ásgeirsson, Ólafur Ásgeirsson og systkinabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ODDNÝ HANSÍNA RUNÓLFSDÓTTIR, er lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum fimmtudaginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.00. Friðrik Jósepsson, Kristín Árdal, Oddný og María. Innilegt þakklæti til allra sem heiðruðu minningu ERLENDAR SIGMUNDSSONAR og sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall hans. Starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík er þökkuð einstök alúð og umönnun. Margrét Erlendsdóttir, Helgi Hafliðason, Álfhildur Erlendsdóttir, Eymundur Þór Runólfsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.