Morgunblaðið - 09.10.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 19
tilfelli eru þau áhugaverð, því út á
þetta gengur myndin.“
En breskum blaðamanni á fund-
inum var þó greinilega ekki
skemmt, stóð ekki alveg á sama um
allt ofbeldið í myndinni og spurði
Cronenberg út í hvort hann fyndi
ekki til ábyrgðar gagnvart áhorf-
endum, hvort hann hefði engar
áhyggjur af mögulegum neikvæðum
áhrifum sem myndir hans kynnu að
hafa.
„Skyldur mínar eru fyrst og
fremst gagnvart listforminu. Vissu-
lega geri ég mér grein fyrir að engin
list verður til í tómarúmi en ábyrgð-
artilfinning mín beinist eftir sem áð-
ur öll að listaverkinu, kvikmynda-
gerðinni. Þegar maður er búinn að
ákveða að gera einhverja kvikmynd
þá verður að sýna henni fulla holl-
ustu, allt ytra áreiti eins og kröfur
framleiðenda eða siðapostula sam-
félagsins hafa skaðleg áhrif. Og að
verkinu loknu varðar mig engu hvað
gerist. Ég vil ekki hugsa út í það,
bara að kvikmynda handritið eins
vel og ég get. Ég hef margsinnis
lent í þessum rökræðum um meint
áhrif kvikmynda á samfélagið, eink-
um í Bretlandi, t.d. í kringum frum-
sýninguna á Crash. Mér er satt að
segja farið að finnast þetta þreytt
umræðuefni, margtuggið og hálf-
tilgangslaust. Þessi eilífa spurning
um hænuna og eggið, ofbeldið og
bíóið. Þetta eru endalausar rökræð-
ur og það munu aldrei liggja fyrir
skýr svör, hvort fólk verði ofbeld-
ishneigt eftir að hafa séð ofbeldi í
bíó, hvort menn fari virkilega út úr
bíósalnum og drepi einhvern eftir að
hafa séð einhvern vera drepinn. Ef
það væri raunin þá er ég ansi
hræddur um að mannkynið væri bú-
ið að útrýma sjálfu sér fyrir löngu.
En svo er ekki og því tel ég stórlega
hæpið að fólk hermi allt eftir því
sem það sér á hvíta tjaldinu.
Vel að merkja þá tel ég að A
History of Violence sé einstaklega
ábyrg kvikmynd því þar er vakið
máls á mjög viðeigandi og alvar-
legum spurningum eðli ofbeldis og
hver áhrif þess eru á samfélagið og
fjölskylduna.“
Mannlega dramað
Hér sér framleiðandi mynd-
arinnar sig knúinn til að skjóta inn í
að upphaflega handritið hafi verið
miklu ofbeldisfyllra og gengið, líkt
og myndasagan, að megninu til út á
hasarinn fremur en dramað.
Áherslur hefði hinsvegar breyst
mjög með tilkomu Cronenbergs og
handritshöfundarins Josh Olsons.
Þeir hefðu viljað beina fókusnum
frekar á afleiðingar ofbeldisverk-
anna á fjölskylduna, draga skýrari
dráttum hið mannlega drama sem
myndasagan býður uppá en lætur
liggja milli hluta svo meira rúm sé
fyrir ómengaðan hasarinn.
Beikon og egg
Cronenberg hefur ekki aðeins lát-
ið sig ofbeldi miklu varða heldur
einnig kynlíf og gjarnan hefur hann
tvinnað hvorutveggja saman þannig
að úr hefur orðið eldfim og umdeild
blanda, eins og t.d. í Crash, The Fly
og Dead Ringers.
„Kynlíf og ofbeldi á mjög vel sam-
an. Svona eins og beikon og egg,“
segir Cronenberg í gríni, en þó ekki.
„Kynlíf hefur aldrei verið langt und-
an þegar ofbeldi er annars vegar,
þannig er það í kvikmyndum og hef-
ur alltaf verið. Þetta eru tveir eld-
fimir orkugjafar sem vekja áhuga
kvikmyndagerðarmanna, sem auð-
vitað eru alltaf að leitast við að
kveikja eld. Þetta eru líka svo veiga-
miklir þættir ef búa á til drama,
frumhvatir mannlegs eðlis sem við
bælum niður í raunveruleikanum en
þráum þeim mun frekar að kanna í
skáldskapnum.“
Friðarofbeldi
Viggo Mortensen er ef svo má
segja alvanur því að leika ofbeldis-
fulla einstaklinga, jafnvel þótt hlut-
verkin og kvikmyndirnar séu eins
ólíkar og Lord of the Rings og A
History of Violence. Mortensen seg-
ist hafa fengið ágætis undirbúning í
Lord of the Rings fyrir hlutverk
eins og það sem hann fer með í A
History of Violence. Hann segir þá
Aragorn og Tom Stall eiga það sam-
eiginlegt að vera menn sem lendi í
ofbeldisfullum aðstæðum gegn vilja
sínum; séu ofbeldismenn sem beiti
ofbeldishæfni sinni í þeirri von að
öðlast frið.
