Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 15
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands segir í samtali við Morgunblaðið að vissulega sé hægt að ná góðum samlegðaráhrif- um af samstarfi norrænu kauphall- anna og kauphallarinnar í London. Financial Times hefur eftir Þórði að slíkt samstarf sé æskilegt. „Mér finnst norrænu kauphallirn- ar eiga margt sameiginlegt með kauphöllinni í London, sem þær eiga ekki sameiginlegt með öðrum kaup- höllum,“ segir Þórður og nefnir í þessu samhengi tvö atriði. „Í fyrsta lagi er þessi almenni efnahagslegi bakgrunnur, öll ríkin fylgja sömu efnahagsstefnu með því að leggja áherslu á frumkvöðlastarfsemi, sveigjanleika og markaðsbúskap,“ segir Þórður og bendir á að reynslan sýni að samstarf sé vænlegra til ár- angurs eigi samstarfsaðilarnir eitt- hvað sameiginlegt. „Í öðru lagi felst samlegð í tækni- legu hliðinni en OMX er mjög sterkt fyrirtæki tæknilega séð,“ heldur hann áfram. Jafnframt seg- ir Þórður að sam- legðaráhrif kunni að felast í sam- starfi við kauphöllina í London varð- andi framtíðarsamstarf við kauphall- ir utan Evrópu, meðal annars í Asíu og Bandaríkjunum en auk þess segir hann að auknir hagsmunir íslenskra, og norrænna fyrirtækja í Bretlandi séu orðnir það miklir að samstarf sé æskilegt. Aðspurður segist Þórður ekki úti- loka samstarf Kauphallar Íslands við kauphöllina í London. „Við erum einnig að skoða sameiningu við OMX eða jafnvel hvort dýpka eigi NOR- EX-samstarfið,“ segir Þórður jafn- framt. Þórður Friðjónsson Morgunblaðið/ÞÖK Margt sameiginlegt Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir samlegðaráhrif kunna að felast í samstarfi við kauphöllina í London. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Hann segir kauphöllina í London vera þá stærstu í Evrópu hvað varð- ar veltu en markaðshlutdeild hennar er um 40% að hans sögn. Markaðs- hlutdeild NOREX-samstarfsins er um 8% af heildarveltu í evrópskum kauphallarviðskiptum en Þórður segir að í framtíðinni sé afar líklegt að einhverjar af stóru kauphöllunum í Evrópu renni saman og tvær risa- kauphallir muni þannig myndast og svo verði fleiri smáar sem ekki hafa mikið að segja í þessum málum. Þannig er mikilvægt að grípa gæsina meðan hún gefst, að mati Þórðar Friðjónssonar. Samstarf við kauphöllina í London æskilegt TILKYNNT verður um stýrivexti næstu þriggja mánaða í dag er Pen- ingamál Seðlabankans koma út. Greiningardeildir bankanna spá því að Seðlabankinn hækki stýrivextina um 0,25-0,5%. Tólf mánaða verðbólga í maí var 2,9% sem er vel innan efri þolmarka verðbólgumarkmiðs Seðlabankans en verðbólgumarkmiðið er 2,5% plús eða mínus 1,5%. Greiningardeildir bank- anna spá því að vísitala neysluverðs muni hækka nú í júní. Íslandsbanki spáir 0,2% hækkun, KB banki spáir 0,3% og Landsbanki 0,4%. Þetta leiðir til þess að verðbólga myndi verða 2,3% samkvæmt spá Íslandsbanka, 2,4% samkvæmt spá KB banka og 2,5% samkvæmt spá Landsbankans. Þannig lækkar verðbólga um 0,4– 0,6% ef þessar spár rætast. Þrátt fyrir horfur um lækkandi verðbólgu spá greiningardeildirnar hækkun stýrivaxta Seðlabankans og spá greiningardeildir Íslandsbanka Spá allir hækkun stýrivaxtanna og Landsbanka hækkun upp á 0,25- 0,5%, gera þó sterklega ráð fyrir 0,25% hækkun, en greining KB banka spáir 0,25% hækkun. Þessar spár eru gerðar í ljósi þess að útlit er fyrir aukna verðbólgu síðar á árinu og telja bankarnir að Seðlabankinn vilji reyna að byrgja brunninn nú þegar. Evrópski seðlabankinn, ECB, til- kynnti í gær að stýrivextir á evru- svæðinu yrðu óbreyttir í þessum mánuði en þeir hafa verið 2% í 23 mánuði samfleytt. Þessi niðurstaða kom fáum á óvart þrátt fyrir að þrýst hafi verið á stjórn ECB að lækka vexti til þess að örva efnahagslíf álf- unnar. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is                        ! " #  ! $%  ! &'  ( # ) * * *    MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Mest verslað með bréf Íslandsbanka ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu liðlega 2,1 millj- arði króna. Viðskipti með hlutabréf losuðu um einn milljarð króna, þar af var 381 milljón með bréf í Íslands- banka. