Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGINN 23. apríl nk. munu íbúar í fimm sveitarfélögum, Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Skorradalshreppi, greiða atkvæði um sameiningu sveitar- félaganna. Und- anfarna mánuði hafa sveitarstjórnarmenn átt í viðræðum og undirbúið samein- inguna eins vel og kostur er. Við íbúar í Borgarbyggð þekkj- um orðið ágætlega til hvernig sameining- arferli gengur fyrir sig og hvaða áhrif sameining hefur á okkar nánasta um- hverfi. Eins og geng- ur og gerist í öllum málum eru menn á misjafnri skoðun um kosti þess og galla að sameina sveitarfélög en heilt yfir má segja að almenn sátt ríki um þær samein- ingar sem áttu sér stað 1994 og 1998 hér í Borgarfirði og á Mýrum. Menn hafa lært af reynslunni og ef hnökrar hafa komið upp vita menn nú hvað má betur fara og hvernig við getum bætt okkur. Tækifærin eru framundan Sveitarfélög í dag eru í sam- keppni um fólk og fyrirtæki. Ákveð- in stærð sveitarfélaga skapar möguleika á að veita flesta þá þjón- ustu sem íbúar sækjast eftir. Þessi fimm sveitarfélög sameinuð í eitt munu hafa mikla möguleika á að veita fyrsta flokks þjónustu íbúum sínum. Við teljum okkur reyndar hafa einstaka möguleika umfram aðra. Fyrst má telja sögu svæðisins. Sagnaarfinn. Hér drýp- ur sagan af hverju strái og hafa menn náð að virkja hluta þeirrar sögu t.d. í Snorrastofu í Reykholti og með til- komu sýningar um Landnám Íslands og Egilssögu í Borgarnesi. Menningarlega tengist svæðið því frá landnámi. Félagslega og menn- ingarlega eru ekki landamerki á milli þess- ara sveitarfélaga en mikil hefð er fyrir sam- starfi og í fjórum þess- ara fimm sveitarfélaga er sameiginleg fé- lagsþjónusta. Þá má það teljast einstakt að í 3.500 manna samfélagi blómstri tveir háskólar í sambýli við hefðbundnar atvinnu- greinar á ekki stærra atvinnusvæði. Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri og starfsemi Snorrastofu eru vissulega okkar helstu vaxtarsprotar í dag en öflugur landbúnaður, ferðaþjónusta, iðnaður og verslun eru einnig að- alsmerki svæðisins. Samkeppnishæfni Með breyttum atvinnuháttum og bættum samgöngum gerist það æ algengara að fólk stundi sína vinnu fjarri heimili og telji ekki eftir sér að aka til vinnu langar leiðir. Þetta er sá nýi veruleiki sem blasir við okkur Íslendingum. Og þetta er sá veruleiki sem við blasir í nýju sveit- arfélagi. Það eru engar girðingar þegar kemur að atvinnusókn á svæðinu. Það eru helst við sveit- arstjórnarmenn sem verðum þess varir í umsóknum íbúa um þjón- ustu. Við höfum vel þekkt dæmi þess að fyrirtæki kjósa frekar að setja niður starfsemi sína í sveitar- félagi sem býr yfir traustri og fag- legri stjórnsýslu og háu þjón- ustustigi. Við munum hafa getu til að taka við nýjum verkefnum og aukinn slagkraftur verður í atvinnu- og byggðamálum og betri nýting tekjustofna. Fjárhagurinn Sveitarfélögin fimm koma sem jafningjar að þessu sameining- arborði. Öll eru þau ágætlega sett fjárhagslega á landsvísu og ekki um það að ræða að fjárhagsvandræði setji svip sinn á sameining- arumræðuna. Allar upplýsingar um fjármál sveitarfélaganna má finna á heimasíðunni sameining.is. En hvað gerist ef íbúar hafna sameiningu? Óbreytt landslag þessara fimm sveitarfélaga myndi draga kraft úr stjórnsýslunni og áfram myndi hver bauka í sínu horni, vinna að sömu málunum fyrir sama svæðið í fimm sveitarstjórnum. Valdið heim í hérað Með því