Morgunblaðið - 23.04.2005, Síða 10
Ný 2.700 fermetra verslunar- og þjónustumiðstöð var opnuð á Reyðarfirði í gær
Reyðarfjörður | Glæsileg opn-
unarhátíð var haldin í gær þegar
Molinn, ný verslunar- og þjónustu-
miðstöð, var opnuð á Reyðarfirði.
Klipptu þeir Guðmundur Bjarna-
son bæjarstjóri og Smári Geirs-
son, forseti bæjarstjórnar, á borða
og léku nemendur Tónskóla Eski-
fjarðar og Reyðarfjarðar fyrir
gesti.
Boðið var upp á tíu metra langa
súkkulaðitertu sem gestir gerðu
góð skil, en áætla má að rúmlega
þúsund manns hafi komið í Mol-
ann fyrsta daginn. Voru ýmis opn-
unartilboð í gangi og gestahapp-
drætti þar sem vinningar voru úr
nýjum verslunum miðstöðvarinnar.
Samtals er húsnæðið 2.700 fer-
metrar og er það talið rúmgott og
glæsilegt. Er húsnæðið í eigu
Fasteignafélagsins Smáragarðs,
en það fyrirtæki er hluti af Nor-
vikur-samstæðunni sem meðal
annars á og rekur BYKO-
verslanirnar. Er byggingaraðili
ÍAV.
Nú þegar hafa verið opnaðar í
miðstöðinni matvöruverslunin
Krónan, tískuverslunin Pex og
sport og veiðivöruverslunin Veiði-
flugan. Á næstunni koma inn
Lyfja og Landsbankinn og síðan
verslunin ÁTVR, auk þess sem
Verkfræðistofan Hönnun hf. og
Fjarðabyggð verða með skrif-
stofur í miðstöðinni.
Sjálfsafgreiðslubakarí
Er verslun Krónunnar um 700
fermetrar. Þar er boðið upp á fjöl-
breytt úrval af matvöru og bús-
áhöldum og einnig er þar svokall-
að sjálfsafgreiðslubakarí, þar sem
bakað er á staðnum. Versl-
unarstjóri er Jónatan Már Sig-
urjónsson.
Hjá Veiðiflugunni er lögð
áhersla á fjölbreyttan útifatnað
s.s. 66°N, Puma, Regatta, LOOP,
Scarpa o.fl. Einnig er mjög gott
úrval af veiðivörum frá Sako,
Tikka og Remington. Í búðinni er
auk þess að finna sérstaka golf-
deild með flest það sem golfiðk-
endur þurfa. Verslunarstjóri er
Björgvin Pálsson.
Tískuverslunin Pex leggur mikla
áherslu á glæsilegan fatnað, m.a.
Hummel-línuna í fatnaði og ýmsa
fylgihluti, Ecco- og Blend-skó og
flottustu línur í fótboltaskóm.
Verslunarstjóri er Steinunn Sig-
urðardóttir.
Fjölmenn opnunarhátíð í Molanum
Morgunblaðið/Hallfríður
Víglundur Gunnarsson, eigandi Pex, Kristinn V. Jóhannsson, SÚN-Veiðiflugan, Hróar Björnsson, rekstrarstjóri
Krónukeðjunnar, og Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smáragarðs, við opnun Molans í gær.
10 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Winnipeg | Varanleg sýning um
vestur-íslenska íshokkíliðið Fálk-
ana, the Winnipeg Falcons, var
opnuð í nýju MTS-íþrótta- og sýn-
ingarhöllinni í Winnipeg að við-
stöddu miklu fjölmenni.
MTS-höllin var formlega vígð í
vetur. Hún er í miðbæ Winnipeg
þar sem stórverslun Eaton’s var áð-
ur og er gert ráð fyrir að um millj-
ón manns heimsæki hana árlega.
Signý Eaton, sem var af íslenskum
ættum, var eiginkona Johns Davids,
fyrrverandi stjórnarformanns fjöl-
skyldufyrirtækisins sem afi hans,
Timothy Eaton, stofnaði. Signý hélt
íslenskri arfleifð hátt á lofti og nú
hafa Fálkarnir tekið við hlutverkinu
sunnan megin við Portage Avenue.
Íshokkí varð ólympíuíþrótt 1920.
