Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÓMVERJAR hinir fornu skil- greindu eignarréttinn sem réttinn til að njóta eigna og ráðstafa þeim. Í aldanna rás hefur allur þorri jarðarbúa haft lítinn afgang til ráðstöfunar þegar nauðþurftum hefur verið mætt, með þeim arði og afrakstri sem eignir almennings hafa gefið af sér. Með iðnbyltingunni tók þetta að breytast á Vesturlöndum. Vél- væðing og orka úr jarðefnum fór að gera mönnum kleift að framleiða vörur langt fram yfir grunnþarfir þjóðfélagsins og losa marga frá brauðstritinu til að gegna margvíslegum þjón- ustustörfum. Þessi þróun fór víða að hafa áhrif á efnahagskerfi og þjóðskipulag. Happadrýgsta breyt- ingin varð á Vesturlöndum, ef til vill fyrst í Norður-Ameríku þar sem ónytjaðar náttúruauðlindir voru mestar, en einnig síðar í Evr- ópu. Í fyrstu voru fáir sem voru eign- araðilar að hinum nýju iðjuverum er möluðu eigendum sínum gull. Allur þorri launþega bjó við langt- um rýrari kost. Smátt og smátt fóru raddir að gerast háværari um að deila velmeguninni. Pólitísk þró- un varð í lýðræðisþjóðum Vest- urlanda í þá átt að draga úr mjög svo ójöfnum kjörum manna með lögum um lágmarkslaun og með skattalegum ráðstöf- unum ásamt reglum um hlutabréfaviðskipti. (Stálkóngurinn Andrew Carnegie barðist öt- ullega á móti tekju- skattinum í Bandaríkj- unum en bílakóngurinn Henry Ford greiddi um tíma hæstu verka- mannalaun í Banda- ríkjunum því að hann vildi að starfsmenn sín- ir gætu keypt bílana sem þeir framleiddu). Jafnframt fóru fyrirtæki að sækja meira og meira fjárfesting- arfé til betur launaðs almennings og verðbréfamarkaðir mynduðust. Allir gátu orðið eignaraðilar að þeim fyrirtækjum sem voru á verð- bréfamarkaði og notið arðs af vel- gengni þeirra. Millistétt lýðræð- isþjóðfélaganna óx jafnt og þétt, lífskjör urðu almennt bæði betri og jafnari. Slíkt efnahagslegt lýðræði stuðlaði að þeim þáttum er styrkja pólitískt lýðræði. Þegar íslenskt efnahagslíf seint og síðar meir losnaði úr þeim viðj- um sem bundu það mestan part síð- ustu aldar, kom það meðal annars fram í grósku fyrirtækja og bætt- um efnahag almennt og vaxandi hlutabréfamarkaður myndaðist sem almenningur hafði aðgang að. Að vísu brenndu margir sig á hinu nýja frjálsræði en aðrir högnuðust. Samt lærði fólk af reynslunni og verð hlutabréfa varð raunhæfara og byggðist síður á væntingum en meira á arðsemi. Nú hefur það samt gerst að mörg fyrirtæki eru að hverfa af hluta- bréfamarkaði og færast í hendur færri og stærri aðila með takmörk- un á aðgangi almennings að eign- araðild. Að vísu eru margir af þess- um stóru aðilum lífeyrissjóðir, en þar fylgir böggull skammrifi. Sá böggull er, að fæstar stjórnir lífeyr- issjóða eru lýðræðislega kjörnar af sjóðfélögum, heldur skipaðar af samtökum hagsmunaaðila og þá oft á pólitískum grundvelli. Þannig fá menn sem jafnvel eiga engra persónulegra hagsmuna að gæta ráðstöfunarrétt yfir al- mannafé og sjóðfélagar fá litlu um það ráðið. Frá þessu sjónarmiði má segja að eignarrétturinn hafi færst að hluta til stjórnenda sjóðanna. Ráðstöfunarrétti yfir fé fylgja völd og þá um leið freisting til að ráð- stafa fé annarra í þágu stjórnenda fremur en þágu þeirra er leggja til féð. Um einkavæðingu ríkisfyrirtækja má segja, að enda þótt að í orði kveðnu séu þau þjóðareign, hví þarf þá almenningur að kaupa eign sína af ríkinu ef hann vill