„Mér finnst David samt ekki hafa
fegrað ofbeldið eða reynt að stílfæra
það þannig að hæfileiki Toms virðist
eitthvað öfundsverður. Þvert á móti
lendir hann í hörmulegum að-
stæðum sem ég hefði haldið að allir
viti bornir áhorfendur reyndu að
forðast í lengstu lög.“
Mortensen bætir svo við að hon-
um finnist sjálfum ofbeldið ekki
endilega vera megin inntak mynd-
arinnar, heldur sé það miklu fremur
vangaveltur um valdníðslu og hvern-
ig hún getur skaðað fólk. „Böndin
við fjölskyldu og samfélag er einnig
mun áhugaverðara viðfangsefni og
ofbeldið er, að mér finnst, í algjöru
aukahlutverki.“
Alþjóðlegt viðfangsefni
á amerísku sögusviði
Það fer ekki á milli mála að sagan
er mjög amerísk, hún gerist í snotr-
um smábæ í miðríkjunum, þar sem
það ameríska getur vart orðið amer-
ískara. Viðfangefnið og nálgunin er
greinilega amerísk einnig, og
Cronenberg segist verða að taka
undir það.
„Þetta er alamerísk mynd, um
amerískt viðfangsefni. Og því lá
beint við að fá kaldhæðinn Kan-
adamann til að gera hana og skjóta í
stórborginni Toronto í Kanada,“
segir Cronenberg og kímir. „Og ef
grannt er skoðað þá er sagan að
grunninum til ekta amerískur vestri,
með öllum hans sterku einkennum
og goðsögum. Fjallar um mann sem
tekur lögin og atburðarásina í sínar
hendur til þess að vernda fjölskyldu
sína og litla fullkomna smábæj-
arsamfélagið. Það er mjög vestra-
legt viðfangsefni sem ég reyndi í
hvívetna að hampa með mjög með-
vituðum hætti. Ég vildi láta það
skína í gegn að þetta er vestri. En
um leið og ég viðurkenni það, að
sagan sé mjög amerísk, þá er við-
fangsefni myndarinnar, inntak
hennar, alþjóðlegt. Allar þjóðir eiga
sér ofbeldissögu og urðu til fyrir til-
stuðlan ofbeldis. Og allar þjóðir, öll
stjórnvöld, áskilja sér rétt til að
beita ofbeldi gegn öðrum þjóðum og
borgurum sínum, í nafni laganna.
Ofbeldið er því almennt viðfangsefni
þótt sögusviðið sé Ameríka.“
A History of Violence var frum-
sýnd í Bandaríkjunum í september.
Myndin hefur hlotið lofsamlega
dóma flestra erlendra gagnrýnenda
og hefur Viggo Mortensen sum-
staðar verið orðaður við Ósk-
arsverðlaun fyrir frammistöðu sína
myndinni, sem og reyndar William
Hurt einnig. David Cronenberg hef-
ur nú þegar hafið undirbúning sinn-
ar næstu myndar, sem á að verða yf-
irnáttúrulegur sálartryllir og mun
heita London Fields og byggist á
samnefndri skáldsögu eftir Martin
Amis.
Háskólabíói sunnudaginn 16. október
Hljómleikar hefjast kl. 20.00
Miðaverð kr. 6.900 - 5.900 - 4.900
Ath. Aðeins selt í sæti (númerað)
Miðasala á Esso:
Ártúnshöfða og Geirsgötu
www.midi.is
Einnig: anderson@visindi.is
&
kynnir
Söngvara YES
2005
ÍS
LA
N
D
S
P
R
E
N
T
Ja hérna! Jon einn á sviðinu. Ég vissi ekki hverju ég átti
að búast við þar sem ég hef ekki séð mynddiskinn frá
tónleikaferðinni, en þetta reyndist vera alveg jafn af-
slappað og ég hafði vonast til. Jon hefur bestu söngrödd
sem hægt er að fara fram á. Ég kom fyrst og fremst til
að heyra hann syngja og hann sannaði fullkomlega að
góð söngrödd dugar vel til að gleðja áhorfendur. Það
þarf heilmikinn kjark til að stíga á svið einn síns liðs,
en Jon stendur vel undir því og sýningin er bæði mjúk
og hrífandi. Ég get ekki ímyndað mér að neinir aðdá-
endur hans verði fyrir vonbrigðum með hann á þessari
ferð. Mig langar til að þakka Maestro Anderson fyrir að
koma við í Stokkhólmi í þessari ferð.
Hans Dahlgren, Stokkhólmi, Svíþjóð, 12. september.
Ég skemmti mér konunglega á sýningu Jons Andersons
á Cirkus í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ég gerði mér engar
sérstakar væntingar fyrirfram og skemmtunin kom
mér því einkar þægilega á óvart! Þvílík rödd! Hún
hefur ekkert látið á sjá síðan fyrir 35 árum. Hann
flutti okkur fjögur Jon & Vangelis-lög (State Of Inde-
pendence, I’ll Find My Way Home, Change We Must
og Polonaise). Allt prýðisgóðar útsetningar og meðal
hápunkta sýningarinnar. Styttar og endurút-
settar útgáfur Yes-söngvanna voru afar vel fluttar og
afar gaman að hlusta á þær. Hápunktarnir úr Yes-kafl-
anum voru And You And I, Long Distance Runaround,
Close To The Edge, Soon og svo Wonderous Stories. Ég
átti afar skemmtilega kvöldstund og bæði peningunum
og tímanum var vel varið.
Stefan Polzer, Stokkhólmi, Svíþjóð, 12. september.
7 dagar í tónleika
Silfur servíettuhringur
Holtasóley
Gull- og Silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is
Servíettuhringur verður, ef guð lofar,
smíðaður eftir nýrri teikningu fyrir hver jól.
Hann leysir af hólmi jólasveinaskeiðina, en
allar 13 skeiðarnar verða fáanlegar áfram.
Kr. 4.900
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111