Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 26
Radisson-SAS hótel Ísland við Ármúla hefur nú fengið nýttnafn; Park Inn Ísland. Að sögn Ingibjargar Ólafsdótturhótelstýru á Park Inn Ísland eiga sömu aðilar Radisson
SAS og Park Inn-keðjurnar en sú seinni var opnuð fyrir nokkr-
um árum og hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst á hinum
Norðurlöndunum og í Mið-Evrópu. Alls eru á sjöunda tug Park
Inn-hótela í Evrópu og mismunandi hvort þau eru þriggja eða
fjögurra stjörnu.
„Þetta er litrík hótelkeðja, þar sem þemað er gulur, rauður,
grænn og blár og fyrir bragðið er yfirbragð hótelsins létt og lit-
ríkt. Við erum með mjög rúmgóð herbergi eða frá 20 til 45 fer-
metra og getum því tekið á móti fjölskyldum á ferðalagi. En
Park Inn er ekki bara fjölskylduhótel heldur er það mjög vel í
stakk búið til að taka á móti gestum sem eru í höfuðborginni í
viðskiptaerindum því þráðlaus nettenging er í öllum herbergjum
og góð fundaraðstaða.“
Sértilboð fyrir Íslendinga
Á sumrin eru sértilboð á hótelinu fyrir Íslendinga á ferðalagi og
gestum stendur einnig til boða að kaupa kortið Get more sem
kostar 1.000 krónur. Gestir fá þá fimmtu nóttina fría og einnig
25% afslátt af veitingum á hótelinu. Kortið gildir á öllum Park
Inn-hótelunum og einnig á Radisson SAS-hótelum.
Á morgunverðarhlaðborði Park Inn Ísland er hægt að velja
sérstaka heilsurétti og á sumrin þegar veitingasalur hótelsins er
opinn á kvöldin er boðið upp á sérstaka heilsurétti á matseðli.
HÓTEL | Radisson SAS hótel Ísland
Er nú litríkt Park Inn Ísland
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstýra á Park Inn Ísland.
Park Inn Ísland Ámúla 9 Reykjavík Sími 5957000
Töluvpóstfang: info@rezidorparkinn.com
www.rezidorparkinn.com
Nánari upplýsingar um Get more kortið má fá á slóðinni
www.getmoresummer.com
26 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum, frá 2ja manna og
upp í 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni eða fáið lista.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshverfi
Danskfolkeferie orlofshverfi
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm-símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Vika íDanmörku
hertzerlendis@hertz.is
19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.*
Opel Corsa eða sambærilegur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
27
70
7
03
/2
00
5
50 50 600
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Egyptaland,land nýrra ogaldagamallasiða, hefur
ávallt verið talin
áhugaverður áfanga-
staður ferðamanna.
Þar er að finna vöggu
siðmenningarinnar og
landið hefur haft mik-
ilvægu hlutverki að
gegna í þróun ýmissa
trúarbragða, svo sem
gyðingdóms, trú krist-
inna manna og íslam.
Eitt hinna sjö undra
veraldar er þar að
finna og leynd-
ardómar fornra kon-
ungsvelda vekja mik-
inn áhuga enn í dag.
Jean Yves Andri Courag-
eux er Íslendingur. Hann, í sam-
starfi við Mexíkóann Enrique og
frönsku konuna hans Elenor, á bát
sem siglir á Nílarfljóti og þau leigja
út.
„Stemningin um borð er eins og
maður getur ímyndað sér í sögu eft-
ir Agöthu Christie á 19. öld,“ segir
Andri og bætir við „að undanskildri
morðráðgátunni að sjálfsögðu“.
Líkur upprunalegu
fyrirmyndunum
Báturinn er 37 metra húsbátur
eða „dahabieh“ sem á arabísku þýð-
ir gull og er þar vitnað í að híbýlin á
tímum Napóleons urðu að vera gull-
máluð að utan. Lagt er af stað frá
Lúxor og sextán manns geta verið á
bátnum samtímis sem er útbúinn
eins og fimm stjörnu hótel, með
heitu vatni um borð og salern-
isaðstöðu inná hverju herbergi. Mat-
urinn er einstaklega góður að sögn
Andra en það er fimm manna teymi
frá Núbíu sem sér um eldamennsk-
una. Það sem gerir þessa
bátsferð einstaka frá öðr-
um Nílarsiglingum, að
mati Andra, er að bát-
urinn er það líkur upp-
runalegu fyrirmynd-
unum. Hann siglir á
seglum niður fljótið en
eitt af sérkennum fljótsins
er að vindáttin er alltaf sú
sama og blæs frá norðri
til suðurs. „Það er því
nánast engin hljóð-
mengun og tímaskyn glat-
ast algjörlega, stundum sést til
hvorugra bakkanna við fljótið.
Dahabieh getur numið staðar hvar
sem er þar sem bátskelin er al-
gjörlega flöt.