fá ráðstöf- unarrétt yfir henni? Jafnvel verra er þegar almenningi gefst ekki tækifæri til að kaupa hlut í fyr- irtækjum sem sögð eru þjóðareign. Hvers vegna má ekki einfaldlega setja öll hlutabréfin á markað og láta hin margrómuðu lögmál mark- aðarins um framboð og eftirspurn ráða því á hvaða verði þau seljast og hvernig eignadreifingin verður? Vera má að hagnaður ríkisins verði minni en ef einhverjum stór- fjárfestum er boðið fyrsta aðgengi, en ef ríkið hagnast minna og hinn almenni hluthafi þá meira á einka- væðingunni, þá það. Á það ekki að vera takmark ríkisstjórnar í lýð- ræðisríki að vinna sem mest að hagsæld almennings? Þegar aðgengi almennings að eignarhlutdeild í þjóðfélaginu er takmarkað er það skortur á efna- hagslegu lýðræði. Þetta skapar meiri tvískiptingu í þjóðfélaginu en ella og þar af leiðir minni stöð- ugleika á pólitísku lýðræði. Minna má á það, sem er að vísu öfgakennt dæmi, að í sumum ríkjum Suður- Ameríku hefur það skeð að mikill minni hluti þjóðarinnar hefur átt níutíu prósent af öllum eignum en stærsti hluti þjóðarinnar orðið að skipta þeim tíu prósentum sem eft- ir voru á milli sín. Afleiðingin hefur verið mjög óstöðugt pólitískt lýð- ræði sem meðal annars hefur end- urspeglast í byltingum og herfor- ingjastjórnum. Einnig má minna á þá þróun sem einkavæðing ríkisfyr- irtækja hefur leitt til í fyrrverandi austantjaldslöndum þegar þau losn- uðu úr efnahagsviðjum. Vonandi hneigist íslensk einkavæðing ekki í þá átt. Að dómi greinarhöfundar er mik- ilvægt að allir hafi aðgang að eign- araðild í fyrirtækjum, þannig að vítt og breitt verði eigendur, laun- þegar og neytendur einn og sami hópurinn. Þannig fá allir áhuga á að fyrirtækin gangi vel og njóta arðs- ins af velgengninni til að kaupa framleiðslu fyrirtækjanna eða þjón- ustu þeirra. Það hlýtur, til langs tíma litið, að samræmast hags- munum fyrirtækjanna líka. Um öfugþróun íslensks kapítalisma Ágúst Valfells fjallar um kapítalisma Ágúst Valfells ’Að dómi greinarhöf-undar er mikilvægt að allir hafi aðgang að eignaraðild í fyrirtækj- um, þannig að vítt og breitt verði eigendur, launþegar og neytendur einn og sami hópurinn.‘ Höfundur er kjarnorkuverkfræð- ingur og kapítalisti af eldri gerðinni. FRÓÐLEGT var að hlýða á þau Ingibjörgu Sólrúnu og Össur sverja Vinstri grænum hollustu sína á dög- unum. Það þótti mér að minnsta kosti minn- ug kosninganna síð- ustu þegar Samfylk- ingin hafði þá áróðurslínu að nefna aldrei VG og gera allt sem hægt var til þess að ráða undan þeim lendur og áhrif. Það má líka minna á að Samfylkingin, það er Ingibjörg Sólrún, gerði allt sem hægt var til þess að þegja í hel hugmyndir VG um samstarf flokkanna tveggja eða stjórn- arandstöðunnar allrar um velferðarstjórn eftir kosningar. Ekki fór heldur mikið fyrir samstarfsvilja Samfylkingarfólks í síðustu sveitarstjórnarkosningum í fjölmörgum sveitarfélögum þar sem allt var gert sem hægt var til þess að troða skóinn niður af VG. Eftir kosningar var svo meira að segja sums staðar reynt að kenna VG um það sem illa fór hjá Samfylk- ingu í stað þess að líta í eigin barm og átta sig á því að neikvæðni Samfylkingarinnar gagnvart VG spillti fyrir heildarúrslitum kosninganna. En nú kveður semsé við annan tón og er það vel. Við er- um ánægð með þann tón því hann er í sam- ræmi við þá stefnu sem við höfum. Við viljum að vísu taka fram að það er