að fá verkefni í auknum mæli heim í hérað færum við valdið og áhrifin í hverjum málaflokki nær íbúunum og getum rekið heild- stæðan málaflokk í velferðarmálum og málefnum fjölskyldunnar. En til að hafa getu til að taka við nýjum verkefnum þarf að vera fyrir hendi sterkt stjórnsýslustig. Að öðrum kosti heldur rekstur byggða- samlaga áfram. Það er slæmur kostur að mínu mati, kostar tíma og peninga og þeim peningum er betur varið í annað. Utankjörfundaratkvæði Mikilvægt er að þeir sem ekki verða heima á kjördag leiti til sýslu- manna þar sem hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar. Miklar og góðar upplýsingar liggja fyrir á heimasíðunni www.sameining.is en þar eru öll fréttabréf sameining- arnefndar í eina sæng vistuð ásamt málefnaskránni. Nýtum atkvæðið okkar Eins og sjá má er ég sannfærð um kosti þess að sameina þessi sveitarfélög. Eðlilega eru ekki allir samþykkir sameiningu en mik- ilvægt er að fólk fái sem mestar og bestar upplýsingar og að öll spil séu lögð á borðið. Sameiningarnefnd hefur sent frá sér málefnaskrá þar sem farið er yfir helstu málaflokka. Málefnaskráin er viljayfirlýsing okkar sveitarstjórnarmanna sem komið hafa að þessari vinnu um það hvernig við sjáum fyrir okkur að nýtt sveitarfélag verði. Það er spennandi tækifæri í höndum okk- ar, tækifæri til að efla okkar heima- byggð og leggja drög að sterku og kraftmiklu samfélagi. Ég hvet alla þá sem atkvæðisrétt hafa til að mæta á kjörstað og leggja atkvæði sitt á vogarskálarnar. Ég mun segja já við þessari sam- einingu. Sameining.is – kjósum í dag Helga Halldórsdóttir fjallar um sameiningarkosningar fimm sveitarfélaga Helga Halldórsdóttir ’Sveitarfélög ídag eru í sam- keppni um fólk og fyrirtæki. ‘ Höfundur er forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar og er í sameiningarnefnd. MÁLEFNI Menntaskólans á Ísa- firði hafa mjög verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu – um of myndi einhver segja. Stór orð hafa fallið og digrar yfirlýsingar um stjórnunarhætti, stöðu- veitingar, samskipti og fleira. Því miður hefur sú umræða öll ein- kennst meira af kappi en forsjá og margar rangfærslur verið hafð- ar í frammi sem æra myndi óstöðugan að elta allar uppi. Skólans vegna get ég þó ekki lát- ið hjá líða að leiðrétta nokkur atriði sem fram hafa komið síðustu daga – um leið og ég harma það að þurfa þar með að eiga orðastað við einn af kennurum skólans í fjölmiðlum. Við því er þó ekkert að gera. Í grein sem Hermann Níelsson, íþróttakennari, skrifaði í sunnu- dagsblað Morgunblaðsins um síð- ustu helgi eru hafðar í frammi fjöl- margar fullyrðingar sem í besta falli eru villandi, í versta falli ósann- indi. Að svo stöddu læt ég nægja að leiðrétta þrjár augljósustu rang- færslurnar í grein Hermanns, en þær eru eftirfarandi: 1) Að „minnst fimm stjórnsýslu- kvartanir hafi borist mennta- málaráðuneytinu“ vegna stjórn- arhátta í Menntaskólanum á Ísafirði. Hið rétta er að ein kvörtun hefur borist ráðuneytinu frá Félagi framhaldsskólakennara þar sem höfð eru uppi gífuryrði í garð und- irritaðrar. Kvörtun þessi nær ekki máli sem stjórnsýslukæra, en þar er vísað til fimm starfsmannamála, þ.e. fyrirspurna sem starfsmenn skólans hafa beint til lögfræðings KÍ til þess að kanna réttindi sín. Flest eru málin útkljáð innan skól- ans og ekkert þeirra varðar sam- skiptahætti heldur er um að ræða stjórnunarákvarðanir sem hafa haft áhrif á starfsskilyrði viðkomandi kennara. Stjórn Skólameistarafélags Íslands hefur sér- staklega kynnt sér mál þessara fimm starfsmanna sem vís- að er til og komist að þeirri niðurstöðu að þar hafi verið um mál að ræða sem hver ein- asti skólameistari hefði séð ástæðu til að taka á með sambæri- legum hætti. 