Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HUGSUNARLEYSINGJAR
Á TORFÆRUTRÖLLUM?
Hin viðkvæma náttúra Íslandssætir sífellt meiri ágangivélknúinna ökutækja. Í
fréttaskýringu í Morgunblaðinu í
gær kom fram að starfshópur á veg-
um umhverfisráðherra telur akstur
utan vega vaxandi og viðvarandi
vandamál. Hópurinn hefur lagt fram
ýmsar tillögur, ætlaðar til þess að
draga úr utanvegaakstri, og hefur
Sigríður Anna Þórðardóttir ráðherra
þær nú til skoðunar.
Þótt ekki væri nema vegna hrað-
vaxandi jeppa- og torfæruhjólaeign-
ar landsmanna er ástæða til að taka
þessi mál til gaumgæfilegrar skoð-
unar. Þriðji hver bíll, sem fluttur er
til landsins, er fjórhjóladrifinn jeppi
eða jepplingur. Þá kemur fram í
skýrslu starfshópsins að fjöldi tor-
færumótorhjóla og fjórhjóla hefur
margfaldazt á undanförnum árum.
Þessi fjölgun torfærutækja af ýmsu
tagi er ekki sízt vegna aukinnar efna-
legrar velmegunar þjóðarinnar. Við
verðum að tryggja að þau verðmæti,
sem fólgin eru í ósnortinni náttúru,
rýrni ekki vegna þess að menn noti
nýju græjurnar sínar heimskulega
uppi á hálendinu og á öðrum við-
kvæmum svæðum.
Starfshópur umhverfisráðherra
segir að fáfræði, skilningsleysi og
hugsunarleysi séu meðal orsaka
landspjalla af völdum utanvegaakst-
urs – raunar verður að gera ráð fyrir
að þetta séu meginorsakirnar. Í
skýrslu hópsins er m.a. bent á að er-
lendir ferðamenn virðist oft haldnir
ranghugmyndum eftir auglýsingar
ferðaþjónustunnar eða annarra og
telji að hér á landi megi aka hvar sem
er upp um fjöll og firnindi. Þá segir
hópurinn hugsunar- og skilnings-
leysið endurspeglast í auglýsingum
bifreiðaumboða og ferðaþjónustufyr-
irtækja, þar sem fjórhjóladrifnar bif-
reiðar séu sýndar í akstri utan vega
eða á ógreinilegum vegum.
Það er mikilvægt að stjórnvöld fái
þessa hagsmunaaðila, sem hér um
ræðir, til liðs við sig að draga úr
akstri utan vega. Staðreyndin er auð-
vitað sú að það er nóg til af vondum
vegum á Íslandi til að torfærutröllin
fái að njóta sín; það er engin ástæða
til að fara út fyrir skilgreinda vegi
þótt menn vilji láta reyna á fjórhjóla-
drifið. Það þarf fyrst og fremst að
stuðla að þeirri hugarfarsbreytingu
hjá ökumönnum og akstursíþrótta-
mönnum að vegir séu til að aka á
þeim, en gróið land sé bannsvæði.
Til þess að það megi verða getur
þurft að framkvæma ýmsar tillögur
nefndarinnar, til dæmis að skilgreina
betur hvað er vegur og hvað er ekki
vegur, bæta merkingar og auka upp-
lýsingagjöf. Sömuleiðis er ljóst að af-
mörkuð æfingasvæði vantar fyrir
áhugafólk um akstursíþróttir.
Aðalatriðið er hins vegar að allir
séu sammála um að það sé hvorki
íþróttamannslegt, djarfmannlegt né
skynsamlegt að aka utan vega og
tæta upp gróður eða viðkvæmar
jarðmyndanir. Einn hugsunarleys-
ingi á torfærutrölli getur valdið
skaða, sem ekki verður bættur nema
á mörgum öldum. Utanvegaakstur er
klárt lögbrot. Hins vegar vantar enn
almenna samstöðu um að hann sé
jafnframt siðferðisbrot gagnvart
landinu og náttúrunni.
ENDURHÆFING ÖRYRKJA
Öryrkjum hefur fjölgað verulegahér á landi á undanförnum ár-
um. Árið 1996 þáðu 7.577 öryrkjar
bætur hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins, en um liðin áramót var sú tala
11.199. Öryrkjum hefur einnig fjölg-
að í svipuðum mæli á öðrum Norð-
urlöndum, en sá munur er þó á eins
og fram kemur í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu í gær að hér eru
ungir öryrkjar hlutfallslega fleiri.
