Morgunblaðið - 03.06.2005, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STÓRIÐJUFRAMKVÆMDIR á
Austurlandi og suðvesturhorni
landsins, og hátt gengi krónunnar
þeim samfara, eiga mestan þátt í
þeim vanda sem útflutningsgreinar
standa frammi fyrir í dag. Þetta er
mat þeirra hagfræðinga og stjórn-
málamanna sem Morgunblaðið
ræddi við í tilefni frétta af fjölda-
uppsögnum starfsfólks í fiskvinnslu
og iðnaði síðustu daga. Þeir segja
að varað hafi verið við þessum
vanda og hann eigi því ekki að
koma á óvart.
Steingrímur J. Vigfússon, for-
maður Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs, segir að því miður
séu spádómar sínir að rætast um
áhrif stóriðjuframkvæmdanna.
Hann hafi varað við þessu á Alþingi
þegar samþykkt var að ráðast í
gerð Kárahnjúkavirkjunar en
stjórnvöld hafi ekki hlustað á þau
varnaðarorð. Undrast hann enn
fremur þögn atvinnulífsins og sér-
fræðinganna, eða þar til nú að eitt-
hvert hljóð heyrist úr horni. Engu
sé líkara en að þagnarsamsæri eða
meðvirkni hafi verið í gangi.
„Þetta hefur verið að birtast okk-
ur smátt og smátt en núna skella
áhrifin bara yfir okkur. Er þó ekki
allt uppi á yfirborðinu sem tengist
þessum ruðningsáhrifum,“ segir
Steingrímur og bendir á að mörg
iðnfyrirtæki séu í þessum aðstæð-
um að flytja starfsemi sína úr landi.
Nefnir hann sem dæmi Marel sem
ætli að reisa næstu verksmiðju sína
í Slóvakíu. Erfitt sé að horfa upp á
marga möguleika í nýsköpun ekki
verða að veruleika. Þau tækifæri
verði úti í „stóriðjukuldanum“.
Minnt á orð Seðlabankans
Steingrímur segist í umræðum á
Alþingi hafa minnt menn á að ein-
blína ekki eingöngu á fjölda nýrra
starfa í tengslum við álver og aðra
stóriðju á Austurlandi. Hætta hafi
verið á, og sé farin að koma í ljós,
að tapa svipuðum fjölda starfa í
öðrum atvinnugreinum á móti.
„Alvarlegast er að til lengri tíma
litið verður íslenskt atvinnulíf ein-
hæfara. Þetta kemur niður á fjöl-
breytni og nýsköpun í atvinulífinu,“
segir Steingrímur og telur sam-
hengið alveg liggja ljóst fyrir milli
stóriðjuframkvæmda og háu gengi
krónunnar. Aðeins þurfi að vísa til
greiningardeilda bankanna, skrif
hagfræðinga og orða Seðlabankans
í þeim efnum. Stóriðjuframkvæmdir
hafi að auki reynst umfangsmeiri
og þjappast saman á styttri tíma en
áður hafi verið talið. Minnir Stein-
grímur á að í vetur hafi Seðlabank-
inn sagt í Peningamálum sínum að
á næstu árum myndi reyna mjög á
nýja skipan efnahagsmála. Sérfræð-
ingar bankans hafi bent á að fram-
kvæmdir við virkjanir og ál-
bræðslur, sem saman slöguðu hátt í
þriðjung af landsframleiðslu eins
árs, kölluðu á meira umrót í þjóð-
arbúskapnum en nokkurt annað
sambærilegt land hafi þurft að
glíma við.
„Þarna talar Seðlabankinn, sem
hefur nú ekki verið þekktur fyrir að
vera í stjórnarandstöðu eða flokks-
bundinn í Vinstri hreyfingunni –
grænu framboði. Galskapurinn í
þessu nær nýjum hæðum þegar
Valgerður Sverrisdóttir gengur
laus og gefur nýjar yfirlýsingar um
álver, beint ofan í þessa þenslu og
umsögn Seðlabankans. Hún hamast
í því að koma upp álveri á Norður-
landi og fagnar hugmyndum um ál-
ver í Helguvík og stækkanir á
Grundartanga og í Straumsvík,“
segir Steingrímur og bætir því við
að iðnaðarráðherra megi ekki birt-
ast í sjónvarpi að tala um nýtt álver
öðruvísi en að gengi krónunnar
hækki daginn eftir um 1,5%. Rík-
isstjórnin sé suma daga að tala upp
gengið.
