Morgunblaðið - 03.06.2005, Page 36

Morgunblaðið - 03.06.2005, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn AðilsKristjánsson fæddist í Hvammi í Laxárdal í A-Hún. 15. febrúar 1924. Hann lést á heimili sínu að morgni hins 25. maí síðastliðins. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi og síðar versl- unarmaður á Skaga- strönd, f. 11.3. 1896, d. 3.11. 1966, og kona hans Unnur G. Björnsdóttir, f. 1.9. 1900, d. 14.12. 1990. Systir Björns var Elísabet G. Krist- jánsdóttir, f. 30.9. 1925, d. 21.3. 1991, gift Gunnari Helgasyni. Þau áttu þrjú börn og voru búsett á Skagaströnd. Björn kvæntist 7. ágúst 1955 Lovísu Hannesdóttur, f. í Hvamm- koti, Skefilsstaðahreppi í Skaga- firði 16.2. 1930. Foreldrar hennar voru Hannes Guðvin Benedikts- son, f. 19.1. 1896, d. 27.9. 1977, og lagningamaður, f. 25.7. 1962, maki Fanný María Ágústsdóttir, f. 8.10. 1961. Þau eiga þrjú börn, Ágúst Örn, Tinnu Maríu og Viktor Unn- ar, og eitt barnabarn. Björn ólst upp í Hvammi til fermingaraldurs en þá fluttist hann með foreldrum sínum að Háagerði á Skagaströnd. Þaðan sótti hann nám suður í Reykholts- skóla í Borgarfirði. Hann fluttist til Sauðárkróks 1947 og lauk þar iðnnámi og sveinsprófi í múrverki 1951. Björn flutti með fjölskyldu sína í Kópavog 1956 og bjó þar síð- an. Hann var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur 1956–1963, síðan fé- lagi í Múrarameistarafélagi Rvík. Sat þar í stjórn 1981–1992, sem gjaldkeri og varaformaður. Björn var umsvifamikill byggingameist- ari í Kópavogi, m.a. meistari við nokkrar skólabyggingar, Kópa- vogskirkju, Digraneskirkju og fyrstu háhýsin í Kópavogi. Björn var virkur félagi í samtökum óháðra kjósenda og Alþýðubanda- lagi Kópavogs og var varabæjar- fulltrúi eitt kjörtímabil. Hann sat lengi í stjórn KRON og Bygging- arsamvinnufélags Kópavogs. Björn verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. kona hans Sigríður Björnsdóttir, f. 24.2. 1895, d. 26.10. 1975. Börn Björns og Lovísu eru: 1) Unnur Sólveig skrifstofumaður, f. 23.8. 1953. Hún á son- inn Hlyn Aðils Vilm- arsson og þrjú barna- börn. 2) Hannes múrarameistari, f. 21.1. 1956, maki Haf- dís Ólafsdóttir, f. 11.4. 1958. Þau eiga þrjú börn, Lovísu, Gunnar og Guðríði, og eitt barnabarn. 3) Kristján byggingatæknifræðingur, f. 5.12. 1957, maki Helga Haraldsdóttir, f. 16.5. 1957. Eiga þau synina Björn Aðils og Harald Gísla, Aðalheiði og Nínu, dætur Helgu, og tvö barnabörn. 4) Sigríður skrifstofu- maður, f. 28.7. 1960, maki Brynjar Guðmundsson, f. 27.6. 1959. Börn Sigríðar eru Hlynur Gauti Ómars- son, Björn Ómarsson og Birta Ísey Brynjarsdóttir. 5) Illugi Örn pípu- Skottu kallaði hann pabbi mig þegar ég var lítil stelpa. Pabbastelpa sem skreið í fangið hans þegar kvölda tók, sýndi honum hvað ég var orðin hrein eftir baðið og hann spurði hvorn fótinn hann ætti. Pabbastelpan skoðaði vandlega fæt- urna til að sjá hvor væri fallegri og valdi þann fyrir pabba. Pabbastelpa með teiknaðar blómamyndir eftir pabba sinn upp alla handleggina. Pabbastelpa sem borðaði allt sem pabbi borðaði og þrætti við systkini sín að víst væri þetta gott á bragðið. Pabbastelpa sem eignaði pabba sín- um saumaskapinn á útsaumaða rósa- koddaverinu, hún gerði sér mörgum árum seinna ljóst að líklega hefði mamma saumað það. Samt ekki al- veg viss því í hennar huga var ekkert sem hann pabbi réði ekki við að leysa og nú eftir 45 ára samveru þegar ég kveð hann í hinsta