Morgunblaðið - 03.06.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 49
FRÉTTIR
Haraldur er
Johannessen
Ranglega var farið með föðurnafn
Haraldar Johannessen, aðstoðar-
manns umhverfisráðherra, í mynda-
texta í gær. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Við hlið
MR-búðarinnar
Röng verslun var nefnd í frétt um
Vilhjálm Þór rakara og nýja rakara-
stofu hans við Lyngháls 3 í Reykja-
vík. Stofa Villa er við hlið MR-búð-
arinnar sem er verslun fyrir
hestamenn. Beðist er velvirðingar á
rangherminu.
Skaut ekki
úr byssunni
Í frétt í blaðinu sl. sunnudag var
ranghermt að maður sem hlaut dóm
hafi gengið um miðbæ Akureyrar
skjótandi úr riffli. Hið rétta er að
maðurinn skaut aldrei úr rifflinum
og að skothvellir sem heyrðust um
sama leyti bárust frá Akureyrarflug-
velli. Beðist er velvirðingar á þessu
ranghermi.
LEIÐRÉTT
BÍLL á postulínsbollum verður af-
hjúpaður í verslun Hjartar Nielsen í
Smáralind í Kópavogi kl. 18. í dag,
föstudag. Bíllinn er af gerðinni
Audi A6. Verður hann til sýnis í
Smáralind til 12. júní.
Sýna bíl á
postulínsbollum
ÖLDUSELSSKÓLI heldur upp á
30 ára afmæli sitt á morgun með
hátíðarhöldum í skólanum. Hefst
dagskráin klukkan 10.30 með
ávarpi skólastjóra og taka svo við
ýmis atriði, þar á meðal mun
skólahljómsveit Ölduselsskóla
leika, atriði úr árshátíðarleikriti
nemenda verða sýnd, haldin verð-
ur skylmingasýning og nemendur
í 4. bekk flytja söngleik. Dag-
skráin stendur til klukkan 14 en
gert verður hlé milli 11.30 og 13
og verður þá boðið upp á dag-
skrá í bekkjar- og fagstofum. Áð-
ur en formleg dagskrá hefst
verður afhjúpað tíu fermetra
listaverk sem 630 nemendur og
kennarar hafa unnið í sameiningu
í vetur.
Ölduselsskóli var stofnaður ár-
ið 1975 og hófu 95 nemendur
nám í skólanum um haustið.
Kennarar voru fjórir auk tveggja
stundakennara og skólastjóra. Í
dag eru hins vegar um 600 nem-
endur í skólanum og um 80
starfsmenn.
Afmælishátíð
í Ölduselsskóla
á morgun
ÍSLENDINGAR þurfa að veita innflytjendum
sem koma hingað á unglingsaldri meiri aðstoð við
að komast í gegnum framhaldsskóla að því er fram
kom í máli Fidu Abulibdeh frá Palestínu á málþingi
Fræðsluseturs UniCom, Mannfræðifélags Íslands
og ReykjavíkurAkademíunnar um samþættingu og
einangrun innflytjenda í íslensku samfélagi. Fida
hefur ekki fengið nægilega aðstoð í íslensku til að
ljúka framhaldsskólanámi og spreyta sig á há-
skólanámi eins og hugur hennar stendur til.
„Ástin dró mig til Íslands,“ sagði Nelson Vaz da
Silva frá Gínea Bissá í upphafi innleggs síns á mál-
þinginu. Hann sagðist fyrst hafa flutt frá Gíneu
Bissá til Portúgals. Þar hafi hann kynnst íslenskri
konu og flust með henni til Íslands. Nelson sagði að
fyrsta árið á Íslandi hefði verið erfitt. Hann hefði
fengið vinnu við fiskvinnslu í Hafnarfirði, ekki líkað
starfið og hætt. Eftir að hafa unnið um árabil hjá
Samskipum vinnur hann í sælgætisgerðinni Mónu
og tekur virkan þátt í uppeldi dóttur sinnar.
Hann sagði talsverðan mun á því að búa á Íslandi
nú og þegar hann kom til Íslands fyrir 10 árum.
„Þegar ég kom til Íslands bjuggu fáir þeldökkir í
landinu. Fólk sneri sér við á götu til þess að horfa á
mig fara framhjá. Núna snýr sér enginn lengur við
eða starir á mig úti á götu,“ sagði hann og taldi at-
hyglina aðallega stafa af forvitni. „Ísland er ekki
laust við kynþáttafordóma frekar en önnur lönd.
