Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 22
Flúðir | Það var sannarlega sannkölluð tónlistarveisla í íþróttahúsinu á Flúðum í gær. Kærkomnir gestir voru komnir, Sinfóníuhljómsveit Íslands sem lék sígild verk og annaðist und- irleik með mörgum kórum. Kukkan 17 fóru fram skóla- tónleikar fimm barnakóra í Ár- nessýslu sem sungu með hljóm- sveitinni.Um kvöldið, kl. 20 sungu sameinaðir kirkjukórar úr uppsveitum Árnessýslu og Karlakór Hreppamanna. Hljómsveitarstjóri var Rumon Gamba, einleikari Miklós Dalmay, kórstjóri Edit Molnár. Kynnir Atli Rafn Sigurðarson. Efniskrá var fjölbreytt, eftir innlenda og erlenda höfunda. Mikil ánægja var með þennan merka tónlistaviðburð hjá þeim fjölmörgu sem fylltu íþrótta- húsið á báðum tónleikunum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Tónlistarveisla á Flúðum Tónaflóð Akureyri | Árborgarsvæðið | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Grásleppuvertíðin er hafin og um átta bátar gera nú út á grásleppu frá Þórshöfn. Allt fram að síðustu mánaðamótum hafði veðrátta verið blíð en þegar sá dagur rann upp að leggja mátti grásleppunetin í sjó þá „brast hann á með brælu“. Það má heita árvisst í tíðarfarinu hér um slóðir. Grá- sleppukarlarnir eru flestir farnir að reikna með þessu áhlaupi og taka öllu með jafn- aðargeði. Þokkalega hefur þó veiðst þegar gefur á sjó en körlunum þykir þó verðið lágt fyrir hrognatunnuna, tæpar 50 þús- und krónur. Flestir láta salta hrognin hér á Þórshöfn en tveir láta salta þau á Bakka- firði. Góð veiði hefur verið hjá handfærabát- um síðustu daga en þeir hafa komið með fullfermi af boltaþorski, allt að þremur tonnum eftir tæpa 8 tíma á sjó.    Sumardagurinn fyrsti bar nafn með rentu hér á Þórshöfn því hann heilsaði með sól og hvítalogni. Sumarfuglarnir eru komnir en þeir sungu náttúrunni til dýrðar hver í kapp við annan á þessum fallega degi og hrossagaukur hneggjaði í suðri sem ávallt boðar gott. Kvenfélagskonur á Þórshöfn og í Þist- ilfirði tóku höndum saman og nýttu daginn fyrir gott málefni og efndu til stórbingós í félagsheimilinu en ágóðanum skal varið til kaupa á eyrnaþrýstingsmæli á heilsu- gæslustöðina hér. Tækið kostar tæpar 200 þúsund krónur og er góð viðbót við tækja- kost stöðvarinnar. Fjölmennt var á bing- óinu enda voru vinningar glæsilegir og málefnið gott.    Aðalfundur Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis var haldinn um miðjan mánuð og rekstrarafkoma var góð líkt og fyrri ár. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1944 og eru stofnbréf alls 105. Umsvif sjóðsins juk- ust umtalsvert og í júlí sl. var opnað útibú á Bakkafirði og er þar einn starfsmaður en einnig rekur Sparisjóðurinn útibú á Kópa- skeri. Átta stöðugildi eru nú alls hjá Spari- sjóðnum, miðað við heilsársstörf. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR FRÉTTARITARA Guðni Ágústssonlandbúnaðar-ráðherra afhenti Garðyrkjuverðlaunin á opnu húsi Landbún- aðarháskólans á Reykjum og Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, veitti umhverfisverðlaun Hveragerðis. Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari á Hvanneyri, fékk heið- ursverðlaun garðyrkj- unnar, Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmunds- dóttur í Hveragerði fékk verðlaun fyrir besta verk- námsstaðinn 2005 og Guðjón Kristinsson, skrúðgarðyrkjumeistari frá Dröngum í Árnes- hreppi, fékk hvatning- arverðlaun garðyrkj- unnar. Skógræktarfélag Hveragerðis hlaut um- hverfisverðlaun Hvera- gerðisbæjar. Garðyrkju- verðlaun Hagyrðingakvöldsem harm-óníkuunnendur í Húnavatnssýslu stóðu fyr- ir í félagsheimilinu á Blönduósi síðasta vetr- ardag var vel sótt og feiknagóð stemning í saln- um. Nokkrir af þekktustu hagyrðingum landsins voru mættir til leiks og fluttu misjafnlega dýrt kveðnar vísur en ynd- islega andstyggilegar á köflum svo gestirnir tóku bakföll af hlátri. Meðal hagyrðinga kvöldsins voru tveir Ból- hlíðingar, Einar Kolbeins- son, bóndi í Bólstaðarhlíð, sem hér kastar fram stöku við góðar undirtektir séra Hjálmars Jónssonar sem lengi bjó í Bólstað. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kastað fram stöku ÍMorgunblaðinu varmynd af sér BjarnaKarlssyni, þar sem hann varðist fimlega hópi sóknarbarna í fótbolta fyrsta sumardag. Baldur Garðarsson orti: Séra Bjarni sat í ró þá sýndist óþétt vörnin, hann tróð sér því í takkaskó og tæklaði sóknarbörnin. Fótboltinn getur tekið á taugarnar eins og kem- ur fram í vísu Helga Zim- sen: Stynur konan ströng og fúl, – stöðugt magnast fýlan, „leiðigjarnt er Liverpool, líka AC Mílan“. Aðaldælingar fóru til Akureyrar að keppa í glímu og lögðu mikið á sig. Þeir töpuðu glímunni og einn sveitungi þeirra gerði vísu: Það má segja um þessa menn þeir eru ekki latir tölta dægrin tvenn og þrenn til að liggja flatir. Af íþróttum pebl@mbl.is Skagafjörður | Sæluvika hefst í Skaga- firði á morgun, sunnudag, og stendur til sunnudagsins 1. maí. Að venju verður mikið sungið á Sæluviku en fjölbreytt menningardagskrá er alla vikuna. Sæluvika verður sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki síðdegis á sunnudag. Þann dag lýkur raunar alþjóðlegum hestadög- um í Skagafirði sem staðið hafa í nokkra daga og tengdir eru dagskrá Sæluviku. Á sunnudagskvöld frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sýnt er í Bifröst. Síðan tek- ur einn viðburðurinn við af öðrum, Listahátíð barnanna, myndlistarsýning- ar og handverkssýning, svo nokkuð sé nefnt. Menningardagskrá er flest kvöld- in. Á miðvikudag er málþing í Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki í tilefni af fimmtíu ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands. Á fimmtudagskvöld verður sérstök dag- skrá fyrir unga fólkið með þekktu tón- listarfólki. Úrslitakvöld hinnar árlegu Dægurlagasamkeppni á Sæluviku er föstudagskvöldið 29. apríl og söngveisla í Miðgarði á laugardeginum. Mikið sungið á Sæluviku Borgarfjörður | Atkvæði eru greidd í dag um sameiningu fimm sveitarfélaga í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar. Verði sameining samþykkt sameinast sveitar- félögin á næsta ári og kosið í bæj- arstjórn við næstu sveitarstjórnarkosn- ingar. Sveitarfélögin eru Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Skorradalshreppur í Borgarfirði og Kolbeinsstaðahreppur á Snæfellsnesi. Kjörfundur í Borgarnesi stendur frá klukkan 9 til 22 í dag en á öðrum stöðum hefst kjörfundur klukkan 11 eða 12 og lýkur klukkan 20. Allir íbúar svæðisins sem náð hafa átján ára aldri á kjördag eiga rétt á því að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Greidd at- kvæði um sameiningu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.