Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Tilboð/Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem verða til sýnis þriðjudaginn 26. apríl 2005 kl. 14—16 í porti bak við skrifstofu vora í Borgartúni 7 og víðar: 1 stk. Mitsubishi Outlander (skemmdur eftir veltu) 4x4 bensín 03.2005 1 stk. Hyundai Santa Fe 4x4 bensín 02.2001 1 stk. Land Rover Defender Double cab (biluð vél) 4x4 dísel 04.2001 1 stk. Toyota 4Runner 4x4 dísel 04.1994 1 stk. Suzuki Vitara 4x4 bensín 05.1999 1 stk. Subaru Legacy (skemmdur eftir umf.óhapp) 4x4 bensín 03.2003 2 stk. Mitsubishi Space Wagon (m/bilaða sjálfskiptingu) 4x4 bensín 06.1997 1 stk. Mitsubishi Space Wagon 4x4 bensín 06.1998 1 stk. Subaru Impresa 4x4 bensín 03.1998 1 stk. Nissan Sunny Wagon 4x4 bensín 02.1993 1 stk. Mitsubishi L-200 Double cab 4x4 dísel 12.1993 1 stk. Mercedes Benz Sprinter 412 D (16 farþega) 4x4 dísel 12.1998 1 stk. Volvo 850 4x2 bensín 05.1996 1 stk. Toyota Corolla (biluð vél) 4x2 bensín 11.1994 1 stk. Ford Econoline sendibifreið4x2 bensín 07.1992 1 stk. Ford Econoline sendibifreið4x2 bensín 06.1989 1 stk. Man 25.422 vörubifreið með palli og krana 6x4 dísel 07.1992 1 stk. Ski-Doo Skandic 377 II vélsleði belti bensín 03.1993 1 stk. kælir fyrir flutningakassa Til sýnis hjá Vegagerðinni, Borgarbraut 66, Borgarnesi: 1 stk. veghefill Dresser 850, 6x4 dísel, 1993 1 stk. vélkrani O&K TH-30 dísel 1981 Til sýnis hjá Vegagerðinni, Miðhúsavegi 1, Akureyri: 1 stk. kastplógur á þjónustubíl Vírnet MK-230, 2000 Til sýnis hjá Vegagerðinni, Hringhellu 4, Hafnarfirði: 1 stk. kastplógur á þjónustubíl Vírnet MK-230, 1999 1 stk. slitlagsviðgerðartæki á vörubíl Savalco HP 27 1988 Til sýnis hjá Vegagerðinni, Smiðjuvegi 14, Vík: 1 stk. veghefill Komatsu GD 655 A (bilað drif) 1984 Til sýnis hjá Vegagerðinni, Breiðumýri 2, Selfossi: 1 stk. vatnstankur 12.000 lítra með 3" dælu 1 stk. veghefilsgreiða Pay&Brinck D-1 1983 Til sýnis hjá Rarik, Búðardal: 1 stk. Nissan Patrol (með bilaða vél) 4x4 dísel 05.1995 Til sýnis hjá Rarik, Breiðdalsvík: 1 stk. Ford Ranger (skemmdur eftir umf.óhapp) 4x4 bensín 06.1996 Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ÆÐRULEYSISMESSUR í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði hafa verið mán- aðarlega síðan í haust og verið fjöl- sóttar. Annað kvöld, sunnudagskvöldið 24. apríl nk., verður síðasta æðru- leysismessa í bili haldin í Fríkirkj- unni kl. 20.00. Fastlega má gera ráð fyrir að þráðurinn verði aftur tek- inn upp í haust. Það er sem fyrr hópur áhugafólks um æðruleys- ismessur sem stendur á bak við þetta helgihald ásamt prestum Frí- kirkjunnar. Æðruleysismessurnar eru sniðnar að þörfum þeirra sem kynnast vilja 12 spora starfi og eru allir velkomnir. Í messunni á sunnudaginn kemur mun einstaklingur úr 12 spora starfi greina frá reynslu sinni og reynslu- sporin 12 verða lesin og kynnt. Tón- list annast „Fríkirkjubandið“. Að lokinni messu munu þau sem standa á bak við þetta framtak bjóða upp á kaffisopa í safnaðarheimili Fríkirkj- unnar. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á SUNNUDAG, 24. apríl nk., kl. 14.00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Vigfús Þór Árnason. Organisti verð- ur Ágúst Ingi Ágústsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Fjórða árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 24th of April, at 2 pm. Holy Comm- union. Celebrant and Preacher: The Revd Vigfús Þór Árnason. Organist: Ágúst Ingi Ágústsson. Leading sin- ger:Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. 50, 60 og 70 ára ferm- ingarbörn í Hafnarfjarðarkirkju FYRSTA sunnudag í sumri, 24. apríl nk., munu 50, 60 og 70 ára ferming- arbörn Hafnarfjarðarkirkju sækja messu kl. 11.00, en þau voru fermd 1935 á krepputíð, 1945 þegar heims- styrjöld var að ljúka og 1955 á end- ursköpunarskeiði eftirstríðsára. Sr. Gunnþór Þ. Ingason sókn- arprestur mun þjóna við messuna. Barna- og unglingakór kirkjunnar mun syngja ásamt söngkór kirkj- unnar. Eftir messu munu þessir af- mælisárgangar fermingarbarna hittast í hádegisverði og samsæti í Hásölum Strandbergs. Sóknarnefnd Hafnarfjarð- arkirkju. Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar og ferða- lag barnastarfsins SUNNUDAGINN 24. apríl verður guðsþjónusta í Hjallakirkju, Kópa- vogi kl. 11. Kvartett úr Víólufélagi Íslands kemur í heimsókn og flytur verk eftir Schubert, Händel og Moz- art. Kvartettinn skipa þær Jónína Auður Hilmarsdóttir, Laufey Pét- ursdóttir, Móeiður Anna Sigurð- ardóttir og Ásdís Runólfsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður haldinn aðalfundur Hjallasóknar í safnaðarsal kirkjunnar. Boðið verð- ur upp á veitingar á meðan fund- urinn stendur yfir. Þá mun barnastarf kirkjunnar fara í sína árlegu vorferð þennan dag. Lagt verður af stað frá kirkj- unni kl. 13 og komið aftur síðdegis. Ferðinni er heitið suður með sjó þar sem ýmislegt skemmtilegt verður gert, við grillum saman, förum í leiki og njótum náttúrunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Egon Falk heimsækir Fíladelfíu DANSKI kristniboðinn Egon Falk verður í heimsókn í Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu dagana 23.–24. apríl. Í Tansaníu hafa þau hjónin starf- að í um 31 ár og hafa séð mikil tákn og undur gerast. Í dag starfa um 60 manns hjá honum í New Life Out- reach www.nlo.dk Laugardagskvöldið 23. apríl: Hvítasunnukirkjan Fíladelfia, sam- koma kl. 20.00. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Dagskrá fyrir börn 5 ára og eldri. Sunnudagurinn 24. apríl: Hvíta- sunnukirkjan Fíladelfía, samkoma kl. 16.30. Gospelkór Fíladelfíu leiðir sönginn. Barnakirkja fyrir börn 1– 12 ára. Sjá: www.gospel.is Gestasamkoma hjá Ís- lensku Kristskirkjunni GESTASAMKOMA verður sunnu- dagskvöldið 24. apríl kl. 20.00. Þessi samkoma er hugsuð fyrir þá, sem langar að kynna sér samkomur kirkjunnar. Fólk segir frá reynslu sinni af Guði, einnig verður söngur, þar sem Guð er lofaður og Friðrik Schram, prestur kirkjunnar, predikar. Ís- lenska Kristskirkjan er til húsa í Fossaleyni 14, við sömu götu og Eg- ilshöllin. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Tónlistarmessa í Fella- og Hólakirkju TÓNLISTARMESSA með alt- arisgöngu kl. 11.00. Sr. Svavar Stef- ánsson og Guðrún Eggertsdóttir djákni þjóna í messunni. Kór Fella- og Hólakirkju, undir stjórn Lenku Mátéovu, flytur m.a. kafla úr Messu í D-dúr eftir A. Dvorak. Einsöngv- arar: Kristín Sigurðardóttir, Sól- veig Samúelsdóttir, Sigmundur Jónsson og Gunnar Jónsson. Org- elleikarar: Kári Þormar og Lenka Mátéová. Tónlistin sem flutt verður í mess- unni er hluti af glæsilegri tónleika- dagskrá sem kór Fella- og Hóla- kirkju flutti ásamt kórum Hjallakirkju og Vídalínskirkju á tónleikum fyrr í vetur. Vorvaka aldraðra í Fella- og Hólakirkju MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 25. apríl verður haldin vorvaka aldraðra í Fella- og Hólakirkju. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá og snæddur saman kvöld- verður. Vorvakan hefst í kirkjunni kl. 18. Þar mun Drengjakór Reykjavíkur syngja nokkur lög. Stjórnandi kórs- ins er Friðrik S. Kristinsson og und- irleikari Lenka Mátéová. Einnig koma fram: Helgi Seljan, fyrrver- andi alþingismaður, Gerðubergs- kórinn undir stjórn Kára Friðriks- sonar og Þorvaldur Halldórsson. Vorvökunni lýkur svo með kvöld- bæn í kirkjunni sem sr. Svavar Stef- ánsson leiðir. Boðið er upp á vorvökuna í sam- starfi við Félagsstarf aldraðra í Gerðubergi. Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku í síma kirkjunnar 557 3280. Matinn þurfa þátttak- endur að greiða en það eru kr. 700. Annað er án endurgjalds. Allir vel- komnir. Síðasta Tómasar- messan að sinni ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til síðustu messunnar á þessu vori í Breiðholts- kirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 24. apríl kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu sjö árin. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbæn- arþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Biskup heimsækir Landakirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Landakirkju sunnudag kl. 11. Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun predika, og í kjölfar lýsa blessun á nýrri viðbyggingu Safnaðarheimilisins. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Litlir lærisveinar og Stúlknakór Landakirkju syngja undir stjórn Guðrúnar Helgu og Joönnu Mariu. Æskulýðsstarf fatlaðra mun leiða í söng og einnig krakkar sunnudaga- skólans. Barnafræðarar kirkjunnar halda utan um stundina ásamt prestum báðum og öðru starfsfólki kirkjunni. Vorhátíð barna- og æskulýðs- starfs Landakirkju tekur síðan við, á kirkjutorgi með grillveislu, leikj- um og uppákomum í umsjón æsku- lýðsfélags Landakirkju og annarra. Sóknarnefndin og Kvenfélag Landakirkju bjóða upp á kaffiveit- ingar í Safnaðarheimilinu. Allir vel- komnir. Kolaportsmessa BOÐIÐ er til guðsþjónustu í Kola- portinu næsta sunnudag 24. apríl kl. 14.00. Bjarni Karlsson, sókn- arprestur í Laugarneskirkju, flytur hugleiðingu og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur miðborg- arpresti. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina. Þá er hægt að leggja inn fyrirbæn- arefni til þeirra sem þjóna í guðs- þjónustunni áður en stundin hefst. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni Kaffiport, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindismeðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM/KFUK og Þjóðkirkjunnar. Gideonmenn heim- sækja Hallgrímskirkju GIDEONHREYFINGIN er löngu landsþekkt fyrir starf sitt að út- breiðslu ritningarinnar. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur hafa þegið Nýja testamentið úr hendi þeirra og kunna þeim þakkir fyrir. Í messu í Hallgrímskirkju næst- komandi sunnudag mun Sigurbjörn Þorkelsson, fyrrverandi forseti Landssambands Gideonfélaga, kynna starfið og félagar úr hreyf- ingunni lesa ritningarlestra og að- stoða við altarisgöngu. Í messunni gefst söfnuðinum tækifæri til að leggja fé af mörkum til starfsins. Guðsþjónustan er í umsjá séra Sig- urðar Pálssonar sem prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Þor- valdi Karli Helgasyni biskupsritara. Barnastarf er á sama tíma í umsjá Magneu Sverrisdóttur. Síðdegis, kl. 14.00, verður ensk messa í umsjá séra Vigfúsar Þórs Árnasonar. Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju SUNNUDAGINN 24. apríl kl. 14 verður Kirkjuleg sveifla í Bústaða- kirkju. Um árabil hefur Bústaða- kirkja staðið fyrir fjölbreyttu guðs- þjónustuhaldi. Kirkjulega sveiflan er hluti af þeirri fjölbreytni. Innan hennar rúmast ýmsir stílar tónlist- arinnar. Nk. sunnudag kl. 14 kemur fram kór Bústaðakirkju og stjórnandi hans, Guðmundur Sigurðsson, ásamt tríóinu Guitar Islancio. Tríóið skipa Björns Thoroddsen, gítar, Gunnar Þórðarson, gítar, og Jón Rafnsson bassaleikari. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Í sveiflunni er áhersla lögð á nýjar útsetningar ýmissa fjörugra laga í bland við annað efni. Þá mun tríóið leika út- setningar sínar á nokkrum lögum og þar ræður sveiflan ríkjum. Fólk er hvatt til að fjölmenna í Kirkju- lega sveiflu í Bústaðakirkju nk. sunnudag kl. 14. Þakkarmessa í tilefni kjörs nýs páfa SUNNUDAGINN 24. apríl verður messan kl. 10.30 í Kristskirkju í Landakoti einnig haldin sem sér- stök þakkarmessa fyrir kjöri hins nýja páfa Benedikts XVI. Námskeið um kaþólska trú VEGNA fjölda fyrirspurna að undanförnu verður efnt til nám- skeiðs um helstu atriði kaþólskrar trúar. Fundirnir hefjast miðviku- daginn 27. apríl kl. 20.00 í safnaðarheimili í Landakoti á Há- vallagötu 16 og standa fyrst um sinn yfir fram í maí. Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér nán- ar kaþólskan sið eða hafa áhuga á því að biðja um upptöku í Róm- arkirkju. Sr. Jürgen Jamin, sókn- arprestur í Kristskirkju, stendur fyrir námskeiðinu. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ómar Fríkirkjan Í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.