Morgunblaðið - 03.06.2005, Page 11
Húsafriðunarnefnd rík-
isins telur eðlilegast að
Mjólkursamlagshúsið í
Borgarnesi njóti stað-
bundinnar hverf-
isverndar. Hins vegar
komi til greina að grípa
til frekari aðgerða til
varðveislu hússins ef
þess gerist þörf en að
sögn Magnúsar Skúla-
sonar, forstöðumanns
nefndarinnar, gæti það
þýtt að húsið yrði frið-
að.
Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir að bæjaryfirvöld
hafi ekki enn sótt um að láta fjarlægja húsið og að farið verði rólega í sak-
irnar. „Ef það er einhver aðili sem vill eignast húsið og getur lagt fram
áætlun um hvernig er hægt að gera það upp og nýta það undir starfsemi í
framtíðinni skoðum við það með opnum huga,“ segir Páll en bætir við að
bæjaryfirvöld ætli ekki að gera það.
Á núverandi deiliskipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir að húsið verði
rifið til að rýma fyrir íbúabyggð. Húsafriðunarnefnd fundaði um málið í
fyrradag og tók m.a. fyrir bréf sem undirbúningshópur Hollvinasamtaka
Mjólkursamlagshússins sendi nefndinni.
Magnús segir að nefndin taki undir rök undirbúningshópsins sem m.a.
bendir á að húsið hafi menningarsögulegt gildi sem hluti af atvinnusögu
héraðsins. Þá sé það iðnaðarbygging frá 4. áratug síðustu aldar og beri
sterk merki Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins á þeim tíma.
Mjólkursamlagshús-
ið hugsanlega friðað
Húsafriðunarnefnd er til í að grípa til aðgerða
til varðveislu Mjólkursamlagshússins.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 11
FRÉTTIR
Neskaupstaður | Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson
kom til hafnar í Neskaupstað árla í gærmorgun til að
taka olíu. Er skipið hið fyrsta sem nýtt olíufélag, Ís-
lensk olíumiðlun ehf., þjónustar í Neskaupstað og var
140 þúsund olíulítrum dælt um borð.
Íslensk olíumiðlun lauk nýlega við byggingu annars
olíutanks af tveimur sem félagið hefur leyfi fyrir í Nes-
kaupstað og mun m.a. þjónusta Landhelgisgæsluna og
Hafrannsóknastofnun auk fiskiskipa. Íslensk olíu-
miðlun var stofnuð í fyrra og er í meirihlutaeigu
danska olíufélagsins Malik Supply Ltd., en nokkrir ís-
lenskir aðilar standa einnig að því.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Hafró fyrsti viðskiptavinurinn
AFTÖKUR án dóms og laga áttu sér stað í 47
löndum á árinu 2004 og í ellefu löndum létu yf-
irvöld fólk hverfa. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty Int-
ernational (AI) sem kynnt var nýlega.
Í skýrslunni eru upplýsingar um mannrétt-
indabrot í 149 löndum í heiminum. Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
AI, bendir þó á að það þýði ekki að mannrétt-
indabrot séu ekki framin víðar. „Þetta eru lönd-
in sem við höfum heimildir frá,“ segir Jóhanna
og bætir því við að samtökin verði sér úti um
upplýsingar á margvíslegan hátt en að allar töl-
ur sem eru birtar séu frekar vanáætlaðar en
hitt.
Ísland er ekki í skýrslunni nú frekar en áður
en Jóhanna bendir á að Amnesty berjist helst
gegn grófustu mannréttindabrotunum. „Við er-
um með þannig kerfi hér á landi að mannrétt-
indi eru virt. Það eru ekki stundaðar pyntingar
í fangelsum hér, hér eru ekki dauðadómar og
fólk er ekki að hverfa vegna skoðana sinna.“
Brot framin á hverri mínútu
Jóhanna bendir á að milljónir manna um all-
an heim hafi þolað mannréttindabrot á árinu
2004 og giskar á að greinar mannréttinda-
sáttamála Sameinuðu þjóðanna séu brotnar á
hverri mínútu. „Það er hægt að segja að skýrsl-
an endurspegli á vissan hátt raddir þessara ein-
staklinga. Við höldum því fram að það hafi
myndast gjá á milli fyrirheita og framkvæmda
stjórnvalda,“ segir Jóhanna og vísar þar til al-
þjóðasamninga um mannréttindi. „Á þessu ári
höfum við séð að það hefur mikið verið gert að
því að grafa undan þessum viðurkenndu mann-
réttindaviðmiðum. Skýrasta dæmið er endur-
skilgreining Bandaríkjamanna á pyntingarhug-
takinu,“ segir Jóhanna og bætir við að það sé
gríðarlega alvarlegt í ljósi þess hve voldug
Bandaríkin eru. Önnur lönd sem eru kannski
með veikara réttarkerfi geti tekið svipaðar að-
ferðir upp og talið sig hafa heimild til þess.
„Það að grafa undan mannréttindum í nafni
öryggis er ekki rétta leiðin til að berjast gegn
ofbeldi heldur miklu frekar með réttlæti og
virðingu fyrir mannréttindum.“
Jóhanna segir að mannréttindabrot ýti frekar
undir ofbeldi en að þau dragi úr því. „Pyntingar
snúast ekki um að ná fram upplýsingum heldur
fyrst og fremst um að niðurlægja fólk og brjóta
það niður andlega,“ segir Jóhanna og bendir á
að játningar sem náð er fram með pyntingum
gildi ekki fyrir dómstólum samkvæmt alþjóða-
lögum.