Það kemur fyrir að maður mæti
risahópum, kannski 30 mótorbátum
saman sem geta aðeins stoppað á
helstu túristastöðunum, en við gát-
um farið hvert sem var og á af-
skekktustu staði, jafnvel stoppað við
eyjar í fljótinu,“ segir Andri. Hann
bætir við að gaman hefði verið að
hitta heimamenn sem eru upp til
hópa afar gestrisnir og lifa ansi
frumstætt, en 90 prósent fólksins lif-
ir við fljótið og það er nánast eins og
það stigi beint út úr Biblíusögunum.
Veðrið alltaf gott
Andri stefnir á að fara aftur fljót-
lega þar sem veðrið í þessum heims-
hluta er alltaf gott. „Á sumrin getur
orðið allt að 45 stiga hiti en á fljótinu
er stöðugur byr og sundsprettir
mjög tíðir, á veturna er svo aftur á
móti gott hitastig þó að maður þurfi
að geta gripið í peysuna þegar
kvölda tekur.“ Spurður um sínar
bestu minningar úr ferðinni segist
hann hafa notið fjölbreytninnar:
„Siglingin var svo notaleg en það
var líka frábært að stoppa við helga
menningarstaði og finna löngu
gleymd hof eins og maður væri að
uppgötva leyndardóma Egypta-
lands í fyrsta sinn,“ segir æv-
intýramaðurinn með glampa í aug-
unum, og er greinilega ekki með
hugann við slydduna fyrir utan
gluggann. Sigling að hætti alvöru
hefðarfólks um sögufrægar slóðir
og spennandi menningarheima er
líka ansi heillandi, það er ef litla,
þybbna menn með yfirvararskegg
að nafni Poirot er ekki að finna um
borð.
Á seglbát niður Nílarfljót
EGYPTALAND
„Stemningin um borð
er eins og maður get-
ur ímyndað sér í sögu
eftir Agöthu Christie
á 19. öld,“ sagði Jean
Yves Andri Courag-
eux sem rekur bát á
Nílarfljóti.
Nánari vefupplýsingar
www.nourelnil.com
Báturinn er útbúinn eins og fimm stjörnu hótel, með heitu vatni um
borð og salernisaðstöðu inná hverju herbergi.
Báturinn siglir undir seglum niður
fljótið en eitt af sérkennum fljótsins
er að vindáttin er alltaf sú sama og
blæs frá norðri til suðurs.
Skíðaferðir til Aspen
Sala er hafin hjá GB Ferðum á skíða-
ferðum til Aspen í Colorado næsta
vetur. Um er að ræða þrettán 10
daga ferðir. Fyrsta ferðin er jólaferð
og síðan koll af kolli alla mánudaga
til 1. apríl. Boðið er upp á svítuhótelið
Aspen Meadows en svíturnar eru
þær stærstu í Aspen (40–90 fer-
metrar). Einnig verður boðið upp á
hús (allt að 500 fermetrar) fyrir 8–
20 manna hópa. Flogið er beint til
Aspen. Að auki verður boðið upp á
1–2 daga helgarpakka í Minneapolis í
lok hverrar ferðar. Hinn 24. mars sl.
áskotnaðist GB Ferðum sá heiður að
vera valdar sem Preferred Travel
Partner Aspen Snowmass. GB Ferðir
er eina ferðaskrifstofan á Norð-
urlöndum sem hefur hlotið þessa út-
nefningu.
Beint leiguflug til Sardiníu
Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn, í
beinu flugi, ferð til Miðjarðarhafseyj-
unnar Sardiníu dagana 22.–29. sept-
ember næstkomandi. Eyjan tilheyrir
Ítalíu og liggur skammt sunnan við
frönsku eyjuna Korsíku. Hún er um
fjórðungur Íslands að stærð en íbúa-
fjöldinn er um 1,5 milljónir.
Eyjan er orðlögð fyrir náttúrufegurð
og helsta einkenni eyjarinnar er tær
sjórinn og ein hreinasta strandlengja
við Miðjarðarhafið. Víða eru minjar
um ævaforna byggð en mannvist-
arleifar á Sardiníu má rekja allt aftur
til steinaldar. Í boði verða kynn-
isferðir með fararstjórum Heims-
ferða. Flogið verður til Alghero á
norðvesturströndinni og dvalið á
glæsihótelinu Baia di Conte í viku.
Veðurfar á Sardiníu er einstakt og
sumarið er langt, frá apríl fram í nóv-
ember. Í september er með-
alhitastigið 26 gráður.
Verð þessarar jómfrúarferðar til
Sardiníu er frá 89.990 kr. fyrir flug
og skatta ásamt gistingu með fullu
fæði (miðað er við gistingu í tvíbýli).
Sumarbæklingur
Vesturferða
Nú á vordögum kom út sumarbækl-
ingur Vesturferða. Í honum er að
finna upplýsingar um allar ferðir
Vesturferða í sumar, bæði gamla
smelli svo sem heimsóknir í Vigur og
á Hesteyri auk nokkurra nýjunga. Þar
má nefna nýuppfærða skoðunarferð
um Ísafjörð sem ber heitið Krókar og
kimar Ísafjarðar. Auk þessa hefur
verið efnt til samstarfs við ferða-
þjóna annars staðar á svæðinu, með-
al annars um bátsferðir í Skáleyjar á
Breiðafirði og í Grímsey á Stein-
grímsfirði.
Sjórinn er tær við strendur Sardiníu.