Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ ber talsvert á áleitinni gervimennsku og sýndarmennsku í leikhúsinu, segir Birg- ir Sigurðsson í viðtali í Lesbók í dag en nýtt leikrit hans, Dínamít, verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu á miðviku- daginn. Birgir segir að gervi- mennskan birtist í þörf fyrir að allt sé „show“: „Útlit og umbúðir sýn- ingar skipta svo miklu máli að í mörgum til- fellum kæfir það inni- haldið. Og stundum hafa leiksýningar hreinlega ekkert innihald. Sýningar á klassískum verkum, sem hafa einmitt lifað vegna inni- halds síns, verða oft og tíðum innihalds- lausar vegna þessarar „show-áráttu“. Er það ekki furðulega öfugsnúið?“ Hann segist óttast að mikil leikskáld geti ekki þrifist í þessari gerviveröld leikhús- anna. „Það er grunsamlegt hve fá mikil leikskáld hafa komið fram á alþjóðavett- vangi á undanförnum árum.“/Lesbók Gervimennska í leikhúsum Birgir Sigurðsson MEIRIHLUTI hluthafa í Keri samþykkti á hluthafafundi í gær að taka 500 milljóna króna lán svo hægt verði að greiða sekt Ol- íufélagsins hf. vegna samráðs olíufélag- anna. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Keri, segir það að félagið þurfi að slá stórt lán til að borga þá sekt hljóta „að leiða hugann að því að hluthafar í Keri láti á það reyna hvort gamla stjórnin í Olíufélaginu, með Kristján Loftsson í broddi fylkingar, beri ekki einhverja ábyrgð á sektinni“. Á hluthafafundinum var jafnframt sam- þykkt að Ker leggi fram kæru á hendur stjórnarmönnum í Festingu en fyrr í mán- uðinum var sett lögbann á hlutafjáraukn- ingu í félaginu og sölu hlutafjár til fram- kvæmdastjóra Festingar, sem Ker taldi ólöglega aðgerð. Olíufélagið tekur lán til að greiða sekt Morgunblaðið/Arnaldur TÍU ár eru liðin í dag frá því Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu ríkisstjórn og var því fagnað í gærkvöldi í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu, þar sem saman voru komnir flestir þeir 22 ráðherrar, sem setið hafa í ríkisstjórn fyrir flokkana undanfarin 10 ár. Fyrr um daginn efndu forystumenn flokk- anna beggja, Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson, til blaðamannafundar þar sem þeir ræddu árangurinn af samstarfinu sem þeir segja að hafi verið mikill. Hagvöxtur hafi t.a.m. aukist um 51% á 10 árum og kaupmáttur heim- ilanna um 55%. Morgunblaðið/Sverrir Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ásamt eiginkonum sínum í kvöldverðarboðinu í Ráðherrabústaðnum í gærkvöld. Davíð Oddsson utanrík- isráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Sigurjóna Sigurðardóttir. Fagna 10 ára samstarfi  Hagvöxtur hefur aukist/30 Leiðtogar stjórnarflokkanna segja árangur samstarfsins vera mikinn KOSIÐ verður um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysu- strandarhrepps 8. október nk. skv. tillögu sameiningarnefndar sveitarfélaga. Óformlegar viðræður hafa staðið yfir milli sveitarfélaganna að undanförnu um hugsanlega sameiningu í kjölfar niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal íbúa Vatnsleysustrandarhrepps fyrir síðustu áramót, en þar kom m.a. fram að fleiri vilja sameinast Hafnarfirði en Reykjanesbæ. Kynnt íbúum í sumar eða haust Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að tveir fulltrúar frá hreppsnefnd Vatns- leysustrandarhrepps og tveir frá Hafnarfirði, ásamt bæjarstjóra og sveitarstjóra, muni nú vinna að því að safna upplýsingum og meta aðstæður m.t.t. til þjónustu og reksturs sveitarfélaganna, sem kynntar verði fyrir íbúum í sumar eða haust. Lúðvík telur hug Hafnfirðinga til sameiningarinnar nokkuð skýran. „Það hefur verið umræða um það hér í bænum í langan tíma að það sé skynsamlegt að horfa til samstarfs og samvinnu við sveitarfélög hér suður frá,.“ Lúðvík bendir á að Hafnar- fjörður sé stór eignaraðili í Hita- veitu Suðurnesja, þá eigi sveitar- félögin sameiginlega hagsmuni hvað varðar skipulags- og at- vinnumál. Margir íbúar í Vogum sæki atvinnu, þjónustu og fé- lagsstarf til Hafnarfjarðar og einnig sé horft til uppbyggingar nýrrar hafnar í nágrenni Straumsvíkur. „Ég sé fyrir mér að byggð- arþróun á höfuðborgarsvæðinu muni með tvöfaldri Reykjanes- braut og auðveldari samgöngum þróast suður með ströndinni fremur en inn á Kjalarnes eða í Hvalfjörð,“ segir Lúðvík. Íbúar Hafnarfjarðar eru lið- lega 22 þúsund og íbúar í Vogum um 1.000. Stærð hvors sveitarfé- lags um sig er álíka en landa- merki hins nýja sveitarfélags myndu ná frá Engidal að Vogar- stapa. Jákvæður og skynsamlegur kostur að mati bæjarstjóra „Ég held að menn eigi að hugsa stórt og hugsa til framtíðar. Ég er sannfærður um það að hér sé um mjög jákvæðan og skynsam- legan kost að ræða fyrir alla aðila og þetta styrki og efli þjónustu og starfsemi hér, ekki síst í Vogun- um, gagnvart höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Lúðvík Geirsson bæj- arstjóri. Kosið um sameiningu Hafnarfjarðar og Voga Sveitarfélagið myndi ná frá Engidal að Vogastapa -#  %0   1  +#,(2 @&& > 7.4 ,% 3&'(2       ( 1 %(2 -#  #'  ( )3   + $)  "    )  ,% ( )3  +$) Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is MAGNÚS Kristinsson, formaður stjórnar Stoke Holding, hlutafélagsins sem á 60 pró- senta hlut í enska knattspyrnufélaginu Stoke City, hefur ekki áhuga á að veita meira fjármagn til félagsins á meðan Tony Pulis er þar við störf sem knattspyrnustjóri. Hann er mjög óhress með þá ákvörðun stjórnar Stoke City að endurráða Pulis sem hefur stýrt félaginu í hálft þriðja ár. Magnús segir að Pulis hafi komið mjög illa fram gagnvart Íslendingunum sem komi að Stoke City og nánast hæðist að þeim með því að nota ekkert landsliðsmanninn Þórð Guðjónsson. / D1 Ekki meira fjármagn til Stoke City ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.