Ein ástæðan fyrir þessu er sögð vera
skortur á starfsendurhæfingu og
hafa nú verið lagðar fram hugmynd-
ir um að bæta úr því með því að
stofna eina miðstöð fyrir starfsend-
urhæfingu. Sú stofnun yrði á vegum
allra þeirra, sem vinna við starfs-
endurhæfingu á Íslandi. Ekki yrði
um að ræða opinbera stofnun, held-
ur rækju hana þeir, sem hagsmuna
eiga að gæta, til dæmis Trygginga-
stofnun, Vinnumálastofnun, sjúkra-
sjóðir stéttarfélaga, lífeyrissjóðir og
félagsþjónusta sveitarfélaga.
Í fréttaskýringunni er haft eftir
Sigurði Thorlacius tryggingayfir-
lækni að ósamræmi sé í vinnu þeirra,
sem meta endurhæfingarmöguleika
fólks: „Það eru mjög margir að gera
mjög góða hluti en þetta er einn alls-
herjar frumskógur.“ Starfsendur-
hæfingarmiðstöð yrði ætlað að
tryggja það að hægt verði að sjá
skóginn fyrir trjánum með því að
bæta úr skorti á samvinnu og sam-
hæfingu og markmiðið að koma í veg
fyrir að menn verði öryrkjar.
Sigurður segir að auk þess að
draga úr greiðslu örorkubóta Trygg-
ingastofnunar og lífeyrissjóða geti
starfsendurhæfing orðið til að draga
úr langvarandi greiðslu atvinnuleys-
isbóta, félagslegrar aðstoðar sveit-
arfélaga og úr sjúkrasjóðum stétt-
arfélaga. Í Svíþjóð hafi sýnt sig að
fé, sem lagt er í starfsendurhæfingu,
skili sér margfalt til þjóðarbúsins.
Þetta mál snýst einnig um reisn og
sjálfsvirðingu einstaklingsins. Það
er óviðunandi að sú kunnátta, sem
fyrir hendi er á Íslandi í endurhæf-
ingu, nýtist ekki vegna þess að sam-
ráð og samhæfingu skortir. Eins og
kemur fram í fréttaskýringunni
skiptir tíminn öllu máli fyrir þann,
sem þarf á endurhæfingu að halda til
að ná heilsu á ný. Eftir því sem
lengri tími líður án þess að gripið sé
til réttra úrræða aukast líkurnar á
því að viðkomandi einstaklingur
verði öryrki til frambúðar. Hann
missir sjálfstraustið og flosnar upp
af vinnumarkaði. Ef sérstök starfs-
endurhæfingarmiðstöð stuðlar að
því að bjarga fólki frá hlutskipti ör-
yrkjans er rétt að henni verði komið
á fót.
T
íu ár eru í dag liðin frá því
að Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn
mynduðu ríkisstjórn. For-
ystumenn flokkana, Davíð
Oddsson og Halldór Ás-
grímsson, héldu í gær
blaðamannafund þar sem þeir ræddu ár-
angurinn af samstarfinu, sem þeir segja
að hafi verið mikill. Hagvöxtur hafi aukist
um 51% á 10 árum og kaupmáttur heim-
ilanna um 55%.
„Þetta samstarf flokkanna hefur verið
afskaplega farsælt. Það hafa verið miklar
framfarir í landinu og ég vil halda því
fram að það sé ekki síst því að þakka að
það hafi verið mikill stöðugleiki í stjórn-
málunum,“ sagði Halldór.
Halldór fór á blaðamannafundinum yf-
ir árangur ríkisstjórnarinnar á þeim 10
árum sem samstarf flokkanna hefur var-
að. „Hagvöxtur hefur aukist frá 1995 til
dagsins í dag um 51%. Þjóðarframleiðsla
okkar hefur farið úr 465 milljörðum í 970
milljarða. Kaupmáttur heimilanna hefur
aukist um 55% á þessu tímabili. Skuldir
ríkisins hafa minnkað um helming síðan
þetta samstarf hófst. Ef skuldirnar væru
þær sömu og þær voru fyrir 10 árum
væru vaxtagjöld ríkisins 11 milljörðum
meiri. Atvinnuleysi er líka helmingi
minna en þegar þetta samstarf byrjaði.
Þannig að það er alveg sama hvar litið er,
árangurinn er mjög mikill og meiri en
víðast hvar í heiminum.
Þjónusta við almenning hefur breyst
mikið. Útgjöld til heilbrigðismála hafa
stóraukist eða um ein 50% frá árinu 1998.
Það er alltaf verið að tala um niðurskurð,
en sannleikurinn er sá að þarna hefur
orðið gífurleg aukning. Háskólanemum
hefur fjölgað um helming. Þeir sem byrj-
uðu í framhaldsskóla á síðasta skólaári
voru fleiri en sá árgangur sem lauk
grunnskólaprófi það ár.
