Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýútkomin árs-skýrsla Land-læknisembættis-
ins fyrir árið 2004 dregur
upp breiða og nokkuð ít-
arlega mynd af heilbrigð-
isástandi íslensks sam-
félags. Þar segir að
merkja megi jákvæða þró-
un á mörgum sviðum.
Ævilíkur Íslendinga eru
meiri en víðast annars
staðar og mæðra- og ung-
barnadauði er hvergi
lægri í heiminum. Þá hef-
ur dregið úr tíðni krans-
æðasjúkdóma og heila-
áfalla auk þess sem slysatíðni
hefur lækkað.
Í skýrslunni er því einnig fagn-
að að enn dragi úr tóbaksreyking-
um og vímuefnaneyslu ungmenna.
Þá hefur tannheilsa Íslendinga
batnað verulega.
Þó segir einnig í skýrslunni að
ólíklegt sé að langlífi Vesturlanda-
búa geti haldið áfram að aukast og
lífslíkur muni jafnvel minnka m.a.
vegna vaxandi offitu, fíkniefna-
neyslu og dauðsfalla af völdum
ýmissa smitsjúkdóma og sýkinga.
Í skýrslunni er enn fremur
drepið á nokkrum helstu heil-
brigðismálum á Íslandi þar sem
úrbóta er þörf. Eru þar fyrst
nefndar til sögunnar geðraskanir
og hegðunarvandamál á borð við
ofvirkni. Þá hvetur landlæknir til
þess í inngangsorðum sínum að
unnið verði áfram ötullega að því
að taka á vímuefnafíkn og sölu
slíkra efna.
Ofþyngd og offita skipa einnig
stóran sess meðal þeirra mála
sem brýnt er að taka á, en um 20%
íslenskra barna eru nú of þung og
um 5% of feit. Eiga nú Íslendingar
með sama framhaldi e.t.v. 5–10 ár
í að ná Bandaríkjunum í út-
breiðslu og alvarleika offitu. Í inn-
gangi landlæknis segir m.a.: „Of-
fita er sennilega, ásamt
tóbaksreykingum, eitt af alvarleg-
ustu heilbrigðisvandamálum sem
við okkur blasa. Ef fer sem horfir
töpum við stríðinu við ofþyngd og
offitu.“ Þó segir einnig í skýrsl-
unni að tekist hafi, með samstillt-
um vilja samfélagsins, virkum að-
gerðum og allmiklum fjármunum
að draga úr tíðni kransæðasjúk-
dóma, slysum og reykingum. Þá
segir landlæknir: „Af hverju ætt-
um við ekki að geta tekið offitu
sömu tökum? Hér þurfum við að
gera mun betur. Ókeypis máltíðir
í öllum skólum og leikskólum,
fjölgun íþrótta- eða hreyfingar-
tíma í skólum og aðstoð við for-
eldra vegna aðildar barna að
íþróttafélögum myndu sem dæmi
vega þungt.“
Fátækt mikill áhrifavaldur
Þá eru í skýrslunni einnig nefnd
sem mikilvæg úrlausnarefni tób-
aksreykingar, ofbeldi, aðgengi að
þjónustu og fátækt, en í skýrsl-
unni segir að fátækt sé einn af
þeim ytri þáttum sem mestu ræð-
ur um almennt heilsufar. Um 7%
Íslendinga búa við svonefnda
hlutfallslega fátækt. Ennfremur
segir landlæknir biðlista eftir
hjartaþræðingum orðna óheyri-
lega langa og ekki gangi að sjúk-
lingar með hjartakveisu bíði mán-
uðum saman eftir nauðsynlegri
greiningu og meðferð.
