Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 61
AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI
Sýningatímar 28. maí
Kvikmyndir.is
THE WEDDING DATE
kl. 4 - 6 - 8.15 - 10.30
CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4
Kingdome Of Heaven
kl. 5 - 8 - 10.30
House of Wax kl. 10.30
Star Wars - Episode III
kl. 5 - 8
A LOT LIKE LOVE
kl. 6 - 8 - 10
HOUSE OF WAX kl. 8 - 10
THE ICE PRINCESS kl. 6
F J Ö L S K Y L D U D A G A R MYNDIR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI 2 - 5 JÚNÍ (TILBOÐSMYNDIR MERKTAR MEÐ GRÆNU)
A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
A LOT LIKE LOVE VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
ashton kutcher RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU amanda peet
Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá.
A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30
HOUSE OF WAX kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
WEDDING DATE kl. 8.15 - 10.20
PACIFIER kl. 3.45
SAHARA kl. 5.45
ICE PRINCESS kl. 2 - 4
SVAMPUR SVEINS ísl.tal. kl. 2 - 4
BANGSÍMON og FRÍLLINN ísl.tal. kl. 2
Það er gott að
rækta garðinn sinn ...
Glæsilegur blaðauki um garðinn fylgir
Morgunblaðinu föstudaginn 10.júní.
Grænir fingur, blómabörn og grillmeistarar eru á leiðinni út í
garð og nú er lag að minna þau á þig.
Meðal efnis í blaðinu eru nýjungar í blóma- og trjáframboði,
garðhúsgögn, glóðheitar grilluppskriftir, matjurtarækt,
heitir pottar, hitalampar á verandir, pallaefni og margt fleira.
Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 7. júní
Allar nánari upplýsingar
veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is
HANN er harður heimur, tónlistar-
heimurinn. Því hafa drengirnir í
bresku hljómsveitinni Doves fengið
rækilega að kynnast.
Það getur ekki annað en tekið á
taugarnar, gert menn gráhærða, að
senda frá sér
hverja snilld-
arplötuna á fætur
annarri, búa til
betra popp en
flestir aðrir, án
þess hvorki að
öðlast teljanlega
virðingu né vin-
sældir. Málið er nefnilega að þeir
eru komnir af léttasta skeiði og
munu seint prýða forsíður tísku-
tímarita, blessaðir Doves-menn.
Þeir eru bara alltof venjulegir kauð-
ar, hljóðversrottur og bullandi mús-
íkantar, sem lögðust á eitt um að búa
til kröftugt og innihaldsríkt tilfinn-
ingapopp. Tvær fyrstu plöturnar
Lost Souls og The Last Broadcast
voru báðar mjög sterkar og vaxa
með tímanum, ef eitthvað. Þessi nýj-
asta, Some Cities, gefur þeim ekkert
eftir, inniheldur 11 sérdeilis góð lög,
grípandi mjög; mikið og metn-
aðarfullt popp vexti, kjörið til flutn-
ings í stóru rými á hæsta mögulega
hljómstyrk, en þó e.t.v. full krefjandi
til að ná útvarpsspilun.
Þeir sem enn hafa ekki kynnt sér
Doves ættu að gera það sem allra
fyrst. En góðar líkur eru á að sum-
um komi til með að finnast þeir
lummó; það eru og verða örlög
Doves.
Sumir
eru lán-
lausir
TÓNLIST
Erlendar plötur
Doves - Some Cities
Skarphéðinn Guðmundsson
BRESKI hönnuðurinn Alexander McQueen hefur skrifað
undir samning um að hanna nýja skólínu fyrir Puma. Ekki
er búið að gefa línunni nafn en hún verður kynnt til sög-
unnar á tískuviku í London í september og kemur í versl-
anir vorið 2006. Stella McCartney hefur hannað íþróttafa-
talínu fyrir Adidas. McCartney er eins og McQueen með
eigið merki undir hatti Gucci Group, sem er þriðja stærsta
lúxusiðnaðarfyrirtæki í heiminum.
Ný yfirstjórn Gucci Group hefur sett pressu á þau
tískuhús sín sem skila ekki hagnaði til að þau geri svo árið
2007. Samningarnir við Puma og Adidas eru því góð leið
með að auka hagnaðinn hjá McQueen og McCartney. Til
viðbótar er svona samstarf gott til að byggja upp nafn
tískumerksins og kynna það fyrir nýjum neytendum.
„Alexander McQueen er einn af mest skapandi fata-
hönnuðunum og samstarf hans og Puma veitir fleirum
aðgang að vörum hans,“ sagði Jochen Zeitz, fram-
kvæmdastjóri Puma, í tilkynningu.
McQueen hefur jafnframt gert samning við Sergio
Rossi um skóframleiðslu. Takmarkið er að sala á skóm
og töskum verði 30% af heildarsölu tískuhússins.
Puma hefur áður fengið þekkta hönnuði til liðs við sig
eins og Neil Barrett, Philippe Starck og Alexander von
Stubbe.
Tíska | Nýtt samstarf fatahönnuðar og íþróttamerkis
McQueen hannar fyrir Puma
Skór úr eigin línu Alexanders
McQueen en hann ætlar nú að fara
að hanna íþróttaskó.