Morgunblaðið - 03.06.2005, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÚ ER KOMIÐ
AÐ ÍSLANDI
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Síðustu áratugi hefur gengið
sannkallað Thomas-Bernhard-
æði meðal evrópskra
bókmenntaunnenda.
Nú er komið að Íslandi!
STEINSTEYPA EFTIR THOMAS BERNHARD
SINUELDUR kviknaði undir Geitafelli við
Þrengslaveg um eittleytið í gær, en björgunar-
þyrla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var
þar við æfingar. Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi kviknaði eldur út frá blysi sem notað var
við æfinguna og dreifðist um stórt svæði.
Að sögn lögreglu fór allt tiltækt slökkvilið
frá Þorlákshöfn og Hveragerði á staðinn en
slökkvistarf gekk erfiðlega og var því kallað
eftir hjálp frá Reykjavík. Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins (SHS) sendi vatnsbíl með
átta tonn af vatni á vettvang og tvo menn til að-
stoðar. Búið var að ráða niðurlögum eldsins
um klukkan hálffimm í gær.
Snorri Baldursson, slökkviliðsstjóri í Hvera-
gerði, sagði að um mikinn eld hafi verið að
ræða og aðstæður ekki áskjósanlegar sökum
breytilegrar vindáttar. Telur hann að gróður
hafi brunnið á um 10 hektara svæði. Að sögn
Snorra komu 30 manns að slökkvistarfinu;
átján frá Hveragerði, 10 frá Þorlákshöfn og
tveir frá Reykjavík.
Morgunblaðið/RAX
Blys olli miklum sinueldi
á um 10 hektara svæði
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, virðir hér fyrir sér ásamt
forseta skoska þingsins, George Reid, hraunstein frá Þingvöll-
um sem Alþingi færði skoska þinginu að gjöf sl. haust. Að sögn
Halldórs er heiðargæsaregg úr graníti ofan á steininum með
áletruninni „Með lögum skal land byggja“. Egginu hefur nú
verið komið fyrir í garði skoska þinghússins í Edinborg en
Halldór bendir á að egg heiðargæsarinnar hafi orðið fyrir val-
inu þar sem heiðargæsin verpir á Íslandi og fer svo til Skot-
lands yfir vetrartímann.
„Okkur hefur verið tekið með kostum og kynjum. Það er
gaman að koma aftur í þetta glæsilega þinghús og við höfum átt
mjög gagnlegar viðræður bæði við forseta skoska þingsins,
George Reid, og aðra þingmenn,“ segir Halldór en hann hefur
ásamt íslenskum þingmönnum kynnt sér starfsemi skoska
þingsins og unnið um leið að efldum tengslum milli þjóðanna.
Halldór segir það hafa verið áhugavert að fá að fylgjast með
spurningartíma í skoska þinginu, þar sem forsætisráðherra var
spurður út úr. „Það var skemmtilegt að sjá þau hvössu orða-
skipti sem þar voru.“
Með Halldóri í för eru alþingismennirnir Einar K. Guðfinns-
son, Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Vigdís
Jónsdóttir frá skrifstofu Alþingis. Heimsókninni lýkur í dag.
„Okkur hefur verið tekið
með kostum og kynjum“
Halldór Blöndal og Georg Reid, forseti skoska
þingsins, við höggmynd Sigurðar Guðmundssonar í
garði skoska þingsins, en höggmyndin var gjöf Al-
þingis við opnun þinghússins í Edinborg 2004.
FJÖGURRA metra þykkt vikurlag
hefur varðveitt býlið Bæ, sem er
skammt frá Fagurhólsmýri, í tæp-
lega 650 ár, eða allt frá því að hann
fór undir gos úr Öræfajökli árið
1362. Bjarni F. Einarsson fornleifa-
fræðingur hefur ásamt fleirum
grafið upp bæjarstæðið og hreins-
að af vikri og var komin bæj-
armynd á svæðið þegar ljósmynd-
ara Morgunblaðsins bar að garði í
gær.
Eins og sjá má á loftmyndinni
var bæjarstæðið nokkuð stórt og
vel byggt.
Hlaða og fjós voru í herberginu
sem er lengst til hægri á myndinni.
Til vinstri frá hlöðunni og fjósinu
má sjá fimm herbergi sem tengjast
öll um aðalgang. Efst á ganginum
hægra megin er eldhús, þar fyrir
neðan skáli og inn af honum leiðir
lítið herbergi sem áður var búr.
Neðst á ganginum telur Bjarni að
annað búr hafi verið og vinstra
megin á ganginum var eldhús.
Ekki er vitað hvað var í herberg-
inu fyrir ofan eldhúsið en í hring-
laga rýminu þar fyrir ofan, sem
sést betur á hinni myndinni, telur
Bjarni hins vegar að hvalspik hafi
verið geymt og lýsið látið renna úr
því en hvalrekar voru algengir á
þessum slóðum áður fyrr.
Engir munir hafa fundist á bæj-
arstæðinu enn sem komið er, að
sögn Bjarna, en ljóst er að talsvert
af munum var tekið eftir að Bær
fór í eyði.