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% í og er 4.060 stig. Bréf Flögu hækkuðu um 1,64%, bréf Íslands- banka um 0,75% og bréf Actavis um 0,74%. Bréf Össurar lækkuðu um 0,99% og bréf SÍF um 0,35%. Krón- an veiktist töluvert í viðskiptum á millibankamarkaði eða um 1,11%, Sigurjón hættir hjá Medcare ● SIGURJÓN Kristjánsson, aðstoð- arforstjóri Medcare, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og ráðast í stofnun nýs frumkvöðlafyrirtækis á sviði svefnrannsókna að því er kem- ur fram í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands. Sigurjón var einn af frum- kvöðlum Flögu og síðar Medcare og hefur verið einn af lykilstjórnendum félagsins síðustu 11 árin. Sigurjón starfar áfram hjá Medcare fram til 31. ágúst. Hlutabréf Skandia of dýr ● SÉRFRÆÐINGAR alþjóðalega fjár- festingarbankans JP Morgan telja að sænska tryggingafélagið Skandia sé of hátt metið og mæla þeir með því að hlutabréf í félaginu séu undirvoguð í eignasafni, eða seld. Verðmat bank- ans á Skandia er 34,4-34,8 sænskar krónur en verð hlutarins í dag er yfir 40 krónur. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðli sænska viðskiptatímaritsins Affärsvärlden. Verð hlutarins er nú fimmtán sinnum hærra en áætlaður hagnaður fyrir hvern hlut verður á næsta ári og er það mat JP Morgan að yfirtökutilboð ætti ekki að vera hærra en verðið er í dag. Rætt hefur verið um 48 sænskar krónur/hlut sem líklegt yfirtökuverð. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI LYF OG HEILSA hefur keypt rekstur verslunar Össurar hf. í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Er sagt frá þessu í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækjunum. Með söl- unni á versluninni hefur Össur dregið sig út úr öllum rekstri á inn- anlandsmarkaði sem ekki tengist kjarnastarfsemi félagsins. Lyf og heilsa tekur yfir reksturinn á næstu dögum ásamt þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á. Hrund Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir að markmið fyrirtækisins sé að bæta almenna heilsu landsmanna og stoðkerfið eigi stóran þátt í vel- líðan fólks. „Smásala er okkar sér- svið, Össur framleiðir hátæknivörur og hagsmunir fyrirtækjanna fara því vel saman með þessum samn- ingum.“ Samstarf ýmissa aðila í heilbrigð- isstétt, svo sem bæklunarlækna, sjúkraþjálfara og röntgensérfræð- inga, gerir það að verkum að í Orkuhúsinu er hægt að bjóða við- skiptavinum með stoðkerfisvanda- mál alhliða þjónustu á einum stað, að því er segir í tilkynningunni. Össur mun áfram starfrækja þar stoðtækjaverkstæði og þjónustu við stoðtækjanotendur. Lyf og heilsa kaupir verslunar- rekstur Össurar Morgunblaðið/Jim Smart Göngugreining Enn verður boðið upp á göngugreiningu í versluninni þrátt fyrir eigendaskiptin.           !"#$% ! "" #$ %  % +, - ./012 +. - ./012  3 - ./012  ! 4 012 5%- ./012 5- ./012   012 /6 % 012 3%012     012 7 012 8%19 / 012 :;0 9 012 : ; 594 1  % 2012 <  012 &  $'(   5 ; !   012 &-  012 &;/ !9012 = ! .  012 1'  9$! 012 >(0 9 012 : 5012 :4 1?2:!   12 :3; ! 20 !1   02012 @ %% %; ! 3! 012    3! 012 A. ;2 ;; #:'  %012 )   *  +!,! +   012 5  B919 ! 012  ;   012 @' 1' 012 + -    CDBE :!   ! 2 !                # # # #  #   # # # # # # #   %1 4 1  ! 2 ! # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # F*G F*G F# *G F *G F*G F *G F*G F*G F# *G F*G F*G F#*G # # F*G # # # # # # F#*G # # # # # # # # # # &    ! / %  @  .!.  % H /: 2   2 2 2 2 2   2  2 2 2 2 2  2 # # 2 # # 2  # # # # # # # #                  #       #                  # #       # #    ! / 6I 2 2 +@&2J+0%   593  ! /      #  #  # #  #  # # # # # # # +@&2#K ;41 ;0   30194 2 +@&2# :   !%%91 ;1 3   201  .1 2 +@&2# %1  ;194 ;3%1?% 2 +@&2#+!  ! I%1 2 Vöruflutningur eykst um 40% ● VÖRUINNFLUTNINGUR, án skipa og flugvéla, nam um 24 milljörðum í maí samkvæmt Vefriti fjármálaráðu- neytisins. Að raungildi er þetta tæp- lega 40% aukning frá maí á síðasta ári og skýrist af auknum innflutningi flutningatækja og hrá- og rekstr- arvöru. Hærra heimsmarkaðsverð á eldsneyti á einnig sinn þátt í aukn- ingunni enda eykst verðmæti vör- unnar sem flutt er inn. Raunvirði innflutnings fyrstu fimm mánuði ársins er tæplega fjórðungi hærra en á sama tímabili í fyrra. Íslandsbanki í kauphöllina í Osló ● ÍSLANDS- BANKI verður í dag full- gildur aðili að kauphöll- inni í Osló samkvæmt frétt á vefsetri norska blaðsins Dagens Næringsliv. Þannig getur Íslandsbanki verslað með hlutabréf í kauphöllinni í Osló líkt og í Kauphöll Íslands en bankinn verður þó ekki skráður í kauphöllina þannig að ekki er hægt að versla með hluta- bréf í Íslandsbanka þar. Þar með verður Íslandsbanki 41. aðili kauphallarinnar í Osló en þar af eru 18 erlendir. Bankinn er nú þegar aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. > L :MN     * * 5@:B O+P      * * D+D 87P   * * 5P >    * * CDBP O.Q=.    * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.