Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. SPÁÐ er stórhríð á Norður- og Austurlandi um og eftir helgi og hafa sumir bændur áhyggjur af sauðfé sem gengur úti. Þetta er annar veður- hvellurinn sem gengur yfir á þessu hausti og voru bændur sumstaðar komnir með fé á gjöf um tíma. Við þessar aðstæður vilja bændur losna við sem mest af lömbum í sláturhús. Hjá Norð- lenska á Húsavík hefur verið unnið lengur fram eftir deginum en ráðgert var. Svipaða sögu er að segja frá SS á Selfossi og líkur eru á að þar verði slátrað á laugardaginn eftir viku, en al- mennt er ekki slátrað um helgar. Sauðfé varð klakabrynjað á Norður- og Austurlandi fyrir skömmu þegar gekk á með snjókomu og frosti. Bændur í Bárðardal og Mývatnssveit og víðar á landinu neyddust til að taka fé á gjöf vegna jarð- banns. Nauðsynlegt að bregðast við Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri hjá Norðlenska á Húsavík, sagði að nauðsynlegt hefði verið að bregðast við og auka slátrun í slát- urhúsinu vegna þessa ástands. Afköstin hafi verið aukin um 250 fjár á dag. Hann segir að menn hafi áformað að slátra um helgi, en hætt við það. Nú sé hins vegar spáð stórhríð og því sé hætt við að sama ástand skap- ist aftur. Hermann Árnason, sláturhússtjóri hjá SS á Selfossi, hafði sömu sögu að segja. Mikill þrýst- ingur væri frá bændum að koma lömbum í slátr- un. „Pressan er meiri en oftast áður.“ Hermann sagði að kalt hefði verið í veðri í allt haust og grös væru farin að falla. Þetta leiddi aftur til þess að lömbin væru ekkert að bæta á sig hold- um. Hann sagði líklegt að slátrað yrði hjá SS á laugardaginn eftir viku. Þetta væri óvenjulegt og raunar ekki æskilegt því að vinna í sláturhús- um væri erfiðisvinna og mikið álag væri á starfsfólkinu. Sauðfjárbændur áhyggjufullir yfir vondri veðurspá um helgina Vilja losna við sem flest lömb í sláturhús Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Sameiningarkosningar fóru fram víða um land í gær, laugardag. Kosið var um sextán sameining- artillögur í 61 sveitarfélagi. Helgi Steinsson, bóndi á Syðri- Bægisá og oddviti Hörgár- byggðar, og Hjörleifur M. Hjart- arson, vinnumaður hans, á stærri myndinni, voru fyrstir á kjörstað í Hlíðarbæ í gærmorgun og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfé- laga í Eyjafirði. Báðir sögðust þeir hafa greitt atkvæði gegn samein- ingu. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra greiddi atkvæði í heimabæ sínum, Hveragerði, skömmu fyrir hádegið og er myndin til hliðar tekin við það tækifæri. Samtals búa um 96 þúsund manns í þeim sveitarfélögum þar sem kosningarnar fóru fram. Á kjörskrá voru 69.144 og voru kjör- staðir áttatíu talsins. Fæstir kjós- endur voru í Mjóafjarðarhreppi, eða 32, en flestir í Hafnarfirði, 15.570. Komið hefur fram að allt að 2,4 milljörðum króna á að verja til sameiningarframlaga úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga og verður þeim fjármunum m.a. varið til að byggja upp ný sveitarfélög og styrkja innviði þeirra. Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Sverrir Kosið um sam- einingu ÞEGAR Rússinn Gleb Therekhin skrifaði bréf til Kvennalistans bað hann um að sér yrði hjálpað að komast í samband við ís- lenska konu – því eins og hann segir í við- tali í Tímariti Morg- unblaðsins í dag: „... ég hélt að þær væru með konur á lista.“ Bréfið skrifaði hann á íslensku líkt og annað skömmu áður, eða 1994, sem barst hingað til lands í gegnum faxtæki í Um- ferðarmiðstöðinni og birtist þá m.a. í Morg- unblaðinu. Hvorugt bréfanna skilaði árangri og ekki heldur það sem Gleb sendi til tíma- ritsins Heima er best í millitíðinni. Kvennalistakonur svöruðu bréfi Glebs og leiðréttu misskilning hans um eðli listans. Gleb gafst ekki upp og án þess að kunna orð í íslensku hélt hann áfram að semja bréf á íslensku á bókasafni heima í Rúss- landi með hjálp hálfrar aldar gamallar dansk-íslenskrar orðabókar og annarrar ensk-íslenskrar. Honum tókst að raða saman íslenskum orðum þar sem hann lýs- ir yfir áhuga á að fá vinnu og væna konu hér á Fróni „... kynnast með kvenmaður frá Ísafold, með tilgangur bréfaviðskipti.