sinn sé ég að það var líka þannig. Allt fram á síðasta dag þá sagði ég ef ég stóð frammi fyrir einhverju; kannski hann pabbi viti, kannski hann pabbi geti eða kannski hann pabbi hafi. Alltaf til staðar fyrir mig og mitt fólk. Ótrú- legur stuðningur á erfiðum jafnt sem gleðistundum, klettur í hafi. Hann pabbi var mikill gæfumaður. Hann kynntist mömmu á Króknum fyrir nærri 60 árum þegar hann var þar í Iðnskólanum. Þau bjuggu fyrst á Sauðárkróki og Blönduósi en frá 1956 í Kópavogi. Pabbi var alla tíð mikill Húnvetningur og ég minnist þess að þegar við fórum norður þá skrúfaði hann niður rúðuna þegar ekið var inn í sýsluna til að fá al- mennilegt loft í bílinn. Hann var líka mikill Kópavogsbúi, átti drjúgan þátt í uppbyggingu bæjarins með beinum og óbeinum hætti sem íbúi, byggingarmeistari og virkur þátt- takandi í bæjarmálastörfum. Hann var ekki einn af þeim sem naut sín best í margmenni, hann kunni frekar við að rækta samskiptin í smærri hópum en það gerði hann líka sann- arlega. Hann var á ferðinni um allan bæ í svona smástoppum hingað og þangað til að hitta vini og kunningja. Hann var mikill spilamaður og spil- aði bridge reglulega hvort sem hann var heima eða á ferðalögum. Árið 1976 byggðu þau sér sum- arbústað austur í Öndverðanesi. Þar hafa þau komið sér upp gróskumik- illi lóð og séð til þess að við öll systk- inin eigum þar athvarf. Þaðan eiga elstu barnabörnin góðar minningar því þegar þau voru yngri tóku amma og afi yfirleitt tvö með sér austur, helst ekki systkini, og áttu með þeim helgi við hin ýmsu störf sem inna þurfti að hendi, leik og notalegheit. Eftir að við eignuðumst bústaði þá tilheyrir að fara yfir í afabústað og fá hafragraut og lifrarpylsu. Síðan má ekki gleyma umsvifamikilli kartöflu- og rófurækt fyrir austan þar sem börnin fylgdust spennt með og tóku jafnvel þátt í uppskerukapphlaup- inu. Þau mamma ferðuðust víða og þekktu landið sitt. Þau voru ekki alltaf ánægð með sögu- og landa- fræðikennsluna nú til dags þegar þau voru með barnabörnin á ferða- lögum og þau vissu lítið um landið. Víst er að þau hafa sitthvað til síns máls og að betur eigi að kenna þá undirstöðuþekkingu sem landafræði Íslands og Íslendingasögurnar eru. Pabbi var þess vegna drjúgur við að gauka að krökkunum ýmsum bókum og gömlum kennslubókum sem við systkinin lærðum ásamt því að vera með mömmu alltaf að miðla fróðleik ef þau voru með á ferðalagi. Ekki bara barnabörnin því það er ógleym- anleg ferð sem við systur fórum með þeim í bíl norður til Dalvíkur fyrir fáum árum. Á leiðinni var farið hægt yfir, sérstaklega í Borgarfirðinum því frá mörgu var að segja enda eig- um við rætur þar. Aðra ferð verð ég að minnast á, ferð sem ekki var far- in. Ég var búin að hlakka mikið til að fara með honum pabba upp í Reyk- holt, eftir þá ferð hefði ég fengið aðra sýn á þann stað en þar var hann sem unglingur í skóla. Já ferðalög. Þau eru stór þáttur í minningunni enda þau mamma bæði að norðan og því farið norður á hverju sumri. En þau fóru líka er- lendis, ferðuðust víða en hvergi þó oftar en til Kanarí. Þangað fóru þau fyrst fyrir 28 árum og á hverju ári eftir það með örfáum undantekning- um. Alltaf var farið út í febrúar og áttu þau þar stóran hóp vina og kunningja. Frá Kanarí er líka minn- ing fyrir okkur börnin, tengdabörnin og 4 barna- og barnabarnabörn því þegar pabbi varð 80 ára þá komum við þeim mömmu á óvart og mættum öll út til þeirra. Þarna