2) Hermann full- yrðir, og segir alkunn- ugt, að einn af nústarfandi sviðs- stjórum við skólann hafi ekki réttindi til að gegna stöðu sviðs- stjóra „og ætti því að hafa verið sagt upp“. Þetta er rangt, allir nú- starfandi sviðsstjórar skólans hafa kennsluréttindi í faggrein á sínu sviði. 3) grein sinni rekur Hermann aðdraganda þess að sambýliskonu hans, Ingibjörgu Ingadóttur, var veitt áminning fyrir vanrækslu við yfirferð prófa í ENS 103, en hún hefur nú höfðað mál á hendur skól- anum til ógildingar áminningunni. Fer Hermann þar með rangt mál, einkum varðandi leiðréttingar yf- irstjórnenda og fjölda einkunna sem breytt var í fyrstu yfirferð. Er skemmst frá því að segja að nið- urstaða óháðs aðila sem fór yfir prófin kom heim og saman við nið- urstöður stjórnenda, eins og koma mun á daginn þegar dómur er fall- inn og málsgögn verða birt. Því miður er það yfirleitt svo að sá sem rýfur friðinn, hann stjórnar umræðunni, eins og dæmin sanna. Það er athyglisvert að sjá í fyrr- nefndri grein hvernig allar þær nafnlausu rangfærslur og persónu- árásir sem hafa verið hafðar í frammi á undirritaða, einkum í DV, eru nú að fá á sig nafn og andlit í grein Hermanns Níelssonar. Ég harma það mjög, en veit jafnframt að Hermann talar ekki fyrir munn margra. Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Menntaskólann á Ísafirði fer með friði í samskiptum við yf- irstjórn skólans og vill halda þann frið. Í sameiningu höfum við áorkað miklu á undanförnum árum. Okkur hefur tekist að auka aðsókn að skól- anum um þriðjung, stórfjölga rétt- indakennurum, minnka brottfall nemenda og auka námsframboð. Ekki síst höfum við staðið vörð um gæði skólastarfs og náð markverð- um árangri á því sviði. Þessum ávinningi er nú ógnað með þeirri niðurrifsumræðu sem staðið hefur eins og linnulaust hret á skólanum undanfarna tvo mánuði, til skaða fyrir alla hlutaðeigandi og ekki síst hið vestfirska samfélag sem á svo mikið undir því að þar sé haldið uppi öflugu og metnaðarfullu skóla- starfi. Umræða undanfarinna vikna hef- ur engu skilað til góðs, ekki fyrir málsaðila og síst af öllu fyrir skól- ann. Er mál að linni. Niðurrifsumræða um Menntaskólann á Ísafirði Ólína Þorvarðardóttir fjallar um málefni Menntaskólans á Ísafirði ’Skólans vegna get égþó ekki látið hjá líða að leiðrétta nokkur atriði sem fram hafa komið síðustu daga – um leið og ég harma það að þurfa þar með að eiga orðastað við einn af kennurum skólans í fjölmiðlum.‘ Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. ALLIR pólitíkusar á Íslandi (aðrir en margt Samfylkingarfólk) eru orðnir svo hrifnir af Össuri Skarphéðinssyni. Og þeim finnst Ingibjörg Sólrún eiginlega ómögu- leg. Þetta fólk; framsóknarmenn, vinstri grænir, sjálfstæðismenn og gott ef ekki frjáls- lyndir, er fullt hjartahlýju og hjálpsemi í garð Samfylkingarinnar og leggur meira en fúslega gott til hennar mála. Þetta fólk spekúlerar al- varlegt í bragði og kemur svo með sitt mat: Össur væri vissulega betra val en Ingibjörg. Hvað myndu menn gera í fótbolta? Fótboltalíkingar eru mikið notaðar þessa dagana (gul spjöld, skriðtækl- ingar