Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR SÝSLUMANNAFÉLAG Íslands styður hug- myndir verkefnastjórnar dómsmálaráðherra þess efnis að vænlegast sé að fækka og stækka lögregluumdæmin í landinu þótt félagið vilji ekki ganga eins langt og verkefnastjórnin í þeim efnum. Verkefnastjórnin var skipuð af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra í nóvember 2003 til að semja tillögur um nýskipan lög- reglumála og var skýrsla hennar frá í janúar sl. rædd á félagsfundi sýslumannafélagsins 15. apríl. sl. Í lokadrögum ályktunar fundarins er tekið undir þau sjónarmið verkefnisstjórnar- innar að úrbóta sé þörf á skipulagi löggæslu- mála og leita þurfi allra leiða til að bæta starf- semi lögreglunnar og gera hana, bæði einstök lið og sem heild, hæfari til að sinna lögbundn- um verkefnum. Félagsfundurinn tekur undir sjónarmið um að rétt sé að gera breytingar á skipulagi lögreglunnar og er sammála verkefn- isstjórninni um að vænlegasta leiðin til þess að ná settu markmiði sé að fækka og um leið stækka lögregluumdæmin. Fundurinn telur hins vegar að ekki eigi að ganga eins langt og verkefnastjórnin leggur til við fækkunina. Ef farið yrði að tillögum verk- efnastjórnarinnar, að fækka í einum áfanga lögregluembættum í fimm til sjö, telur fund- urinn að hætta sé á að ekki verði náð þeim markmiðum sem stefnt er að með þessari breytingu, þ.e. að tryggja öryggi borgaranna og að þjónusta lögreglunnar sé til fyrirmyndar. Fundurinn telur rétt að fækka umdæmum í tólf til sextán og fjölda og legu umdæma þurfi að ákveða með hlutlægum hætti í samráði við hagsmunaaðila. Ríkislögreglustjóri sinni stefnumörkun Félagsfundurinn er þá sammála verkefnis- stjórninni um að æskilegast væri að ríkislög- reglustjóri færi með verkefni á sviði stefnu- mörkunar og samræmingar en ekki virka löggæslu, sem rekin sé samhliða annarri lög- gæslu og snýr að almenningi út á við. Félagsfundurinn telur yfirgnæfandi líkur á og reyndar óhjákvæmilegt að tollstjórn flytjist til þeirra sýslumanna sem fara með lögreglu- stjórn og að tollumdæmi landsins verði hin sömu og hin nýju lögregluumdæmi. Ljóst sé að störf tollvarða og lögreglumanna séu nú víða samþætt hjá sýslumannsembættum og raunar brýnt að báðar starfsstéttir starfi náið saman. Í dag sé málum þannig háttað að í mörgum toll- umdæmum séu ekki starfandi tollverðir heldur annist lögreglumenn tollgæslu af hagkvæmnis- ástæðum. Þá sé rétt að hafa hugfast að toll- verðir fara með lögregluvald á sínu starfssviði. Mikilvægt að líta heildstætt á markmið í löggæslumálum Um þetta segir Haraldur Johannessen rík- islögreglustjóri að mikilvægt sé að líta heild- stætt á markmið í löggæslumálum með hags- muni borgaranna að leiðarljósi áður en hugað er að því að færa einstök verkefni til eða frá ríkislögreglustjóra eins og félagsfundurinn tel- ur að sé óhjákvæmilegt. Haraldur segir kjarna málsins þann, að félagsfundurinn tekur undir sjónarmið verkefnastjórnar dómsmálaráð- herra um að rétt sé að gera breytingar á skipu- lagi lögreglunnar í landinu með því að stækka lögregluumdæmin og um leið fækka þeim. Haraldur vakti máls á þessu í fyrstu ársskýrslu ríkislögreglustjóra sem út kom 1999 og fjallaði um starfsemi embættis 1997–1998. Haraldur fagnar því að sýslumannafélagið sé í lokadrög- um að ályktun sinni í meginatriðum sammála ríkislögreglustjóra í þessum efnum. Hvað varðar tilfærslu einstakra verkefna með því að færa tollstjórn til þeirra sýslu- manna sem fara með lögreglustjórn segir Har- aldur að lögreglan verði fyrst og fremst að líta til þess hvaða breytingar geti stuðlað að því að efla löggæsluna í landinu og hvað sé borgurun- um fyrir bestu. „Þær leiðir sem valdar eru hljóta að hafa þetta að meginmarkmiði, þ.e. hvernig löggæslan í landinu sé best búin til að takast á við verkefni sín,“ segir hann. „Það verður að ganga út frá þessum útgangspunkti áður en farið er að skáka til verkefnum frá einu embætti til annars. Hins vegar hafa verkefni bæði komið til ríkislögreglustjóra og færst frá embættinu.