Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 25 Meðan svokallaðBaugsmál tröllríðurumræðu og athyglihérlendis heldurheimurinn áfram að snúast án þess við gefum því gaum. En snúningur hnattarins er ekki það eina sem við leiðum ekki hugann að varðandi veröldina. Á tímum stanslauss upplýsingaáreitis er það sannara en nokkru sinni að það sem við höfum ekki beinlínis fyrir aug- unum gæti allt eins hreint ekki verið til. Þar sem ég var erlendis í viku- tíma um daginn missti ég þannig al- gerlega af fjölmiðlastórviðrinu hér á Fróni um Baugssamsteypuna, hina og þessa ein- staklinga og samskipti þeirra. Ég sá aðra fjölmiðla og fékk aðra mynd af veröldinni. Hún var m.a. svona: Fátækir Afr- íkubúar horfðu nýlega forviða á það að fjöldi manna í auðugasta ríki ver- aldar mátti um stund búa við sömu aðstæður og þeir. Við vandræðum þeirra var brugðist með fjárveitingu upp á 200 milljarða Bandaríkjadala til aðstoðar og endurreisnar. Það eru meira en tólf þúsund milljarðar íslenskra króna. Þótt segja megi ýmislegt jákvætt um framlög velmegunarþjóða til hjálparstarfs í Afríku liggur það samt fyrir að viðlíka fjármunir og nauðsynlegt þótti að veita til upp- byggingar í Louisiana eru ofboðs- legir í samanburði við það sem ríki heims verja til þróunaraðstoðar við þann milljarð fólks sem býr í Afríku. Eins og við náðum að frétta hér heima, áður en Baugsveðrið skall á, þá höfðu menn í áraraðir hunsað viðvaranir og upplýsingar um yfir- vofandi hættu af flóðum í New Or- leans. Margir telja hið sama eiga við um ástandið í Afríku. Allir sem vilji vita það viti nefni- lega að aðeins sé tímaspursmál hve- nær ástandið í Afríku verði svo slæmt að allt sem sést hefur hingað til blikni í samanburði. Hamfarir í Afríku? Er það ekki hversdagslegt ástand, spyrja menn. Hefur það ekki verið eins í fleiri ald- ir? Svarið er því miður nei. Ástandið hefur nefnilega snarversnað frá árinu 1985, þegar hungrið í Afríku náði í fyrsta sinn athygli allrar heimsbyggðarinnar. Á síðustu áratugum hafa 11 millj- ónir afrískra barna misst annað for- eldri sitt eða bæði af völdum alnæm- is, 25 milljónir manna eru HIV-smit- aðar og yfir tvær milljónir deyja árlega af völdum sjúkdómsins. Á síðasta fjórðungi síðustu aldar dró enn sundur með Afríku og vel- ferðarríkjunum í fjárhagslegu tilliti. Að Suður-Afríku slepptri námu heildartekjur allra hinna 48 þjóða sunnanverðrar Afríku árið 1997 þannig sömu upphæð og heildar- tekjur Belgíu. Sérfræðingar í málefnum álf- unnar stóru hafa því notað tækifær- ið í kjölfar fellibylsins Katrínar til að hvetja Vesturlönd til að huga nú í tæka tíð að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um aðsteðjandi vanda Afríku í líki viðvarandi hung- ursneyðar og síversnandi AIDS- faraldurs. En viðbrögðin láta á sér standa. Kannski eru menn uppteknir af öðr- um málum. Eins og Íslendingar. – Hver sendi hverjum tölvupóst? Baugsmál og aðrar hamfarir HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Karlar, konur og ofbeldi Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Málþing í tilefni af norrænu rannsóknaverkefni á Grand Hótel Hvammi fimmtudaginn 13. október. Dagskrá Kl. 8:45-9:00 Morgunverður Kl. 9:00-9:15 Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri Jafnréttisstofu: Norræna rannsóknaverkefnið Kyn og ofbeldi. Kl. 9:15-10:15 Peter Edward Gill, prófessor við Háskólann í Gävle í Svíþjóð: „Gender Experiences and the Scripting of Androgynous Violence.“ Kl. 10:15-10:30 Kaffihlé. Kl. 10:30-11:00 Jónína Einarsdóttir, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands: „Það mælti mín móðir ...“ Ofbeldi gegn börnum á Íslandi í ljósi sögunnar. Kl. 11:00-11:30 Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lektor í félagsráððgjöf við Háskóla Íslands: Börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi milli foreldra: Niðurstöður íslenskrar rannsóknar. Kl. 11:30-12:00 Guðrún Agnarsdóttir, læknir: Kynferðisofbeldi - meinvættur ungra kvenna? Fundarstjóri er Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Rannís. Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið að ráða fólk í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinnu sem fyrst. Vinsamlega hafið samband í síma 569- 1122 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.