Fálkarnir tryggðu sér rétt til að
keppa fyrir hönd Kanada í Ant-
werpen í Belgíu fyrir um 85 árum
og urðu fyrstu Ólympíumeistararn-
ir í greininni. Allir leikmenn liðsins
nema einn voru af íslenskum ættum
og þeim var fagnað sem þjóðhetjum
við komuna til Kanada eftir sig-
urinn.
Fyrir fjórum árum átti að ganga
framhjá Fálkunum þegar Kanada
ætlaði að minnast fyrrverandi
meistara á Vetrarólympíuleikunum
í Salt Lake 2002. Forystumenn ís-
lensk-kanadíska samfélagsins
brugðust við með mikilli baráttu
fyrir stöðu Fálkanna í sögunni og
svo fór að íshokkíyfirvöld játuðu yf-
irsjón sína og gerðu Fálkunum hátt
undir höfði á leikunum í Utah.
Staða Fálkanna styrkist
Síðan hefur staða Fálkanna
styrkst og í haust sem leið var
stofnuð nefnd til að koma varan-
legri sýningu um Fálkana á lagg-
irnar. Við veggsvæði sem úthutað
var á jarðhæð hallarinnar gegnt
myndum af þeim íshokkíleikmönn-
um sem hafa verið teknir inn í
frægðarsetur Manitoba (Manitoba
Hockey Hall of Fame) hefur verið
haganlega fyrir komið liðsmynd af
Fálkunum, ágripi af sögu þeirra,
upplýsingum um meistarana og
stjórnendur þeirra, búningum,
blaðaúrklippum og eftirlíkingum af
gullverðlaununum.
Gary Doer, forsætisráðherra
Manitoba, Mark Chipman,
framkvæmdastjóri Hallarinnar, og
Dan Johnson, formaður fram-
kvæmdanefndarinnar the Falcons
Forever Exhibit Campaign, afhjúp-
uðu verkið og séra Ingþór Ísfeld
blessaði sýninguna.
Fálkarnir fyrir
allra augum
Morgunblaðið/Steinþór
Dan Johnson fyrir framan sýningarsvæðið í MTS-höllinni í Winnipeg.
FIMLEIKAFÉLAG Hafnarfjarðar
tók á dögunum í notkun nýtt knatt-
hús í Kaplakrika sem fengið hefur
nafnið Risinn. Húsið er tæpir 3.000
fermetrar að flatarmáli með 45x66
metra gervigrasvelli.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri fluttu ávörp í
tilefni af vígslu hússins, en það kom
í hlut Björgólfs Guðmundssonar,
stjórnarformanns Landsbankans,
að tilkynna um nafn hússins fyrir
hönd styrktaraðila þess, sem eru
Actavis, Eimskip og Landsbankinn.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður
hlutafélagsins FH-knatthús, sagði
nýja knatthúsið vera byltingu fyrir
starfsemi knattspyrnudeildar FH,
enda gætu knattspyrnumenn nú
stundað æfingar við mun betri skil-
yrði en áður, óháð veðri.
Allt hafnfirskir
verktakar utan einn
Framkvæmdir við Risann hófust
15. október sl. en tafir urðu á jarð-
vinnu vegna flutnings hitaveituæðar
sem lá um byggingarstaðinn og
vegna óhagstæðra veðurskilyrða.
Lokið var við grunn hússins í mars
og var þá hafist handa við að reisa
sjálft húsið.
Helstu verktakar við byggingu
hússins voru Fjarðargrjót, sem sá
um jarðvinnu, Fjarðarmót, sem sá
um mótasmíði og steypuvinnu, Suð-
urlist, sem sá um að reisa húsið
ásamt fulltrúum frá framleiðanda,
Gaflarar, sem sáu um raflagnir, og
Sport-Tæki, sem lögðu gervigrasið.
Þess má geta að allir verktakarnir
utan sá síðast taldi eru hafnfirskir,
skv. upplýsingum frá forsvarsmönn-
um knatthússins. Húsið er keypt frá
Finnlandi en klæðningin er fram-
leidd af Ferrari í Frakklandi.
Fyrsti formlegi kappleikurinn í
Risanum verður í dag, á Þóris-
mótinu svonefnda sem stendur til
morguns, í minningu Þóris Jóns-
sonar, fyrrverandi formanns knatt-
spyrnudeildar FH, sem lést af slys-
förum í fyrra.
FH tekur knatthúsið
Risann í notkun
Morgunblaðið/Árni Torfason
Það kom í hlut Björgólfs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsbankans, að ljóstra upp um nafn hússins.
Fyrsti kappleikurinn í dag í minningu Þóris Jónssonar