Auðvitað erum við sem sitjum í rík-
isstjórninni stolt af þessum árangri og er-
um stolt af því að hafa fengið að vinna
saman með þessum hætti og skila þeim
árangri sem raun ber vitni. En rík-
isstjórnin er ekki ein um þennan árangur.
Það hefur verið gott samstarf í samfélag-
inu, við aðila vinnumarkaðarins, og okkur
er alveg ljóst að þegar svona gengur hafa
margir komið að því máli,“ sagði Halldór.
22 ráðherrar hafa setið í ríkisstjórnum
flokkanna og hafa Halldór og Davíð setið
þar samfellt allan tímann. Björn Bjarna-
son átti sæti í ríkisstjórninni sem tók við
völdum 1995, en hann hvarf úr henni um
tíma.
„Við höfum verið samstiga í þessu sam-
starfi. Auðvitað erum við ekki alltaf sam-
mála en við höfum borið gæfu til þess að
leysa öll alvarleg mál, sem upp hafa kom-
ið, með farsælum hætti. Við höfum ekki
alltaf borið það á borð, enda er það ekki
háttur manna sem vilja ná árangri,“ sagði
Halldór.
Höfum lagt áherslu
á að stækka kökuna
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
sagði, að oft væri sagt að það væri ekki
hollt mönnum að vera lengi við völd en
ríkisstjórnin hefði haft mikinn áhuga fyrir
því að draga úr sínu eigin valdi, og draga
úr skattheimtu og gefa þannig fólki og
fyrirtækjum aukið svigrúm og tækifæri.
„Að því leyti hefur þetta langa samstarf
ekki orðið til þess að menn njóti svo
valdanna að þeir vilji endilega halda þeim
hjá sér og auka þau og efla. Mér finnst
það vera góðs viti.
Við höfum haft þá trú allan tímann, að
ef svigrúmið ykist hjá fólki og fyr-
irtækjum myndi kakan stækka. Okkar
aðferð hefur því ekki verið sú að taka
meira af kökunni frá fólkinu og dreifa því
gegnum stjórnmálin heldur leita leiða til
að stækka kökuna stórfellt. Eins og Hall-
dór sagði um þjóðarframleiðsluna og hag-
vöxtinn, þá hefur það leitt til þess að
menn hafa haft úr miklu meira fé að spila
og geta þess vegna þrátt fyrir aukið svig-
rúm fólks aukið svigrúm til vísindarann-
sókna, menntunar, félagslegra þarfa og
heilbrigðisþarfa. Það hefur verið nefnt
sérstaklega með vegaframkvæmdir, að
þar sé alltaf verið að skera niður, þótt
framlög til þeirra séu helmingi hærri að
raunvirði en þegar við byrjuðum.
En eitt dæmið sýnir hvernig svona er
hægt, að vaxtabyrðin hefur lækkað um 11
milljarða á ári, eða um 44 milljarða á kjör-
tímabili. Það þýðir að við fáum tveggja
ára vegaframkvæmdir skattfrítt vegna
þess að þetta hefur verið gert með þess-
um hætti,“ sagði Davíð.
Ráðherraskiptin hafa engu breytt
Davíð sagði að samstarf flokkanna
hefði verið prýðilegt. „Við höfum náð afar
vel saman. Við erum örugglega ólíkir
menn með ólík viðhorf til margra hluta
enda í ólíkum flokkum. Það er nú þannig
innan flokka að
mála, hvað þá m
ur hins vegar gr
flokka gengur ú
girni og að taka
hverju sinni. Stu
gefa meira eftir
bara eftir efni o
ingi og þess veg
Ég vona að þan
Mér finnst að
okkar samstarf
Sumir héldu að
Hagvöxtur hefu
Tíu ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks var mynduð. Davíð
Oddsson og Halldór Ásgrímsson segja að samstarfið
hafi verið gott og skilað miklum árangri. Egill Ólafs-
son fór á blaðamannafund sem þeir héldu í gær.
Halldór Ásgrím
ÞAÐ var glatt á hjalla í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu í gærkvöldi en þar var haldið kvöld-
verðarboð í tilefni af 10 ára afmæli stjórnarsam-
starfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,
sem ber upp í dag, 23. apríl. Til veislunnar var
boðið 22 ráðherrum sem setið hafa í ríkisstjórn
Fögnuðu 10 ára stjó
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal þingforseti, Margrét Hauks-
dóttir, eiginkona Guðna, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde fjár-
málaráðherra, ræða saman í kvöldverðarboðinu í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi.
Þorsteinn
arsdóttir
björg Pál