Í ársskýrslunni er einnig greint
frá ýmsum verkefnum á sviði
heilsuverndar og forvarna. Þar
má nefna Geðræktarverkefnið,
sem flutti í september aðsetur sitt
til Lýðheilsustöðvar. Verkefnið,
sem hóf göngu sína árið 2000, er
fræðslu- og forvarnaverkefni í
samstarfi Landlæknisembættis-
ins, geðsviðs LHS og Heilsugæsl-
unnar í Rvk., um geðheilsu og
áhrifaþætti hennar og er því ætlað
að upplýsa almenning og draga úr
fordómum gagnvart geðsjúkdóm-
um. Verkefnið hlaut sérstaka út-
nefningu Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) í Genf og
Alþjóðageðheilbrigðissamtak-
anna (WFMH) sem fyrirmyndar-
verkefni á sviði geðræktar.
Einnig má nefna fræðsluher-
ferðina „Hættan er ljós“, sem er
samstarfsverkefni Geislavarna
ríkisins, Landlæknisembættisins,
Krabbameinsfélagsins og Félags
íslenskra húðlækna. Þar voru
fermingarbörn vöruð við notkun
ljósabekkja í undirbúningi fyrir
fermingardaginn en ofnotkun
ljósabekkja og of mikil sólböð geta
aukið hættu á sortuæxlum.
Þá var haldið áfram vinnu við
verkefnið Þjóð gegn þunglyndi, en
meginmarkmið þess er að draga
úr þjáningum vegna þunglyndis
auk annarra beinna og óbeinna af-
leiðinga þunglyndis, þ.m.t. ótíma-
bærum dauðsföllum. Áherslur
verkefnisins eru tvíþættar; ann-
ars vegar að auka færni og þekk-
ingu fagfólks á sviði þunglyndis og
sjálfsvíga og einnig að bæta þekk-
ingu almennings á þunglyndi og
sjálfsvígshegðun um leið og reynt
er að draga úr fordómum.
Heilsueflingarverkefni færðust
á síðasta ári að miklu leyti til Lýð-
heilsustöðvar, en þau verkefni
miða að því að hafa áhrif á lífsstíl
fólks og gera því kleift að lifa
heilsusamlegu lífi við heilnæmar
aðstæður. Í skýrslunni segir að
margt hafi áunnist á undanförn-
um áratugum er stuðli að bættri
lýðheilsu hér á landi, en verkefnin
snúa meðal annars að heilsuefl-
ingu á vinnustöðum og skólum,
lífsháttum barna og fjölskyldna
og aukinni hreyfingu.
Fréttaskýring | Ársskýrsla landlæknis
Áhersla lögð á
heilsueflingu
Geðræktarverkefnið hefur hlotið
sérstaka viðurkenningu WHO
Smokkurinn má ekki vera neitt feimnismál.
Mikilvægt að opna um-
ræðu um kynsjúkdóma
Mikil áhersla hefur verið lögð
á fræðslu um alnæmi og aðra
kynsjúkdóma með það að mark-
miði að draga úr nýsmiti. Meg-
inleiðirnar eru að auka þekkingu
almennings á smitleiðum og
stuðla að breyttri kynhegðun
m.a. með því að opna umræðuna
í fjölskyldum, skólum og sam-
félaginu öllu. Þannig hefur
fræðsla fyrir ungt fólk verið
ríkuleg og hvatt til notkunar
smokka víða.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
NEMENDUR í skóla Ísaks Jóns-
sonar kvöddu skólann sinn í vik-
unni eftir vetrarstarfið, og sungu
tæplega 220 börn fyrir fjölda for-
eldra, ömmur og afa og kennara,
í sólskini og blíðu.
Edda Huld Sigurðardóttir,
skólastjóri skólans, segir að börn-
in hafi sungið eins og englar, eins
og þeirra er von og vísa, og for-
eldrarnir hafi verið himinsælir
með athöfnina. „Þetta er eins
konar sýnishorn af þeirri söng-
dagskrá sem sungin er hér í skól-
anum allan veturinn. Hér er mik-
ið sungið, bæði farið með erfið
ættjarðarljóð og líka léttara
hjal.“
Morgunblaðið/Eyþór
Kvöddu skólann með söng