„Ég bara trúi því ekki að menn
ætli að láta hafa sig út í þetta. Er
meira og minna búið að skera tung-
una úr forsvarsmönnum annars at-
vinnulífs? Þeir koma að vísu fram
núna og væla svolítið en ég sakna
þess núna að þeir tækju undir okk-
ar varnaðarorð,“ segir Steingrímur.
Spurður hvað stjórnvöld ættu að
gera í þessari stöðu, segir Stein-
grímur að þau ættu að gefa út yf-
irlýsingu um að nú verði hlutirnir
kældir niður. Engum nýjum stór-
framkvæmdum verði hleypt af stað
fram til ársins 2010, þannig að hag-
kerfið nái að jafna sig og kólna.
Slíkar yfirlýsingar muni strax hafa
jákvæð áhrif. Bendir Steingrímur á
að VG hafi í vetur, einir flokka, lagt
fram tillögur á Alþingi um aðgerðir
til að tryggja efnahagslegan stöð-
ugleikann.
Spurning um að
þreyja þorrann
Pétur H. Blöndal, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis
og þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segir það hafa mildað áhrifin lengi
vel á útgerðina að útflutningsverð
sjávarafurða hækkaði í verði.
Hækkun krónunnar hafi því ekki
hitt greinina eins illa fyrir og ella
hefði verið. Hins vegar lendi aðrar
útflutningsgreinar, eins og iðnaður,
mjög illa í því. Þetta hafi verið vitað
þegar ákveðið var að ráðast í þess-
ar stóriðjuframkvæmdir. Ekki megi
heldur gleyma jákvæðum áhrifum
framkvæmdanna, dregið hafi úr at-
vinnuleysi í landinu, hagvöxtur hafi
aukist og til framtíðar litið muni
staða Íslands batna, líkt og við aðr-
ar skynsamlegar fjárfestingar.
Pétur bendir á að allir séu að spá
því að gengi krónunnar muni á
næsta ári og því þarnæsta lækka og
erlendur gjaldeyrir hækka í verði.
Sökum vaxtamunar milli Íslands og
annarra landa sé þetta ekki farið að
gerast, einkum vegna stefnu Seðla-
bankans að halda vöxtunum uppi.
„Þetta er spurning um að þreyja
þorrann tólf mánuði í viðbót fyrir
þessi fyrirtæki. Þá mun gengið
lækka og útflutningstekjurnar
aukast á ný. Þetta er spurning hve
lengi tekst að halda þessum vaxta-
mun uppi. Þegar krónan loks fellur
mun hún væntanlega falla mjög
hratt,“ segir Pétur en bendir einnig
á að mörg fyrirtæki séu að flytja af-
urðir sínar út í evrum, sem hafi
hækkað mikið gagnvart dollar – eða
þar til fyrir þremur mánuðum. Þau
fyrirtæki hafi því orðið fyrir minni
búsifjum en þurfi nú að glíma við
mikið fall evrunnar gagnvart dollar.
Spurður hvort landsbyggðin sé
ekki að fara verr út úr háu gengi
krónunnar en höfuðborgarsvæðið
segir Pétur það varla eiga við um
Austurland. Hins vegar séu sum
svæði illa sett og spurning hvort
það sé vegna stöðu krónunnar eða
ákveðinnar byggðaþróunar.
Væntingar um nýja
stóriðju höfðu áhrif
Friðrik Már Baldursson, prófess-
or við viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands, segir tíðindi af
uppsögnum og rekstrarvanda út-
flutningsgreina ekki þurfa að koma
á óvart. Bæði Seðlabankinn og
stjórnmálamenn hafi bent á ruðn-
ingsáhrif stóriðjuframkvæmda. Vit-
að hafi verið fyrirfram að einhvers
staðar myndi þrengja að, ekki síst
hjá fiskvinnslufyrirtækjum þar sem
lítill hlutur kostnaðar er tengdur
við sjálft fiskverðið. Þau séu háðari
háu gengi krónunnar en útgerð-
arfyrirtækin.
„Það mátti búast við einhverjum
aðgerðum hjá fyrirtækjum sem
standa höllum fæti og einingum
sem ekki bera sig, ekki síst þegar
hátt gengi krónunnar er viðvarandi.