“ Dæmi um þetta nefnir Haraldur útlendingaeftirlitið sem færðist frá ríkislög- reglustjóra til Útlendingastofnunar svo og um- ferðardeild sem var lögð niður um síðustu ára- mót, tæknirannsóknir og flest málefni sem varða útgáfu vopnaleyfa sem hafa verið færð til lögreglustjóra í héraði. Dæmi um verkefni sem komið hafa til embættisins eru almannavarnir er almannavarnir ríkisins voru lagðar niður og fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. „Mín skoðun er sú að það beri að varast að aðhafast nokkuð sem orðið getur til þess að draga úr öflugri löggæslu, því það hlýtur að vera meginmarkmið með breytingum í lög- gæslumálum að tryggja hag borgaranna. Hins vegar verður að nálgast þetta verkefni eins og öll önnur með opnum huga.“ Sýslumannafélag Íslands styður hugmyndir verkefnastjórnar dómsmálaráðherra Lögregluumdæmum verði fækkað og toll- stjórn til sýslumanna Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is UNGIR vísindamenn voru heiðraðir í Hátíðarsal Háskóla Íslands í gær, en þá voru afhent verðlaun í Lands- keppni „Ungra vísindamanna á Ís- landi“. Það voru þær Lilý Erla Adamsdóttir, Una Guðlaug Sveins- dóttir og Valdís Ösp Jónsdóttir, nemendur í Menntaskólanum á Ak- ureyri, sem hlutu verðlaunin fyrir verkefni sitt Nudd og nálægð, „Nuddgallinn“. Rannsóknaþjónusta Háskólans stendur fyrir keppninni, sem er hluti af Evrópukeppni ungra vísinda- manna, „Young Scientist Contest“. Þær Lilý, Una og Valdís hafa með sigrinum unnið sér rétt til að taka þátt í aðalkeppninni, sem fram fer í Moskvu dagana 17.–22. september nk. Í vinningsverkefninu var gerð til- raun með áhrif ungbarnanudds. Í tengslum við viðfangsefnið var hönnuð og prófuð fatalína fyrir börn, sem hjálpar foreldrum að nýta sér ungbarnanudd. Vilja þróa verkefnið frekar Una Guðlaug Sveinsdóttir, ein rannsakenda, segir verkefnið hafa þróast út frá hugmyndum um sjálf- nuddandi galla. „Þetta byrjaði hálffáránlega, galli sem titraði og nuddaði barnið rafrænt, en snerist upp í samfellu með merkingum þannig að foreldrar nudda barnið sjálfir,“ segir Una. „Það er mun betri hugmynd, því þar ræktast þessi tengsl foreldra og barns. Það eru margar rannsóknir sem hafa verið gerðar sem hafa sýnt fram á það að ungbarnanudd getur haft góð áhrif á öryggistengsl barna. Þá hef- ur önnur rannsókn leitt í ljós að mæður sem þjást af fæðing- arþunglyndi og eiga því erfitt með að mynda tengsl við börnin geta tengst þeim mun betur með ung- barnanuddi. Við vorum þannig ekki beinlínis að rannsaka ung- barnanuddið sjálft, heldur að leita leiða til að auðvelda foreldrum að nýta sér nuddið. Foreldrar þurfa ekki endilega að fara á námskeið í foreldranuddi, því gallinn getur staðið einn og sér og það fylgir með honum bæklingur.“ Á gallanum eru myndir af litlum músum með löng skott og er ætlunin að foreldri nuddi eftir skottinu. „Það eru þrjár strokur á gallanum og leið- beiningar í bæklingnum hvernig á að gera þær.“ Una Guðlaug segir stúlkurnar langa mjög til að endurvinna rann- sóknina og hafa þá betra úrtak. „Það voru margar konur í þessari rann- sókn, um 90%,“ segir Una. „Okkur langar til að hafa hlut kynjanna jafn- ari og kanna betur muninn á því að fólk hafi fengið nuddgalla og ekki nuddgalla. Það eru uppi hugmyndir um það að útfæra hugmyndina fyrir stærri aldurshóp og jafnvel að búa til heila fatalínu með samfestingum, sokkum og vettlingum.