Fólk sem lítur öðruvísi út og tilheyrir minni-
hlutahóp eins og ég er líklegra til að verða fyrir for-
dómum heldur en aðrir útlendingar. Ég hef þó
fremur orðið var við forvitni en fordóma í minn
garð á Íslandi.“
Besta frá Palestínu og Íslandi
Fida Abulibdeh frá Palestínu fluttist frá Palest-
ínu til Íslands ásamt móður sinni og systkinum fyr-
ir 10 árum. Fida fór beint í 10. bekk og náði sam-
ræmdu prófunum þrátt fyrir slitrótt nám í íslensku
vegna kennaraverkfalls um veturinn. Hún hóf
ásamt systur sinni nám í Iðnskólanum um haustið.
„Ég fór í bifvélavirkjun og systir mín í rafvirkjun.
Við héldum að okkur myndi vegna betur í verkleg-
um greinum en bóklegum af því að við vorum svo
lélegar í íslensku,“ sagði Fida og tók fram að flók-
inn sérfræðiorðaforði hefði orðið þeim fjötur um fót
í náminu. Þær hafi beðið um sérstaka aðstoð í ís-
lensku án árangurs. „Ég fékk heldur ekki þá aðstoð
sem ég þurfti til að ljúka öllum áföngum í kvöld-
skóla FB þegar ég hóf aftur nám fyrir nokkrum ár-
um. Ég er ekki að biðja um að kerfinu sé breytt
heldur smáaðstoð til að geta lokið stúdentsprófi eða
undanþágu til að fá að spreyta mig í háskóla. Þegar
ég var beðin um að halda þennan fyrirlestur var ég
meðal annars beðin að svara því hvort ég vildi að
einhverju yrði breytt á Íslandi. Ég myndi vilja að
meira yrði gert til að hjálpa innflytjendum sem
koma hingað á unglingsaldri að komast í gegnum
framhaldsskóla.“
Eftir að hafa gefist upp á náminu í Iðnskólanum
fór Fida út á vinnumarkaðinn og vann á tveimur
vinnustöðum þar sem útlendingar voru í meirihluta
og töluðu ensku sín á milli í vinnunni og utan vinn-
unnar. „Mér fannst þægilegt að lifa í þessum út-
lendingaheimi og nota enskuna,“ segir Fida og við-
urkennir að á þessum tíma hafi hún hvorki kynnst
miklu af íslensku samfélagi né notað íslensku. „Allt
þetta breyttist þegar ég fór að vinna í sjoppu og
kynntist íslenskum stelpum. Ég átti erfitt með að
skilja þær í byrjun. Smám saman náði ég betri tök-
um á tungumálinu og fór að taka upp siði þeirra
eins og að reykja og drekka og svoleiðis. Ég var
eiginlega í algjöru rugli og vissi ekki hvort ég væri í
raun Íslendingur eða Palestínumaður á tímabili. Á
endanum ákvað ég að ég væri ekki Íslendingur þó
að mér líkaði margt í íslenskri menningu heldur
Palestínumaður, búsettur á Íslandi. Ég hef ákveðið
að lifa samkvæmt því besta úr íslenskri og palest-
ínskri menningu,“ sagði hún og nefndi dæmi. „Ég
hef ákveðið að tileinka mér tjáningarfrelsi eins og
tíðkast á Íslandi. Á hinn bóginn legg ég sérstaka
áherslu á samheldni innan fjölskyldunnar að hætti
araba.“
Þáttur í stærri sviðsmynd
Judel Ditta frá Filippseyjum flutti ásamt pakist-
önskum eiginmanni sínum og börnum þeirra
tveimur frá Pakistan til Íslands fyrir hvatningu frá
kirkju Sjöundadags aðventista fyrir ríflega 6 árum.
Judel sagði að kirkjan hefði tekið ákaflega vel á
móti fjölskyldunni, m.a. útvegað henni íbúð með
húsgögnum og hlý föt handa börnunum fyrir vet-
urinn. Þau hafi hvorki fundið fyrir einmannaleika
né depurð frá því að þau fluttu til Íslands. Judel
viðurkennir þó að sér hafi fundist erfitt að læra ís-
lensku. „Stundum finnst mér fólk halda að við
leggjum okkur ekki fram um að læra tungumálið.