Í vor bjuggust allir við því að geng-
ið myndi fara að veikjast en síðan
tók það að styrkjast á ný,“ segir
Friðrik og dregur þá ályktun að yf-
irlýsingar og væntingar um nýja
stóriðju hafi haft þar einhver áhrif,
ásamt mikils vaxtamunar við útlönd
sem fjárfestar hafi nýtt sér ríku-
lega. Erfitt sé þó að fullyrða um ná-
kvæmar ástæður þessarar gengis-
breytingar. Margt annað geti komið
til, eins og aukið fjármagn í hag-
kerfinu með meiri eignum fólks og
greiðum aðgangi að ódýru lánsfé
með íbúðalánum bankanna.
Friðrik Már segir að þegar horft
sé á heildarstærðir í þjóðarbú-
skapnum þá hljóti gengi krónunnar
að veikjast, spurning sé bara hve-
nær og með hvaða hætti. Staðan
núna sé að mörgu leyti svipuð og í
kringum árið 2000, þegar uppsveifla
var á hlutabréfamörkuðum og efna-
hagsspár voru allar jákvæðar. Síð-
an hafi dæmið á skömmum tíma
snúist við og gengi krónunnar
veikst mjög hratt. Því geti spár um
að gengið veikist smám saman ver-
ið varhugaverðar.
Varðandi gagnrýni á Seðlabank-
ann um að halda uppi háum vaxta-
mun vill Friðrik taka fram að bank-
anum sé varla annað fært. Bankinn
hafi því hlutverki að gegna að halda
verðbólgunni niðri. Á miðjum stór-
framkvæmdatíma verði bankinn að
beita vöxtunum til að slá á áhrifin,
ekki síst þegar hagkerfið sé keyrt
áfram á fullum afköstum og at-
vinnuleysi lítið. Eitthvað hljóti und-
an að láta í þessum aðstæðum.
Aðhaldsleysi í
ríkisfjármálum
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur ASÍ, segir Alþýðusambandið
ekki hafa verið eitt um það að
gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir
stjórn efnahagsmála. Vitað hafi ver-
ið fyrirfram að stóriðjuframkvæmd-
irnar myndu reyna verulega á hag-
kerfið. Stjórnvöld hafi hins vegar
ekki nýtt þau tæki sem þau hafi
haft til að draga úr verstu áhrif-
unum. Nú séu að koma fram afar
neikvæð áhrif á útflutnings- og
samkeppnisgreinar atvinnulífsins.
Aðhaldsleysi í ríkisfjármálum hafi
verið aukið með boðuðum skatta-
lækkunum, svo dæmi sé tekið.
Seðlabankinn hafi verið einn á vakt-
inni og unnið eftir settum verð-
bólgumarkmiðum með því að beita
stýrivöxtunum.
Ólafur Darri segir ASÍ ekki hafa
kallað eftir sértækum aðgerðum í
gengismálum. Engar töfralausnir
séu sjáanlegar í stöðunni en stjórn-
völd geti haldið meira að sér hönd-
um en þau hafi gert. Það myndi
létta undir með Seðlabankanum en
því miður sé fátt sem geti bjargað
þeim 140 störfum sem hafi verið að
tapast síðustu daga. Sterk króna
komi illa við atvinnugreinar sem
eigi allt sitt undir tekjum í erlendri
mynt. Ástæða sé til að óttast frek-
ari uppsagnir starfsfólks í þessum
atvinnugreinum.
„Stjórnvöld hlustuðu
ekki á varnaðarorð“
bjb@mbl.is
Friðrik Már
Baldursson
Pétur H.
Blöndal
Steingrímur J.
Sigfússon
Ólafur Darri
Andrason
MEÐ framkvæmdum við Kára-
hnjúkavirkjun, álver í Reyðarfirði,
stækkun Norðuráls á Grund-
artanga og fleiri stórum verkefnum
streymir inn í landið erlendur
gjaldeyrir. Við aukið framboð af
slíkum gjaldmiðlum lækkar verð
þeirra gagnvart krónunni og sem
kunnugt er hefur lækkun dollars
verið hvað mest áberandi.
Gengi krónunnar hefur einnig
verið að styrkjast vegna munar á
skammtímavöxtum hér á landi og
erlendis en skammtímavextir eru
mun hærri hér en almennt gerist
erlendis. Þá eykst eftirspurn eftir
íslenskum krónum en erlendir fjár-
festar vilja kaupa skamm-
tímaskuldabréf sem bera mun
hærri ávöxtun en þau erlendu.
Þetta tvennt hefur aukið inn-
streymi gjaldeyris í landið og þá
haft þau áhrif að gengi krónunnar
hefur styrkst.
