Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 15
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands segir í samtali við Morgunblaðið að vissulega sé hægt að ná góðum samlegðaráhrif- um af samstarfi norrænu kauphall- anna og kauphallarinnar í London. Financial Times hefur eftir Þórði að slíkt samstarf sé æskilegt. „Mér finnst norrænu kauphallirn- ar eiga margt sameiginlegt með kauphöllinni í London, sem þær eiga ekki sameiginlegt með öðrum kaup- höllum,“ segir Þórður og nefnir í þessu samhengi tvö atriði. „Í fyrsta lagi er þessi almenni efnahagslegi bakgrunnur, öll ríkin fylgja sömu efnahagsstefnu með því að leggja áherslu á frumkvöðlastarfsemi, sveigjanleika og markaðsbúskap,“ segir Þórður og bendir á að reynslan sýni að samstarf sé vænlegra til ár- angurs eigi samstarfsaðilarnir eitt- hvað sameiginlegt. „Í öðru lagi felst samlegð í tækni- legu hliðinni en OMX er mjög sterkt fyrirtæki tæknilega séð,“ heldur hann áfram. Jafnframt seg- ir Þórður að sam- legðaráhrif kunni að felast í sam- starfi við kauphöllina í London varð- andi framtíðarsamstarf við kauphall- ir utan Evrópu, meðal annars í Asíu og Bandaríkjunum en auk þess segir hann að auknir hagsmunir íslenskra, og norrænna fyrirtækja í Bretlandi séu orðnir það miklir að samstarf sé æskilegt. Aðspurður segist Þórður ekki úti- loka samstarf Kauphallar Íslands við kauphöllina í London. „Við erum einnig að skoða sameiningu við OMX eða jafnvel hvort dýpka eigi NOR- EX-samstarfið,“ segir Þórður jafn- framt. Þórður Friðjónsson Morgunblaðið/ÞÖK Margt sameiginlegt Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir samlegðaráhrif kunna að felast í samstarfi við kauphöllina í London. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Hann segir kauphöllina í London vera þá stærstu í Evrópu hvað varð- ar veltu en markaðshlutdeild hennar er um 40% að hans sögn. Markaðs- hlutdeild NOREX-samstarfsins er um 8% af heildarveltu í evrópskum kauphallarviðskiptum en Þórður segir að í framtíðinni sé afar líklegt að einhverjar af stóru kauphöllunum í Evrópu renni saman og tvær risa- kauphallir muni þannig myndast og svo verði fleiri smáar sem ekki hafa mikið að segja í þessum málum. Þannig er mikilvægt að grípa gæsina meðan hún gefst, að mati Þórðar Friðjónssonar. Samstarf við kauphöllina í London æskilegt TILKYNNT verður um stýrivexti næstu þriggja mánaða í dag er Pen- ingamál Seðlabankans koma út. Greiningardeildir bankanna spá því að Seðlabankinn hækki stýrivextina um 0,25-0,5%. Tólf mánaða verðbólga í maí var 2,9% sem er vel innan efri þolmarka verðbólgumarkmiðs Seðlabankans en verðbólgumarkmiðið er 2,5% plús eða mínus 1,5%. Greiningardeildir bank- anna spá því að vísitala neysluverðs muni hækka nú í júní. Íslandsbanki spáir 0,2% hækkun, KB banki spáir 0,3% og Landsbanki 0,4%. Þetta leiðir til þess að verðbólga myndi verða 2,3% samkvæmt spá Íslandsbanka, 2,4% samkvæmt spá KB banka og 2,5% samkvæmt spá Landsbankans. Þannig lækkar verðbólga um 0,4– 0,6% ef þessar spár rætast. Þrátt fyrir horfur um lækkandi verðbólgu spá greiningardeildirnar hækkun stýrivaxta Seðlabankans og spá greiningardeildir Íslandsbanka Spá allir hækkun stýrivaxtanna og Landsbanka hækkun upp á 0,25- 0,5%, gera þó sterklega ráð fyrir 0,25% hækkun, en greining KB banka spáir 0,25% hækkun. Þessar spár eru gerðar í ljósi þess að útlit er fyrir aukna verðbólgu síðar á árinu og telja bankarnir að Seðlabankinn vilji reyna að byrgja brunninn nú þegar. Evrópski seðlabankinn, ECB, til- kynnti í gær að stýrivextir á evru- svæðinu yrðu óbreyttir í þessum mánuði en þeir hafa verið 2% í 23 mánuði samfleytt. Þessi niðurstaða kom fáum á óvart þrátt fyrir að þrýst hafi verið á stjórn ECB að lækka vexti til þess að örva efnahagslíf álf- unnar. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is                        ! " #  ! $%  ! &'  ( # ) * * *    MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Mest verslað með bréf Íslandsbanka ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu liðlega 2,1 millj- arði króna. Viðskipti með hlutabréf losuðu um einn milljarð króna, þar af var 381 milljón með bréf í Íslands- banka. