Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Aðgerðagreining við vinnslu á dilka-kjöti“ nefnist lokaverkefni JóhannsH.K. Líndal til meistaraprófs viðverkfræðideild Háskóla Íslands. Næstkomandi þriðjudag mun hann halda fyr- irlestur um verkefnið að Keldnaholti í fræðslu- erindaröð sem Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir. „Verkefnið er í raun og veru tvískipt, í fyrsta lagi fjallar það um kjötmat og hvort það er hægt að beita tölfræðilegum aðferðum við að flokka skrokka og síðari hlutinn fjallar um að- gerðagreiningu í kjötvinnslu sem skiptist í best- un, hermun og upplýsingatækni,“ segir Jóhann. „Kjötmat á dilkaskrokkum er enn að mestu huglægt og framkvæmt af kjötmatsmönnum. Það hafa verið þróaðar flokkunaraðferðir sem hugsanlega gætu leyst kjötmatsmenn af hólmi. Í fyrri hluta verkefnisins skoða ég hvernig ein slík aðferð flokkar miðað við núverandi kerfi en einnig eru skoðaðir aðrir möguleikar eins og fækkun flokka í núverandi kerfi. Í seinni hluta verkefnisins er sýnt hvernig þrjár mismunandi aðferðir iðnaðarverkfræðinnar, þ.e. hermun, upplýsingatækni og bestun, geta nýst sem hjálpartæki við ákvörðunartöku. Hermilíkan var gert til að skoða ferli kjötvinnslu við út- flutning á ferskum lærum og hryggjum. Upp- lýsingatækni felst í því að gera forrit sem hjálpar við samanburð á sölu afurða erlendis og innanlands. Bestuninni var ætlað að greina hvernig ætti að ráðstafa því kjöti sem stendur til boða, miðað við tíma sem tekur að vinna hverja og eina vöru, sem takmarkast við þann mannskap og tímamörk sem hann hefur til að vinna vörurnar.“ Jóhann segir að hann hafi ákveðið að taka þetta efni fyrir í lokaverkefninu vegna mikillar umræðu um kjötmatið meðal bænda og að hon- um hafi langað til að finna aðferð við kjötmat með tölvu. Heildarniðurstaðan úr verkefninu um kjöt- matið er að sögn Jóhanns sú að kerfið eins og það er núna sé flóknara en það þurfi að vera. „Það kæmi betur út ef flokkunum yrði fækkað, þeir þurfa ekki að vera fleiri en fimm. Nið- urstaðan úr seinni hlutanum er sú að hermunin gefur ágætis raun og bestunin á að vera hjálp- artæki við ákvarðanatöku. Rauði þráðurinn í gegnum þetta verkefni var að nýta aðferðir í iðnaðarverkfræði til að leysa vandamálin í verkefninu sem voru í sambandi við kjötmat og kjötvinnslu.“ Fræðsluerindi Jóhanns hefst kl. 14.30, þriðju- daginn 11. október, í fundarsal Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Keldnaholti, 3. hæð. Þetta er fyrsta erindið í fræðsluerindaröð sem Lbhí stendur fyrir á hálfsmánaðarfresti í vetur. Fræðsluerindi | Meistaraverkefni í verkfræði um kjötmat og kjötvinnslu  Jóhann Haukur Krist- inn Líndal er frá Holta- stöðum í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu en foreldrar hans eru bændur þar á bæ. Jóhann er 27 ára og býr nú í Reykjavík. Hann lauk framhalds- skólanámi frá Fjöl- brautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki, Bs-gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og mun nú í október útskrif- ast með mastersgráðu í verkfræði einnig frá Háskóla Íslands. Aðgerðagreining við vinnslu á dilkakjöti Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það þarf félagslega færni til að koma eigin hagsmunum á framfæri. Það sem virðist ósköp hversdagslegt er nið- urstaða vandlegs útreiknings. Þegar þú gerir þér grein fyrir þessu, muntu fá áhuga á að leggja meiri hugsun í þín „hversdagslegu“ viðbrögð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hvöt þín til óhófs spennist sífellt á móti fjárhagslegri visku. En heppnin er með þér í dag, og hlutir sem þú hefur áhuga á, munu verða þér mjög dýrmætir ef þú heldur þeim nógu lengi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert algerlega inn á við, eins og þú sér að herða upp hugann fyrir stóran leik. Í næstu viku verðurðu fyrir áskorunum í vinnunni. Og með því að hvíla þig í dag verðurðu í fínu formi til að takast á við þessar áskoranir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stjörnurnar hvetja þig til að klára heil- langan lista af verkefnum. Þú ert þannig stemmd/ur að þú ert alveg til í það. Settu bara upp brosið og þú munt hlæja þig í gegnum verkið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allur sá persónulegi þroski sem þú hefur verið að vinna í að undanförnu, sjálfs- hjálparbókalesturinn og hæfileika- uppfóstrunin, mun borga sig. Árangur erfiðisins kemur í ljós á einu augnabliki – augnabliki sem þú gengur inn í herbergi og hefur mikil áhrif. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Jafnvel þótt þú sért bara að taka til heima hjá þér, notarðu samt sköp- unarkraftinn til þess. Fylltu augun af nýjum myndum, eyrun af tónlist og hjartað af ljóðlist. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Merkið þitt er þekkt fyrir glöggskyggni, og þú munt nýta þér það til að vita hvað þú vilt. Þú gerir þér grein fyrir því um leið og það verður á vegi þínum. Þú skalt bregðast snögglega við til að fá hreppa verðlaunin þín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú stillir skap þitt inn á lund erfiðasta fjölskyldumeðlimsins – hvílíkt afrek. Þér verður hrósað fyrir það, kannski ekki núna, frekar yfir hátíðarnar. Vá! Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur hvorki fyrir þreytu né leiða. En þú gætir verið innilega áhugalaus. Þetta fær aðra til að halda að þú sért hafin/n yfir smámálin, og kannski er það bara satt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stjörnurnar einbeita sér að hégóma og að vera aðlaðandi. Þú getur sparað þér mikil ósköp með því að gera þér grein fyrir einni staðreynd. Kyntöfrar þínir felast mun meira í framkomu þinni en að hafa sig til á einn eða annan hátt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þegar sólin skín áttu alltaf vini. En þú vilt líka eiga vini í verra veðri. Gakktu úr skugga um að fólkið sem þú þekkir sé ekki „sólskinsfólkið“. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þegar þú kærir þig um, ertu meistari í að fá fólk til að vera sammála skoðunum þínum. En ekki nota þennan ofurkraft bara af því að þú getur það! Það er miklu skemmtilegra að umgangast fólk sem ögrar þér. Stjörnuspá Holiday Mathis Alveg síðan Venus hóf að kanna ævintýralegt um- dæmi bogamannsins, höf- um við fengið klikkaðar hugmyndir um hvernig við getum fengið meiri ást inn í lífið. Eigum við að elta hana á röndum, tæla hana, ferðast á enda veraldar í leit að henni eða halda niðri í okkur and- anum þar til hún kemur? Hin skynsama steingeit mun hjálpa okkur að finna við- eigandi nálgun. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 andspænis, 4 svara, 7 góð lykt, 8 skilja eftir, 9 lengdareining, 11 hermir eftir, 13 langar til, 14 sjúkdómur, 15 jarðaði, 17 autt, 20 ósoð- in, 22 gufa, 23 lítils skips, 24 hluta, 25 hafa upp á. Lóðrétt | 1 missa marks, 2 gamalær, 3 tyrfinn texti, 4 karldýr, 5 hluti hringflatar, 6 stétt, 10 svardagi, 12 dýr, 13 skynsemi, 15 þreif, 16 trylltar, 18 bylgjukvikið, 19 rýja, 20 lof, 21 kapp- söm. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 geðvondur, 8 gyllt, 9 lydda, 10 uml, 11 tærir, 13 senna, 15 seinn, 18 óninn, 21 átt, 22 launi, 23 trauð, 24 sannindin. Lóðrétt: 2 eflir, 3 votur, 4 núlls, 5 undin, 6 ógát, 7 gata, 12 iðn, 14 enn, 15 sæla, 16 iðuna, 17 náinn, 18 óttan, 19 iðaði, 20 næði.  1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 Bg4 7. h3 Bxf3 8. Dxf3 Rbd7 9. Bf4 De7 10. Rc3 a6 11. 0–0–0 g6 12. g4 Bg7 13. Dg3 Rxe4 14. Rxe4 Dxe4 15. Bxd6 0–0–0 16. Bg2 Db4 17. Db3 Dxb3 18. axb3 Hhe8 19. Bf4 Bd4 20. Hxd4 cxd4 21. Kd2 Re5 22. He1 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í St. Vincent í Ítalíu. Levan Pantsulaia (2.510) hafði svart gegn Dimitri Kom- arov (2.521). 22. … Rd3! 23. Hxe8 Rxf4 svartur hefur nú unnið tafl þar sem eftir 24. Hxd8 Kxd8 25. Be4 Kd7 mun svartur fyrr eða síðar vinna d-peð hvíts. Í stað þess að berjast fyrir lífi sínu í slíku endatafli kaus hvítur frekar að tapa skákinni með því að gefa svört- um biskupinn sinn. 24. He7 Rxg2 25. Hxf7 Hd7 26. Hf8+ Kc7 27. f4 Hxd5 28. Kd3 Hd7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.