Tengsl stóriðjufram-
kvæmda og krónunnar
Stjórnmálamenn og hag-
fræðingar, sem Björn
Jóhann Björnsson ræddi
við, segja vanda útflutn-
ingsgreinanna hafa verið
fyrirséðan, þegar ákveðið
var að ráðast í stór-
iðjuframkvæmdirnar
á Austurlandi og
suðvesturhorninu.
SIGURRÓS Þorgrímsdóttir tekur
sæti Gunnars I. Birgissonar, Sjálf-
stæðisflokki, á Alþingi næsta
haust en Gunnar, sem tekur við
embætti bæjarstjóra Kópavogs, fer
í launalaust leyfi frá þingstörfum
frá og með haustinu. Sigurrós tók
nokkrum sinnum á liðnu þingi
sæti þingmanna og ráðherra Sjálf-
stæðisflokks á Alþingi. Hansína
Ásta Björgvinsdóttir, oddviti
Framsóknarflokks, sem lét af
starfi bæjarstjóra í fyrradag hefur
tekið við starfi formanns bæj-
arráðs.
Sigurrós Þor-
grímsdóttir tekur
sæti Gunnars
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
ökumann vöruflutningabíls því að
hafa ekki virt lögboðinn hvíld-
artíma ökumanna og fyrir að hafa
notað blað sem skráir niður akst-
urstímana lengur en í einn sólar-
hring. Í dómi Hæstaréttar segir að í
lögum sé ekki kveðið nægjanlega
skýrt á um heimild til að refsa fyrir
slík brot.
Lög um hvíldartíma ökumanna
byggjast á reglugerðum EES-
samningsins. Slíkar reglugerðir
þarf að leiða í lög hér á landi til
þess að þær öðlist gildi og virðist
sem ríkisvaldinu hafi eitthvað förl-
ast við innleiðingu reglnanna. Í
sýknudómi Hæstaréttar frá því í
gær er vísað til þess að sjálfstæða
verknaðarlýsingu á þeim brotum
sem maðurinn var sakaður um,
væri hvorki að finna í umferð-
arlögum né í reglugerð. Því væri
refsiheimild of óskýr til að það sam-
rýmdist stjórnarskránni. Með þessu
sneri Hæstiréttur við dómi Héraðs-
dóms Norðurlands eystra og þar
með sleppur maðurinn við að
greiða 35.000 kr. sekt. Allur sak-
arkostnaður og 245.000 króna
málskostnaður mannsins greiðist
úr ríkissjóði.
Lögmaður mannsins fyrir Hæsta-
rétti var Steinar Þór Guðgeirsson
hrl. en Bogi Nilsson ríkissaksóknari
sótti málið. Málið dæmdu Ingibjörg
Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunn-
laugsson og Ólafur Börkur Þor-
valdsson.
Óskýr lög um
hvíldartíma
leiða til sýknu
ÞRISVAR sinnum fleiri karlar en
konur gefa blóð reglulega hjá
Blóðbankanum. Að sögn Sigríðar
Óskar Lárusdóttir, hjúkrunar-
fræðings hjá Blóðbankanum, er
meginástæðan fyrir þessum mikla
mun meðganga og brjóstagjöf
kvenna en þá mega þær ekki
ganga á blóðbirgðir líkamans.
Konur eru einnig með lægri járn-
birgðir í líkamanum og geta því
ekki gefið blóð eins oft og karlar.
Í ár stefnir Blóðbankinn á að
auka hlut kvenna í hópi reglu-
legra blóðgjafa. Til að ná þessu
marki hefur Blóðbankinn tekið
höndum saman við Og Vodafone
um að auka sýnileika Blóðbank-
ans meðal fólks. Og Vodafone hef-
ur styrkt Blóðbankann frá árinu
2004 við ýmis stutt kynningamál,
útgáfu og fræðslustarf.
Blóðbankinn fékk rúmlega 17
þúsund heimsóknir í tengslum við
blóðgjafir árið 2004. Ekki veitir
af því að sögn Sigríðar þarf 70
blóðgjafa á degi hverjum til að
koma til móts við þarfir spít-
alanna.
Sigríður segir að nú þegar sum-
arið er gengið í garð sé erfiðara
að anna eftirspurninni. „Blóð-
gjafar taka sér sumarfrí eins aðr-
ir og þegar við hringjum í okkar
reglulegu gjafa eru þeir oft
komnir í frí.“ Hún vill því hvetja
blóðgjafa til að mæta í Blóðbank-
ann áður en farið er í frí.
Mun fleiri karlar
en konur
eru blóðgjafar