Fyrirtæki kynni sér alþjóðalög
Að sögn Jóhönnu eru Amnesty farin að fylgj-
ast betur með hegðun fyrirtækja en samtökin
styðja hins vegar ekki viðskiptaþvinganir. „Við
höfum á undanförnum árum lagt meiri áherslu
á að skoða hvernig efnahagsleg, félagsleg og
menningarleg réttindi eru virt,“ segir Jóhanna
og tekur sem dæmi að í Kína, þangað sem ís-
lensk fyrirtæki sækja í auknara mæli, sé bann-
að að stofna frjáls verkalýðsfélög. „Margir sam-
viskufangar sem við höfum verið að vinna fyrir
er fólk sem hefur staðið fyrir verkföllum á
vinnustöðum, hefur verið að reyna að vinna að
bættum aðbúnaði á vinnustöðum eða betri kjör-
um,“ segir Jóhanna og áréttar að íslensk fyr-
irtæki kynni sér alþjóðlega samninga sem Ís-
land er aðili að og fylgi þeim hvort sem
starfsemin er á Íslandi eða í Kína.
Yfirvöld létu fólk hverfa í 11 löndum
Morgunblaðið/Eyþór
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri
Amnesty International segir að mannréttindabrot
séu framin á hverri mínútu í heiminum í dag.
Milljónir manna þoldu mannréttindabrot árið 2004
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
Í 59 löndum var fólk dæmt til dauða
árið 2004.
Höft voru á tjáningar- og fundafrelsi
í 79 löndum.
Í austurhluta Kongó hefur ekki verið
gripið til ráðstafana til að stöðva skipu-
legar nauðganir á konum og börnum
og jafnvel smábörnum.
Í Evrópu hefur mannréttindum ver-
ið fórnað í nafni „stríðsins gegn
hryðjuverkum“.
Ríkisstjórnir Evrópu hafa frekar
lagt höft og hindranir á flóttafólk en að
vernda það.
Í Afganistan voru margar konur
fangelsaðar fyrir að strjúka að heiman
eða að stunda kynlíf utan hjónabands.
Níu Finnar voru fangelsaðir fyrir að
neita að gegna herþjónustu.
Ísraelsher drap meira en 700 Palest-
ínumenn, þar af 150 börn.
Vopnaðir hópar Palestínumanna
drápu 109 Ísraela, þar af átta börn.
Í Maynmar (Burma) voru meira en
1.300 samviskufangar.
Sífellt fleiri eru fangelsaðir vegna
netnotkunar í Kína og Víetnam.
287.000 manns voru neydd til að yf-
irgefa heimili sín í Kólumbíu.
Í löndum Afríku er eyðnismituðu
fólki oft neitað um læknisaðstoð.
159 manns voru tekin af lífi í Íran og
að minnsta kosti tíu voru undir 18 ára
aldri.
Punktar úr árs-
skýrslu 2004
Í HÆSTARÉTTI í gær var
Reykjanesbær dæmdur til að
greiða fyrrum starfsmanni vatns-
veitu bæjarins rúmlega 4,5 milljónir
króna í biðlaun þar sem starf hans
var talið hafa verið lagt niður þegar
verkefni vatnsveitunnar voru flutt
til Hitaveitu Suðurnesja hf. árið
2003. Með þessu var héraðsdómur
staðfestur.
Maðurinn hafði starfað um árabil
við vatnsveituna og við stofnun
Hitaveitu Suðurnesja var honum
boðið þar starf sem hann þáði enda
var tekið fram að hann myndi halda
áunnum réttindum sínum í hinu
nýja starfi. Í dómnum segir að við-
urkennt hafi verið af hálfu Reykja-
nesbæjar að maðurinn hefði notið
lakari lífeyriskjara eftir að hann hóf
störf hjá Hitaveitunni og að bæj-
arfélagið hefði ekki sýnt fram á að
hann nyti sambærilegra ráðningar-
kjara og áður. Því yrði að líta svo á
að starf hans hefði verið lagt niður
og því ætti hann rétt til biðlauna í
tólf mánuði. Réttur mannsins
byggðist á kjarasamningi þar sem
vísað er til 14. gr. laga nr. 38/1954
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna. Hæstiréttur taldi ekki
skipta máli við túlkun samningsins
þó lagaákvæðið hefði verið fellt úr
gildi með lagabreytingu árið 1996
þegar sem réttur starfsmanna rík-
isins til biðlauna var þrengdur.
Lárentsínus Kristjánsson hrl.
flutti málið f.h. bæjarfélagsins og
Gestur Jónsson hrl. fyrir manninn.
Málið dæmdu Guðrún Erlendsdótt-
ir, Garðar Gíslason og Hrafn
Bragason.
Dæmdar 4,5 milljón-
ir króna í biðlaun
Starfið lagt niður með stofnun Hitaveitu Suðurnesja Doktorsvörn í
læknadeild HÍ
Í DAG, föstudaginn 3. júní kl. 13,
fer fram doktorsvörn við lækna-
deild Háskóla Íslands. Þá ver Krist-
björn Orri Guðmundsson dokt-
orsritgerð sína um genatjáningu í
þroska blóðmyndandi stofnfrumna.
Ritgerðin er byggð á rannsókn á
genatjáningu í mismunandi hópum
blóðmyndandi stofnfrumna með til-
liti til endurnýjunar, skuldbind-
ingar og sérhæfingar.