áttum við saman 2 og 3 vikur og hann pabbi hefði ekki getað fengið betri afmæl- isgjöf . Hann kíkti við hjá okkur sem bjuggum í göngufæri jafnvel oft á dag til að spjalla og njóta samvista, svo innilega glaður og ánægður með samveruna. Við fengum að kynnast því lífi sem þau lifa þarna úti og urð- um áþreifanlega vör við hversu vel þau eru kynnt. Þessi ferð er sem perla á bandi minninganna. Það er margt sem flýgur í huga manns þegar kemur að kveðjustund. Eftir stendur minning um föður sem ég var stolt af, föður, tengdaföður og afa sem óendanlega sárt er að kveðja. Takk, pabbi minn, fyrir mig og mína. Elsku mamma, þú hefur misst mest en þú átt börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn sem öll vilja umvefja þig og vera þér styrkur og stoð í framtíðinni. Við getum ekki komið í staðinn fyrir pabba en reyn- um eins og við getum. Elsku pabbi, far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður Björnsdóttir. Minn ástkæri tengdafaðir er fall- inn frá og skilur eftir sig stórt skarð í stórri fjölskyldu. Frá því ég steig inn á heimili tengdaforeldra minna fyrir 28 árum fann ég strax að þangað var ég ávallt velkomin. Hann Björn minn var alltaf duglegur að rækta samband sitt við mig og mína fjöl- skyldu og hefði ég ekki getað fengið betri tengdaföður og afa fyrir börnin mín. Ég er mjög þakklát fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman og kveð ég tengdaföður minn með þessum orðum. Þú tími eins og lækur áfram líður um lífsins kröppu bugður alltof fljótt. markar okkur mjög svo undan svíður, minnir á þig, gengur títt og ótt. Ekkert kvikt sem andar fær þig flúið, það fölnar allt og máist burt um síð. Galdur enginn getur á þig snúið þú glottir bara og hæðist alla tíð. Samt linar þú og læknar hjartasárin og leggur við þau smyrsl þín sérhvern dag. Svo tínast eitt og eitt í burtu árin eins og dægrin björt um sólarlag. Þú tími sem að töf vilt enga gera við töltum þetta líf á eftir þér, öllum stundum viljum hjá þér vera og vita meir um tilvist okkar hér. (Valgeir Skagfjörð.) Elsku Lovísa mín, þinn missir er mikill en þú átt stóra fjölskyldu sem elskar þig og mun standa þétt við hlið þér. inning hans mun ávallt hlýja okk- ur á erfiðum stundum. Kveð ég þig með miklum söknuði. Þín tengdadóttir Hafdís Ólafsdóttir. Það var sólríkur dagur, ég vaknaði glöð í hjarta mínu en skyndilega varð allt svart þegar Illugi sonur þinn hringdi í mig í vinnuna og til- kynnti mér að þú værir látinn, elsku tengdapabbi minn, eins hraustur og vel á þig kominn og þú varst. Ég var ung að árum þegar ég kynntist þér fyrst, aðeins 14 ára gömul. Þá var ég tíður gestur á heimili þínu að heim- sækja yngsta son þinn sem ég er gift í dag. Ég man þá hvað þú varst með sérstakan en umfram allt skemtileg- an húmor. Það var húmor að mínu skapi og mér fannst okkur strax líka vel hvoru við annað. Það var ekki sjaldan sem þú bauðst til að keyra mig heim á kvöldin, þá átti ég að vera komin heim á miðnætti og var að leggja af stað kannski tíu mín- útum fyrr sem var í raun of seint því þetta var góður spotti að ganga. En heim komst ég á réttum tíma, þökk sé þér. Svo kom sá dagur að við Ill- ugi eignuðumst okkar fyrsta barn mjög ung, þá fluttist ég fljótlega heim til ykkar Lovísu á neðri hæð- ina. Þá fann ég hvað ég var velkomin til ykkar og mynduðust þá þegar sterk tengsl. Hjá ykkur bjuggum við í rúm þrjú ár og voru þetta okkar fyrstu skref út í lífið og