Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bólusetningar gegn smitsjúkdómum; árangur og væntingar Málþing fyrir almenning og ráðamenn, haldið í tilefni af degi ónæmisfræðinnar Laugardaginn 30. apríl 2005, kl 13-16 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Rvk Dagskrá: 13:00-13:10 Friðrika Harðardóttir, formaður Ónæmisfræðifélags Íslands: Dagur ónæmisfræðinnar; hvers vegna? 13:10-13:20 Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra: Ávarp. 13:20-13:40 Ingileif Jónsdóttir, dósent: Bólusetningar gegn smitsjúkdómum; hvað gegn hverju? 13:40-14:00 Þórólfur Guðnason, læknir: Bólusetningar á Íslandi; sögulegt yfirlit. 14:00-14:20 Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, læknir: Íslenskar rannsóknir á bólusetningum gegn pneumókokkasýkingum; við getum lagt okkar að mörkum! 14:20-14:40 Kaffihlé 14:40-15:00 Þórólfur Guðnason, læknir: Bólusetningarátak á Íslandi gegn meningókokkum C; árangur strax? 15:00-15:20 Ólafur Guðlaugsson, læknir: Varnir gegn fuglaflensufaraldri; hvað er til ráða? 15:20-15:40 Þórólfur Guðnason, læknir: Eru bólusetningar hættulegar? 15:40-16:00 Ingileif Jónsdóttir, dósent: Bólusetningar til að vernda nýbura; framtíðarsýn. Fundarstjóri er Friðrika Harðardóttir, formaður Ónæmisfræðifélags Íslands. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Heilbrigðisstarfsfólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Dagur ónæmisfræðinnar http://www.dayofimmunology.org/ Ónæmisfræðifélag Íslands http://www.hi.is/fel/onaemi/ Við erum alveg að hafa þetta, vinur, ég þarf ekki orðið að nota nema puttana á annarri hendinni til að telja þessa titti. Hinn fyrsta maínæstkomandilækkar smásölu- álagning á flestum lyfseð- ilsskyldum lyfjum um 3%, þ.e. lyfjum sem kosta undir 1.000 kr. eða yfir 1.200 kr. Þetta er hluti af áfanga- lækkunum á smásölu- og heildsöluálagningu en í september 2006 er stefnt að því að heildsöluverð verði hliðstætt meðalverði í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Í nóvember sama ár er svo stefnt að því að smásöluverð verði svip- að og meðalverð í Danmörku og Finnlandi. Spurningar hafa vaknað hvers vegna miðað sé við Finnland í þess- um efnum þar sem smásöluverð sé hæst meðal Norðurlandanna. Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslu- nefndar, sem ákveður leyfilega há- marksálagningu lyfseðilsskyldra lyfja í heildsölu og smásölu hér- lendis, segir rétt að Finnar séu með hæstu smásöluálagninguna en endanlegt verð sé svipað því sem gerist í Svíþjóð. Enginn virðis- aukaskattur er lagður á lyfseðils- skyld lyf í Svíþjóð en skatturinn er 8% í Finnlandi. Aðspurður segir Páll að ákveðið hafi verið að miða við Finnland í þessum efnum vegna þess að lyfsalar hefðu talið sanngjarnara að miðað væri við það land heldur en ef einvörðungu væri miðað við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Páll segir bæði heild- og smásölu vera í einni keðju í Nor- egi og þá væri allur gróði tekinn í heildsölunni en ekki í smásölunni. Hann bendir á að í Svíþjóð eigi rík- ið alla lyfjasölu þar sem sænsk stjórnvöld hafi talið hagkvæmast að ríkið sæi um lyfjasölu. Annað sem studdi það að taka Finnland með í reikninginn, að mati Páls, er að svipaðar aðstæður séu þar og á Íslandi auk þess sem Finnland hafi komið sér upp með formlegum hætti ákveðinni lyfja- stefnu sem talin er vera mjög til fyrirmyndar. Í því er fólgið hvern- ig lyf séu notuð og einnig hvernig greiðsluþátttöku sé háttað. Ekki hefur verið komið á formlegri lyfja- stefnu