“ Brynja Harðardóttir, uppeldis- fræðingur og leiðbeinandi stúlkn- anna, segir mjög ánægjulegt að verkefni á sviði félagsvísinda bar nú sigur úr bítum. „Raunvísindaverk- efni hafa verið ríkjandi undanfarið,“ segir Brynja. „Þessi tengslamyndun milli foreldra og barna er útgangs- punkturinn í rannsókninni, að auka jákvæð tengsl, sem ýtir undir heil- brigðan einstakling.“ Afar ólík verkefni Alls komu hinir ungu vísindamenn frá þremur skólum, Mennta- skólanum á Akureyri, Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og Iðnskólanum í Reykjavík. Meðal annarra verkefna í keppninni má nefna verkefnið Megrunarsvín, þar sem markmiðið var að kanna hvort lyfið kítósan stuðlaði að þyngdartapi þrátt fyrir inntöku fituríkrar fæðu. Þá var könnuð líkamsvitund barna á leik- skólaaldri auk þess sem iðn- skólanemar kynntu verkefni sem snerist um þróun og smíði á hálku- vara í bifreiðar. Samkvæmt verkefn- inu mátti bæta hálkuvaranum við staðalbúnað bifreiða þar sem loft- pressa dreifir sandi fyrir framan drifjól bifreiðarinnar í hálku og ófærð. Rannsókn á ungbarnanuddi hlaut verðlaun í keppni Ungra vísindamanna Sérhönnuð samfella auðveldar tengslamyndun við barnið Morgunblaðið/Golli Lilý Erla Adamsdóttir, Valdís Ösp Jónsdóttir og Una Guðlaug Sveinsdóttir ánægðar með viðurkenninguna. Heimasíða verkefnisins er á slóð- inni http://nuddognand.golin- is.com Nuddsamfellan er með litlum músum með löngum hölum sem rekja leiðina sem fingur nuddarans eiga að fara, allt eftir vísindalegri forsögn. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is NORSKA ríkisútvarpið ráðleggur Norðmönnum að skilja munntób- aksdósirnar eftir heima ætli þeir í heimsókn til Íslands. Er síðan rakin sagan af Eivind Moen, menningarfulltrúa í Tolga, sem birgði sig upp af munntóbaki á Gardermoen-flugvelli áður en hann hélt til Íslands nýlega, en var nappaður í tollinum í Leifs- stöð og látinn greiða sekt. Á heimasíðu norska rík- isútvarpsins (NRK) er vitnað í frétt blaðsins Arbeidets Rett en þar kemur fram, að Moen keypti ýmislegt á Gardermoen-flugvelli áður en hann fór upp í flugvélina til Íslands, þar á meðal fimm dós- ir af „snus“, eða munntóbaki. Þegar hann kom til Íslands var hann spurður hvort hann væri með tóbak meðferðis. Moen svar- aði sem satt var, að hann hefði ekkert reyktóbak meðferðis en væri með nokkrar tóbaksdósir. Moen varð þá að opna töskuna og sýna dósirnar. Norðmanninum til mikillar undrunar voru dós- irnar samstundis gerðar upp- tækar og Moen var gert að greiða 2000 íslenskar krónur í sekt. Segir reglurnar skrítnar Haft er eftir Moen að honum þyki þessar íslensku reglur skrítnar og hann hafi óskað skýr- inga hjá tollgæslunni á flugvell- inum. Honum hafi verið sagt, að íslensk stjórnvöld telji að lau- skornótt munntóbak sé fimm sinn- um sterkara en venjulegt tóbak. NRK segir, að norsk stjórnvöld virðist ekki vita að munntóbak sé gert upptækt á Íslandi. Haft er eftir Hega Turnes, upplýsingafull- trúa norsku tollgæslunnar, að hann þekki ekki þessa íslensku reglu og hann hefði væntanlega fallið í sömu gildru og Moen hefði hann farið til Íslands. „En ferða- mönnum ber skylda til að afla sér upplýsinga um tollareglur, sem gilda í þeim löndum sem þeir fara til,“ segir Turnes. Samkvæmt íslenskum lögum um tóbaksvarnir er bannað að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki, en það er munntóbak í bitum eða ræmum sem einkum er ætlað til að tyggja. Munntóbak menningar- fulltrúa gert upptækt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.