Margir virðast ekki átta sig á því hversu erfitt er
fyrir fullorðið fólk, sérstaklega foreldra, að læra
þetta erfiða tungumál,“ sagði Judel og minnti á að
fjölskyldufólk hefði yfirleitt ekki tíma fyrr en eftir
ríflega fullan vinnudag til að einbeita sér að tungu-
málanáminu. „Þessi blanda getur reynt mjög á fólk
og gerir innflytjendum raunar ómögulegt að læra
tungumálið nema þeir séu snillingar eða sérstökum
tungumálahæfileikum gæddir.“
Judel sagðist hafa afar jákvæða reynslu af ís-
lenskum vinnumarkaði. Eftir að hafa unnið eitt ár í
Zetu-brautum tók hún við starfi fjármálastjóra
Suðurhlíðaskóla, einkaskóla á vegum Sjöundadags
aðventista. „Ég var mjög ánægð að fá tækifæri til
að starfa við mitt fag þrátt fyrir nokkra tungu-
málaerfiðleika. Ég var ákaflega glöð yfir því að fá
tækifæri til að hjálpa skólanum út úr fjárhags-
legum erfiðleikum. Ég bið yfirleitt um leyfi og fæ
að tala ensku við þá sem ég þarf að tala við vegna
vinnunnar. Annars tala ég íslensku,“ sagði Judel og
bætti við að þessi leið hefði reynst sér vel. Hún
benti á að íslensk börn nytu mikil frelsis og agi virt-
ist ekki skipa stóran sess í uppeldinu. Foreldrar
ættu að eyða meiri gæðatíma með börnunum sín-
um í því skyni að kenna þeim varanleg gildi.
Í það heila sagði Judel reynslu sína af því að vera
innflytjandi á Íslandi jákvæða. „Hlutverk okkar í
samfélaginu er að byggja upp einn þátt í stærri
sviðsmynd. Við lifum samkvæmt því sem einu sinni
var haft eftir John F. Kennedy: „Spurðu ekki hvað
landið þitt getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur
gert fyrir landið þitt.“ Við leggjum okkur fram um
að vinna samfélaginu gagn og uppskerum í staðinn
viðurkenningu á því að vera dýrmætir þátttak-
endur í samfélaginu.“
„Lifðu vel og lengi“-hlutinn
Eric Hearn fluttist frá Bandaríkjunum til Kefla-
víkur árið 1992. Hann var giftur íslenskri konu og
átti með henni eitt barn. Á fundinum lýsti hann því
hvernig hann hefði mætt hverri hindruninni á fæt-
ur annarri í því að stunda atvinnu á Íslandi, m.a.
erfiðu atvinnuástandi og ósveigjanlegri vinnulög-
gjöf. Fráskilinn og atvinnulaus sá hann sér að lok-
um þann kost vænstan að flytjast aftur til Banda-
ríkjanna árið 1995.
Eric tók fram að þrátt fyrir alla erfiðleikana hafi
honum líkað ákaflega vel bæði við land og þjóð.
Honum hafi fundist hann eiga heim á Íslandi og
hvergi annars staðar. Fyrir þrábeiðni dóttur sinnar
flutti Eric aftur til Íslands árið 2001. Hann segir að
Ísland hafi tekið töluverðum breytingum frá því að
hann flutti út 6 árum áður. „Innan tveggja vikna
var ég kominn með örugga vinnu, innan mánaðar
var ég farinn að vinna fulla vinnu sem leikskóla-
kennari og innan þriggja mánaða var ég kominn
með öruggt húsnæði og á góðri leið með að sjá mér
farborða. Vináttuböndin sem ég hafði bundið áður
voru endurnýjuð,“ sagði Eric og tók fram að líf
hans hefði haldið áfram að taka jákvæðum breyt-
ingum. „Ég fékk starf sem myndlistarkennari og
keypti mér húsnæði – nokkuð sem útlendingar
gátu ekki gert þegar ég fyrst á Íslandi. Ég er búinn
að gifta mig aftur, á nýja fjölskyldu og upplifi nú
„lifði hamingjusamur til æviloka“-hluta ævintýrs-
ins.“
Tungumálið stjórntæki
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræð-
ingur, bjó í Miðausturlöndum um 10 ára skeið. Hún
velti því fyrir sér á málþinginu hvort krafan um ís-
lenskukunnáttu væri í raun stjórntæki Íslendinga
gagnvart innflytjendum í lægri stéttum samfélags-
ins. „Íslendingar virðast mjög uppteknir af því að
lykillinn að farsælli aðlögun innflytjenda að sam-
félaginu felist í færni í tungumálinu. Þessu viðhorfi