fengum við góða leiðsögn frá þér sem hefur þroskað okkur saman. Þegar við svo keyptum okkar fyrstu íbúð þá varst það þú sem leiðbeindir okkur og hjálpaðir í gegnum erfiðan hjalla, ef þín hefði ekki notið við, þá hefði þetta verið miklu meira streð og erf- iðara en við vorum heppin að eiga þig að. Það var á svo mörgum stöð- um sem þú varst ómissandi, sérstak- lega hjá barnabörnum þínum, þú varst svo duglegur að sinna þeim enda dáðu þau þig. Það sem stóð uppúr voru sumarbústaðaferðirnar og það var alltaf svo skemmtilegt að fara með ömmu og afa í bústaðinn og fá að setja eldivið í kabyssuna. Þú varst líka svo duglegur að fræða þau á leiðinni um ýmis kennileiti, hvað þessi hóll héti og hvaða fjall þetta væri og launaðir þeim með brjóst- sykursmola ef þau mundu það í næstu ferð. Það var ekki farið hratt yfir eins og gert er í dag en þetta muna börnin okkar og miðla því til barna sinna eins og þú vildir einmitt hafa það. Ég man þann tíma þegar ég uppgötvaði það að við áttum sam- eiginlegt áhugamál, en það var kart- öflurækt og garðrækt almennt. Við gátum lengi spjallað um það hvor væri með betri uppskeru á haustin og að sjálfsögðu varst það þú sem hafðir alltaf vinninginn þótt við vær- um með garð hlið við hlið. Þú varst einstaklega natinn við kartöflurnar og rófurnar þínar eins og svo margt annað sem í kringum þig var. Elsku tengdapabbi, það er svo margs að minnast um svo góðan mann sem þú varst, en betri tengdaföður hefði maður aldrei fundið þótt maður hefði leitað lengi. Ég minnist þín með miklum söknuði í hjarta mínu en samt gleði líka fyrir að hafa fengið það tækifæri í lífi mínu að kynnast þér og vera með þér öll þessi ár. Guð blessi þig og styrki elsku Lovísa mín í sorg þinni, ég veit að þið voruð svo samrýmd og miklir vinir.Ég veit líka að það verður tekið vel á móti þér á þeirri leið sem þú hefur nú lagt í. Megir þú hvíla í friði. Fanný María. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þetta ljóð er 76. ljóð Hávamála. Megininntakið í því er að allir deyja að lokum en þeir sem lifa lífi sínu til eftirbreytni lifa að eilífu í minning- unni. Það er raunin með hann afa minn sem nú er fallinn frá. Hann afi Björn kenndi mér margt um það hvernig lífið er. Mér er minnistætt að þegar ég fékk vinnu hjá honum sem handlangari þá lagði hann mikið uppúr því að ég mætti tímanlega. „Árla sá háttar og árla upp rís, auð- maður verður, hygginn og vís,“ kvað hann og gaf mér fimmþúsund króna kaupauka ef ég stóð mig vel á því sviði. Í vinnunni hjá afa lagði ég hart að mér og lærði að maður uppsker eins og maður sáir. Þetta, ásamt ótrúlegu örlæti og vilja til að hjálpa er meðal þess sem stendur uppúr þegar ég hugsa um hvernig lífsvið- horf afa Björns var til eftirbreytni. Nú þegar þú ert horfinn á braut vil ég óska þér friðsamlegrar hvílu, afi minn, og þakka þér fyrir allt sem þú færðir mér. Ég er betri maður fyrir vikið. Björn Ómarsson. Elsku afi, af hverju þú? Þú sem leist alltaf svo vel út, þú sem varst alltaf svo hraustur og þú sem varst alltaf svo góður, en svona er þetta, lífið getur verið svo ósanngjarnt. Ég man þegar ég var lítill og bjó niðri hjá þér, þá hlakkaði ég alltaf til að vakna, koma upp til þín á nátt- fötunum, eiga með þér stund, og borða með þér morgunmat. Þú varst alltaf til í að gera eitthvað með mér, til dæmis þegar þú fórst með mig í réttirnar sem mér fannst alltaf svo gaman, í sund, og í sumarbústaðinn þar sem