“ Dvaldi hér í sumar Átta árum eftir að hann skrifaði fyrsta bréfið sendi hann annað til Heima er best og upplýsti að hann væri strætisvagnabíl- stjóri í „Moskvuborgarríkissamfélagsleg- urþjóðfarþegasamgöngukerfi“ og hefði al- menna víðtæka starfsreynslu. Þetta var fyrir þremur árum. Magnfríður Dís Ei- ríksdóttir rak þá augun í bréfið í Heima er best og langaði að gera eitthvað fyrir „blessaðan manninn“. Þessi þrautseigi Íslandsvinur dvaldi hér síðastliðið sumar og undi hag sínum vel. Hann var að vísu leiður yfir að hafa ekki fengið vinnu. | Tímarit Morgunblaðið/Golli Bréf Glebs til Kvennalistans er varðveitt á Kvennasögusafni Íslands. „Kynnast með kvenmaður frá Ísafold“ Gleb Therekhin ICELAND Express hefur áætlunarflug til Alicante á Spáni næsta vor. Fyrsta flugið verður 17. maí og verður flogið tvisvar í viku yfir sumarið. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir að sömu verðflokkar muni gilda í fluginu þangað og til annarra áfangastaða, þ.e. ódýrustu sætin verði seld á 7.995 krónur aðra leið. Fram kemur að endanleg mynd er komin á áætlanir félagsins fyrir sumarið og að sala á sumarferðum hefst á miðvikudaginn kemur, en auk Alicante verður flogið til Berlínar, Friedrichs- hafen, Gautaborgar, Stokk- hólms og Frankfurt Hahn en fyrir er félagið með dag- leg flug til Kaupmannahafn- ar og London. Keyptu Markmenn Nýlega festi Iceland Ex- press kaup á ferðaskrifstof- unni Markmenn sem hefur meðal annars sérhæft sig í sölu ferða á knattspyrnu- leiki og svokallaðra golf- ferða. Nafni ferðaskrifstof- unnar verður breytt í Express ferðir og segir Birgir að með þessu aukist möguleikar Iceland Ex- press á því að bjóða upp á ódýrar pakkaferðir fyrir þá sem þess óska. Birgir segir að þessir nýju áfangastaðir séu til marks um að mikill sóknar- hugur sé í Iceland Express en að hans sögn hefur rekstri félagsins verið snúið við og verður hagnaður af honum á þessu ári. Iceland Express í flug til Alicante  Iceland Express | 4 MIKILL áhugi er á flugnámi og í Flugskóla Íslands hf., langstærsta flugskólanum, stunda nú tæplega 100 manns nám, tæplega 50 manns eru í einkaflugmannsnámi og 46 í atvinnuflugmannsnámi. Össur Brynjólfsson yfirkennari segir að þetta sé met, aldrei áður hafi svo margir stundað nám við skólann og aðeins einu sinni áður hafi svo margir lært til atvinnuflugmanns í einu. Þá stunda um 10 manns bóklegt einkaflugmannsnám hjá Flugfélaginu Geirfugli svo fleiri dæmi séu nefnd. Sjálfsagt tengist þessi aukni áhugi á flugnámi því að at- vinnuástand meðal flugmanna hefur verið með besta móti undanfarin tvö ár eða svo. Hörður Vignir Magnússon, varaformaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, segir að sl. vetur hafi um 100 íslenskir flugmenn hafið störf hjá flugfélögum. Aldrei áður í sögu þjóðarinnar hafi svo margir flugmenn verið ráðnir til starfa. Metfjöldi leggur stund á flugnám Aldrei fleiri flugmenn ráðnir SAMÞYKKT var einróma á fundi í Sjúkraliðafélagi Ís- lands að vísa kjaradeilu fé- lagsins vegna starfsmanna á stofnunum í Samtökum fyrir- tækja í heilbrigðisþjónustu til ríkisáttasemjara og hefja undirbúning verkfalls. Í ályktun fundarins er lýst megnri óánægju með það hve lengi hefur dregist að ganga frá samningum um kjör og önnur starfsréttindi. „Þolin- mæði okkar er þrotin. Stein- inn tók úr með rangtúlkun samninganefndar SFH á und- irrituðu bráðabirgðasam- komulagi frá 26. sept. Sam- komulag sem átti að leiða til sátta en snerist upp í and- hverfu sína.“ Þolinmæði sjúkraliða er þrotin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.