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% í og er 4.060 stig. Bréf Flögu hækkuðu um 1,64%, bréf Íslands- banka um 0,75% og bréf Actavis um 0,74%. Bréf Össurar lækkuðu um 0,99% og bréf SÍF um 0,35%. Krón- an veiktist töluvert í viðskiptum á millibankamarkaði eða um 1,11%, Sigurjón hættir hjá Medcare ● SIGURJÓN Kristjánsson, aðstoð- arforstjóri Medcare, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og ráðast í stofnun nýs frumkvöðlafyrirtækis á sviði svefnrannsókna að því er kem- ur fram í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands. Sigurjón var einn af frum- kvöðlum Flögu og síðar Medcare og hefur verið einn af lykilstjórnendum félagsins síðustu 11 árin. Sigurjón starfar áfram hjá Medcare fram til 31. ágúst. Hlutabréf Skandia of dýr ● SÉRFRÆÐINGAR alþjóðalega fjár- festingarbankans JP Morgan telja að sænska tryggingafélagið Skandia sé of hátt metið og mæla þeir með því að hlutabréf í félaginu séu undirvoguð í eignasafni, eða seld. Verðmat bank- ans á Skandia er 34,4-34,8 sænskar krónur en verð hlutarins í dag er yfir 40 krónur. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðli sænska viðskiptatímaritsins Affärsvärlden. Verð hlutarins er nú fimmtán sinnum hærra en áætlaður hagnaður fyrir hvern hlut verður á næsta ári og er það mat JP Morgan að yfirtökutilboð ætti ekki að vera hærra en verðið er í dag. Rætt hefur verið um 48 sænskar krónur/hlut sem líklegt yfirtökuverð. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI LYF OG HEILSA hefur keypt rekstur verslunar Össurar hf. í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Er sagt frá þessu í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækjunum. Með söl- unni á versluninni hefur Össur dregið sig út úr öllum rekstri á inn- anlandsmarkaði sem ekki tengist kjarnastarfsemi félagsins. Lyf og heilsa tekur yfir reksturinn á næstu dögum ásamt þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á. Hrund Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir að markmið fyrirtækisins sé að bæta almenna heilsu landsmanna og stoðkerfið eigi stóran þátt í vel- líðan fólks. „Smásala er okkar sér- svið, Össur framleiðir hátæknivörur og hagsmunir fyrirtækjanna fara því vel saman með þessum samn- ingum.“ Samstarf ýmissa aðila í heilbrigð- isstétt, svo sem bæklunarlækna, sjúkraþjálfara og röntgensérfræð- inga, gerir það að verkum að í Orkuhúsinu er hægt að bjóða við- skiptavinum með stoðkerfisvanda- mál alhliða þjónustu á einum stað, að því er segir í tilkynningunni. Össur mun áfram starfrækja þar stoðtækjaverkstæði og þjónustu við stoðtækjanotendur. Lyf og heilsa kaupir verslunar- rekstur Össurar Morgunblaðið/Jim Smart Göngugreining Enn verður boðið upp á göngugreiningu í versluninni þrátt fyrir eigendaskiptin.           !"#$% ! "" #$ %  % +, - ./012 +. - ./012  3 - ./012  ! 4 012 5%- ./012 5- ./012   012 /6 % 012 3%012     012 7 012 8%19 / 012 :;0 9 012 : ; 594 1  % 2012 <  012 &  $'(   5 ; !   012 &-  012 &;/ !9012 = ! .  012 1'  9$! 012 >(0 9 012 : 5012 :4 1?2:!   12 :3; ! 20 !1   02012 @ %% %; ! 3! 012    3! 012 A. ;2 ;; #:'  %012 )   *  +!,! +   012 5  B919 ! 012  ;   012 @' 1' 012 + -    CDBE :!   ! 2 !                # # # #  #   # # # # # # #   %1 4 1  ! 2 ! # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # F*G F*G F# *G F *G F*G F *G F*G F*G F# *G F*G F*G F#*G # # F*G # # # # # # F#*G # # # # # # # # # # &    ! / %  @  .!.  % H /: 2   2 2 2 2 2   2  2 2 2 2 2  2 # # 2 # # 2  # # # # # # # #                  #       #                  # #       # #    ! / 6I 2 2 +@&2J+0%   593  ! /      #  #  # #  #  # # # # # # # +@&2#K ;41 ;0   30194 2 +@&2# :   !%%91 ;1 3   201  .1 2 +@&2# %1  ;194 ;3%1?% 2 +@&2#+!  ! I%1 2 Vöruflutningur eykst um 40% ● VÖRUINNFLUTNINGUR, án skipa og flugvéla, nam um 24 milljörðum í maí samkvæmt Vefriti fjármálaráðu- neytisins. Að raungildi er þetta tæp- lega 40% aukning frá maí á síðasta ári og skýrist af auknum innflutningi flutningatækja og hrá- og rekstr- arvöru. Hærra heimsmarkaðsverð á eldsneyti á einnig sinn þátt í aukn- ingunni enda eykst verðmæti vör- unnar sem flutt er inn. Raunvirði innflutnings fyrstu fimm mánuði ársins er tæplega fjórðungi hærra en á sama tímabili í fyrra. Íslandsbanki í kauphöllina í Osló ● ÍSLANDS- BANKI verður í dag full- gildur aðili að kauphöll- inni í Osló samkvæmt frétt á vefsetri norska blaðsins Dagens Næringsliv. Þannig getur Íslandsbanki verslað með hlutabréf í kauphöllinni í Osló líkt og í Kauphöll Íslands en bankinn verður þó ekki skráður í kauphöllina þannig að ekki er hægt að versla með hluta- bréf í Íslandsbanka þar. Þar með verður Íslandsbanki 41. aðili kauphallarinnar í Osló en þar af eru 18 erlendir. Bankinn er nú þegar aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. > L :MN     * * 5@:B O+P      * * D+D 87P   * * 5P >    * * CDBP O.Q=.    * *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.