við eyddum mörgum stund- um eins og í kartöflugarðinum og í sundlauginni. Maður beið alltaf spenntur eftir sumrinu til þess að geta farið með ykkur ömmu í sumarbústaðinn. Þetta er bara brot af minningum mínum um okkur, því þær eru svo margar og mér finnst ég hafa verið mjög heppinn að eiga þig að. Þú hefur alltaf staðið við bakið á mér, sérstaklega fyrir nokkrum árum þegar ég þurfti á sem mestri hjálp að halda. Þá komst þú og bjargaðir mér eins og ekkert væri sjálfsagðara og því mun ég aldrei gleyma. Jæja elsku afi minn, nú kveð ég þig og ég veit að við munum hittast aftur, þú átt alltaf stóran stað í hjarta mínu og þegar það kemur að mér þá veit ég að þú munt taka vel á móti mér eins og alltaf. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ágúst Örn. Það er fátt eins mikilvægt og að eiga góðan afa. Hann Björn afi var ekki bara góður, hann var einstakur. En nú er komið að kveðjustund. Þegar ég rifja upp alla góðu hlutina sem við afi höfum gert í gegnum tíð- ina hrannast upp minningar og ófá tár renna niður kinnarnar. Fyrir þessa góðu tíma verð ég afa mínum ávallt þakklát fyrir. Ég man eftir öll- um ferðunum sem ég fór í með hon- um og Lovísu ömmu í réttirnar og svo allar ferðirnar austur í bústað, þær voru alltaf svo skemmtilegar. Mér er það svo minnisstætt að hann afi var svo duglegur að spyrja okkur út í heiti á bæjum og fjöllum þegar við vorum að ferðast og fékk ég oft tíu krónur eða brjóstsykur fyrir hvert rétt svar. Það verður erfitt að venjast því að geta ekki skroppið í spjall til afa og spjallað um allt milli himins og jarðar. Afi og Antonía voru mjög náin og spyr hún mikið um hann afa sinn og af hverju hann er farinn frá okkur. Henni þótti svo vænt um hann og fór oft í hafragraut og fékk þá nokkra kandísmola. Hann afi var nú duglegur að stinga kandís að okkur krökkunum og kvaddi hún Antonía alltaf afa sinn með nokkra mola í vasanum. Hann afi var mjög góður vinur og hef ég alltaf verið mikil afastelpa og varð ung mjög háð honum afa mínum. Við vorum dugleg að rækta það samband og gerðum við ýmislegt saman. Allir bíltúrarnir og heimsóknirnar til Önnu og Ara sem mér þóttu svo skemmtilegar. Elsku amma mín, þinn missir er mikill þar sem þú misstir ekki bara eiginmann heldur líka þinn besta vin. Þú átt stóra fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á þér og munum við takast á við sorgina sam- an. Elsku afi, þó svo við söknum þín afar mikið og kveðjum þig með mik- illi sorg vitum við að þú munt ávallt vera hjá okkur. Þú varst mér svo góður afi, og fyrir það vil ég þakka þér. Einnig þakka ég fyrir alla þá hlýju sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Minningin um góðan afa mun lifa í hjarta mínu og ég bið góðan guð að varðveita afa minn. Lovísa Hannesdóttir. BJÖRN AÐILS KRISTJÁNSSON Elsku afi minn. Mér þyk- ir leitt að þú skulir vera dá- inn en það var samt gott að þú skyldir ekki verða veik- ur. Mér fannst svo gaman þegar við fórum í keppni hvort ræktaði stærstu róf- una í fyrra. Það var líka svo gaman þegar ég heimsótti þig, ömmu og páfagaukinn í sumarbústaðinn og þar fékk ég besta hafragraut í heimi með lifrarpylsu. Ég á eftir að sakna þín elsku afi minn. Kveðja Birta Ísey Brynjarsdóttir. Elsku afi minn. Afi gaf mér alltaf hafra- graut. Hann er góður. Ég sakna þín afi. Það var gam- an í sumarbústaðnum hjá afa. Góða nótt afi minn Antonía Eir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.