ekki von til þess að flokk- arnir verði sameinaðir – svo mikið ber á milli í til dæmis utanrík- ismálum og umhverf- ismálum og einnig í af- stöðunni til þess hver rekur félagslega þjón- ustu. En við viljum samstarf eins og við höfum sýnt hér í Reykjavík á undanförnum misserum. Við viljum vinna saman áfram. En hvað með sveitarstjórn- arkosningarnar almennt? Getur verið að Össur og Ingibjörg vilji sýna lit á samstarfsvilja í næstu sveitarstjórnarkosningum? Í Kópa- vogi, Hafnarfirði, Akranesi, Árborg, Reykjanesbæ og svo framvegis eða eru ummæli þeirra sem keppa um formannspóst Samfylkingar bara fagurgali til að afla sér vinsælda? Nú reynir á. Ég skora á for- mannsefnin að svara þessari spurn- ingu. Vilja þau stuðla að samstarfi VG og Samfylkingar sem víðast í landinu í sveitarfélögunum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar eða á – eins og síðast – að hafna hvers konar samstarfi við Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð nema bara þar sem Samfylkingin stendur sér- staklega höllum fæti? Til umhugsunar fyrir formannsefni Svandís Svavarsdóttir fjallar um formannsslaginn í Samfylkingunni Svandís Svavarsdóttir ’Getur verið aðÖssur og Ingi- björg vilji sýna lit á samstarfs- vilja í næstu sveitarstjórn- arkosningum?‘ Höfundur er formaður VG í Reykjavík. UNDIRRITUÐUM þykir ástæða til þess að fara lauslega yf- ir málefni útgerðar skipsins Sól- baks EA 7 í ljósi umræðu und- anfarna daga. Í byrjun september 2004 óskaði áhöfn Sólbaks EA 7 eftir því við stétt- arfélög sem þeir voru félagsmenn í, að þeim væri heimilað að breyta ákvæðum kjarasamnings um hafnarfrí, þannig að ekki væri stoppað í 30 klukkutíma eftir hverja löndun Sól- baks EA 7. Lengja átti hafnarfrí skip- verja skipsins, en tími þess við bryggju átti að vera skemmri. Það fyrrnefnda til hagsbóta fyrir áhöfn skipsins og hið síð- arnefnda til hagsbóta fyrir útgerð skipsins. Í stað þess að 30 klukkutíma hafnarfrí væri að lokinni 5 daga veiðiferð væri skiptimannakerfi, þannig að hver skip- verji færi 2 veiðiferð- ir af hverjum þrem- ur. Auðskilið öllum að um betri kjör er að ræða. Stéttarfélög skipverja féllust ekki á þessa ósk. Öllum var ljóst að hafnarfrí var eina breytingin á kjarasamningi sem útgerð og áhöfn Sólbaks EA 7 óskaði eftir. Beiðni útgerðar og áhafnar var ítrekuð hjá stéttarfélögum sjó- manna og kynnt forsvarsmönnum ASÍ, en án árangurs. Útgerð og áhöfn gerðu ráðning- arsamning um miðjan september 2004, þar sem bæði útgerð skipsins og áhöfn eru utan heildarsamtaka. Í þeim ráðningarsamningi var ákvæði um nýtt fyrirkomulag hafn- arfría sem stéttarfélög skipverja höfðu áður hafnað. Fulltrúar Sjómannasambands Íslands og Félags skipstjórn- armanna stóðu í fiskikari á bryggj- unni á Akureyri í byrjun október 2004 og reyndu þannig að hindra löndun úr skipinu Sólbak EA 7. Aðgerðin var stöðvuð með lög- banni. Frá því í byrjun október 2004 hefur Sólbakur EA 7 róið í friði og spekt og stoppað til löndunar þann tíma sem útgerð og áhöfn hafa ákveðið hverju sinni. Í næturvinnu stóðu fulltrúar sjó- manna í algjöru tilgangsleysi í fiskikarinu á Akureyri, nú þegar fyrir liggur samkomulag stétt- arfélaga skipstjóra og háseta, til dæmis við Samherja hf., um sama fyrirkomulag hafnarfría og er um borð í Sólbaki EA 7. Næstir til að stíga fram í máli þessu voru fulltrúar Vélstjóra- félags Íslands, en því félagi