o.fl.). Hér er ein til: Ef ég stýrði fótboltaliði og vildi vinna leik, hvort kysi ég þá að spila á móti Manchester United eða Lunch United (Jóni Steinari og félögum)? Svar: Ég myndi heldur vilja spila við lakara liðið ef ég vildi vinna. Ef ég vildi heyja stjórnmálabaráttu gegn Samfylk- ingunni – væri til að mynda í Sjálf- stæðisflokknum, eins og Illugi Gunnarsson (sem spekúleraði í eigin sjónvarpsþætti), þá vildi ég að Samfylkingarliðið kysi yfir sig þann formann sem auðveldara væri að kljást við. Þess vegna leiddi Illugi Gunnarsson rök að því að Össur væri betri formann- skostur en Ingibjörg. Er þetta umhyggja fyrir Samfylkingunni? Svo tók Ögmundur Jónasson sig til og spekúleraði. Hann fagnaði því að Össur nálgast VG, „biðlar til vinstri“. Ögmundur sagði að Ingibjörg Sólrún væri lengra til hægri = breska New Labor = Tony Blair. Hvernig Ögmundur komst að þessari niðurstöðu er ráðgáta, en það segir sig sjálft að þeir sem taka mark á hinum glögga Ögmundi, þeir ættu að fara að ráðum hans og kjósa Össur. Framsóknarfólkið, Siv og fleiri, hefur flutt skoðun sem leiðir til sömu niðurstöðu: Össur er líklegri til að geta unnið með öðrum flokk- um, segja þau, og hann getur orðið forsætis- ráðherra af því að það er hægt að vinna með honum. Maður sér fyrir sér hvað hann Össur er kammó þegar hann er að spauga við Halldór Ásgrímsson, sem ljómar upp í brosi – þeir færu létt með að smella saman ríkisstjórn. Er hún ekki hlýleg og falleg þessi umhyggja fyrir Samfylking- unni? Finnst okkur það ekki öld- ungis einsýnt að þessi heilræði séu sett fram til að auka veg og virðingu Samfylkingarinnar? Hvað gæti þessu fólki gengið ann- að til? Hver gersigraði Sjálfstæðisflokkinn? Svona liggur í þessu: Það er ekki vitund skrýtið að vinstri grænir og framsóknarmenn mæli með Össuri umfram Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er í þeirra augum (og margra annarra) hinn mikli sigurvegari úr Borginni. Leiddi R- Listann margsinnis til glæstra sigra. Jafnvel aðmírállinn Björn Bjarnason beið lægri hlut fyrir Ingibjörgu og mælir nú með Öss- uri, að sjálfsögðu. Við munum að fólk úr Fram- sókn og Vinstri grænum varð kol- vitlaust þegar hún ætlaði að leggja nafn sitt opinberlega við Samfylkinguna. „Við ætlum ekki að hjálpa til við að búa til leiðtoga fyrir Samfylkinguna.“ Það er reyndar mín skoðun að framferði Vinstri grænna þegar þeir og Framsókn neyddu Ingi- björgu til að segja sig frá borg- arstjóraembætti hafi kostað fé- lagshyggjuöflin ríkisstjórnarsetu á þessu kjörtímabili. Ef Framsókn hefði setið ein uppi með þann hrottaskap, sem Ingibjörg var beitt, hefði ríkisstjórnin tapað meirihluta sínum – en það er önn- ur saga. Þess vegna hrópa þeir: „Áfram Össur!“ Aftur að kosningahjálp Össurar frá andstæðingum Samfylkingar. Það væri auðvitað skelfilegt fyrir Vinstri græna og Framsókn- arflokkinn, ef Ingibjörg Sólrún leiddi Samfylkinguna í næstu kosningum. Undir forystu Ingi- bjargar tæki Samfylkingin frá þeim alltof mörg atkvæði. Þetta er ísköld og yfirveguð niðurstaða herstjóranna úr þessum flokkum. Þess vegna eru slysavarnir ástundaðar þessa dagana og hróp- að Áfram Össur! Af hverju vilja andstæðingarnir Össur? Lárus Ýmir Óskarsson fjallar um formannskjör í Samfylkingunni ’Að sjálfsögðuvilja andstæð- ingarnir keppa við lakara liðið. Hver vill það ekki?‘ Lárus Ýmir Óskarsson Höfundur er leikstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.