er sjaldan mótmælt og vissulega er óhætt að taka
undir að auðvitað er þægilegra að kunna tungumál
þess lands sem maður býr í heldur en ekki. Hins
vegar fór ég að velta því fyrir mér hvort eitthvað
fleira kynni að liggja að baki þessari ríku kröfu um
færni í tungumálinu þegar ég vann með fjölda inn-
flytjenda í láglaunastarfi á sjúkrastofnun í fyrra-
sumar. Ég tók nefnilega eftir því að sífellt var verið
að gera kröfu til innflytjendanna um að tala ís-
lensku og oft án sýnilegrar ástæðu, t.d. þegar þeir
voru að tala sín á milli eða við mig. Ég tek ekki eftir
að sama krafa sé gerð til menntaðra vina minna
sem hafa að mínum dómi aðlagast samfélaginu
ágætlega þó að þeir tali yfirleitt ensku,“ sagði Guð-
rún Margrét. „Ég býst við að ég sé raunverulega
að segja að þessi krafa um tungumálið hafi trúlega
meira að gera með að viðhalda lagskiptingu sam-
félagsins heldur en tryggja farsæla aðlögun inn-
flytjenda að nýju fjölmenningarlegu samfélagi.“
„And-kynþáttaflokkari“
Hugrún Guðmundsdóttir, nemi í félagsráðgjöf,
hefur búið í Lundi og Málmey í Svíþjóð um 14 ára
skeið. Hún rifjaði á fundinum upp að upprunalega
væri hún hálfur Íslendingur og hálfur Grikki. „Það
var erfitt að vera lítill með skrítið ættarnafn á Ís-
landi þegar ég var að alast upp. Á endanum ákvað
ég að kalla mig Guðmundsdóttur eftir fósturföður
mínum. Seinna þegar ég laumaðist til að segja frá
því að ég væri hálfur Grikki var farið að skýra ýmis
persónueinkenni mín með uppruna mínum. Það var
léttir fyrir mig að kynnast föður mínum og ætt-
ingjum. Ég komst svo að því á endanum að ég væri
fyrst og fremst Laugnesingur þar sem ég átti
heima hjá ömmu minni og afa stóran hluta æsku
minnar og svo Málmeyjarbúi þar sem ég bý núna. Í
fjölmenningarsamfélaginu í Málmey hef ég komist
að því hversu fólk er í raun líkt óháð uppruna sín-
um þó allir eigi auðvitað sína dýrmætu sögu. Það
sem mér var svo erfitt í æsku er mér orðið svo dýr-
mætt í dag,“ sagði Hugrún og upplýsti að hún væri
opinber „and-kynþáttaflokkari“. „En það felur m.a.
í sér að hjálpa þeim sem er mismunað vegna upp-
runa síns, t.d. ákvað ég að leigja flóttamanni íbúð-
ina mína meðan ég dvel tímabundið á Íslandi.“
Aðstoða þarf unga innflytj-
endur í framhaldsskólum
Morgunblaðið/Þorkell
Hallfríður Þórarinsdóttir var fundarstjóri á málþinginu um innflytjendur og meðal ræðumanna voru
þau Nelson Vaz da Silva, Fida Abulibdeh og Judel Ditta sem búið hafa hér um árabil.
Hvernig gengur innflytjendum að fóta sig í nýju landi eins og Íslandi? Eru útlendingafordómar á
Íslandi? Anna G. Ólafsdóttir hlýddi á innflytjendur og Íslendinga velta þessum spurningum og
fleiri fyrir sér á málþingi UniCom, Mannfræðifélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar.
’Ég hef ákveðið að tileinka mértjáningarfrelsi eins og tíðkast á
Íslandi. Á hinn bóginn legg ég
sérstaka áherslu á samheldni
innan fjölskyldunnar að hætti
araba.‘
JÓN Kristjánsson, heilbrigð-
isráðherra, hefur veitt tólf heil-
brigðisstarfsmönnum gæðastyrki,
samtals að upphæð 2,5 milljónir
króna. Sótt var um styrk til 49
verkefna og hefur aldrei verið
sótt um jafnmarga styrki.
Ríflega helmingur umsókna
barst frá Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi eða 26 og sagði ráð-
herra í ræðu sinni að óhætt væri
að álykta að fjöldi umsókn end-
urspeglaði öflugt gæðastarf innan
spítalans.
Verkefnin tólf sem hlutu styrk
lúta að ýmsum málum, m.a. að
því að rannsaka fjölda innlagna
vegna aukaverkana lyfja, að efl-
ingu fjölskylduhjúkrunar og að
ábendingum, athugasemdum og
kvörtunum sjúklinga.
Heilbrigðis-
ráðherra veitti
12 gæðastyrki