Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.urvalutsyn.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
85
97
06
/2
00
5
Sumartilboð 9. og 16. júní
Costa del Sol
Glæsilegir gististaðir í boði
• Sunset Beach Club Mjög gott íbúðahótel við ströndina í
Benalmadena Costa.
• Amaragua Eitt vinsælasta íbúðahótelið á staðnum.
• Flatotel Glæsilegur gististaður í Benalmadena.
44.900* kr.
Verðdæmi á Flatotel:
á mann í íbúð m/1 svefnh. m.v. að 3 ferðist saman.
Enginn barnaafsláttur. Verð á aukaviku skv. verðlista.
Innif.: Flug, gisting í 7 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk
fararstjórn og föst aukagjöld. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu greiðist
bókunar- og þjónustugjald sem er 2.000 kr. á mann.
Tryggðu þér bestu
kjörin og bókaðu strax.
Sunset Beach Club
Fleiri eða færri?
Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is
HANNA Birna Kristjánsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í
skipulagsráði Reykjavíkurborgar,
segir ekki rétt sem fram kom í
máli Dags B. Eggertssonar, for-
manns skipulagsráðs, í Mbl. í gær
að samstaða hefði verið meðal
nefndarmanna um málsmeðferð
hugmynda um fjölgun einbýlis- og
sérbýlishúsalóða í grónum hverf-
um.
„Hið rétta er að fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins tóku ekki þátt í af-
greiðslu málsins og bókuðu í þvís-
ambandi að tillögurnar hefðu
einungis verið unnar og fram sett-
ar af fulltrúum R-listans. Þessar
hugmyndir eru því alfarið á
ábyrgð formanns skipulagsráðs og
meirihlutans.“
Hanna Birna segir tillögur R-
listans einkum fela í sér hugmynd-
ir um að koma sérbýlum og einbýl-
um fyrir á grænum svæðum í
grónum hverfum borgarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í
skipulagsráði hafi verulegar efa-
semdir um slíkar aðgerðir, enda
geti þær þrengt mjög að íbúum
sérstaklega í Árbæ, Fossvogi,
Breiðholti, Hlíðum og Grafarvogi.
Rýrir lífsgæði fólks
í grónum hverfum
„Við teljum lausnina á þessum
vanda, sem vissulega er til staðar
vegna skorts á sérbýlishúsalóðum,
liggja allt annars staðar. Þessi
vandi sem Dagur B. Eggertsson,
formaður skipulagsráðs, virðist því
miður fyrst núna vera að átta sig á
er einungis til kominn vegna
stefnu R-listans að byggja ný
hverfi í Reykjavík næsta einungis
upp af fjölbýlum.“
Hanna Birna bendir á að hlutfall
sérbýlis í Grafarholti og Norð-
lingaholti sé mjög lágt borið sam-
an við íbúðir í fjölbýli sem eru um
70% íbúða í hverfunum. „Að ætla
sér að bæta úr þessum vanda með
því að nýta græn svæði í grónum
hverfum og rýra þannig lífsgæði
þeirra sem þar búa, er því miður
enn eitt dæmið um bútasaum R-
listans í skipulagsmálum. [...] Mín
skoðun er sú að það væri miklu
farsælla að leita heildarlausna í
málinu og tryggja nægt framboð
lóða undir sérbýli og einbýli í nýj-
um hverfum. Þetta hefur því miður
ekki verið gert í Reykjavík,“ segir
Hanna Birna og bendir á að
fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borg-
arstjórn hafi til margra ára bent á
mikilvægi þess að tryggja jafn-
vægi milli ólíkra húsagerða í nýj-
um hverfum borgarinnar. Nýjar
tillögur D-lista um framtíðarþróun
byggðar í Reykjavík taki mið af
þessu. Hvað varðar lóð SVR á
Kirkjusandi segir Hanna Birna að
fulltrúar Sjálfstæðisflokks telji
nýja nýtingu á þeirri lóð mikil-
væga.
„Enn eitt dæmið um
bútasaum R-listans“
Fulltrúar D-lista í skipulagsráði sátu hjá við málsmeð-
ferð hugmynda um nýtingu lóða í grónum hverfum
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Dagur B.
Eggertsson
ÞAÐ FÓR svo að lokum að lax veidd-
ist á fyrsta veiðidegi í Norðurá. María
Anna Clausen, kaupmaður í Veiði-
horninu, setti í laxinn um níuleytið á
miðvikudagskvöldið í Raflínustreng á
Munaðarnessvæðinu. Var það lúsug
átta punda hrygna sem tók tommu-
langa túpu sem nefnd er eftir veiði-
manninum, María.
Lax virðist vera farinn að ganga í
ána, því annar bylti sér er María
Anna þreytti hrygnuna og þá sáu
stjórnarmenn í SVFR tvo liggja
djúpt í Myrkhyl. Af stjórninni er það
annars að segja að hún var enn fisk-
laus um miðjan dag í gær, en veiði-
menn voru fullir bjartsýni og sögðu
fiska taka hvað úr hverju.
600 í Mývatnssveit
„Það er búið að fiskast mjög vel,
búið að veiða um 600 silunga á fimm
og hálfum veiðidegi,“ sagði Hörður
Halldórsson, matsveinn í veiðihúsinu
við Laxá í Mývatnssveit. Fyrsta holl-
ið fékk um 330 fiska.
Hörður sagði aðstæður góðar, létt-
skýjað, en fluguna ekki farna að sýna
sig. „Hún kemur,“ sagði hann.
