Morgunblaðið - 23.04.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 23.04.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 53 MENNING sér til skelfingar að mannskepnan er dauðleg, og hann þar með talinn, svo hann hefur leitina að eilífu lífi. Þessi mikla brú nefnist „bók“, eins og ykkur var sjálfsagt farið að gruna, og auð- vitað er allra fyrsti steinninn löngu týnd- ur, kannski falinn inni í elsta stólpanum, næst bakkanum hinum meg- in. Og það er allt í lagi að hann sé glataður, því eftir bestu manna vitund er hann búinn til úr sama efni og allir hinir, það er sögu af mannlegu lífi; fæðingu og leikjum, erfiði og sigrum, ást og dauða. Við vitum að fyrstu orð þeirrar sögu eru: „Einu sinni var …“ Og það er nóg til að segja okkur að þetta er ein af sögunum um okkur sjálf, lesendurna, því nú er einmitt komið að okkur sjálfum að „einu sinni TIL er brú sem liggur milli heima, um tíma og rúm, milli lifenda og dauðra, einstaklinga og heilu þjóð- anna. Og sjálf er brúin enn í bygg- ingu og nýr steinn lagður í virkið á hverjum degi. Það er sagt að enginn hafi gengið hana á enda, hvað þá séð hana í fullri stærð sinni, en margir hafa komið að gerð hennar, hvort sem er með því að höggva til grjótið eða fága það með augnaráði sínu. Einn af fyrstu steinunum sem vitað er til að hafi verið lagður í brúna var settur þar fyrir ríflega fjögurþúsund árum. Það var í Mesópótamíu og hann er þar enn, sýnilegur þeim sem vilja skoða hann; hann er í laginu eins og draumur um harðstjóra, konung sem eignast keppinaut í villimanni, en þegar vinátta tekst með þeim fara þeir saman á sedrusskóg og fella skrímsli, og flytja síðan risavaxið tré til byggða þar sem almenningur fagnar þeim sem hetjum, uns vin- urinn deyr að konungur uppgötvar vera …“. Augun vinna úr letrinu, heilinn raðar því saman í orð og setn- ingar, málsgreinar, svo frásögnin tekur að syngja í huganum. Og oft, sem betur fer mjög oft, staðnæmist sagan ekki þar heldur er end- urvarpað af tungunni til nærstaddra – látin hljóma í eyrum þeirra. Það heitir upplestur og er góð skemmtun. Og meðan við lesum okkur gegnum söguna byggjum við brúna og þar rísa bæði persónur hennar og höfundur upp af dvala og lifa um stund í hugum okkar. En und- ir brúnni hlykkjast ár- hundruðin eins og bæj- arlækir, eins og silungsár, eins og um- ferðargötur, eins og þurrir árfarveg- ir, eins og stórborgarfljót, eins og lík- amsblóðið, eins og Styx. Við þiggjum líf – og við gefum líf: Án lesandans engin saga. Án höfundarins engin saga. Án frænda höfundarins engin saga. (Því var það ekki hann sem vanrækti son sinn svo mikið að á end- anum fór eins og allir höfðu spáð; hann varð stórhættulegur stjórnleys- ingi?) Án konunnar í bakaríinu engin saga. (Er það ekki einmitt hún sem fólk sér fyrir sér þegar Lína lyftir sterkasta manni í heimi?) Án allra asnastrikanna, kraftaverkanna, grímudansleikjanna, AA-fundanna, afmælanna, morðanna, geimferð- anna, bónorðanna … engin saga. Já, þótt höfundurinn hafi lokið starfi sínu, hvort sem var fyrir þús- und árum eða í fyrra, einsamall við skrifborð eða í trjálundi (en báðir reyndu að leiða hjá sér söng sum- arfuglanna því þeir voru orðnir of seinir að skila af sér söguljóðinu) þá hefst leikur hans við lesandann í hvert skipti sem orðin finna sér stað í huga hans – hefst sameiginleg brúar- smíðin: En ég ætla nú að segja þér heila syrpu af ýmiskonar sögum í míletus- stíl, og skjalla blessuð eyru þín með gælandi hvískri … Sá