líkaði ekki mála- lok Sjómanna- sambands Íslands við Útgerðarfélagið Sól- bak ehf. fyrir Fé- lagsdómi. Fyrst stefndi Vél- stjórafélagið Brimi hf. og taldi samning um leigu skipsins til Út- gerðarfélagsins Sól- baks ehf. vera til málamynda. Fé- lagsdómur sýknaði Brim hf. af þeirri kröfu og dæmdi Vél- stjórafélag Íslands til greiðslu málskostnaðar. Næst stefndi Vélstjórafélag Ís- lands Útgerðarfélaginu Sólbaki ehf. vegna löndunar á Eskifirði 29. september 2004, nokkrum dögum áður en úrsögn annars fé- lagsmanns Vélstjórafélags Íslands var lögð inn til Vélstjórafélagsins. Félagsdómur staðfesti brot við löndun úr skipinu 29. september 2004, en við þá löndun langt frá heimahöfn skipsins var skipið við bryggju á Eskifirði í um 4 klukku- stundir. Að kröfu Vélstjórafélags Íslands á að hvíla skipið Sólbak EA 7 í 30 klukkustundir að aflokinni hverri veiðiferð, eða það þarf að ráða fjórða vélstjórann til skipsins og veita vélstjórum hafnarfrí í 5 sól- arhringa að lokinni hverri veiði- ferð, allt á kostnað vélstjóranna sjálfra, sem vilja búa við sömu kjör og aðrir skipverjar. Vélstjóra- félag Íslands reynir að skerða kjör félagsmanna stéttarfélagsins. Komi mál þetta fyrir Félagsdóm að nýju þarf Útgerðarfélagið Sól- bakur ehf. að sanna það fyrir Fé- lagsdómi að það sem vélstjórar Sólbaks EA 7 telja betri hafnarfrí séu í raun betri hafnarfrí. Það er eins og að sanna að mönnum henti eitt fyrirkomulag á fríi betur en annað. Getur lesandinn sannað fyr- ir öðrum að sér þyki betri kjör að vera í fríi mánudag fram á fimmtu- dag, frekar en að vera í fríi laug- ardag og sunnudag. Þetta getur enginn metið betur en launamað- urinn sjálfur. Eins og í öllum góðum ævintýr- um leikur ein persónan tveimur skjöldum. Það versta er að sá aðili er einn dómara Félagsdóms. Dóm- arinn flytur mál í Hæstarétti í jan- úar 2005 að beiðni Vélstjórafélags Íslands og fær greidda þóknun frá Vélstjórafélagi Íslands, væntanlega í febrúar 2005. Í apríl 2005 dæmir hann Útgerðarfélagið Sólbak ehf. til að greiða Vélstjórafélagi Íslands þóknun og launar þar með greið- ann. Það er útilokað að taka mark á dómi Félagsdóms þegar dóm- urinn er þannig skipaður. Útgerðarfélagið Sólbakur ehf. gerir Sólbak EA 7 út í fullri sátt áhafnar og útgerðar. Af 18 manna áhöfn skipsins eru 16 skipverjar í vissu með atvinnu sína og kjör, óvíst er hvort kjör tveggja fyrrum félagsmanna Vélstjórafélags Ís- lands verða skert að kröfu Vél- stjórafélags Íslands, sem leggur allt undir til þess að tryggja það að skipið Sólbakur EA 7 fái hafn- arfrí að lokinni hverri löndun. Á þessari tækniöld leggur Vélstjóra- félag Íslands aðaláherslu á að það þurfi að hvíla stálið. Að lokum er bein tilvísun nið- urstöðu nýlegs Félagsdóms, til umhugsunar fyrir félagsmenn Vél- stjórafélags Íslands: „Verður að skilja málatilbúnað stefnanda (Vél- stjórafélag Íslands) svo að ekki skipti máli hvort umræddur ráðn- ingarsamningur feli í sér betri eða lakari kjör varðandi hafnarfrí en greindur kjarasamningur mælir fyrir um.“ Málflutningur Vélstjórafélags Ís- lands er í raun ævintýri líkastur. Gullvagninn er fiskikar Guðmundur Kristjánsson fjallar um málefni útgerðar skipsins Sólbaks EA 7 Guðmundur Kristjánsson ’Á þessaritækniöld leggur Vélstjórafélag Íslands aðal- áherslu á að það þurfi að hvíla stálið.‘ Höfundur er útgerðarmaður. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.