Í fjallsrót eldgossins
Bær er aðeins í um tveggja til
þriggja kílómetra fjarlægð frá
tindi Öræfajökuls og hefur í raun
staðið í fjallsrótinni þegar eldgosið
hófst. Vikurlagið sem lagðist yfir
bæinn eftir gosið var enda þykkt
og hefur það haldið bænum heil-
legum síðan, að sögn Bjarna.
Lengi vel gengu munn-
mælasögur um að býli væri grafið
undir vikurlaginu og segir Bjarni
að árið 1918 hafi maður að nafni
Ari fundið kvarnarstein á svæðinu.
Barnabarn Ara, Sigurður Björns-
son, einn Kvískerjabræðra, hafði
alla tíð mikinn áhuga á að finna
bæinn og var farið í það af fullum
krafti fyrir nokkrum árum, m.a.
með því að grafa prufuholur á
svæðinu og sýndu þær svo ekki
varð um villst að búið hafði verið á
Bæ.
Bjarni segir það mikla vinnu að
hreinsa bæjarstæðið af vikri og
næsta skref sé að safna fjármagni
til áframhaldandi uppgraftar á
svæðinu. Markmiðið sé svo að gera
Bæ að ferðamannastað.
650 ára gamall bær grafinn upp við Fagurhólsmýri
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Bæjarstæðið séð úr lofti. Á miðri mynd má sjá Bjarna F. Einarsson forn-
leifafræðing og Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörð.
Talið er að í kerinu hafi hvalspik
verið geymt og lýsi látið renna úr.
Vikurinn varðveitti bæjarstæðið
MAÐUR sem ákærður var fyrir að hjálpa fjór-
um kínverskum ungmennum hingað til lands
með ólöglegum hætti, með það fyrir augum að
koma þeim ólöglega til Bandaríkjanna, var
dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness í gær, eftir að hafa játað brot sitt að
fullu. Ekki tókst að sanna mansal.
Maðurinn, sem er rúmlega fertugur frá
Singapúr, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli
um miðjan maí með þremur konum og karl-
manni, sem framvísuðu vegabréfum öðrum en
sínum eigin við komuna til landsins frá Eng-
landi. Talið er að hann hafi verið fylgdarmaður
þeirra á leið þeirra til Bandaríkjanna. Nú hefur
verið sannreynt að fólkið sem var með honum í
för er frá Kína, og er á aldrinum 19–24 ára, en á
tímabili var talið að konurnar væru 15–17 ára.
Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í gær, og
játaði ákærði að hafa brotið gegn útlendingalög-
um með því að aðstoða fólkið að komast ólöglega
til landsins, en verjandi hans tók fram að brotið
hefði verið framið af gáleysi.
Ákæruvaldið krafðist þess að maðurinn yrði
dæmdur í sex mánaða fangelsi, og gerði ákærði
ekki athugasemd við þá kröfu. Var hann í kjöl-
farið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, að
frádregnum þeim tíma sem hann hefur setið í
gæsluvarðhaldi. Hann var einnig dæmdur til að
greiða allan sakarkostnað. Maðurinn unir
dómnum.
Eyjólfur Ágúst Kristjánsson, fulltrúi Sýslu-
mannsins á Keflavíkurflugvelli, flutti málið fyrir
hönd ákæruvaldsins, og sagði hann fyrir dómi
að brot mannsins hefði verið angi af alþjóðlegri
glæpastarfsemi, það hefði verið vel undirbúið og
stofnað frelsi fjögurra ungmenna í hættu. Í sam-
tali við Morgunblaðið segir hann að þó grunur
hafi leikið á því að um mansal hafi verið að ræða
hafi ekki verið hægt að færa sönnur á það, mað-
urinn hafi ekki verið kominn á áfangastað með
fólkið, og brotið því í raun ekki fullframið.
„Þarna erum við með fórnarlömb sem vita
ekki að þau eru fórnarlömb. Þau halda að þau
séu á leið til betra lífs, og allur þeirra vitnisburð-
ur er í þá átt. Brotið gagnvart þeim er ekki full-
framið,“ segir Eyjólfur.
Ferðalög fólksins áður en það kom hingað til
lands voru umfangsmikil, og fóru þau til samtals
sjö landa á um einum mánuði áður en þau komu
hingað til lands. Ekki er óalgengt að slíkt eigi við
í málum sem þessum.
Ekki ljóst hvað verður um fólkið
Spurður um hvað bíði fólksins sem maðurinn
smyglaði hingað til lands segir Eyjólfur að það
verði ekki ákært, en verið sé að fara yfir mál
þess í stjórnkerfinu og því ekki ljóst hvað verði
um það. Þau hafa tímabundin dvalarleyfi hér á
landi á meðan mál þeirra eru til skoðunar. Eyj-
ólfur segir að í sambærilegum málum, sem upp
hafa komið undanfarið, hafi fólk í þessari stöðu
yfirleitt farið fram á að fá að snúa aftur heim.
Dóminn kvað upp Gunnar Aðalsteinsson hér-
aðsdómari. Málið flutti fyrir hönd ákæruvalds-
ins Eyjólfur Ágúst Kristjánsson, en skipaður
verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson
hrl.
Hlaut sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki
Ekki hægt að ákæra
manninn fyrir mansal
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is