ókunni kom snemma í febrúar, á köldum vetrardegi, gegnum níst- andi storminn og fjúkið, síðustu snjó- komu ársins, fótgangandi yfir hæð- ina … Efst á gígbarminum var þorp með lágum hvítum húsum, og þröngar götur á milli með frumstæðri stein- lögn sem var ójöfn undir fæti … Það var einhvern daginn í lok ágúst sem múmínpabbi var á stjákli í garðinum sínum og vissi eiginlega ekkert hvað hann átti af sér að gera … Á þeim tíma sem Chelo lifði á því að baða annað fólk starfaði hún einn- ig sem ljósmóðir … Í dag minnist ég þess að hafa lesið góðar bækur eins og þær sem eiga upphafslínurnar sem vitnað er til hér að ofan. Ég rifja upp þegar ég flúði undan ræningjum, hrínandi hátt og sárt, með asna Apuleiusar, þegar ég gekk af vitinu með ósýnilega mann- inum, þegar ég sá Caligula með aug- um Thors Vilhjálmssonar, þegar ég dæsti þreytulega með múmínpabba, og þegar ég fann Chelo taka þétt um smáa ökkla mína og ég fæddist, einu sinni sem oftar, með börnunum í Pa- lomar. Í dag er dagur bókarinnar. Til hamingju með daginn, brúarsmiðir! Á degi brúarinnar Eftir Sjón Höfundur er rithöfundur. Sjón ÞAÐ er góð stefna hjá Leikfélagi Keflavíkur að leggja rækt við leiklist hjá börnum og unglingum. Und- anfarin ár hafa verið settar upp sýn- ingar þar sem unglingar leika stór hlutverk, stundum með þeim eldri en stundum án þeirra. Fengnir eru atvinnuleik- stjórar og vandað til verka. Steinn Ármann Magn- ússon setur nú upp í annað sinn með félaginu og tekst býsna vel upp. Sýningin um Hans og Grétu er ætluð yngstu kyn- slóðinni og hittir í mark þar eftir und- irtektum og einbeitingu barnanna á frumsýningunni að dæma. Fimm ára vinkona mín skemmti sér kon- unglega, fannst bara allt svo skemmtilegt en mest gaman hafði hún af heyrnarsljóa klæðskeranum Tóbíasi sem var svo fyndinn og af bangsanum af því hann var svo góð- ur. Og nornin vonda fékk aldeilis makleg málagjöld. Allir leikararnir í sýningunni eru ungmenni á grunn- og framhalds- skólaaldri. Þeir eru misjafnlega reyndir en koma aðalatriðum leiksins til skila og sumir eru mjög góðir. Hin- ar ungu Nína Rún Bergsdóttir og Kolbrún Inga Gunnlaugsdóttir sem báru hita og þunga leiksins í hlut- verkum Hans og Grétu stóðu sig mjög vel og náðu til barnanna í saln- um. Í barnasýningum þurfa að vera skýrar áherslur og talað fram í sal- inn, hreyfingar stórar og aðalatriðin endurtekin. Þetta er allt vel gert hjá Steini og krökkunum hans auk þess sem sviðsmynd og búningar eru æv- intýraleg og vel unnin í smáatriðum og lýsingin falleg. Tónlistin er sér kapítuli; hljómsveitin Hálftíma gang- ur flytur frumsamda tónlist og leik- hljóð á sýningum en allt var það skemmtilegt og vandað. Því miður er leikskráin ekki nógu vel unnin þó að hún líti fallega út. Þar er hvergi getið um höfund þessarar leikgerðar af ævintýrinu um Hans og Grétu og gaman hefði verið að fá upp- lýsingar um ferli vinnunnar og hverju leikhópur og leikstjóri bættu við. Leikfélag Keflavíkur vinnur vel fyrir börnin, innan og utan félags og sunnudegi í Frumleikhúsinu í Kefla- vík er vel varið fyrir barnafjölskyldur sem vilja ganga á vit ævintýranna nokkra stund. LEIKLIST Leikfélag Keflavíkur Leikstjóri: Steinn Ármann Magnússon. Leikmynd: Hópurinn. Ljósahönnun: Jó- hann Ingimar Hannesson. Bún- ingahönnun: Rakel Brynjólfsdóttir. Tón- list: Hljómsveitin Hálftíma gangur. Frumsýning í Frumleikhúsinu 10. apríl 2005 Hans og Gréta Hrund Ólafsdóttir Steinn Ármann Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.