Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Valur Ásgeirsson trúbador, sem gerði garðinn fyrst frægan með sigri í Trúbadorakeppni Rásar 2 í fyrrasumar, var að ljúka við hljóm- plötu sem koma á út í lok maí. Helgi Valur segir að upptökur hafi gengið mjög vel. Hann segir að platan komi líklega til með að heita Demise of Fa- ith. „Það er búið að setja útgáfuna á 30. maí,“ segir hann. Upptökustjóri er Jón Ólafsson, fyrrum Possibillies-maður. „Það var mjög gott að vinna með honum,“ seg- ir Helgi Valur. „Það var þannig að ég vann Trúbadorakeppni Rásar 2 og sem verðlaun fékk ég m.a. ferð á trúbadorahátíð sem haldin var í Nes- kaupstað. Við Jón urðum samferða; spjölluðum mikið á leiðinni og náðum vel saman. Hann bauð mér að gera demó heima hjá sér, sem ég og gerði. Ég sendi þetta demó til Skífunnar [núna Senu] og hún vildi gefa þetta út,“ segir hann. Betra að ráða sjálfur Helgi Valur var áður í hljómsveit- inni Moonstyx. Af hverju ákvað hann að gerast trúbador? „Það er bara þægilegra að fá að ráða sjálfur en að þurfa að hafa einhverjar fimm skoð- anir. Svo finnst mér trúbadorinn eig- inlega hafa svolítið slæmt orð á sér. Þegar minnst er á trúbador sér fólk alltaf fyrir sér feitan karl með bjór, alltaf fullur að spila á kassagítar. Mér finnst vera miklir möguleikar fyrir hendi og tækifæri til að breyta þess- ari staðalímynd,“ segir hann. Helgi Valur fór til útlanda sumarið 2004 og vann fyrir sér með spila- mennsku. „Ég ákvað að ef ég ætlaði að fara að spila þyrfti ég að gera það af alvöru, úti á götu, ekki með neinn magnara eða neitt. Það gekk bara svona ansi vel.“ Hann dvaldi í Kaup- mannahöfn og Malmö og segir að vel hafi verið hægt að framfleyta sér á þennan hátt. „En það er auðvitað hellings vinna. Þetta er hark.“ Tónleikaferð í sumar Lögin á plötunni urðu til á þriggja ára tímabili, flest á síðasta ári. „Flest þeirra eru útsett þannig á plötunni að ég get vel flutt þau á tónleikum, utan kannski eitt, sem er nokkuð erfitt, en ekki ómögulegt.“ Helgi Valur segist ekki vera með frekari utanfarir á dagskrá á næst- unni. „Ég ætla að fylgja plötunni eftir og fara í tónleikaferð í sumar,“ segir hann. Tónlist | Fyrsta plata trúbadorsins Helga Vals tilbúin Ekki feitur karl með bjór Morgunblaðið/Golli „Ég sendi þetta demó til Skífunnar [núna Senu] og hún vildi gefa þetta út.“ Bara ef þetta væri nú alltaf svona einfalt eins og hinn efnilegi trúbador, Helgi Valur Ásgeirsson, lýsir sinni reynslu. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Breska unglingastjarnan MattJay, sem var í Busted, hefur kúplað sig frá gamla vinahópnum sínum til þess að geta náð tökum á áfengisvanda sínum. Jay hefur að sögn breskra dag- blaða fyrirskipað að hann vilji ekki taka við símtölum frá gömlum vinum sínum á borð við James Bourne, sem var með hon- um í Busted. Hann er nú á Priory-meðferð- arstofnuninni og telur að gömlu vinirnir geti haft spillandi áhrif á sig og gert sér erf- iðara að reyna að hætta að drekka. Eina manneskjan sem hann vill hitta og tala við er Emma kærasta hans. Fólk folk@mbl.is Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar. The Motorcycle Diaries kl. 5 - 8 Beautiful Boxer kl. 10,30 Napoleon Dynamite kl. 4 - 8 Vera Drake kl. 5.40 - 10 Shake hands with the Devil kl. 3.30-8.15 Ring of Fire kl. 6 Bítlabærinn Keflavík kl. 10,10 Don´t Move kl. 3 b.i. 16 The Mother kl. 5,45 Garden State kl. 8 b.i. 16 9 Songs kl. 10,15 b.i. 16 Beyond the Sea kl. 3 Life and Death of Peter Sellers kl.5.30 - 10.30 Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14 Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd sem gerður hefur verið, eftir snillinginn Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og tónlist. Stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra. Ein vinsælasta kvikmyndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi Byggð á metsölubók Clive Cussler Kvikmyndir.is  S.V. MBL Ó.H.T Rás 2 Nýjasta meistarastykki meistara Mike Leigh, sem hefur rakað til sín verðlaunum og hlotið mikið lof hvarvetna. Stórkostleg vegamynd sem hefur farið sigurför um heiminn, fengið lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna. 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.