í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð en verið er að vinna að slíkri stefnu hérlendis og er þá tekið mið af stefnu Finna að sögn Páls. Aðstæður á Norður- löndunum bornar saman Páll segir að ákveðið hafi verið að setja saman vinnuhóp sem ætl- að sé að fara yfir og bera saman að- stæður á Norðurlöndunum hvað snertir lyfsölu. Í löndunum er margt sem er ólíkt í þessum efnum s.s. hvað varðar skattheimtu auk þess sem gerðar eru mismunandi kröfur til lyfsölu í þessum löndum að sögn Páls. Bendir hann á að meiri kröfur hafi verið gerðar til lyfsölu hér á landi í sumum tilvik- um en annars staðar og taka þyrfti tillit til þess annaðhvort með því að slaka á þessum kröfum eða meta þær til verðs. Aðspurður segir hann stífar kröfur gerðar hérlendis um umönnun apóteka, hámarksfjölda lyfseðla sem hver lyfjafræðingur má afgreiða á dag auk þess sem gerðar séu strangar kröfur til hús- næðis hér. T.a.m. þá mega starfs- menn lyfjaverslunar ekki hafa sameiginlega snyrtingu með ann- arri starfsemi í viðkomandi hús- næði. Páll bendir á að á móti komi að á einhverjum sviðum séu gerðar meiri kröfur á Norðurlöndunum hvað þetta snertir. „Það sem okkur þykir skynsamlegt að laga munum við gera tillögu um til ráðherra, að öðrum kosti meta það til verðs, eða reyna að gera sér grein fyrir kostnaðinum af því,“ segir Páll. Hann segist eiga von á því að vinnuhópurinn taki til starfa fljót- lega, en hann samanstendur af fimm manns. Tveir koma frá lyfja- greiðslunefnd, tveir frá lyfsölum auk oddamanns. Báðir aðilar hafa sameiginlega farið fram á að fá ákveðinn aðila sem oddamann en beðið er eftir að fá endanlegt já- kvætt svar. Fyrsta skref lækkunar á lyfja- verði kemur til framkvæmda 1. maí nk. Þá lækkar álagningarpró- senta á flestum lyfseðilsskyldum lyfjum um 3%, en hins vegar hækkar krónutöluálagningin um 90 kr. En álagningu er annars veg- ar skipt í prósentur og hins vegar í krónutölu. „En þetta verður til lækkunar á nærri því öllum lyfj- um,“ segir Páll. Hann segir enn- fremur að það sé ljóst að lyf hér- lendis séu dýrari en á Norður- löndunum en verið sé að draga úr þessum mun. Hann segir lyfjagreiðslunefnd vinna að því að undirbúa lækkun á heildsöluverði lyfja sem tekur gildi 1. september nk. Hann segir ekki liggja nákvæmlega fyrir hversu mikil lækkunin verði en segir að hún verði töluverð. Tveimur mán- uðum síðar, hinn 1. nóvember, lækkar smásöluverð svo á nýjan leik. Heildsöluverðið lækkar svo aftur ári síðar, eða 1. september 2006. „Það verður þá jafnt heild- söluverði í Noregi, Danmörku og í Svíþjóð,“ segir Páll og bætir því við að 1. nóvember sama ár verði smá- söluverð orðið hliðstætt því sem það er í Danmörku og Finnlandi. Fréttaskýring | Fyrsti áfangi lækkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum verður 1. maí nk. Lyfseðilsskyld lyf lækka Vinnuhópur skipaður til þess að bera saman aðstæður á Norðurlöndunum Lyfjaverð lækkar í áföngum fram á næsta ár. Verð verði sambærilegt og hjá öðrum Norðurlöndum  Í 4. gr. reglugerðar um lyfja- greiðslunefnd segir: „Til að ná markmiðum lyfjalaga um að halda lyfjakostnaði í lágmarki skal lyfjagreiðslunefnd sjá til þess að lyfjaverð hér á landi sé að jafnaði sambærilegt við verð í viðmiðunarlöndum á Evrópska efnahagssvæðinu, sem eru Dan- mörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð.“ Þá skal nefndin fylgjast með verðlagningu lyfja í heild- og smásölu og greiðsluþátt- tökuverði í þessum löndum. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.