„Það veiddist einn þriggja kílóa
urriði áðan á Arnarvatni. Fiskurinn
hefur verið nokkuð vænn, hann kem-
ur vel undan vetri, feitur og fínn. Og
hann er að veiðast út um allt. Þetta
lítur mjög vel út.“
Samkvæmt veiðibókinni í veiðihúsi
Ármanna við Hlíðarvatn, veiddu þeir
um 260 bleikjur í maí á þær þrjár
stangir sem þar eru til umráða. Má
það teljast góð veiði, ekki síst ef mið
er tekið að kuldanum sem einkenndi
mánuðinn. Alls er veitt á 14 stangir í
vatninu.
Heimildarmaður sem veiddi tvisv-
ar í Hlíðarvatni í síðustu viku tók
fimm bleikjur í hvorri ferð og hafði á
orði að þær væru bæði vænar og vel
haldnar. Þá hefur frést að innan um
sé þó nokkuð um fiska sem eru um og
yfir 50 cm. Sá sem þetta skrifar náði
einni slíkri á dögunum og þá mun
Stefán Eiríksson Ármaður hafa veitt
eina 62 cm langa.
Veiðimenn hafa fjölmennt að Þing-
vallavatni á síðustu dögum. Margir
setja í fiska og sumir nokkra. Hjón
sem veiddu við Öfugsnáða náðu tíu
bleikjum saman og þá hefur frést af
ágætri veiði við Vatnskot og Prest-
hólma.
STANGVEIÐI | Fisklausir stjórnarmenn í Norðurá
Morgunblaðið/Golli
María Anna Clausen kastar flugunni á Stekkjarbreiðu á miðvikudag. Hún
veiddi fyrsta lax ársins í Norðurá í Raflínustreng.
Lax
náðist
þó á
land
veidar@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær fyrrverandi aðstoðaryf-
irlögregluþjón hjá ríkislögreglu-
stjóra í sex mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að taka tvo lögreglu-
jeppa í eigu embættisins traustataki
og fyrir brot í opinberu starfi.
Annan jeppann lét hann skrá á
nafn sambýliskonu sinnar án þess að
greiða fyrir hann en hinn notaði
hann í eigin þágu í um níu mánuði.
Aðstoðaryfirlögregluþjónninn var
yfirmaður bílamiðstöðvar ríkislög-
reglustjóra. Fyrir dómi sagði hann
að hann hefði alltaf ætlað að greiða
jeppann sem hann skráði á nafn
sambýliskonu sinnar, enda væri eng-
in leið að leyna því að jeppinn væri
seldur. Hefði hann ámálgað það við
skrifstofustjóra embættisins nokkr-
um dögum eftir að hann lét umskrá
jeppann en hann hefði aftekið það
með öllu og sagt að kaupin yrðu að
fara í gegnum Ríkiskaup. Skrifstofu-
stjórinn minntist þessa samtals ekki.
Yfirmenn mannsins sögðu að þegar
brot mannsins komust upp hefði
hann sagst hafa ætlað að borga fyrir
jeppann en ekki rætt það við skrif-
stofustjórann þar sem hann myndi
aldrei taka slíkt í mál. Dómurinn
taldi áform um greiðslu engu skipta,
hann hefði gerst sekur um fjárdrátt.
Hinn jeppann notaði hann heim-
ildarlaus í tæplega níu mánuði og á
meðan greiddi embættið tryggingar,
þungaskatt og bifreiðagjöld. Dómur-
inn taldi þó ekki sannað að hann
hefði ekið honum um 9.000 kílómetra
í eigin þágu, eins og ákært var fyrir,
heldur hefði hluti af þeim akstri ver-
ið í þágu ríkislögreglustjóra. Þar
sem maðurinn er opinber starfsmað-
ur er heimilt að bæta allt að helmingi
við refsingu þeirra. Haldi maðurinn
skilorð fellur refsingin niður að
tveimur árum liðnum.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari,
sem tvívegis áður hefur gagnrýnt
starfshætti myndatökufólks í dóm-
húsinu, sagði að myndatökumenn
hefðu setið fyrir manninum þegar
hann sótti réttarhöldin. Hann vakti
sömuleiðis athygli á því að engar
reglur gilda um myndatökur í dóm-
húsum, aðrar en þær að ekki má taka
myndir eftir að dómþing er sett.
Sigríður Friðjónsdóttir sótti málið
f.h. ríkissaksóknara og Jóhannes R.
Jóhannsson hrl. var til varnar.
Dæmdur fyrir að
taka lögreglujeppa
traustataki
RÍKISÚTVARPIÐ (RÚV) og 365
ljósvakamiðlar ehf. hafa boðið í
UHF-rásir fyrir stafrænt sjónvarp á
landsvísu, en tilboð voru opnuð hjá
Póst- og fjarskiptastofnun á þriðju-
dag.
RÚV bauð í þrjár rásir til að dreifa
sjö sjónvarpsdagskrám til 98%
landsmanna fyrir 1. október 2007. Að
auki hyggst RÚV dreifa háskerpu-
sjónvarpi á einni rás.
365 ljósvakamiðlar ehf. buðu í
tvær sjónvarpsrásir til að dreifa 7-15
sjónvarpsdagskrám. Fyrirtækið
hyggst ljúka uppbyggingu á dreifi-
kerfi fyrir 98% landsmanna 1. maí
2007. Ekki var sótt um rás til að
dreifa háskerpusjónvarpi.
Með því að bjóða út UHF-rásir er
stefnt að því að sem flestir lands-
menn eigi innan tveggja ára kost á
að taka á móti stafrænum sjónvarps-
sendingum með DVB-T tækni. Í út-
boði voru gerðar þær kröfur að
dreifinet bjóðenda næðu að lágmarki
til 40 sveitarfélaga innan árs frá út-
hlutun réttinda og til 98% heimila í
landinu innan tveggja ára.
Tilkynnt verður um niðurstöðu út-
boðsins eigi síðar en 27. júní.
Buðu í rásir fyrir
stafrænt sjónvarp